Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2020, Síða 40
Matseðill Jóa Morgunmatur Kaffibolli. Borða aldrei neitt fyrr en í hádeginu. Hádegismatur Yfirleitt tekinn á veitingastöð- unum okkar. Salat á Saffran, borgari á Fabrikkunni eða jafn- vel píta. Kvöldmatur Mjög misjafnt, en yfirleitt léttari máltíðir framan af viku og svo þyngist róðurinn þegar líður að helginni. Við grillum yfirleit t um helgar og þá helst gott nautakjöt eða pizzur á pizzasteini. Mæli sér- staklega með Blackbox pizz- unum sem fást í Krónunni. Saltimbocca Kjúklingalundir Fersk salvíublöð Parmesan-ostur Hráskinka Sjávarsalt Íslenskt smjör Hvítvín Þerrið og snyrtið kjúklingalundirnar Notið ostaskera til að búa til langar sneiðar úr parmesan-ostinum og leggið sneið ofan á hverja lund - Leggið hráskinku ofan á parmesan- ostinn (1 sneið dugir á ca. 3 lundir). Leggið salvíublað ofan á hráskinkuna og festið saman með tannstöngli. Hitið smjör á pönnu, setjið vel af salti í smjörið, og byrjið að steikja þegar smjörið er „þagnað.“ Steikið í ca. 2-3 mínútur á hvorri hlið á mjög heitri pönnu. Þegar búið er að steikja allar lundirnar er töluvert af gómsætu gumsi á pönn- unni. Skvettið þá ca. dl af hvítvíni á pönnuna, hrærið og skafið gumsið og hellið yfir lundirnar á fati. Meðlæti Með þessu finnst Jóa best að bera fram ferskt og einfalt salat, kletta- salat, mozzarella-ost, kirsuberja- tómata og góða ólífuolíu. Klettasalat Mozzarella-ostur (úr Bufflamjólk ef hann fæst) Kirsuberjatómatar Góð ólífuolía MYND/AÐSEND J óhannes Ásbjörnsson, oftast kenndur við Ham-borga rafabr ikku na , er einn af aðaleigendum Gleðipinna sem reka fjölda veitingastaða á borð við Keiluhöllina, Shake&Pizza, Eldsmiðjuna og Pítuna í Skip- holti. „Ég var mjög ungur þegar áhuginn á matargerð vaknaði og var alltaf duglegur að nota afganga úr ísskápnum heima hjá mömmu og pabba til að prófa mig áfram. Ég notaði allt sem til var og blandaði saman, t.d. í eggjakökur og pastarétti. Svo tók grilltíma- bilið við, og þegar ég fór í útilegur þá vakti það mikla athygli að ég var með allan kryddlagerinn meðferðis og var sá sem fyllti sveppina með osti og skar niður græn- meti með steikinni. Menn voru að vinna með forkryddað kjöt á einnota grilli en ég var að sjálfsögðu með ferðagas- grill, stoltur grillari,“ segir hann. Sér um eldamennskuna Jóhannes, eða Jói eins hann er alltaf kallaður, bjó um skeið á Ítalíu og þá snarjókst mataráhuginn. „Ég fékk þar alveg sæg af hugmyndum og féll fyrir nýju og spennandi hráefni eins og hráskinku og Mozzarella-osti. Þar lærði maður líka að fá en góð hrá- efni eru yfirleitt líklegri til að skapa frábæran mat. Ítalir eru alveg með þetta þegar kemur að virðingu fyrir matnum, bæði hvernig hann er eldaður og hvernig hans er neytt. Í dag starfa ég við mat daginn út og inn. Ég sé alfarið um eldamennskuna á mínu heim- ili en frúin og krakkarnir fá oftast að velja hvað er í mat- inn,“ segir Jói. Óhræddur við nýjan mat Hann játar þó að í seinni tíð borði fjölskyldan töluvert af take-away af veitingastöð- unum sem Gleðipinnar reka. „Bæði vegna þess að þeir eru fjölbreyttir og góðir, og eins þarf maður sífellt að vera að smakka og taka út matinn sem maður er að aug- lýsa og selja sjálfur. Ekki spillir fyrir að nú er hægt að fá matinn frá öllum stöðunum okkar heimsendan, bæði með Hreyfli og eins með Aha. Ég hef alltaf borðað allan mat og aldrei verið hræddur við að prófa eitthvað nýtt. Ég fer alveg óhræddur á litla lókal staði erlendis og er alltaf að safna í sarpinn hugmyndum að nýjum réttum, straumum og stefnum.“ Einn af uppáhaldsréttum fjölskyldunnar er ítalski kjúklingarétturinn Saltim- bocca. „Þetta er þekktur heimilisréttur á Ítalíu, soldið eins og bjúgu og uppstúfur á Íslandi. Það er ákveðin handa- vinna að undirbúa hann en hann slær alltaf í gegn,“ segir Jói. n 40 MATUR 31. JÚLÍ 2020 DV Stoltur með ferða­ gasgrill í útilegunni Jóhannes Ásbjörnsson byrjaði ungur að gera tilraunir í eldhúsinu. Hann bjó um skeið á Ítalíu og þá snarjókst áhuginn á matreiðslu. Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Jóhannes Ásbjörnsson á Hamborgarafabrikkunni með Laddann, hamborgara til heiðurs leikaranum Ladda. MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.