Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
Blár vinur í stofunni,
yndislegur litur sem nýtur
sín vel í flestum rýmum.
Skoðaðu litaúrvalið
okkar á slippfelagid.is
Notalegur
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sólbergið ÓF 1, frystitogari
Ramma hf., fiskaði fyrir 5.153 millj-
ónir króna (CIF) á nýliðnu ári. Það
er trúlega meira aflaverðmæti en
hjá nokkrum öðrum íslenskum tog-
ara á einu ári. Miðað er við óslægð-
an fisk, en alls nam afli Sólbergsins
13.732 tonnum af bolfiski, sem trú-
lega er einnig met.
Almennt mun árið hafa verið gott
hjá togaraflotanum og mörg skip
bættu við sig afla frá fyrri árum. At-
hygli vekur að tveir ísfisktogarar,
Björg EA, skip Samherja, og Viðey
RE, togari í eigu Brims, veiddu
rúmlega 10 þúsund tonn á árinu,
sem hefur trúlega ekki gerst áður,
og var aflaverðmæti Bjargar yfir
tveir milljarðar, en upplýsingar
fengust ekki um verðmæti afla Við-
eyjar.
Risatúr í Barentshafið
Sólbergið kom nýtt til landsins í
maí 2017, en skipið var smíðað í
Tyrklandi. Stærsti túr Sólbergsins
á árinu var í Barentshafið í febrúar
og fram í mars. Aflinn í þessum
risatúr var 1.905 tonn af óslægðum
fiski og verðmætið 686 milljónir.
Kleifaberg RE, skip Útgerðar-
félags Reykjavíkur, er trúlega í
öðru sæti á eftir Sólbergi sam-
kvæmt upplýsingum sem blaðið afl-
aði í gær. Kleifaberg veiddi um
12.500 tonn á árinu og aflaverðmæt-
ið var yfir 3,6 milljarðar. Örfirisey
er þriðja aflahæsta skipið, aflinn
eitthvað minni en hjá Kleifabergi,
en verðmætið að líkindum 3,5-3,6
milljarðar.
Kleifaberg var smíðað í Póllandi
fyrir 45 árum og er kynslóðum
skipa eldra en til dæmis Sólbergið.
Tækni á millidekki og lest er minni
en á nýju skipunum og skipið dreg-
ur aðeins eitt troll. Eigi að síður var
þetta áttunda árið í röð sem Kleifa-
berg fiskar yfir 10 þúsund tonn á
einu ári.
Kvótastaða og aflasamsetning
hefur veruleg áhrif á verðmæti og
þannig er afli Sólbergsins að veru-
legu leyti þorskur, en meira af ufsa
og karfa hjá Kleifaberginu. Tvær
áhafnir eru á flestum frystitogar-
anna og róið annan hvern túr. Fleiri
frystiskip munu hafa farið yfir þrjá
milljarða í aflaverðmæti á nýliðnu
ári, nefna má Vigra RE og Arnar
HU.
Síðan eru það ísfisktogararnir,
sem margir hverjir fiskuðu einstak-
lega vel á árinu. Þar eru Viðey RE
og Björg EA efst á blaði með yfir
tíu þúsund tonn. Ekki er langt síðan
það þótti góður afli ísfisktogara að
koma með 5-6 þúsund tonn að landi
á einu ári. Hafa ber í huga að ísfisk-
togarar eru minni en frystiskipin og
landa 1-2 sinnum í viku, meðan túr-
ar frystitogarana taka um mánuð.
Björgúlfur EA, skip Samherja,
Akurey RE, skip Brims, og Drang-
ey og Málmey, skip Fisk Seafood á
Sauðárkróki, fiskuðu einnig vel á
árinu.
Eins og áður sagði var árið yfir-
leitt gott hjá togaraflotanum, en
heldur meira þurfti að hafa fyrir því
að veiða þorsk en nokkur undanfar-
in ár, samkvæmt því sem einn við-
mælandi sagði. Þá var þorskurinn
líka heldur smærri en verið hefur
síðustu ár. Eigi að síður var árið eitt
það stærsta hjá togaraflotanum
hvað afla áhrærir.
Engin loðnuvertíð hafði
áhrif á uppsjávarskipin
Árið var erfiðara hjá uppsjávar-
skipunum þar sem engar loðnuveið-
ar voru leyfðar. Mikið var hins veg-
ar veitt af síld, makríl og kolmunna
og gæti aflaverðmæti þeirra upp-
sjávarskipa sem mest fiskuðu hafa
verið í kringum tvo milljarða.
Verðmæti afla yfir fimm milljarðar
Afli Sólbergs á nýliðnu ári 13.732 tonn af óslægðum fiski Kleifaberg enn meðal aflahæstu skipa
Tveir ísfisktogarar veiddu yfir 10 þúsund tonn Árið var almennt gott hjá togurunum
Fullkomið frystiskip Sólberg ÓF kom nýtt til landsins 2017 og hefur síðan komið með mikinn afla að landi.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Enn við toppinn Kleifaberg er 45 ára gamalt skip, en stendur enn fyrir sínu.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Björg EA Tveir ísfisktogarar fiskuðu yfir 10 þúsund tonn á árinu.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík hefur verið ráðin rektor
Háskólans á Bifröst frá og með 1. júní 2020, en hún
var valin úr hópi sjö umsækjenda. Tekur hún við af
Vilhjálmi Egilssyni sem lætur af störfum sökum ald-
urs. Margrét er með doktorspróf í spænsku máli og
bókmenntum frá Princeton University og MBA frá
Háskólanum í Reykjavík. Hún var dósent í HR árin
1995-2007 og forstöðumaður alþjóðasviðs skólans
2007-2011. Stofnaði hún þá fyrirtækið Mundo, er sér-
hæfir sig í þjálfunarferðum kennara erlendis.
Margrét ráðin rektor á Bifröst
Margrét Jónsdóttir
Njarðvík