Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR 31. JÚLÍ 2020 DV dansbrölt var hins vegar vinn­ an mín. Ég upplifði að þeim fyndist ég mega sýna á meðan ég var einhleyp en þegar við værum komin í samband væri ég orðin þeirra eign. Tómas hefur aldrei sýnt mér svona viðhorf. Hann hefur alltaf sýnt mér og starfinu mínu virðingu og finnst bara geggjað það sem ég er að gera.“ Tekur kommentin inn á sig Margrét Erla viðurkennir að í gegnum árin hafi athuga­ semdakerfi fjölmiðla tekið á taugarnar. Áður en þetta við­ tal er tekið tilkynnir blaða­ maður henni að það sé ekkert mál að loka athugasemdakerf­ inu á dv.is þar sem viðtalið birtist á endanum. „Mér finnst svo þreytandi hversu margir eru tilbúnir til að segja að ég sé athyglissjúk tussa þegar fjallað er um mig í fjölmiðlum. Ég man eftir því þegar ég var í atvinnuleit og setti inn frum­ lega færslu um það á Face­ book sem blaðamaður vildi síðan birta því honum fannst þetta skemmtileg leið til að leita að vinnu. Kommentakerf­ ið fylltist þá af athugasemdum frá fólki sem sagðist nú eiga frænda sem væri líka að leita að vinnu en það hefði enginn skrifað frétt um það. Auðvitað á maður ekki að taka þetta inn á sig en maður gerir það samt. Dropinn holar steininn. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað fólk getur verið illa innrætt.“ Hér skal tekið fram að DV hafði samband við Mar­ gréti Erlu að fyrra bragði og óskaði eftir viðtali við hana. „Þegar á hólminn er komið myndi ekkert af þessu fólki tala svona við mann persónu­ lega. En þegar valdamesti maður í heimi talar eins og hann talar þá er búið að gefa ákveðið leyfi fyrir því að segja hluti sem samræmast ekki almennri kurteisi. Ég held að fólk sem segir þessa ljótu hluti á netinu sé að leita að mannlegum samskiptum og sé hreinlega komið á þann stað að það vill óheilbrigð samskipti frekar en engin. Auðvitað hafa þessar neikvæðu athugasemd­ ir áhrif á mig þrátt fyrir að þau jákvæðu séu alltaf miklu fleiri. Röksemdafærslan um að ég hafi nú farið í þetta við­ tal og geti því átt von á þessu slá mig samt bara eins og að ég hafi nú bara verið að bjóða upp á ýmislegt því ég var í of stuttu pilsi.“ Hér er komið að játningu hjá blaðamanni: „Ég hef aldr­ ei áður tekið viðtal við neinn sem fækkar fötum.“ Margrét Erla spyr hvort ég sé þá að tala um í viðtalinu sjálfu eða almennt. Blaðamaður: „Alla­ vega ekki í viðtalinu sjálfu.“ Útrás og spenna Það var árið 2007 sem hún datt inn í kabarett­senuna í New York. „Þá byrjaði þetta allt. Í sömu vikunni hætti kær­ astinn með mér og ég vann milljón í Happdrætti Háskól­ ans. Ég ákvað þá að fara til New York og læra dans.“ Hún hafði raunar lært dans frá unga aldri og meðal annars verið í ballettskóla. Í gegnum vini vina kynntist hún „bur­ lesque“ heiminum þarna úti og þegar hún kom aftur heim saknaði hún þess að hér væri engin slík menning. Hún sá þó auglýsingu í Kramhúsinu um ókeypis sirkustíma og lét slag standa. „Hér í Kramhúsinu er mikil gróðrarstía ýmissa lista­ hópa. Þessir tímar eru það sem síðan varð að Sirkus Ís­ lands og stofnandi sirkussins borgaði salarleiguna með því að mála þakið.“ Margrét Erla segist á þess­ um tíma ekki síst hafa heillast af áherslu á jákvæða líkams­ ímynd. „Mig langaði að tala um þessi mál og vekja athygli á því að ef ég væri að sýna á sviði þá væru svo margar konur sem ættu ekki að óttast að mæta í sundklefann. Þetta veitti mér líka ákveðna útrás og stundum hugsaði ég um fyndin atriði sem væru enn fyndnari ef ég myndi sýna þau í engum buxum. Ég er líka alltaf þakklát fyrir það fólk sem tekur þátt í sýningunum með mér. Við erum allskonar og það er ekkert skemmti­ legt ef allir fara úr fötunum og gaman að vita aldrei hvað gerist næst.“ Þrátt fyrir gríðarlega fjöl­ breytt starf er hún ekki í neinum vandræðum með að nefna hvað er skemmtilegast. „Að kenna burlesque og ka­ barett. Á námskeiðin koma konur sem vilja eiga samtal við sjálfa sig og hvar þær standa í sínum þokka. Oft koma kon­ ur eftir barnsburð sem eru í sömu glímu og ég núna. Hver á þennan líkama? Líkaminn er þá orðinn matarbú fyrir nýja manneskju og það sem við sjáum í speglinum er ekki endilega það sem við tengjum við. Mér finnst líka alltaf gam­ an að fá konur á námskeið sem segja í lokin, eins og þær séu hissa: „Ég var nú bara svolítið flott.“ Margrét Erla segir það skipta sig miklu að veita nýja sýn á kvenmannslíkamann. „Oft hugsa konur bara: Er ég sæt núna? En núna? Ég vil sýna kvenmannslíkamann sem sterkann, fyndinn og skrýt­ inn Að á bak við kroppinn sé mann eskja með kímnigáfu, væntingar og þrár.“ Svo „flott kona” Hún vakti mikla athygli á sínum tíma þegar hún leysti Ragnhildi Steinunni Jóns­ dóttur af í Kastljósinu en fékk skilaboð sem henni fundust misvísandi. „Fólk sendi mér skilaboð um að það væri svo hressandi að sjá „svona konu“ á skjánum. Fólk fór endalaust í kring um þessi einföldu skilaboð: „Þú ert feit.“ Málið er að ég var ekki einu sinni feit á þessum tíma heldur í stærð 12­14. Ég fékk líka oft að heyra að ég væri svo „flott kona“. Ef einhver segir konu vera „flotta“ þýðir það í mín­ um huga að hún sé aðeins of feit, aðeins of gömul eða að­ eins of gráhærð. Fyrir mig þýðir „flott kona“ að hún passi ekki inn í þennan hefðbundna fegurðarstaðal. Mér þykir reyndar alltaf vænt um þessi skilaboð því þau koma frá fallegum stað. Á sínum tíma fannst mér „feit“ vera nei­ kvætt orð en núna upplifi ég það einfaldlega sem lýsingu á fólki. Að vera feitur þýðir ekki að vera ljótur.“ Skilaboðin sem hún fékk sem dagskrárgerðarkona í Kastljósi sneru síðan minnst að eiginlegu starfi hennar heldur frekar að því hvar hún hefði fengið hin og þessi föt. „Ég fæ oft skilaboð frá konum um að þær vildu óska að þær elskuðu líkama sinn eins og ég ég elski líkama minn. Ég elska hann ekki. Mér er sama. Sú staðreynd að mér er sama er svo miklu meiri ást en það hat­ ur sem okkur er kennt að upp­ lifa í garð líkama okkar. Mér er sama þó það sjáist í nær­ buxnafar. Mér er sama þó ég sé núna með stærri maga en venjulega. Ég hef sparað mér svo mikinn tíma, fyrirhöfn og leiðindi með því að vera sama,“ segir hún í kæfandi hit­ anum í portinu við Kramhúsið, klædd nærbuxum, sokkum og brjóstahaldara. „Þegar ég varð 35 ára fór ég að sjá svo miklu meira af megrunarauglýsingum á Face­ book. Markaðurinn segir að þegar þú ert kona yfir 35 ára þá áttu að hata þig mjög mikið. Það hefur áður verið sagt að kapítalisminn myndi falla um sjálfan sig ef við myndum öll vakna á morgun, vera ánægð með líkama okkar og hugsa: „Djöfull er ég sæt í dag.“ Heilu fyrirtækin eru rekin á þeim grundvelli að fólk hati líkama sinn og þurfi að breyta honum, bæði konur og karlar. Mesta pönkið núna er að vera ánægður með sjálfan sig, vera sáttur. Mér finnst það fallegt orð. Vera sáttur við sjálfan sig.“ n Ég hef sparað mér svo mik- inn tíma, fyrirhöfn og leið- indi með því að vera sama. Margrét Erla vill sýna kvenmannslíkamann sem sterkann, fyndinn og skrýtinn. MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.