Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýtt hraðamet á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar var sleg- ið á nýársdag þegar Bombardier Q400-vél frá Air Iceland Connect var aðeins 26 mínútur á leiðinni. Al- gengt er að á vélum af umræddri gerð sé leið þessi farin á 32-35 mín- útum og stundum skemmri tíma. Hagstæðar vindáttir réðu því hins vegar hve greitt nýársflugið gekk. „Þetta var afar skemmtileg ferð,“ segir Jóhann Skírnisson flugstjóri í samtali við Morgunblaðið. Örskot upp í 19 þúsund fet Flugvélin TF FXI fór í loftið frá Reykjavík eftir hádegi á nýársdag. Flugtakið var til suðurs og fljótlega eftir að komið var á loft var beygt mjúklega til vinstri yfir Kópavog. Flogið var austur yfir Mosfellsheiði, Skorradal og þvert yfir Langjökul, þaðan svo yfir Blöndulón, sunnan Skagafjarðardala og svo niður botn Eyjafjarðardals í beinni línu inn á flugbrautina á Akureyri. „Q400 er feiknalega aflmikil flug- vél og var því aðeins örskot upp í 19 þúsund fet. Í lofti var hvöss suð- vestanátt, sjálfsagt um 100 hnútar eða 50 metrar á sekúndu. Því bar okkur hratt norður. Við lentum svo í ljúfum þey á Akureyri, höfðum þá þurft að hægja talsvert á okkur í að- fluginu niður og fram Eyjafjörðinn. Hefðum sennilega getað verið enn fljótari í förum ef aðstæður hefðu leyft,“ segir Jóhann, sem við hlið sér hafði Val Hlíðberg flugmann sem hélt um stýrið nánast alla leiðina. Flugfreyjur voru Bryndís Björg Jónsdóttir og Aldís Tryggvadóttir. Í nýársfluginu suður voru að- stæður talsvert aðrar; taka þurfti á loft til norðurs á Akureyrarflugvelli og beygja svo til suðurs og fljúga í mótvindi til Reykjavíkur. Tók flugið 37 mínútur, sem telst samt mjög góður tími. Árið byrjar með glæsibrag „Kjarni málsins er sá að Q400 eru dúndrandi góðar vélar; sterkar, fljótar í förum og gaman að fljúga þeim. Svo var auðvitað gaman að byrja nýtt ár í fluginu með þessum glæsibrag,“ segir Jóhann, sem hefur verið 33 ár í innanlandsfluginu, hjá Air Iceland Connect og ýmsum fyrirrennurum þess. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Q400 Vélar þessarar gerðar hafa verið í flota Air Iceland Connect í bráðum fjögur ár og reynslan þykir góð. Setti hraðamet í flugi norður á nýársdag  Var 26 mínútur á Q400 frá Reykjavík til Akureyrar Flugstjóri „Okkur bar hratt norður en vindurinn var 50 metrar á sekúndu,“ segir Jóhann Skírnsson, hér við stýrið á vél sinni á Reykjavíkurflugvelli. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Magn svifryks í andrúmslofti á mælistöð við Grensásveg í Reykjavík fyrstu klukkustund nýársdags í ár var um þrefalt minna en í fyrra. Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýs- ingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að ástæðan fyrir þessu sé að öllum líkindum veðrið sem var á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld og nýársdag. Úrkoma var en líklegt er að mengunin hafi blandast henni og því farið niður í jarðveginn í stað þess að halda sig í andrúmsloftinu. Ómögulegt er að segja hvort minni mengun megi rekja til þess að færri hafi skotið upp flugeldum, að sögn Elfu. Minnkaði hratt á nýársnótt „Styrkur svifryks fyrstu klukku- stundina árið 2020 var 317 míkró- grömm á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík. Til sam- anburðar var hann fyrstu klukku- stundina árið 2019 985 míkrógrömm á rúmmetra og 2018 1.457 míkró- grömm á rúmmetra. Á síðasta ára- tug var styrkurinn mestur árið 2010 eða 1.575 míkrógrömm,“ segir í til- kynningu frá Reykjavíkurborg. Magn svifryks í andrúmslofti fór vel yfir heilsuverndarmörk á flestum mælistöðvum fyrstu klukkustund nýársdags en minnkaði svo hratt og var einungis yfir heilsuverndar- mörkum aðra klukkustund nýárs- dags í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Við Grensásveg fór styrkur svifryks 14 sinnum yfir sólarhringheilsuvernd- armörk árið 2019 miðað við gögn en styrkur má fara 35 sinnum yfir mörk samkvæmt reglugerð þar um. Svifrykið þrefalt minna en í fyrra  Mælingar í Reykjavík á nýársnótt Morgunblaðið/Árni Sæberg Áramót Talsvert minna mældist af svifryksmengun yfir Reykjavík. Bifreið sem ek- ið var afar hægt eftir Hring- braut í Reykja- nesbæ um ára- mótin, og stigið ótt og títt á bremsuna, vakti athygli lög- reglumanna. Þegar ökumað- urinn nam svo skyndilega staðar á miðjum vegi var ákveðið að kanna með ástand hans. Hann reyndist í fullkomnu lagi og voru þarna á ferð erlendir ferðamenn sem voru að leita að norðurljósum, að því er seg- ir í dagbók lögreglunnar á Suður- nesjum. Þá voru nokkrir ökumenn stöðv- aðir vegna gruns um vímuefna- neyslu. Einn þeirra hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Nokkrir voru svo kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 125 km hraða á Reykja- nesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ferðamenn í leit að norðurljósunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.