Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Side 20
rafræn en telja má líklegt að flestir núverandi þingmanna geti tryggt sér öruggt sæti — enda almenn ánægja með þingflokkinn meðal flokks- fólks sem rætt var við. Heimildarmenn innan þingflokksins segja flokkinn stefna ótrauðan á stjórnar- þátttöku og líklega er flokkur- inn orðinn vænlegri kostur til samstarfs nú þegar einingin er orðin meiri. Aftur á móti hræðast aðrir flokkar skipu- lag Pírata, þar sem flokks- menn hafa meiri völd en gengur og gerist. Telja hættu á að flokkurinn hlaupist und- an merkjum — jafnvel af litlu tilefni. Píratar hafna stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn og telja sig málefnalega ekki heldur geta unnið með Mið- flokki. Þeirra einasti sam- starfskostur er þá vinstri- stjórn, en þeir munu einnig leggja áherslu á stjórnarskrá stjórnlagaráðs, komi til stjórn- armyndunarviðræðna. Lítill hljómgrunnur er fyrir henni meðal flestra annarra flokka. En svo kann auðvitað að fara að mikið verði gefið eftir — eygi þingmenn flokksins von um ráðherrastól. Dr. Daði Viðreisn bauð fyrst fram í kosningunum 2016, hlaut þá nærri 11% atkvæða á lands- vísu og fékk sjö menn kjörna. Í kjölfarið komst flokkurinn í ríkisstjórn sem lifði í að- eins 247 daga og varð þann- ig skammlífasta samsteypu- stjórn Íslandssögunnar. Í kosningunum 2017 tapaði flokkurinn þremur þing- mönnum og hlaut ekki nema 6,7% atkvæða, en eins og sjá má af meðfylgjandi línuriti hafa vinsældir flokksins hægt og bítandi þokast upp á við á kjörtímabilinu. Skarð var hoggið í raðir hins litla þingflokks þegar Þorsteinn Víglundsson, vara- formaður flokksins, sagði af sér þingmennsku fyrr á þessu ári. Arftaki hans er þó þegar í augsýn, en á þjóð- hátíðardaginn var greint frá því í fréttum að dr. Daði Már Kristófersson hagfræðipró- fessor hygðist gefa kost á sér til varaformanns á landsþingi flokksins sem haldið verður nú í haust. Daði Már stefnir ótrauður að forystusæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjör- dæmanna. Það mun óneitan- lega verða flokknum styrkur að hafa innanborðs mann með djúpa þekkingu á efna- hagsmálum þegar við blasir kreppa og ljóst að efnahags- málin verða mál málanna. Endurkoma Benedikts? Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður flokksins í Reykja- vík suður og nær öruggt að hún mun áfram vera oddviti í öðru hvoru Reykjavíkurkjör- dæmanna. Ekki er heldur gert ráð fyrir öðru en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, for- maður flokksins, verði áfram í oddvitasætinu í Kraganum. Hún tók með sér annan þing- mann í síðustu kosningum, VIÐREISN Hægt og sígandi upp á við HEIMILD: ÞJÓÐARPÚLS GALLUPS Ko sn . ’ 17 ja n. ’1 8 ap r. ’1 8 jú l. ’1 8 ok t. ’1 8 ja n. ’1 9 ap r. ’1 9 jú l. ’1 9 ok t. ’1 9 ja n. ’2 0 ap r. ’2 0 jú n. ’2 0 6, 7% 7, 3% 7, 7% 8 ,7 % 10 ,8 % 9, 1% 11 ,0 % 1 2, 2% 10 ,3 % 10 ,3 % 10 ,0 % 1 0, 5% PÍRATAR Festa í fylgi hinna uppreisnargjörnu HEIMILD: ÞJÓÐARPÚLS GALLUPS Ko sn . ’ 17 ja n. ’1 8 ap r. ’1 8 jú l. ’1 8 ok t. ’1 8 ja n. ’1 9 ap r. ’1 9 jú l. ’1 9 ok t. ’1 9 ja n. ’2 0 ap r. ’2 0 jú n. ’2 0 9, 2% 1 0, 7% 11 ,0 % 13 ,9 % 10 ,6 % 12 ,7 % 11 ,1 % 12 ,1 % 9, 0% 1 1, 5% 10 ,4 % 10 ,7 % Jón Steindór Valdimarsson, sem þykir ekki hafa sýnt mikil tilþrif í þingsal en samt sem áður þótt duglegur í nefnda- störfum og vinnu á bak við tjöldin — störfum sem ekki eru alltaf þakklát. Sú hug- mynd hefur komið upp innan Viðreisnar að Jón Steindór fari fram fyrir flokkinn í Norðurausturkjördæmi . Sjálfur er hann Akureyring- ur að uppruna og stúdent frá MA. Flokkurinn fékk aðeins 2,5% atkvæða í kjördæminu í síðustu kosningum, en þá- verandi formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, náði inn á þing fyrir kjördæmið árinu áður — sem þótti vel af sér vikið. Heimildir herma að Bene- dikt vilji komast inn á þing á nýjan leik. Hann situr í stjórn og framkvæmdastjórn flokks- ins og hefur tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni með pistlaskrifum. Hann mun þó ekki sækjast eftir oddvitasæti — en þó sæti nógu ofarlega á lista til að eiga möguleika á að ná inn. Benedikt nýtur virð- ingar meðal viðreisnarfólks og átti ekki minnstan þátt í að koma flokknum á laggirnar. Flokkur atvinnulífsins? Viðreisn notast ekki við próf- kjör við val á framboðslista og fyrir vikið eru fleiri til- búnir að gefa kost á sér en ella, en marga sem sækjast eftir þingsetu óar við að taka þátt í prófkosningum með þeim slagsmálum og kostnaði sem þeim fylgja. Meðal þing- mannsefna sem nefnd hafa verið, auk Daða Más, er María Rut Kristinsdóttir, aðstoðar- maður formanns flokksins. Hún er af Vestfjörðum og sú hugmynd hefur komið upp að hún yrði oddviti flokksins í því kjördæmi. Þá munu ýmsir framámenn í atvinnulífinu hafa hvatt Guðrúnu Hafsteins- dóttur, fyrrverandi formann Samtaka iðnaðarins og stjórn- armann í Samtökum atvinnu- lífsins, til að gefa kost á sér. Hún yrði mikill fengur fyrir Viðreisn, enda notið mikillar virðingar og trausts sem for- ystumaður atvinnurekenda. Færi hún fram fyrir Viðreisn má telja langlíklegast að það yrði í Suðurkjördæmi, en Guð- rún býr í Hveragerði þar sem hún starfar sem stjórnandi og einn eigenda Kjöríss. Þá herma heimildir að fleira fólk úr atvinnulífinu sé orðað við þingframboð fyrir Við- reisn. Til skamms tíma voru langflestir forystumenn at- vinnurekenda flokksbundnir Sjálfstæðismenn en Viðreisn hyggst festa sig í sessi sem málsvari öflugs atvinnulífs og veita Sjálfstæðisflokknum þar harða keppni. Fleiri framboð Ekki má heldur útiloka að ný framboð líti dagsins ljós fyrir næstu kosningar. Sósíalista- flokkur Íslands á mann í borg- arstjórn Reykjavíkur, en hefur sjaldnast náð 5% lágmarkinu í könnunum undanfarið og virðast vinsældir flokksins heldur vera að dala. Því má þó velta upp hvað gerist ef flokknum tekst að tefla fram áberandi kandídötum, fólki yst til vinstri líkt og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá kynni svo að fara að hinum vinstriflokk- unum yrði veitt hörð keppni um atkvæði þeirra allra rót- tækustu og sá hópur kann að fara ört stækkandi, sé litið til vaxandi öfga í stjórnmálum austan hafs og vestan. n Þingflokkur Viðreisnar telur nú aðeins fjóra menn, en getur gert sér vonir um að ná fyrri þingstyrk — og jafnvel gott betur. MYND/AÐSEND 20 EYJAN 31. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.