Morgunblaðið - 03.01.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
Á vef Samtaka fyrirtækja ísjávarútvegi er að finna
áhugaverða samantekt á þróun
eiginfjár fyrirtækja í sjávarútvegi
og annarra fyrirtækja. Í saman-
tektinni er horft aftur til ársins
2002 og þá fæst sú niðurstaða að
eigið fé í sjávarútvegi hafi nær þre-
faldast, úr 128 milljörðum króna
það ár í 341 milljarð árið 2018.
Þegar þessi þróun er borin sam-an við þróunina hjá öðrum
fyrirtækjum bendir SFS á að aukn-
ingin þar hafi verið mun meiri en í
sjávarútvegi, eða sexföld.
Þó að deila megi um þennansamanburð eins og annan og
um það hvort að eigið fé sé rétti
mælikvarðinn er þessi saman-
burður vissulega áhugaverður,
ekki síst í ljósi söngsins sem heyrist
oft um að sjávarútvegurinn eigi
ekki aðeins að búa við skattlagn-
ingu umfram aðrar greinar, svo-
kölluð veiðigjöld, heldur einnig að
þessir skattar þurfi að hækka.
Sú ályktun sem draga má afsamanburði á þróun eigin fjár í
sjávarútvegi og í öðrum greinum er
alls ekki að ástæða sé til að hækka
veiðigjöld. Þvert á móti styður
þessi samanburður þá skoðun að
veiðigjöldin eigi annaðhvort alls
ekki rétt á sér eða séu of há.
Þegar við bætist að sjávar-útvegur erlendis, sem keppir
við íslenskan sjávarútveg, er ríkis-
styrktur sést enn betur hve óeðlileg
þessi sérstaka skattlagning er og
hversu fjarstæðukennd krafan er
um að auka hana enn frekar.
Vísbending
um veiðigjöld
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Árni Benediktsson,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri, lést
28. desember, á 91.
aldursári. Hann var
fæddur á Hofteigi á
Jökuldal 30. desem-
ber 1928, sonur
Benedikts Gíslasonar,
bónda og rithöfundar,
og Geirþrúðar
Bjarnadóttur, og ólst
þar upp fram undir
fermingu. Árni lauk
verslunarprófi frá
Samvinnuskólanum
1949 sem þá var enn
til húsa í aðalstöðvum Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga
(SÍS) við Sölvhólsgötuna í
Reykjavík. Hann starfaði við
sjávarútveg í hálfan fimmta ára-
tug, lengst af sem framkvæmda-
stjóri í fyrirtækjum tengdum
Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga. Hann starfaði fyrst hjá
Landsmiðjunni, Hraðfrystistöð-
inni hf. á Sauðárkróki og Meitl-
inum hf. í Þorlákshöfn, en var
síðan framkvæmdastjóri Kirkju-
sands hf. 1963-1977 og Fram-
leiðni sf. 1977-1985.
Árni var formaður Félags
Sambandsfiskframleiðenda
1968-1985 og síðan fram-
kvæmdastóri félagsins í nokkur
ár. Árni var um
skeið varaformaður
stjórnar Fiskveiða-
sjóðs, í stjórn
Fiskifélags Ís-
lands, Verðjöfn-
unarsjóðs fiskiðn-
aðarins,
Vinnumála-
sambands sam-
vinnufélaganna og
Útgerðarfélags
samvinnumanna.
Hann flutti erindi
og fyrirlestra og
skrifaði fjölda
blaðagreina um
sjávarútvegs- og efnahagsmál,
en einnig um íslensk fræði.
Á níræðisafmælinu fyrir ári
sagði Árni í samtali við
Morgunblaðið að tími sinn færi
að mestu í lestur og skriftir.
„Ég les mikið um erlend stjórn-
mál og íslenskar ævisögur. Svo
skrifa ég svona eitt og annað
sem flest fer í ruslakörfuna. En
það gerir ekkert til. Ég hef
gaman af þessu og það er gott
að skrifa á tölvuna.“
Eftirlifandi eiginkona Árna
er Björg Dúfa Bogadóttir, f.
1929. Börn þeirra eru Margrét,
f. 1952, Björg, f. 1957 og Bene-
dikt, f. 1966, auk barnabarna og
barnabarnabarna.
Andlát
Árni Benediktsson
Bókaútgefendur hafa væntingar um
að bóksalan í nóvember og desember
hafi verið svipuð og á sama tíma
2018. Engar tölur liggja þó fyrir að
sögn Heiðars Inga Svanssonar, for-
manns Félags íslenskra bókaútgef-
enda.
Verslanir gera upp við forlögin í
lok þessa mánaðar og skýrist þá
hvernig salan var en tölur Hagstof-
unnar um bóksöluna í fyrra koma
ekki fyrr en í sumar.
Heiðar Ingi segir að tilfinning
bókaútgefenda sé að salan á prent-
uðum bókum hafi dreifst á fleiri titla
en áður, en það gæti þýtt að veltan
yrði minni. Almennt séu útgefendur
ánægðir með jákvætt andrúmsloft í
þjóðfélaginu gagnvart bókum. Jóla-
bækurnar hafi fengið mikla umfjöll-
un í fjölmiðlum og góð aðsókn verið
að upplestrum rithöfunda. Auking
hafi orðið á netsölu og hljóðbókasölu
en tölur um það eru enn ekki fyrir
hendi.
Bókartitlum fjölgaði í fyrra frá
2018 og hafa aldrei fleiri skáldverk
verið gefin út og sama er að segja um
fjölda nýrra höfunda. Gífurleg fjölg-
un nýrra bóka fyrir börn og unglinga
vakti einnig athygli en alls voru 107
ný skáldverk gefin út fyrir þennan
aldurshóp en voru 73 árið á undan.
Er það nærri helmingsaukning.
Bóksala líklega dreifst á fleiri titla
Vísbendingar um að sala prentaðra
bóka hafi verið svipuð og í fyrra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bóksala Líklega svipuð um jólin
og árið 2018 sem þótti gott ár.