Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
Sími 534 1500 | kiddi@kambstal.is | Íshellu 1, 221 Hafnarfirði
Klippt & beygt
kambstál
fyrir minni og stærri verk
Reynsla | gæði | þjónusta
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir
Ein frægasta skáld-
saga allra tíma, Vesal-
ingarnir eða Les mis-
érables eftir franska
rithöfundinn Victor
Hugo, hefur farið sig-
urför um heiminn. Af
efni þessarar sögu
hafa fjölmargar kvik-
myndir verið gerðar
og var ein af þeim síð-
ustu sýnd núna á
dögunum í sex hlut-
um í RÚV. Þar segir
frá fyrrverandi refsi-
fanga sem var látinn
sæta mjög harðri og
óvæginni refsingu
fyrir litlar sakir um
margra ára skeið. En
hann breytist í ein-
stakt góðmenni eftir
að hafa kynnst guðs-
manni sem sneri við
afbroti sem hann
hafði nýlega framið beint framan
við þjóna réttvísinnar og gaf hon-
um það sem hann hafði stolið.
Á yfirstandandi vetri hafa komið
upp tvö mismunandi en graf-
alvarleg mál. Annars vegar eru
meint misferli og mútur ásamt lík-
legu umfangsmiklu peningaþvætti
og tengir fyrirtækið Samherja við
fremur alvarleg afbrot sem okkur
þykir ákaflega miður að geti gerst
í okkar friðsama íslenska sam-
félagi. Spilling er ákaflega alvar-
leg ásökun og við Íslendingar
erum í mikilli varnarstöðu gagn-
vart alþjóðasamfélaginu að koma
henni af okkur sem fyrst. En til
þess þarf að lyfta mörgum grettis-
tökum og hugsa margt upp á nýtt.
Hins vegar beinist athygli lands-
manna að háskólakennara nokkr-
um þar sem við sögu koma mis-
ferli með fíkniefni, frelsisskerðing
og ekki er ólíklegt að sitthvað
fleira komi við sögu. Svona mál
þar sem allt snýst meira og minna
um fíkniefni eru við rannsókn
mjög erfið viðureignar og að sama
skapi mjög viðkvæm. Þarna koma
líklega margir við sögu og það er
ekki létt, já verulega erfitt að vera
í sporum lögreglu sem og þeirra
aðila sem við sögu koma. Það
verður að segja sem er, að miður
er að dómstóll götunnar fer strax
af stað að dæma til vinstri og
hægri og það vægast sagt mjög
óvægilega eins og við má búast.
Þungur hugur er til dómstóla að
hafa ekki framlengt gæsluvarðhald
en þess má geta að því má ein-
ungis beita í þágu rannsóknar til
að gæta rannsóknarhagsmuna; að
grunaður maður geti ekki afmáð
sönnunargögn eða haft áhrif á
vitni. Þá er spurning hvort hætta
sé á að sá grunaði haldi viðtekinni
brotastarfsemi en á það hefur
ekki reynt.
Ætli sé ekki rétt að við sem
ekki erum aðili að þessum málum,
hvorki rannsakendur né máls-
aðilar, dokum við og leyfum lög-
reglunni og saksóknara að vinna
sína rannsókn í góðu tómi án þess
að settur sé óeðlilegur þrýst-
ingur, kannski með óþarfa at-
hugasemdum eða óviðeigandi yf-
irlýsingum? Við verðum að hafa í
huga að fyrir rúmum 40 árum var
kveðinn upp einn af alvarlegustu
refsidómum á seinni tímum sem
síðar reyndist byggður á mjög
veikum grunni og jafnvel rang-
indum gagnvart því unga fólki
sem hlut átti að máli. Þar hefur
ekki verið ákveðið eitt né neitt
annað en að sumir ákærðir hafa
verið sýknaðir af öllum sökum en
aðrir ekki.
Það verður að sýna stillingu og
ígrundun. Það væri miður ef síðar
kæmi í ljós að óeðlilegur þrýst-
ingur hefði verið settur á rann-
sóknaraðila og þeir hugsanlega
gengið lengra en tilefni hefði
verið. Grunaðan ber að telja sak-
lausan uns sekt hans er sönnuð.
Við skulum því doka við en auð-
vitað er hlutverk fjölmiðla mikil-
vægt engu að síður til að tryggja
að við fáum að fylgjast með
framþróun rannsóknar í náinni
framtíð.
Eftir Guðjón
Jensson
Guðjón Jensson
»Það væri miður ef síð-
ar kæmi í ljós að óeðli-
legur þrýstingur hefði
verið settur á rannsókn-
araðila og þeir hugsan-
lega gengið lengra en
tilefni hefði verið.
Höfundur er eldri borgari og
leiðsögumaður.
arnartangi43@gmail.com
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Ég á aðeins eitt líf.
Það er mér mjög dýr-
mætt. Ég reyni að lifa
því og ég hef reynt að
vanda mig við það enda
nýt ég þess. Samt veik-
ist ég, verð fyrir hvers
kyns vonbrigðum og
særist. Að lokum mun
ég verða dæmdur úr-
eltur af samtímanum
og smám saman mun
slokkna á líkama mínum. Hann deyr
og verður að moldu.
Ég er stöðugt minntur á það að ég
á aðeins eitt líf. En þegar ég hugsa
málið, þá er það eftir allt saman bara
allt í lagi. Ég sætti mig við það. Því ég
hef falið líf mitt Guði og í trausti til
sonar hans, frelsarans Jesú, mun það
vara að eilífu. Hans sem sagði: Ég er
upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig
mun lifa þótt hann deyi. Sá sem lifir
og trúir á mig skal aldrei að eilífu
deyja. Ég lifi og þér munuð lifa.
Lífið heldur áfram
Markmið eru sett, áföngum er náð,
tímamót verða. Fjallið er klifið,
toppnum er náð. Þá koma í ljós nýir
toppar, ný markmið, nýir áfrangar.
Þrátt fyrir öll tímamót og fjarlæg
markmið sem oft virðast eins og loka-
takmark þá heldur lífið alltaf ein-
hvern veginn áfram. Þrátt fyrir allt
mótlæti, torfærur og brekkur, bar-
áttu og ósigra. Og jafnvel þótt ævinni
ljúki, jafnvel þrátt fyrir sjálfan dauð-
ann sem er sannkölluð tímamót, þá
heldur lífið áfram og ekkert fær það
stöðvað. Hvorki við sjálf, mannlegur
máttur né utanaðkomandi öfl.
Lifi lífið
Góður Guð vaki okkur yfir á nýju
ári. Umvefji okkur öll kærleika sín-
um og fylli okkur anda sínum, friði og
von. Hann fylli okkur anda skilnings
og samstöðu þannig að við hugum að
hag heildarinnar. Og gefi okkur að
lifa sítengd við lífið. Í þakklæti þann-
ig að við tökum að sjá og hlusta á
okkur sjálf, samferðafólk okkar og
umverfi með hjartanu.
Gefum okkur tíma til að rækta
okkur sjálf. Setjast nið-
ur og biðja hvert fyrir
öðru, sjálfum okkur og
umhverfi, því þá verður
allt eitthvað svo miklu
mildara og betra.
Njótum lífsins og
stundarinnar sem kem-
ur ekki aftur. Verum
ekki sífellt að bíða eftir
einhverju sem kemur
kannski seinna. Njótum
þess að dvelja í núinu
því að andartakið líður
hratt og það kemur ekki aftur.
Munum að stress, óhófleg vinna,
hraði og það að hafa alltaf brjálað að
gera lengir ekki lífið og eykur ekki
vellíðan. Því síður dýrir munir, mun-
aður og óhófleg eyðsla og neysla.
Hleypum heldur hinum varanlega
friði að í hjarta okkar og gerum
þannig lífið sjálft að niðurstöðu í til-
veru okkar.
Já, kærleikans Guð vaki yfir þér og
veri með þér í leit að tilgangi lífsins.
Hann veri með þér í allri þinni gleði
og hamingju. En einnig á rauna-
stundum vonbrigða, sorgar og sökn-
uðar.
Hann gefi okkur nýja sýn á lífið
sem fyllt er raunverulegum mark-
miðum og varanlegri hamingju. Nýtt
upphaf sem byggt er á gömlum,
traustum og góðum merg. Bjargi
sem ekki bifast, þrátt fyrir að allt
virðist í heiminum hverfult og vera að
farast.
Fullur bjartsýni og von óska ég
ykkur og bið kærleika og friðar á
árinu 2020.
Lifi lífið!
Aðeins eitt líf
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Guð vaki yfir þér og
veri með þér í leit að
tilgangi lífsins. Í allri
þinni gleði og hamingju.
En einnig á rauna-
stundum vonbrigða,
sorgar og söknuðar.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.