Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Side 2
Óskaveður þríeykisins
Svarthöfði hefur alltaf haft gaman að verslunar-mannahelginni. Á hverju
ári finnur hann sér nýja bæjar-
hátíð til að hella í sig og mingla
við lókalinn. Það hefur oftar en
ekki bara gengið nokkuð vel í
minglinu hjá Svarthöfða og
þess vegna var hann búinn að
bíða spenntur eftir verslunar-
mannahelginni, alveg síðan
þeirri síðustu lauk.
Þegar COVID-19 kom upp
þá varð Svarthöfði frekar
skelkaður og hugsaði með sér
hvort það verði yfir höfuð ein-
hver verslunarmannahelgi.
Yfir tímann náði Svarthöfði
að sætta sig við ástandið, hann
gengur um gólf fyrir Þórólf
og hlýðir að sjálfsögðu Víði.
Síðan er hann náttúrulega einn
helsti talsmaður þess að vera
með grímu á andlitinu. Hann
var alveg búinn að gera sér
grein fyrir því að verslunar-
mannahelgin í ár yrði ekki eins
og þær sem hafa verið áður,
skiljanlega.
En það sem Svarthöfði neitar
að taka í sátt er þessi hræði-
lega veðurspá sem „veður-
fræðingarnir“ á veðurstofunni
birtu fyrr í vikunni. Rigning,
skúrir og hellidemba um allt
land og ekki bara einn daginn,
nei, alla helvítis helgina. Þú ert
örugglega að velta því fyrir þér
hvers vegna Svarthöfði notar
gæsalappir í kringum orðið
„veðurfræðingar“, er það ekki?
Það er einfaldlega vegna
þess að hann neitar að trúa því
að þetta sé satt, það hlýtur að
vera eitthvað á bak við þessa
veðurspá. Nei, af hverju ætti
einhver „veðurfræðingur“ að
ákveða að hafa svona vont veð-
ur? Ef þú vinnur við að velja
veðurspá, af hverju myndirðu
þá ekki velja að hafa sól?
Svarthöfði fór að grúska í
málinu og fékk það sem hann
heldur að kallað sé uppljómun.
Víðir, Þórólfur og Alma báðu
um þetta veður. Pælið bara að-
eins í þessu. Hvaða fólk er það
sem hagnast mest af vondu
veðri um verslunarmanna-
helgi? Hvaða fólk gjörsamlega
þolir ekki samkomur þar sem
mikill fjöldi kemur saman?
Þríeykið vill þetta allt sam-
an, þau báðu örugglega þessa
„veðurfræðinga“ um að velja
þetta veður. Velja rigningu og
leiðindi svo fólk slaki bara á
heima hjá sér með rauðvíns-
glas og góða ræmu í tækinu.
Það nennir enginn að djamma í
tjaldi og í hellidembu og kulda.
Þegar hingað var komið
benti ritstjóri Svarthöfða
honum á að reyndar eru veður-
fræðingar til í alvörunni, auk
þess sem þeir eru hámenntaðir
og virkilega klárir einstakl-
ingar. Þá runnu tvær grímur á
Svarthöfða, þetta var kannski
ekki þríeykinu að kenna. Þrí-
eykið gerði þetta ekki en það
(og í raun allir á landinu) nýtur
bara góðs af þessari vondu
veðurspá. Það er kannski ekki
alltaf tenging á milli alls þess
slæma í heiminum, þó svo að
kórónaveiran og rigning um
verslunarmannahelgina séu
bæði glataðir hlutir þá tengjast
þeir ekki.
En við skulum samt alveg
hafa það á hreinu að þó svo að
Víðir hafi ekki beðið veður-
fræðinga um vont veður, þá
er það alveg ljóst að hann bað
veðurguðina um þetta veður.
Og það er bara gott að honum
varð að ósk sinni. Veriði bara
heima og njótið um verslunar-
mannahelgina, Svarthöfði ætl-
ar allavega að gera það. n
SVART HÖFÐI
Aðalnúmer: 550 5060
Auglýsingar: 550 5070
Ritstjórn: 550 5070
FRÉTTA SKOT
550 5070
abending@dv.is
Peningana eða lífið
Þ
að er þung stemning í samfélaginu.
Verslunarmannahelginni hefur verið
aflýst. Eða svo til. En það er meira
undir en ein ferðahelgi, jafnvel þó hún
sé almennt stærsta ferðahelgi ársins.
Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar
og almannavarna í gær var tilkynnt um hertari að-
gerðir vegna kórónaveirunnar; fjöldatakmörk lækkuð
niður í 100 manns, tveggja metra reglan aftur gerð
að skyldu og enginn fær að koma í strætó nema með
grímu.
Strax á þriðjudag lá í loftinu að hert yrði á aðgerð-
unum í kjölfar aukningar á tilfellum smits innan-
lands. Miðvikudagurinn leið síðan án þess að múkk
heyrðist um framhaldið. Það var ekki fyrr en rétt
fyrir hádegi á fimmtudegi sem tilkynnt var um breyt-
ingarnar, þegar fjöldi fólks var þegar búinn að pakka
og skipuleggja verslunarmannahelgina í þaula.
Ég er ekki að kvarta út af mínum
plönum. Ákvað fyrir viku að halda
mig bara heima. Búin að auka
sprittnotkunina.
Forsetinn tók af skarið á undan
ríkisstjórninni og aflýsti móttöku
vegna innsetningar hans í emb-
ætti sem halda átti um helgina.
„Þessi ágæta móttaka má alveg
missa sín – hún skiptir engu
máli í hinu stóra samhengi,“
sagði forsetinn.
Þetta er líka alveg hár-
rétt. Rey Cup, Símamótið,
N1-mótið og Orkumótið í
Eyjum skipta engu máli í
stóra samhenginu. Samt
voru þessi mót haldin
þegar við hefðum átt að
halda að okkur höndum
– bókstaflega – í kjöl-
far COVID-19. Opnun
landsins skiptir engu
máli í stóra samheng-
inu. Og nú erum við
aftur á byrjunarreit.
Síðan síðasta
bylgja reið yfir
höfum við þó lært
ýmislegt, eða komist að ýmsu. Fjöldi fólks sem fékk
COVID-19 glímir við eftirköst sjúkdómsins jafnvel
mánuðum síðar. Hópur vísindamanna frá Univer-
sity College London hafa sent frá sér skýrslu um tugi
sjúklinga sem glímdu við truflanir á heilastarfsemi,
heilablæðingar og taugaskaða í kjölfar þess að fá
COVID-19. Fjöldi fólks hér á landi hefur farið í endur-
hæfingu á Reykjalundi, fólk sem þurfti ekki einu
sinni að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa fengið
kórónavírusinn.
En af hverju voru öll þessi mót haldin í skugga
alheimsfaraldursins? Af hverju var landið opnað á
ný fyrir ferðamönnum svo fljótt? Fyrir mér er svarið
einfalt: Peningar. Hér hafa peningar verið teknir
fram yfir heilbrigðissjónarmið. Peningar fram yfir
lífið. Sem ætti auðvitað ekki að koma á óvart.
Nú vona ég bara að fólk virði í alvöru tveggja metra
regluna, hætti að ryðjast fram fyrir fólk í biðröð bara
af því það stóð tvo metra frá afgreiðslukassanum
og bíði í eitt augnablik eftir að næsti maður í Bónus
taki brauð úr hillunni áður en það klessir sér upp að
honum til að taka brauðið við hliðina á.
„Peningana, ellegar ég slæ þig í rot,“ sungu Valgeir
Guðjóns og Egill Ólafs um árið. Ætli þeim hafi dottið í
hug að hægt væri að óska eftir hvoru tveggja? n
Nú vona ég
bara að fólk
virði í alvöru
tveggja metra
regluna.
UPPÁHALDS
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir
RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is
PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000.
Anna Kristjánsdóttir vél-
stjóri er komin á eftirlaun og
skrifar skemmtilega pistla frá
Tenerife þar sem hún býr nú.
Hún hugsar ávallt hlýlega til
þeirra skipa sem hún starf-
aði á yfir ævina. Hún segir
tvö skip bera af og hún geti
ekki gert upp á milli þeirra,
Álafoss og Vestmannaey VE-
54. Þau hafi verið gjörólík
en á báðum verið góður og
skemmtilegur mannskapur.
1 Álafoss
Álafoss sem var smíðaður í
Danmörku 1978 og í rekstri
hjá Eimskip frá 1980 til ca.
1989, en er núna aðallega
í förum á milli hafna við
Svartahaf.
2 Vestmannaey VE-54
Vestmannaey sem var
smíðuð í Japan 1972 en seld
til Argentínu um 2006 og
gerð út þaðan eftir það.
3 Bakkafoss (II)
Skipið var smíðað 1970 og
fór í brotajárn um 2010. Var
í rekstri hjá Eimskip frá
1974 til 1982. Þarna var ég
um borð samtals í tvö ár í
Ameríkusiglingum, aðallega
til Bandaríkjanna.
4 Jón Þorláksson RE 204
Skipið smíðað í Englandi
árið 1949 og fórst út af Suð-
austurlandi árið 1974. Hið
einasta sem er markvert við
það skip hvað mig varðar, er
að þarna byrjaði ég til sjós
árið 1966 og því mikilvægur
hluti af lífsreynslunni.
5 Bakkafoss (I)
Smíðað 1958 en var í rekstri
hjá Eimskip frá 1963 til 1974.
Ég var þarna á milli bekkja í
Vélskólanum og í frí um, erf-
itt skip og hæggengt. Samt
var eitthvað svo skemmtilegt
við skipið og það fær því að
vera með á listanum.
SKIPIN
2 EYJAN 31. JÚLÍ 2020 DV