Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 03.01.2020, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 ✝ Benedikt GeirEggertsson fæddist á fæðingardeild Landspítalans 15. mars 1950. Hann lést á gjörgæslu- deild sama spítala 14. desember 2019. Hann var sonur Eggerts Benedikts Sigur- mundssonar, f. 1920, d. 2004, skipstjóra, og Unnar Benediktsdóttur, f. 1923, d. 2018, húsfreyju. Bræður Benedikts eru: 1) Benedikt Geir, f. 1945, lést af slysförum 1950. 2) Sigurður Kolbeinn, f. 1949, búsettur í Danmörku. 3) Unnsteinn Borgar, f. 1951, búsettur í Noregi. 4) Ásgeir, f. 1955, bú- settur á Selfossi. 5) Ari, f. 1959, búsettur í Reykjavík. Benedikt átti þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Önnu Maríu Jónsdóttur, f. 1949, hjúkrunarfræðingi: 1) Benedikt Sveinbjörn, f. 1974, lögfræðingur í Reykjavík. Kona hans er Guðrún Ein- arsdóttir og eiga þau tvö börn, Úlfar Rafn og Maríu Rún. 2) Jón Arnar, f. 1980, húsasmiður í Reykjavík. Sam- býliskona hans er Þórdís Vi- borg og eiga þau tvö börn, og Anna María trúlofuðust um verslunarmannahelgina sama ár og gengu í hjóna- band jólin eftir. Benedikt fékk ábúð í Hafnardal í Naut- eyrarhreppi á Langadals- strönd við norðanvert Ísa- fjarðardjúp árið 1976. Benedikt og Anna María bjuggu í Hafnardal um sjö ára skeið og Anna María gegndi hlutverki héraðshjúkrunarfræðings í Ísafjarðardjúpi. Benedikt kom að töluverðri uppbyggingu í Ísafjarðar- djúpi. Á árunum 1984 til 1991 var Benedikt framkvæmda- stjóri Ís-lax hf. og jókst rekst- urinn verulega að umfangi á þeim tíma en hluti stöðvar- innar var um tíma rekinn í Reykjanesi í námunda við héraðsskólann. Árið 1991 tóku Benedikt og Anna María sig upp og fluttu þvert yfir landið og settust að á Egils- stöðum. Árið 1996 stofnaði Benedikt byggingafyrirtæki í félagi við Kjartan H. Briem Kristinsson frá Reyðarfirði og sinntu þeir ýmsum verkefnum á Austfjörðum. Benedikt var sjálfstæður byggingaverktaki í Reykjavík og á Suðurlandi næstu árin. Í nóvember 2007 lenti Benedikt í alvarlegu slysi. Benedikt og Anna María skildu árið 2016 en voru þó áfram traustir vinir. Síðustu ár ævi sinnar bjó Benedikt í Sjálfsbjargarheimilinu. Útförin fer fram frá Kot- strandarkirkju í dag, 3. jan- úar 2020, klukkan 13.30. Freydísi Glóð og Hrafnkel Goða. 3) Unnur, f. 1992, sálfræðinemi í Reykjavík. Sam- býlismaður Unnar er Páll Heiðar Jónsson og eiga þau ónefndan son. Á Hellissandi keyptu foreldrar hans hús sem nefndist Garður en þar eyddi Benedikt helstu mótunarárum sínum. Bene- dikt bar sama nafn og eldri bróðir hans sem lést í bílslysi í Kópavogi aðeins fimm ára gamall. Sem barn var Bene- dikt sendur í sveit að Hvítár- holti í Biskupstungum, Orra- hóli á Fellsströnd og Minni-Bakka í Skálavík og þar kviknaði áhugi hans á bú- skap. Benedikt sótti barna- skóla og síðar gagnfræða- skóla í Kópavogi en sótti sjó frá Bolungarvík í sumar- leyfum. Benedikt tók sveins- próf í húsasmíði vorið 1970. Árið 1969 flutti fjölskylda Benedikts í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Veturinn 1973 sótti Benedikt þorrablót kven- félagsins Bergþóru í Ölfusi og þar kynntist hann Önnu Mar- íu Jónsdóttur frá Lambhaga undir Ingólfsfjalli. Benedikt Pabbi var fámáll maður en þó af mörgum talinn orðhepp- inn og launfyndinn. Oft sagði hann okkur sögur og þá sér- staklega sögur af fyndnu og skrítnu fólki sem hann hafði kynnst í gegnum tíðina. Hon- um varð einnig tíðrætt um fyrirbæri sem hann hafði ein- stakan áhuga á og þá helst Ís- lendingasögur og veiði. Pabbi hafði mikinn áhuga á öllum landshlutum og var ein- staklega fróður. Hann þekkti nánast hvern einasta krók og kima. Á ferðalögum gat maður hringt í hann, lýst stuttlega nánasta umhverfi á ókunnum stað og fengið fræðslu um helstu staðhætti og jafnvel áhugaverða íbúa. Pabba fannst gaman að ferðast en ferðalög- in snerust þó alltaf að hluta til um stangveiði og hann kenndi okkur öllum hvernig átti að bera sig að. Fyrir pabba var enginn dagur betri en góður veiðidagur. Við minnumst pabba sem mikils framkvæmdamanns. Hann fékk ýmsar fram- kvæmdahugmyndir og hrinti hann þeim jafnan af stað og lauk verkinu. Niðurstaðan var ekki alltaf eins og hann hafði vonast eftir en ef illa fór stóð hann alltaf aftur á fætur óhræddur við að takast á við næsta verkefni. Hann reisti mörg hús og vann við ýmsar framkvæmdir, t.a.m. endur- gerð sýslumannshússins á Seyðisfirði og endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Pabbi vann ætíð mikið og það var mikil- vægur partur af hans sjálfs- mynd; að vera duglegur og skila góðu verki. Það var pabba mikið áfall þegar hann missti getuna til að sinna ævistarfinu, húsa- smíði, eftir alvarlegt slys árið 2007. Það er þó til marks um þrjósku hans og dugnað að hann lagði allt kapp á það næstu tvö árin að koma fót- unum undir sig að nýju og ná fullri starfsgetu. Að lokum ját- aði hann sig sigraðan og sett- ist í helgan stein. Við tóku ár þar sem pabbi átti í verulegum erfiðleikum með að ná áttum og sætta sig við orðinn hlut. Á meðan á því stóð gátu sam- skiptin við hann verið erfiðari en ella. Síðustu tvö æviár pabba voru hins vegar góð, hann sættist við orðinn hlut, sökkti sér í grúsk og las sér til um allar þorpagrundir og mannlíf frá Snæfellsnesi allt til Melrakkasléttu. Pabbi barðist hetjulegri baráttu við veikindi síðustu þrjár vikur ævi sinnar. Bar- áttu sem margir hefðu eflaust gefist upp á miklu fyrr. Hann hafði háð slíka baráttu einu sinni áður og haft sigur og þetta skiptið átti ekki að verða neitt öðruvísi. Því miður reyndist þrautseigjan ekki skila honum á fætur aftur í þetta skiptið og við misstum hann mikið fyrr en við hefðum viljað. Við systkinin erum afar þakklát fyrir öll þessi ár með pabba sem einkenndust af samtölum um landsins gagn og nauðsynjar, veiði, fornmenn og samtímamenn. Pabbi var ákaf- lega blíður og góður maður þó margir hafi eflaust haft þá mynd af honum að hann væri sterkur, pragmatískur og þög- ull. Við fundum alltaf fyrir væntumþykju hans þó að um hana hefði hann ekki mörg orð. Nú er ástkær faðir okkar fallinn frá og við, börnin hans, höfum misst einn helsta stuðn- ingsmann okkar. Minningin um hann mun þó ávallt lifa. Benedikt, Jón Arnar og Unnur Benediktsbörn. Meira: mbl.is/andlat Benedikt bróðir minn var aðeins ellefu daga gamall þeg- ar elsti bróðir okkar, á fimm ára afmælisdeginum sínum, varð fyrir bíl og dó. Móðir okkar var allar götur óþreyt- andi við að innprenta okkur að vera góðir hvor við annan, við vissum jú ekki hvenær röðin kæmi að þeim næsta. Nú er allt í einu komið að þessum degi. Hann var skírður yfir kistu bróður síns og fékk þar nafn hans, Benedikt Geir, sem varð að gælunafninu Benni en fljót- lega eftir að hann varð talandi, breyttist í Nenni. Við vorum þrír bræðurnir, ég elstur, síð- an Nenni og loks Unnsteinn, sem við sáum um að fengi nafngiftina Brói. Svo eigum við líka tvo yngri bræður, Ás- geir og Ara. Minningarnar frá Hellissandi eru sterkar enda draumastaður fyrir fríska stráka að alast upp. Við und- um okkur vel við allt sem um- hverfið bauð upp á, hraunið, fjöruna og klettana þar sem allir strákar lærðu að veiða. Krossavíkina þar sem ungir piltar gátu endalaust snúist í kringum báta. Nenni varð snemma nautsterkur en frið- samur og fyrir bragðið lentum við afar sjaldan í illdeilum. Þó man ég eftir að hafa fengið hjól að gjöf frá vini sem vax- inn var upp úr hjólinu. Ég passaði það eins og sjáaldur augna minna. Þegar ég kem heim einu sinni heim úr skól- anum er Nenni kominn á hjól- ið og harðneitaði að láta það af hendi og úr því varð feikna- slagur. Móðir okkar skarst í leikinn og brýndi fyrir okkur að standa saman. Við það rann okkur reiðin og ég kenndi Nenna á hjólið. Ég horfði stoltur á eftir honum hjóla eins og ekkert væri niður göt- una. Frá Sandi fluttum við í Kópavog. Nenni fór í húsa- smíðina og var hamhleypa til verka og þénaði svo vel að hann var orðinn bíleigandi nokkrum mánuðum áður en hann fékk bílprófið og ég varð bílstjóri hjá honum. Síðar eignaðist hann jeppa sem við ferðuðumst á um allt land. Við vorum illa haldnir af veiðidell- unni, fórum um allt til að freista þess að fá í soðið. Komnir að tvítugu förum við allir þrír að heiman og upp úr því lágu leiðirnar í allar áttir. Nenni fór til Hveragerðis og fann sér þar konu. Þar bjuggu þau þar til hann gerðist bóndi í Hafnardal í Ísafjarðardjúpi. Við búskapinn voru þau í nokkur ár og í framhaldi af því var farið í laxeldið á Naut- eyri. Öllu sínu eyddi hann svo í þetta ævintýri sem endaði með ósköpum. Slypp og snauð fluttu hjónin til Egilsstaða þar sem hann annaðist húsbygg- ingar um Austurland í tíu ár, frá Egilsstöðum fluttu þau í Hafnarfjörð og þaðan í Grafarvog. Hann starfaði sjálfstætt við húsbyggingarn- ar fram á haustið 2007, slas- aðist alvarlega og var nánast dæmdur úr leik. Hann þráað- ist þó við þar til fyrir 6 árum að hann lagði verkfærin á hill- una. Nenni hafði feiknagott minni og ágæta hæfileika til að segja skemmtilega frá. Bíl- túrar okkar undanfarin ár hafa verið fínasta upprifjun á tilveru okkar. Sú upprifjun sem ég hef fengist við í þeim tilgangi að setja á blað minn- ingu vinar míns hefur fram- kallað tilfinningu þakklætis fyrir að hafa átt hann fyrir bróður og besta vin í öll þessi ár. Meira: mbl.is/andlat Sigurður K. Eggertsson. Benedikt Eggertsson húsa- smiður kom árið 1975, þá 25 ára, til að byggja útihús á Hamri í Nauteyrarhreppi á vegum Inn-Djúpsáætlunar. Hann tók eyðibýlið Hafnardal á leigu, byggði þar fjárhús og hlöðu og flutti þangað árið 1977 með konu sinni Önnu Maríu Jónsdóttur hjúkrunar- fræðingi og þriggja ára syni. Benedikt var með sauðfjárbú- skap í Hafnardal til 1985, en vann jafnframt við húsasmíði þar. Anna María var ráðin héraðshjúkrunarfræðingur og var vinsæl í því starfi. Bene- dikt hafði forystu með öðrum um að byggja Félagsheimilið á Nauteyri, teiknaði húsið og var yfirsmiður, en það var tekið í notkun á þorrablóti 1984. Nú heitir þessi þokka- lega bygging Steinshús til minningar um Stein Steinarr skáld og er fræðasetur með veitingasölu á sumrin. Óvíst er hvort þetta myndarlega hús væri til ef Benedikts hefði ekki notið við til að reisa það. Gott og náið samstarf okkar Benedikts hófst vorið 1984 þegar hlutafé í Hf Íslaxi var aukið og hann var ráðinn framkvæmdastjóri og bygg- ingameistari seiðaeldisstöðvar á Nauteyri. Í stjórn Íslax voru traustir félagar sem voru ávallt tiltækir til aðstoðar, en ég var formaður stjórnarinnar. Fiskeldisstöð var reist á Naut- eyri og í Reykjanesi og sá Benni um alla verkstjórn við fiskeldið og fórst það vel úr hendi. Eftir að Benedikt var hættur búskap og farinn að starfa við fiskeldisstöðina á Nauteyri byggði hann sér íbúðarhús þar. Hann var kraftmikill og laginn dugn- aðarforkur við byggingafram- kvæmdir. Ekki var komin mik- il reynsla við laxeldi í sjókvíum og kerjum á landi þá, en Benni var útsjónarsamur og ráðagóður við öll verk. Kostnaður við jarðhitaleit varð mikill á Nauteyri, en ekki síð- ur í Reykjanesi þar sem búast mátti við að auðvelt yrði að finna heitt vatn, en þrisvar þurfti að fá jarðbora þangað. Sjókvíar og allur búnaður til fiskeldis hefur þróst svo að laxeldi er orðið miklu örugg- ara nú en var fyrir 30-35 ár- um, þegar það var fyrst reynt við Ísafjarðardjúp. Fiskeldis- stöðvar á Nauteyri og í Reykjanesi, einnig sjókvíar, voru fullar af eldislaxi á mis- munandi aldri vorið 1991, en þá fékkst ekki afurðalán til að borga reksturskostnað þar til slátrun hæfist. Hlutafélagið Íslax varð gjaldþrota og engir tveir einstaklingar töpuðu við- líka miklu og við Benedikt. Jarðboranir ríkisins fengust til að taka skuldabréf til greiðslu á borholukostnaði, en kröfðust þess að við Benedikt værum ábyrgðarmenn og kraf- ist var fullrar greiðslu við gjaldþrotið. Seiðaeldisstöðin á Nauteyri er nú í fullum rekstri og steypumannvirki í Reykja- nesi eru nýtt til saltvinnslu. Þessi mannvirki sem Benedikt Eggertsson sá um að byggja fyrir Íslax og Steinshúsið eru til fullra nota í framtíðinni. Við hjónin sendum fjöl- skyldu Benedikts Eggertsson- ar og öðru venslafólki sam- úðarkveðjur. Engilbert Ingvarsson frá Tirðilmýri. Benedikt Geir Eggertsson ✝ Sigríður Krist-ín Sigurðar- dóttir, eða Didda eins og hún var gjarnan kölluð, fæddist á Bakka- stíg 8 (Haust- húsum) í Vesturbæ Reykjavíkur 5. des- ember 1919. Hún lést 14. desember 2019. Foreldrar hennar voru Lov- ísa Pálína Árnadóttir Blöndal, f. 21. desember 1897, d. 2. mars 1973, og Sigurður Einar Ingi- mundarson, f. 21. ágúst 1895, d. 12. apríl 1979. Didda var næst- elst af átta systkinum, Sigurður Árni Sigurðsson er nú einn eft- irlifandi. Þann 26. júlí árið 1942 giftist hún Magnúsi K. Jónssyni, f. 20. janúar 1918, d. 30. maí 2000. Saman eignuðust þau sex börn í þessari röð; Jón Halldór, f. 8. júlí 1941, Helgi Kristinn, f. 15. nóvember 1943, Sesselja, f. 20. nóvember 1944, Sigurður fyrstu verkamannabústaðina sem byggðir voru við Hring- braut 80, árið 1932. Þegar hún var sextán ára fór hún til Siglu- fjarðar þar sem hún dvaldi hjá frænku sinni, Indíönu Tynes, um nokkurt skeið. Indíana rak þar matsölu fyrir útlenda síldarkaupendur og gegndi Didda hlutverki aðstoðarstúlku á meðan á dvölinni stóð. Síðar var hún við fiskvinnslu hjá afa sínum, Ingimundi Péturssyni á Litla-Haga, sem aðallega fékkst við saltfisk. Starfaði hún einnig í Veiðarfæragerð Íslands í nokkur ár, eða þar til þau Magnús gengu í hjónaband. Þá tóku við mörg ár þar sem hún fékkst við heimilisstörf og barnauppeldi. Eftir að börnin voru uppkomin fór hún aftur út á vinnumarkaðinn og hóf störf við ræstingar hjá Hjúkrunar- skóla Íslands árið 1973. Þar starfaði hún samfleytt í 16 ár, eða þar til Magnús, eiginmaður hennar, veiktist. Didda var meðlimur í Kvenfélaginu við Bústaðasókn í fjöldamörg ár og sótti mikið í félagslífið þar. Niðjar þeirra Diddu og Magn- úsar eru nú 57 talsins. Útför Diddu fer fram í dag, 3. janúar 2020, frá Bústaða- kirkju kl. 13. Einar, f. 19. ágúst 1947, d. 27. janúar 2013, Guðrún Kristín, f. 14. jan- úar 1952, og Er- lendur Magnús, f. 10. ágúst 1958. Didda og Magnús hófu búskap sinn á Smiðjustíg 9 en fluttust síðar bú- ferlum að Ásgarði 51 árið 1957, þar sem hún bjó allt til ársins 2008, eða þar til hún flutti á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Didda sótti skyldunám í Mið- bæjarskólanum og lauk barna- skólaprófi þaðan. Hún var í barnakór á vegum Miðbæjar- skólans, sem söng við barna- guðsþjónustur í Dómkirkjunni. Þegar Didda var sjö ára fór hún til Vestmannaeyja til snún- inga hjá Jónínu Jónsdóttur í Gerði og þangað fór hún á hverju sumri fram til ellefu ára aldurs. Didda var fjórtán ára þegar fjölskylda hennar flutti í Elsku amma, okkur tókst það! Já, þú ætlaðir þér svo sannar- lega að verða 100 ára og það tókst. Það var yndislegt að fá að fagna þessu stóra markimiði, merka áfanga og ótrúlega fallega degi með þér. Þú varst ótrúleg fyrirmynd og mögnuð manneskja. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Það er svo gott að sjá ykkur afa saman á ný. Ástarþakkir fyrir allt sem þú gafst mér og gerðir fyrir mig. Þú varst svo sannarlega með hjarta úr gulli og sál úr silki. Kærleikskveðja, Sigríður Lovísa. Elsku besta langamma okkar. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á hlað? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? Við söknum þín! Ástarþakkir fyrir allt, Birta Marína, Marikó Manda og Guðrún Marín. Sigríður Kristín Sigurðardóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR INGÓLFSDÓTTIR sjúkraliði, lést 28. desember eftir stutt veikindi. Útför fer fram 8. janúar klukkan 13.30 frá Akureyrarkirkju. Hreiðar Jónsson Ingólfur Hreiðarsson Svanborg Ísberg Hadda Hreiðarsdóttir Hildur Ýr, Hjörtur Jónas, Ævar Hrafn, Fanney Þorbjörg, Hrafnhildur Magnea, Hreiðar Nói, Una Barbara, Benjamin Mio og Benedikt Ásgeir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.