Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
Líkamsrækt er gulls ígildi og hana
má stunda með ýmsum hætti.
Reglulega má sjá Ásdísi Kvaran
ganga umhverfis Hólavallagarð í
Reykjavík. „Ég kalla þetta kraft-
göngu, því ég er með tvo stafi,“ seg-
ir hún og leggur áherslu á að hún
sé ekki skíðakona. „Ég bara geng,
það er það eina sem gamlingjar
geta gert og eiga að gera.“
Þegar færðin er góð gengur Ás-
dís þrjá hringi. „Ég er skíthrædd
við snjóinn og sérstaklega hálkuna.
Ég er 20 mínútur að fara einn hring
og ef ég kemst þrjá hringi er ég bú-
in að vera úti í klukkutíma. Anda
og anda og gera allt sem maður á
að gera.“
Ásdís fer líka um tvisvar í viku til
Guðrúnar Brynjólfsdóttur, sjúkra-
þjálfara hjá Sjúkraþjálfun Reykja-
víkur í Ellingsen-húsinu á Fiskislóð
vestur á Granda. „Ég ætla að fara
þangað þar til ég dey,“ segir
göngugarpurinn. „Maður verður að
reyna að halda sér í gangi.“
steinthor@mbl.is
Klukkutíma kraftganga á dag umhverfis Hólavallagarð heldur Ásdísi Kvaran gangandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hring eftir
hring eftir
hring
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Leit hófst að nýju í gær að að manni
sem talið er að hafi verið að ganga á
fjallið Hrútaborg á Snæfellsnesi
síðastliðinn laugardag. Leitin hefur
ekki borðið árangur enn sem komið
er.
Maðurinn sem leitað er að heitir
Andris Kalvans, 57 ára gamall Lithái
sem búsettur er í Reykjavík. Talið er
að hann hafi ekið að heiman að
morgni 28. desember. Bíll hans
fannst við Heydalsveg í Hnappadal,
við upphaf gönguleiðarinnar á fjallið
Hrútaborg.
Menn úr björg-
unarsveitum af
Vesturlandi leit-
uðu í kringum
Hrútaborg í gær,
rúmlega 20 menn.
Einar Þór
Strand, formaður
svæðisstjórnar
björgunarsveit-
anna, segir að
leitað sé út frá
þeirri tilgátu að maðurinn hafi veikst
eða fallið á göngunni. Hann tekur
fram að erfitt sé að leita þar sem
snjóað hafi á svæðinu, bæði daginn
sem talið er að Andris hafi gengið á
fjallið og síðan. Því sé snjór yfir
lægðum og gjótum.
Leitað var fram í myrkur í gær og
leit hefst að nýju árdegis í dag. Einar
Þór segir að reynt verði að fá fleira
fólk til leitar í dag, frá öðrum svæð-
um, og vonast eftir 100 björgunar-
sveitarmönnum.
Ekki leitað við Dyrhólaey
Enn hefur engin ákvörðun verið
tekin um áframhaldandi skipulega
leit að Rimu Grunskyté Feliksas-
dóttur, sem talin er hafa fallið í sjó-
inn við Dyrhólaey fyrir jól. Þar
fannst bíll hennar. Hennar hefur
verið saknað frá 20. desember.
Blásið til stærri leitar í Hnappadal í dag
Snjór er yfir og erfitt að leita Frekari skipuleg leit að konu við Dyrhólaey hefur ekki verið ákveðin
Andris
Kalvans
Ljósmynd/Aðsend
Leit Björgunarsveitarmenn við erfiðar aðstæður á gönguleið á Hrútaborg.
„Mér sýnist útsölurnar fara af stað
með hefðbundnum hætti í ár,“ segir
Sigurjón Örn Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, en jan-
úarútsala verslunarmiðstöðvarinnar
hófst í gær og mun standa fram yf-
ir fyrstu helgina í febrúar. Sagði
Sigurjón að svo virtist sem aðsókn í
Kringluna í gær hefði verið með
svipuðu sniði og fyrri ár.
Sigurjón segir að sumar versl-
anir hafi þegar verið farnar af stað
með útsölur sínar á milli jóla og ný-
árs, en Kringlan sjálf hafi ekki
formlega hafið útsölur fyrr en 2.
janúar.
Algengast er að verslanir bjóði
upp á um 30-50% afslátt af vörum
sínum á þessum tíma til að byrja
með. Spurður hvort hann eigi von á
fjölgun gesta Kringlunnar vegna
útsalanna segir Sigurjón að reynsl-
an sýni að útsölur séu alltaf vel séð-
ar og vel sóttar af viðskiptavinum,
og vetrarútsalan standi þar sumar-
útsölunni framar. sgs@mbl.is
Tími útsalanna hafinn
Útsölur jafnan vel séðar og vel sótt-
ar af viðskiptavinum Kringlunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útsala Verslanir Kringlunnar hófu flestar janúarútsölur sínar í gær.