Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR 31. JÚLÍ 2020 DV
DRÁTTARBEISLI
Hágæða beisli, föst eða
losanleg, fyrir flestar gerðir
fólksbíla og jeppa. Upplýsingar
um verð og afgreiðslutíma hjá
Bílanaust.
www.bilanaust.is
STÓRVERSLUN
DVERGSHÖFÐA 2
Dalshrauni 17
220 Hafnarfirði
110 Reykjavík
S. 535 9000
S. 555 4800
Vatnagörðum 12
104 Reykjavík
S. 535 9000
Furuvöllum 15
600 Akureyri
Hafnargötu 52
260 Reykjanesbæ
Hrísmýri 7
800 Selfossi
Sólvangi 5
700 Egilsstöðum
S. 421 7510 S. 482 4200 S. 535 9085 S. 471 1244
um hvort í ferlinu felist í raun
og veru „framleiðsla“ amfeta-
míns.
Efnahvörf eða framleiðsla?
DV tók nokkra lögmenn tali.
Allir hafa þeir reynslu af
málsvörn í amfetamínfram-
leiðslumálum, og allir voru
þeir á einu máli. Að breyta
amfetamínbasa í amfetamín-
súlfat er ekki framleiðsla á
amfetamíni. Einn líkti því
við að hita vatn og breyta því
í gufu. Vatnið er vatn, hvort
sem það er í fljótandi formi
eða í gasformi. Dómstólar
landsins eru þeim ekki sam-
mála.
Þrír menn sem komu að um-
breytingu amfetamínbasa í
amfetamínsúlfat voru nýlega
dæmdir í héraðsdómi til sam-
tals 19 ára fangelsisvistar,
einn í sjö ár, hinir tveir í sex
ár hvor. Héraðsdómur mat
útskýringar mannanna á því
að um íblöndun hafi verið
að ræða lítils. Landsréttur
mildaði dómana og staðfesti
niðurstöðu héraðsdóms að um
framleiðslu hafi verið að ræða
en ekki íblöndun.
En hvaða máli skiptir þetta
allt saman? Ef amfetamínbasi
er amfetamín og amfetamín-
súlfat er amfetamín, er þetta
ekki allt sama lögbrotið? Jú,
en samt ekki. Víkur þá sög-
unni að dómstólum og laga-
bókstafnum.
Refsiramminn nýttur
til hins ítrasta
Þremenningarnir voru í mál-
inu fundnir sekir um að hafa
brotið 173. gr. almennra hegn-
ingarlaga. Þar segir: „Hver,
sem andstætt ákvæðum laga
um ávana- og fíkniefni lætur
mörgum mönnum í té ávana-
og fíkniefni eða afhendir þau
gegn verulegu gjaldi eða á
annan sérstaklega saknæm-
an hátt, skal sæta fangelsi
allt að 12 árum.“ Í annarri
málsgrein ákvæðisins segir:
„Sömu refsingu skal sá sæta,
sem gegn ákvæðum nefndra
laga framleiðir, býr til, flytur
inn, flytur út, kaupir, lætur
af hendi, tekur við eða hefur
í vörslum sínum ávana- og
fíkniefni í því skyni að af-
henda þau á þann hátt, sem
greint er í 1. mgr.“ Þarna er
innflutningur, sala, dreifing,
og framleiðsla lögð að jöfnu
og allt sett í sama refsiramma
hegningarlaga.
Þar með er þó sagan ekki
öll sögð, því dómstólar hafa
í 12 ár, frá því fyrsta stóra
amfetamínframleiðslumálið
kom upp í Hafnarfirði, nýtt
refsirammann sem þeim er
gefinn í áðurnefndri 173. gr.
hegningarlaga mun betur í til-
fellum framleiðslu en í smygl-
málum. Þannig hafa dómstólar
metið það alvarlegri glæp að
koma að framleiðslu efnis hér
á landi en að smygla því eða
selja það.
Löng hefð er fyrir því að
þyngd dóma stjórnist af magni
fíkniefna. Þannig má maður
sem handtekinn er með kíló af
efnum búast við þyngri dómi
en sá sem gripinn er með 100
grömm. Jafnframt er litið
til þess í smyglmálum hvort
Amfetamín er selt í hvítu duftformi, en kemur nú orðið sjaldnast
þannig til landsins. MYND/HARI
skipulagning og fjármögnun
hafi verið í verkahring þess
sakfellda eða ekki. Þannig
hafa til dæmis þeir sem ber-
sýnilega eru burðardýr fengið
vægari dóma. Samt eru dómar,
líkt og áður sagði, þyngri ef
um framleiðslu að ræða. Í áð-
urnefndu amfetamínbasamáli
féll 7 ára fangelsisdómur fyrir
fjögur og hálft kíló af amfeta-
míni auk framleiðslu á kanna-
bisefnum. Sama ár féll dómur
yfir mönnum sem smyglað
höfðu um 40 kílóum af amfeta-
míni auk fimm til viðbótar af
kókaíni. Voru þeir dæmdir í
átta ára fangelsisvist. Fyrr í
sumar féll svo annar dómur
fyrir amfetamínframleiðslu.
Var þar um að ræða amfeta-
mínframleiðslu frá grunni.
Sex einstaklingar voru í því
máli dæmdir í samanlagt 22
ára fangelsi fyrir 4 kíló af am-
fetamíni.
Mikil og hröð fjölgun fram-
leiðslumála í dómskerfinu
Þegar litið er til mats dóm-
stóla á alvarleika framleiðslu
amfetamíns samanborið
við smygl á amfetamíni er
ekki úr vegi að spyrja hvers
vegna menn taka þessa auknu
áhættu. Enn þarf að smygla
inn basanum, og við þá áhættu
bætist svo tilstandið við fram-
leiðsluna. Aðspurður hvað
það er sem reki fólk af stað í
þessa vegferð svarar Margeir
Sveinsson hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu að von
um skjótan gróða sé það sem
drífi menn af stað í þessa veg-
ferð sem aðrar tengdar fíkni-
efnum.
Talsvert mikil fjölgun
hefur orðið á stórum fram-
leiðslumálum segir Margeir
og er það sjáanlegt í fjölda
dóma. Aðeins 12 ár séu frá
fyrsta stóra framleiðslumál-
inu, því í Hafnarfirði, og ljóst
að amfetamín er í auknum
mæli framleitt hér á landi.
Segir Margeir að þróunin sé
í samræmi við það sem sást
í tengslum við maríjúanað í
kjölfar hrunsins 2008. Enn
fremur má sjá að haldlagt am-
fetamín á landamærastöðvum
hefur minnkað með árunum,
en haldlagt amfetamín hjá
lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu staðið í stað.
Aðspurður um hvað lögregl-
an telji sig vera að ná stórum
hluta af efnunum í umferð
segir Margeir það ómögulegt
að segja nákvæmlega, en það
er ekki nema brot.
Ísland ekki fíkniefnalaust
Eitt sé þó ljóst af þessu öllu
saman. Ísland er ekki fíkni-
efnalaust land, og amfeta-
mínið er enn risastór þáttur í
vímuefnavandanum. Valgerð-
ur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á
Vogi sagði við DV að örvandi
efnin væru „stóra vanda-
málið“. Þau væru fyrirferða-
mest í fíknivanda þeirra skjól-
stæðinga, og fíkn í þau algeng
meðal sprautufíkla. Ef skoð-
aðar eru tölur aftur í tímann
sjást litlar breytingar þar á.
Neysla meðal ungmenna hefur
þó dregist saman, en að sama
skapi hefur hlutfall þeirra
sem neyta efna í æð aukist.
Rímar það við orð Valgerðar
um að tilfellin séu færri nú
en alvarlegri, og amfetamínið
í lykilhlutverki. n
Haldlagt amfetamín hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2016 8,5 kíló
2017 12,5 kíló
2018 3 kíló
2019 12,5 kíló
2020 það sem af er ári 14,5 kíló