Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 23

Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 ✝ Birna ÁgústaBjörnsdóttir fæddist í Reykja- vík 16. september 1927 og ólst þar upp. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. desember 2019. Foreldrar henn- ar voru Ágústa Hjálmfríður Hjart- ar húsmóðir, f. í Dýrafirði 1898, d. í Reykjavík 1981, og Björn Marijón Björnsson bókbindari, f. á Akranesi 1900, d. í Reykjavík 1976. Birna var fjórða í röðinni í hópi sjö systkina. Systkini Birnu, sem öll eru látin, voru Áróra, f. 1922, d. 2009, Ást- ráður, f. 1923, d. 2018, Jónína, maður Birnu var Jón Baldur Gíslason, f. 1927, d. 1953. 3) Hanna Þórunn Skúladóttir, f. 1966. Hanna er gift Kristjáni Þór Hallbjörnssyni. Börn þeirra eru Sigrún Erla, Védís Vaka, Vésteinn Veigar, Guð- rún Elsa, Helga og Sólveig Harpa. 4) Áróra Hrönn Skúla- dóttir, f. 1970. Áróra er gift Henrik Danielsen. Börn þeirra eru Rögnvaldur Skúli, Baldur Búi, Hilmir Freyr og Pernille. Faðir Hönnu og Áróru og seinni eiginmaður Birnu var Skúli Kristmunds- son, f. 1926, d. 1976. Ömmu- börn Birnu eru 15 talsins og langömmubörnin 18 og eitt á leiðinni. Birna ólst upp í Þingholt- unum, en á fullorðinsárum bjó hún lengst af í Smáíbúða- og Háaleitishverfi. Hún starfaði við verslunar- og framleiðslu- störf, hjá Reykjavíkurapóteki og í Lyfjaverslun Íslands til 70 ára aldurs. Útför hennar fór fram í kyrrþey. f. 1925, d. 2014, Margrét, f. 1930, d. 1993, Oddný, f. 1931, d. 2006, og Björn, f. 1932, d. 2016. Birna eignaðist fjögur börn: 1) Agnar Þór Hjart- ar, f. 1947, d. 2009. Eftirlifandi eiginkona Agnars er Guðrún Anna Antonsdóttir. Synir þeirra eru Hörður og Haukur. Faðir Agnars var William R. Ca- tron, f. 1926, d. 1962. 2) Magnea Sigrún Jónsdóttir, f. 1951. Magnea er gift Jónasi G. Halldórssyni. Dætur þeirra eru Birna Íris, Margrét Hild- ur og Elísa Kristín, d. 1984. Faðir Magneu og fyrri eigin- Móðir mín, Birna Á. Björns- dóttir, lést þann 19. desember sl. á Hrafnistu í Reykjavík. Mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum, þó að erfitt sé að setja niður minningarnar í fá- einar setningar. Móðir mín var stórkostleg kona, sem hafði óbil- andi jákvæðni og húmor að leið- arljósi í lífinu, þrátt fyrir þau áföll sem hún varð fyrir. Hún var traust, sterk fyrirmynd og sjálf- stæð kona. Mamma var mjög ná- in okkur börnunum sínum og væntumþykjan risti djúpt. Ég gat rætt um alla hluti við mömmu, enda var hún með ein- dæmum ráðagóð og var alltaf tilbúin til að hlusta, hún hvatti mig óspart áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur, og studdi mig með ráðum og dáð. Oftar en ekki þegar ég kom í heimsókn þá sát- um við með kaffibolla og prjón- uðum, snerust þá umræðurnar um lífið, tilveruna og fréttir dags- ins, hvort sem þær voru héðan eða frá hinum stóra heimi. Þetta voru okkar gæðastundir hennar seinni ár. Við vissum að kveðju- stundin nálgaðist og hún hafði á orði að þetta væri í raun það eina sem við vissum um lífið, að við fæddumst og að við myndum kveðja. Við börnin hennar, tengdabörn barnabörn og barna- barnabörn höfum misst mikið, en ljósið hennar og minningin lifir í hjörtum okkar áfram. Þakklæti er mér efst í huga, elsku mamma, þakklæti fyrir allt sem þú gafst mér, þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur. Það hefur mótað mig og alla þá sem þig þekktu að hafa svona sterka fyrirmynd. Minning um móður Í hjarta mínu er lítið ljós, sem logar svo skært og rótt. Í gegnum torleiði tíma og rúms það tindrar þar hverja nótt. Það ljósið kveiktir þú, móðir mín, Af mildi, sem hljóðlát var. Það hefur lifað í öll þessi ár, þótt annað slokknaði þar. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, — það logar þar eins og fyrr. Í skini þess sífellt sé ég þig þá sömu og þú forðum varst, er eins og ljósið hvern lífsins kross með ljúfu geði þú barst. Af fátækt þinni þú gafst það glöð, — þess geislar vermdu mig strax og fátækt minni það litla ljós mun lýsa til hinsta dags. (Jóhannes úr Kötlum) Þín dóttir, Áróra Hrönn. Það er engin ást jafn heit og skilyrðislaus og ást móður til barns. Þá ást hef ég upplifað bæði sem dóttir og sem móðir. Minningarnar streyma fram í hugann. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera alin upp af móður sem var alltaf til staðar, áhugasöm, ráðagóð, hvetjandi, jákvæð og sterk. Hún ól börnin sín fjögur upp að miklu leyti ein eftir að hafa misst eiginmenn sína og sjálf var hún alin upp af einstæðri sjö barna móður, ömmu Gústu, sem bjó á heimili okkar um áratuga skeið. Styrkur þessara kvenna, dugnaður, hug- rekki þeirra og reynsla hafa mót- að okkur sem á eftir komum. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til að læra af þessum sterku konum og njóta leiðsagn- ar þeirra, sem höfðu svör við öll- um lífsins gátum. Ég vona að við afkomendurnir berum gæfu til að skila áfram til okkar barna þeirri einstöku lífssýn sem þær höfðu. Við mamma fengum langan og afar góðan tíma saman, vorum mjög nánar og samrýmdar. Hún náði 92ja ára aldri og nutum við samfylgdarinnar alla leið. Margs er að minnast og margs er að sakna, allar samverustundirnar, símtölin, bíltúrarnir og sveita- ferðirnar okkar, hlátrasköllin hljóma enn í eyrum mér. Börnin mín nutu ömmu sinnar og hún þeirra, þau hlökkuðu ávallt til að hitta hana, gjafmilda húmorist- ann okkar sem var svo skemmti- legt að vera í kringum og spjalla við. Við vissum báðar að kveðju- stundin var nærri en það er erfitt að sleppa. Stundin rann upp nú rétt fyrir jólin, höggið var þungt og síðustu dagar hafa runnið saman í eitt. Nú þegar samfylgd okkar mæðgna lýkur er þakklæti mér efst í huga, þakklæti fyrir kærleiksríka ferðalagið okkar saman. Minningin um glæsilega, hugrakka og umhyggjusama móður, tengdamóður, ömmu og langömmu mun lifa með mér og fjölskyldu minni um ókomna tíð. Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín. Þín Hanna. Kæra Birna. Mig langar í nokkrum orðum að þakka þér fyrir þann lærdóm og þá ánægju sem fólst í því að fá að kynnast þér, lífsviðhorfi þínu, óborganlegum húmor sem ég naut með því að vera í samfloti með þér í lífinu síðastliðin nær 30 ár. Ég varð svo lánsamur að kynnast dóttur þinni, Hönnu Þórunni, sem síðan varð eigin- kona mín. Eftir því sem ég kynntist þér betur og lærði um æsku þína, uppeldi og lífsbaráttu varð mér ljóst hve lífsgæðum er oft misskipt og hvað lífsbaráttan leggur mismunandi þungar byrð- ar á herðar okkar á lífsins leið. Þín leið var þyrnum stráð en allt- af stóðstu keik og hélst áfram hreinskiptin, ótrauð, lífsglöð og hress með jákvæðnina, hressleik- ann og glettinn húmorinn að leiðarljósi. Það var ekkert væl á þínum bæ. Þessi dýrmæta lífsreynsla sem hafði áhrif og markaði þig en braut þig ekki niður varð að reynslubrunni sem afkomendur þínir nutu ríkulega af. Að fylgjast með þér við að stappa stálinu í okkur hin með þeim orðum að „við gefumst ekki upp“ og að „við gerum okkar besta“ var okkur ómetanlegur stuðningur í lífsins ólgusjó. Þú varst klettur í fjöl- skyldunni þar sem þú miðlaðir af reynslu og byggðir upp. Þessi uppbygging hefur byggt upp og skilað sterkari einstaklingum í fjölskyldu okkar. Arfleifð þín og leiðsögn lifir áfram í afkomend- um þínum. Það eru forréttindi okkar hinna að hafa fengið að kynnast þér og njóta af þeirri reynslu og þeirri lífssýn sem þú bjóst yfir og sjá hvernig þú mættir lífinu hress og glöð af æðruleysi þess sem veit að við getum bara stýrt því sem er á okkar valdi, hitt er utan okk- ar valds. Hafðu þökk fyrir lærdómsríka og ánægjulega samfylgd, kæra tengdamóðir. Kveðja, Kristján Þór. Kær tengdamóðir mín hefur kvatt þetta líf. Hún var sannköll- uð Reykjavíkurmær, fæddist og ólst þar upp, bjó þar alla tíð og þótti vænt um borgina sína. Hjarta mitt er fullt þakklætis fyr- ir fallegu minningarnar sem hún skilur eftir, á þær ber engan skugga. Í tengdamóður minni sameinuðust tvær stærstu gjaf- irnar, vinátta og fjölskylda. Fyrir rúmlega fimmtíu árum kynntist ég honum Agnari mínum og kom inn á heimili tengdafjölskyldunn- ar. Ég var svo lánsöm að eignast ekki eingöngu tengdamóður held- ur einnig mætan vin sem virti mig sem jafningja. Hún var svo falleg og fáguð. Það var gott að finna reynda konu sýna manni áhuga og taka vel utan um mann. Ein- stök hlýja, lífsgleði og væntum- þykja einkenndi Birnu mína alla tíð. Alla sem hún umgekkst um- vafði hún kærleika, jafnt unga sem aldna, enginn var undanskil- inn. Hún virtist alltaf eiga tíma og athygli handa hverjum og ein- um í stækkandi hópnum og gjaf- mildi hennar voru engin takmörk sett. Í Reykjavík ól hún allan sinn aldur, ólst þar upp í sjö systkina hópi við ástríki einstakrar móð- ur, og gekk í Miðbæjarbarna- skólann. Líf hennar var ekki allt- af dans á rósum en hún hafði dug til að gefast aldrei upp. Ágústa, móðir Birnu, bjó á heimili henn- ar í rúman aldarfjórðung og þar var iðulega mjög gestkvæmt. Birna vann lengst af utan heim- ilis, við bókband og verslunar- störf og hjá Reykjavíkurapóteki og Lyfjaverslun Íslands. Frumburðinn eignaðist hún með bandarískum hermanni. Henni sárnaði þegar talað var niðrandi um margar þær stúlkur sem áttu í ástarsamböndum við hermenn á þeim árum og fannst að enginn ætti að varpa rýrð á ást annarra. Eiginmenn sína tvo missti hún frá ungum börnum og hún var tæplega 50 ára þegar sá síðari lést. Hún var minnisgóð um líf sitt og samferðamenn. Það var oft hluti af daglegri viðræðu við hana og gaman að heyra hana segja frá. Hún sagði margar fróðlegar og skemmtilegar sögur úr lífi sínu. Hún var sérstaklega mannblendin og félagslynd og lét fólk sig varða. Á langri starfsævi kynntist hún mörgu fólki og eignaðist í sumum þeirra ævi- langa vináttu. Ég kveð Birnu með söknuði og þökk fyrir allt, sem hún gaf mér og mínum. Hin bjarta minn- ing hennar lifir með okkur öllum, sem kynntumst henni og lýsir okkur framtíðina, eins og Birna gerði til hinstu stundar. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir) Blessuð sé minning Birnu Ágústu Björnsdóttur. Guðrún Anna. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur. Við vitum að þú ert komin á betri stað. En síðustu vikurnar voru þér svo erfiðar. Þú sagðir svo oft við okkur: „Hugsa sér að ég skuli vera að lenda í þessu.“ en þú kunnir því svo illa að eiga erfitt með daglegar athafnir. Þú, sem varst svo óendanlega sterk. Við erum svo heppnar að hafa átt þig svona lengi og það er ómet- anlega dýrmætt að börnin okkar hafi náð að kynnast langömmu sinni. Elsku amma. Takk fyrir arf- leifðina sem við fengum frá þér. Við erum svo kröftugar konur báðar tvær og allan þann dugn- að, eld og elju má rekja til þín. Þú sem varst einstæð fjögurra barna móðir, hvert áfallið dundi yfir á fætur öðru, en þú stóðst í lappirnar, hvað sem á dundi. Við trúðum því vel og lengi að þú myndir hreinlega hrista af þér meinið og þau veikindi sem þú gekkst í gegnum á síðustu mán- uðum, því þú stóðst alltaf upp. Elsku amma. Þú hugsaðir af svo mikilli natni um útlit þitt þannig að eftir því var tekið hvar sem þú komst. Þú áttir það til að teygja þig í varalitinn á undar- legustu tímum. Þú lagðir líka mikið upp úr því að við, kven- flokkurinn þinn, litum vel út og við fengum sko að heyra það ef við vorum sérstaklega hugguleg- ar, en fengum líka skot á okkur ef við höfðum gleymt okkur aðeins á verðinum. Sérstakt hrós feng- um við ef við vorum vel skóaðar, með fallega klúta og hárið ekki of sítt. Elsku amma. Það var nú alltaf gestkvæmt hjá þér en þegar við náðum þér einni í spjall þá voru þau samtöl svo falleg og djúp. Þú með allan þinn hafsjó af reynslu skildir svo vel allt þetta mann- lega sem við vorum að fást við. Það var svo gott að ræða ýmis mál við þig. Elsku amma. Takk fyrir alla ullarsokkana, vettlingana, hjartahlýjuna, legghlífarnar og ennisböndin. Það sem við og börnin okkar 7 höfum notað prjónaða handverkið þitt mikið. Þú varst svo mikil listakona. Allt það sem þú prjónaðir, saumaðir út og málaðir. Nú fáum við að geyma þessa hluti sem ylja okkur og minna okkur á þig. Elsku amma. Krakkarnir okk- ar voru alltaf svo velkomin til þín og fengu alltaf nóg af súkku- laðirúsínum, Maryland-kexi og frostpinnastöngum. Elsku amma. Við erum sann- færðar um það að húmorinn þinn hafi hjálpað þér í gegnum lífsins ólgusjó, en þú sást það fyndna í nánast öllum aðstæðum. Oft á tíðum lágum við í algjöru hláturs- kasti yfir skotunum frá þér í vandræðalegum aðstæðum allt fram á síðasta dag. Elsku amma. Við erum betri manneskjur í dag af því að við áttum þig að. Þar til næst, þínar Birna og Hildur. Elsku amma. Ég vildi að ég hefði, gefið þér meiri tíma. Ég vildi að ég hefði, oftar tekið upp síma. Þú ert sterkasta manneskja, sem að ég hef kynnst. Gerðir það sem þú vildir, sama hvað öðrum finnst. Þú hættir aldrei þegar heimurinn sýndi svart. Elskaði ekkert meira en þegar þú hrósaðir mér samt. Tvöföld ekkja sem að allir ættu að þekkja. Myndi gera hvað sem er til að fá fáeinar mínútur fyrir mig. Aðeins til þess að fá að kveðja þig. Þinn Baldur Búi. Birna Ágústa Björnsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓN BJÖRGVINSSON, Ísafold, Strikinu 3, Garðabæ, sem andaðist 19. desember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 6. janúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Björgvin Magnússon Björk Tryggvadóttir Ólafía Margrét Magnúsdóttir Sæmundur Pálsson Guðný Rósa Magnúsdóttir Gunnar Guðjónsson Erla Magnúsdóttir Þórður Höskuldsson og afabörn Ástkær bróðir okkar, FINNBOGI SIGURÐUR JÓNSSON bóndi, Hörgshlíð í Mjóafirði, andaðist á heimili sínu mánudaginn 30. desember. Útför hans verður auglýst síðar. Systkini hins látna Ástkær bróðir okkar og frændi, JÓN KJARTANSSON frá Bitru, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 20. desember. Útför fór fram í kyrrþey. Þökkum samúð og vinarhug. Grétar Kjartansson Jóhanna Kjartansdóttir systkinabörn og -barnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, MARGRÉT ÓLAFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík mánudaginn 30. desember. Útförin fer fram í kyrrþey en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjálparstarf kirkjunnar. Guðmundur Benediktsson Lína Guðlaug Atladóttir Daníel Fannar Guðmundsson Sara Elísabet Na Guðmundsdóttir Evlalía Kristín Guðmundsdóttir Okkar ástkæra og yndislega móðir, GUÐRÚN SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, Grensásvegi 60, varð bráðkvödd á jóladagskvöld. Jarðarförin fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 7. janúar klukkan 13. Arna Jóna Backman Guðjón Broddi Backman barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.