Morgunblaðið - 03.01.2020, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
✝ Kamma Andr-ésdóttir (áður
Kamma Rasmus-
sen) fæddist á
Ströndum, Austur-
ey í Færeyjum, 19.
október 1936. Hún
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 18.
desember 2019.
Foreldrar Kömmu
voru Andreas Fre-
derik Rasmussen, f.
1. september 1910, d. 20. janúar
1991, skipasmiður og skipstjóri,
og Johanna Davina Rasmussen
(f. Olsen), f. 17. september 1912,
d. 1970, húsmóðir og verslunar-
kona. Foreldrar Andreasar voru
Andreas og Fredrika Rasmus-
sen búsett á Ströndum, Fær-
eyjum. Foreldrar Davinu voru
Sámal og Johanna Olsen, búsett
á Tóftum, Færeyjum.
Kamma fæddist á Ströndum í
Færeyjum og ólst þar upp. Á
unglingsárum starfaði hún við
verslun foreldra sinna samhliða
skólagöngu en hún lauk prófi
frá Verslunarskólanum í Þórs-
höfn 1956. Kamma fluttist til
Neskaupstaðar árið 1957 þar
sem hún kynntist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Lindberg
ey, f. 2019; d) Sóley, f. 1993,
dóttir hennar er Erla Dís, f.
2015; 3) Andri, f. 28. júní 1961,
börn hans eru a) Andrea Eik, f.
1990, börn hennar eru Evelyn
Auður, f. 2012 og Rökkvi Björn,
f. 2018 og b) Elías Andri, f. 1992;
4) Sigríður, f. 15. október 1963,
gift Birni Kristjánssyni, börn
þeirra eru a) Kristján Lindberg,
f. 1984 og b) Anna Karen, f.
1989, í sambúð með Thomas
Westergaard Duus, synir þeirra
eru Vilas Björn, f. 2016 og Valde
Björn, f. 2017; 5) Þorsteinn
Norðfjörð, f. 2. júlí 1968, giftur
Fabiola Castillo, sonur Þor-
steins er a) Lindberg Norðfjörð,
f. 2000 og synir Fabiolu eru b)
Aaron, f. 2004 og c) Isaac, f.
2006; 6) Friðrik, f. 2. maí 1978,
giftur Mirasol Suarez Lind-
bergsson og börn þeirra eru a)
Kiane Charles, f. 2006 og b)
Emmarie, f. 2010.
Systkini Kömmu voru fjögur:
1) John Juul Rasmussen, f. 4.
apríl 1934, d. í júlí 2018, kvænt-
ur Margit Rasmussen; 2) Sámal
Andreas Rasmussen, f. 24. febr-
úar 1938, d. 13. nóvember 2014,
kvæntur Bergþóru Ásgeirs-
dóttur; 3) Símun Edvin Rasm-
ussen, f. 20. september 1944,
kvæntur Jovinu Rasmussen; 4)
Jeffrey Rasmussen, f. 12. apríl
1952, kvæntur Káru Rasmussen.
Útför Kömmu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3.
janúar 2020, og hefst klukkan
13.
Norðfjörð Þor-
steinssyni skipa-
smið, f. 15. ágúst
1936.
Kamma og Lind-
berg giftust 16.
febrúar 1959. Lind-
berg var sonur Þor-
steins Jónssonar,
sjómanns frá Nes-
kaupstað, og Sig-
ríðar Elíasdóttur
húsmóður, ættuð úr
Mjóafirði. Börn Kömmu og
Lindbergs eru 1) Steinunn, f. 10.
desember 1958, sonur hennar er
Elvar Atli Ævarsson, f. 1980,
giftur Rut Guðnadóttur, börn
þeirra eru Frosti, f. 2010 og
Svala, f. 2017; 2) Jóhanna, f. 26.
maí 1960, gift Gísla Hirti Guð-
jónssyni, börn þeirra eru a)
Berglind Norðfjörð, f. 1978, gift
Ingólfi Þór Hlynssyni, börn
þeirra eru Hildur Jóhanna, f.
2000, Helena Dís, f. 2006 og
Hlynur Þór, f. 2010; b) Guðjón
Anton, f. 1983, í sambúð með Ás-
dísi Hauksdóttur, synir þeirra
eru Gísli Hjörtur, f. 2015 og
Birkir Hrafn, f. 2019; c) Kamma
Dögg, f. 1986, gift Georg Rúnari
Ragnarssyni, dætur þeirra eru
Hrafntinna, f. 2013 og Eva Mó-
Í dag kveð ég hana ömmu
mína í hinsta sinn með mikinn
söknuð í hjarta. Þrátt fyrir
stutt veikindi átti ég ekki von á
því að þurfa að kveðja hana
strax. Ég er þakklát fyrir þær
fjölmörgu minningar sem ég á
um hana, þakklát fyrir allar
okkar stundir, þakklát fyrir allt
sem hún gaf mér og þakklát
fyrir að hafa haft hana sem fyr-
irmynd.
Ég naut þeirra forréttinda að
eiga unga mömmu þannig að
fyrstu ár lífs míns bjuggum við
hjá ömmu og afa. Það tel ég
hafa markað okkar einstaka
samband, því amma og afi voru
svo miklu meira en bara amma
mín og afi og hafa þau bæði
hafa haft mikið að segja í upp-
eldi mínu, fyrir það verð ég
þeim báðum ávallt þakklát.
Börnin mín hafa einnig notið
þeirra forréttinda að hafa
kynnst langömmu sinni og átt
með henni mörg ár, fyrir það
eru bæði ég og þau þakklát og
munum ævinlega búa að.
Amma var fædd og uppalin í
Færeyjum og ég hef ávallt verið
stolt af því að hafa þann bak-
grunn frá henni. Þær eru ófáar
sögurnar sem hún sagði mér frá
Færeyjum og fólkinu okkar
þar. Ferðirnar með henni til
Færeyja eru ómetanlegar. Sér-
staklega minnist ég ferðarinnar
árið 2004 þegar við fórum öll
stórfjölskyldan á ættarmót á
Ströndum og í Rúnavík. Á
Ströndum urðum við auðvitað
öll að mæta í messu, sem við
gerðum, en þar sem íslenskan
og færeyskan eiga mörg sam-
eiginleg orð sem þýða þó hvert
sinn hlutinn varð þetta ein eft-
irminnilegasta kirkjuferð sem
ég hef farið. Amma var nú ekk-
ert sérstaklega kát með okkur
systur þegar við grenjuðum úr
hlátri yfir sögnum um fuglana,
en gat þó hlegið að því síðar.
Einnig minnist ég ævintýra-
legrar ferðar okkar til Mexíkó.
Við höfum oft rifjað upp og
hlegið saman að ævintýrunum
sem við lentum í á leið okkar
þangað.
Amma var alveg einstök, hún
var mikill frumkvöðull og alltaf
með einhver verkefni í gangi,
hvort sem það var veitinga-
rekstur, blómaverslun, fram-
leiðslufyrirtæki eða stórveislur.
Það var aldrei lognmolla í
kringum hana ömmu og helst
vildi hún alltaf hafa eitthvað
fyrir stafni. Amma vildi þó ekki
meina að þetta væri dugnaður
eða frumkvöðulsstarf heldur
var hún bara að draga björg í
bú og búa sér til vinnu, eins og
hún sagði sjálf ekki alls fyrir
löngu þegar við ræddum saman
um ævistarf hennar.
Elsku afi, missir þinn er mik-
ill og hugur minn er hjá þér.
Þín
Berglind.
Mig langar til að minnast
elskulegrar föðursystur minnar,
Kömmu, með nokkrum orðum.
Ein af mínum fyrstu æsku-
minningum að heiman á Norð-
firði er frá því að þær mág-
konur, Kamma og mamma,
stóðu baki brotnu yfir reyk-
mettuðum eldavélarhellunum –
skörulegar með skíðagleraugu –
að steikja flatbrauð. Þær voru
báðar athafnakonur í eðli sínu
og þarna höfðu þær lagt saman
krafta sína í lítið framleiðslufyr-
irtæki sem gekk út á að selja
flatbrauð í verslanir og skipin.
Kamma var eina systir pabba
en þau voru alls fimm systkinin:
John, Kamma, pabbi minn
skírður Sámal Andreas, Símun
og Jeffrei. Öll héldu þau systk-
inin góðu sambandi hvert við
annað og aldrei man ég eftir því
að þeim hafi orðið sundurorða.
Eins og títt var um Færey-
inga á þeim tíma komu Kamma
og pabbi heim á Norðfjörð í lok
6. áratugarins stuttu á eftir for-
eldrum sínum, Andreasi og Da-
vínu.
Síldarárin voru þá í algleym-
ingi í bænum okkar, Neskaup-
stað, og bæði settust systkinin
þar að og eignuðust norðfirska
maka þótt afi og amma flyttu
aftur til Færeyja. Kamma
frænka og pabbi voru um margt
með líka skaphöfn og bæði voru
þau rólynd og orðvör.
Kamma skildi vel okkur sem
yngri vorum, var áhugasöm um
hagi okkar, fordómalaus og op-
in fyrir hvers kyns nýjungum.
Hún tók hverju því sem að
höndum bar opnum huga, var
alltaf hún sjálf og óhrædd við að
fara ótroðnar slóðir. Hún var að
mörgu leyti frumkvöðull í okkar
litlu heimabyggð, hvort sem það
var við rekstur fyrirtækja sinna
eða til að afla sér þekkingar á
því sem var efst á baugi hverju
sinni.
Kamma var alltaf færeysk í
hjarta sínu þótt hún byggi
stærstan hluta ævi sinnar á Ís-
landi. Hún gætti þess að kynna
okkur og halda í heiðri færeysk-
ar hefðir, hún var virk í Fær-
eyingafélaginu í Reykjavík,
dansaði og útbjó færeyskar
veislur eins og henni var einni
lagið. Mér fannst Kamma
frænka mín tignarleg og flott
kona þegar hún var klædd í
færeyska búninginn sinn og far-
in að kveða með dansfélögum
sínum. Kamma lá heldur aldrei
á liði sínu um ábendingar og ráð
varðandi færeyska menningu
og tungu.
Ég vissi alltaf að ég átti
stuðning Kömmu frænku vísan
þegar ég þurfti sem mest á því
að halda sem ungur maður. Hún
hvatti mig áfram og sagði mér
að trúa á sjálfan mig hvað svo
sem öðrum kynni að finnast.
Ég upplifði Kömmu og Lind-
berg sem samrýnd og samlynd
hjón. Saman áttu þau orðið
stóra og myndarlega fjölskyldu
sem núna kveður ættmóður
sína.
Ég bið Guð að varðveita
minningu Kömmu frænku
minnar og þakka henni fyrir
samfylgdina allt mitt líf. Við
Kristján vottum Lindberg og
fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúð.
Davíð.
Kamma
Andrésdóttir
✝ JòhannesRagnarsson
fæddist á Ísafirði
29. september
1929. Hann lést á
sjúkrahúsinu á
Hvammstanga 16.
desember 2019.
Foreldrar hans
voru Guðrún Arn-
björg Hjaltadóttir,
húsfreyja og mat-
ráðskona, og
Ragnar Benediktsson Bjarna-
son skipstjóri. Jóhannes ólst
upp á Ísafirði og á Sæbóli á
Ingjaldssandi við Önund-
arfjörð. Systkini Jóhannesar
eru Hjalti, f. 1925, d. 2007,
Jóhann Pétur, f. 1926, Ragna
Guðrún, f. 1928, Þórunn
Maggý, f. 1933,
Ævar Stefán, f.
1936, og Karen, f.
1937, d. 2013.
Árið 1962
kvæntist Jóhann-
es Sigurlaugu
Steinunni Guð-
mundsdóttur frá
Nýpukoti í Víði-
dal, f. 1942, d.
2011, og bjuggu
þau alla sína bú-
skapartíð á Jörfa í Víðidal.
Synir þeirra eru Hjalti, f.
1961, Guðmundur Hrafn, f.
1963, og Ægir, f. 1967.
Útför Jòhannesar fer fram
frá Víðidalstungukirkju í
dag, 3. janúar 2020, klukkan
14.
Við fráfall Jóa á Jörfa er
margs að minnast. Andlátið var
öllum mjög óvænt því að hann
hafði verið nokkuð heilsugóður
þótt væri nýorðinn níræður nú í
haust. En Jói var drífandi í öllu
sem og varð nú.
Hann var Vestfirðingur að
ætt og fæddist á Ísafirði 1929 og
var skírður því langa nafni,
Guðni Jóhannes Hjaltason og
var Ragnarsson, en var auk
þess Bjarnarrson sem var
ættarnafn en aldrei notað.
Á þeim árum tíðkaðist ekki
að börn væru að þvælast um án
þess að gera neitt og fór hann
því fljótlega að fást við léttari
störf. Níu ára gamall fór hann
til dvalar í sveit að Sæbóli á
Ingjaldssandi og var þar í sex
ár. Þaðan fór hann á línubát frá
Ísafirði og ætlaði að verða sjó-
maður. Lenti þar í aftakaveðri,
tók fyrir borð og var nærri
drukknaðar en bjargað upp
rænulitlum.
Varð hann þá ákveðinn í að
hætta á sjónum og fór árið eftir
í sveitavinnu norður í Vatnsdal í
nokkur ár þaðan að Nípukoti og
kynntist þar konuefninu Stein-
unni Guðmundsdóttur sem nú
er látin fyrir nokkrum árum.
Sem dæmi um dugnað hans
að annað árið sem hann var þar,
þá var hart og gróðurlaust vor
og hann heylaus og haglaust
vegna snjóa, en kominn með um
100 ær. Greip hann það ráð að
fara með allt féð á sauðburði
fram á heiði á eyðibýlið Öxna-
tungu, þar sem nægur gróður
var sem kom undan snjónum.
Var þar einn með féð á girðing-
arlausu landi og rásaði víða,
vinnutími því allt að 18 tímar án
hvíldar á sólarhring, en allt fór
vel. Slíkt var þá sjaldgæft orðið
og í dag myndi enginn leggja á
sig það harðræði en hætta frek-
ar búskap, en það var Jóa síst í
huga.
Hann festi kaup á Jörfa 1958
sem þá var talinn meðal léleg-
ustu jarða í Víðidal, illa húsuð
og túnið bara 6 ha en af miklum
dugnaði í ræktun og byggingum
gerði hann hana að vildisjörð og
stórbýli.
Til að standa straum af
kostnaði vann hann töluvert á
vélum Búnaðarsambandsins og
í sláturvinnu svo búskapur lenti
mikið á konunni á meðan, sem
var einstök kona og mikill dugn-
aðarforkur.
Jói hætti búskap rétt fyrir
aldamótin en við tóku sonurinn
Ægir og kona hans Stella Jór-
unn. Jói byggði sér og konu
sinni þá nýtt íbúðarhús á jörð-
inni því að hann vildi dvelja sem
lengst á jörðinni sem hann hafði
lagt mest allt sitt líf í. Jói var lít-
ið í félagsmálum, en var þó 8 ár í
hreppsnefnd og lagði þar gott
til mála.
Langa grein má gera um ævi
Jóa sem hér er ekki svigrúm til,
en benda má áhugasömum á
frásögn hans sjálfs í tímaritinu
Húna 2012 sem heitir „Ég hef
yfirleitt verið heppinn í lífinu“.
Hann hafði ýmsar dulargáfur
og var mjög berdreyminn. Þeg-
ar heilsan fór að bila flutti hann
í elliíbúð á Hvammstanga og
síðar á sjúkrahúsið þar sem
hann var til loka.
Við hjónin þökkum Jóa fyrir
einstaklega góða viðkynningu,
samstarf og samvinnu mörg
undanfarin ár. Þar var góður
maður og hreinskiptinn í öllu.
Jafnframt lýsum við yfir okk-
ar dýpstu samúð og hryggð með
sonum hans og tengdadætrum,
öllum barnabörnum og barna-
barnabörnum sem og öðrum
ættingjum.
Hlíf og Agnar.
Látinn er Jóhannes Ragnars-
son á Jörfa 90 ára að aldri. Jói
eins og hann var jafnan kallaður
kom frá Ísafirði í Vatnsdalinn
1949 þá ungur maður um tví-
tugt. Í Vatnsdalnum dvaldi
hann sem vinnumaður á fjórum
bæjum. Það er á Eyjólfsstöðum,
Ási, Grímstungu og Haukagili, á
Haukagili var hann meira og
minna í fimm ár. Áður en hann
kom í Vatnsdalinn var hann til
sjós á Ísafirði. En árin í Vatns-
dalnum voru átta eða níu ár. Í
Vatnsdalnum leið mér alltaf vel,
sagði Jói. Hann var með af-
brigðum duglegur og tók jafnan
hraustlega til hendinni við öll
verk. Hann var bóndi af lífi og
sál og naut þess að vera innan
um skepnur. Hann var algjör
bindindismaður á áfengi og tób-
ak. Á þessum árum og þá að-
allega á Haukagili eignaðist
hann ört stækkandi fjárstofn,
og trúlega með góðri aðstoð
Konráðs bónda á Haukagili.
Hann sagði mér einhverntím-
ann að þegar hann flutti úr
Vatnsdalnum vestur í Víðidal
hefði hann verið kominn með
um 140 fjár.
Hann heyjaði fyrir sitt fé
fram á svokölluðum dal í landi
Haukagils sem þá var úthagi en
er núna orðið ræktað tún. Þarna
sló hann með orfi og ljá og rak-
aði saman með hrífu, því ekki
var hægt að koma þar að vélum.
Á vetrum hýsti hann fé sitt í
gömlum torffjárhúsum sem
voru á svokölluðu húsatúni.
Þessi fjárhús voru mjög góð á
þeirra tíma vísu og voru með
bárujárnsþaki. Oft fór ég í fjár-
húsin með Jóa að sinna sínu
fénu. Og einnig sá hann um
hirðinguna á fé Konráðs bónda.
Tvo hesta átti hann sem hann
fór með í göngur fyrir Haukagil
ásamt hestum frá Haukagili.
Hestar Jóa voru báðir rauðir.
Jói var mjög barngóður og nut-
um við systkinin þess að hann
lék við okkur þegar tími gafst.
Eitt rigningarsumarið í Vatns-
dalnum, að ég held 1957, var bú-
ið að slá mjög mikið á Haukagili
og heyið búið að hrekjast og
orðið úr sér sprottið, var Jói þá
fluttur í Víðidalinn, en fenginn
til að sæta. Byrjað var snemma
morguns og endað um kvöld.
Þegar þessu var lokið var farið í
að telja sætin eftir daginn og
reyndust þau vera 98 að tölu.
Þar tók Jói hressilega til hend-
inni eins og vanalega. Jói hóf
búskap á Jörfa í Víðidal 1960
ásamt konu sinni Sigurlaugu
Steinunni Guðmundsdóttur, en
hún lést af slysförum 2011. Þeg-
ar ég var 16 ára var ég sendur á
dráttarvél vestur að Jörfa til að
hjálpa við uppsteypu á fósi sem
Jói var að byggja og var þar í
tvo daga í þeirri vinnu. Á 90 ára
afmæli Jóa 29. september sl. fór
ég ásamt frænda mínum Egg-
erti Haukssyni norður að Jörfa
og tókum þar þátt í afmælis-
veislu sem þar var haldin og
færðum honum að gjöf ljós-
mynd af Einvígisfossinum sem
er í Álkugilinu.
Mikið fannst okkur gaman að
hitta þennan höfðingja og
spjalla um árin hans í Vatns-
dalnum. Þá fann ég það best
hvað honum þótti vænt um
Vatnsdalinn. Eggert dvaldi á
sumrin á Haukagili á árunum
hans Jóa þar.
Eftir að Jói flutti í Víðidalinn
kom hann oft í Vatnsdalinn sinn
að heilsa upp á fólkið, aðallega
Lárus í Grímstungu og Konráð
á Haukagili.
Ég votta aðstandendum hans
innilega samúð.
Sævar Örn Stefánsson
frá Haukagili.
Jóhannes
Ragnarsson
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og
langafi,
KJARTAN BJARNI KRISTJÁNSSON
Norðurbyggð 31,
Akureyri,
lést föstudaginn 20. desember. Útför hans
verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6.
janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar
(Skógarhlíð).
Sigríður Kjartansdóttir Kristján Þ. Halldórsson
Kjartan B. Kristjánsson Erla Sara Svavarsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Auður Kristjánsdóttir Magnús Finnsson
Ingunn Jóhanna Kristjánsd.
Halldóra Laufey Kjartansdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar