Morgunblaðið - 03.01.2020, Page 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020
Nú styttist í enn eitt stórmótið
hjá karlalandsliðinu í handbolta
en EM hefst í næstu viku.
Ómissandi þáttur í því að
þrauka í gegnum skammdegið
hér í fásinninu norður í hafi er
að fylgjast með liðinu í janúar.
Í dag flýgur íslenska liðið til
Þýskalands og leikur þar vin-
áttulandsleik á morgun. Til eru
dæmi um að menn geti orðið
spenntir yfir vináttulandsleikjum
handboltalandsliðsins. Meira að
segja mjög spenntir.
Vinir mínir Halli Pé og Raggi
Ingvars voru einu sinni sem oft-
ar á unglingsárunum að fylgjast
með vináttulandsleik í sjónvarp-
inu. Leikurinn fór fram í Laugar-
dalshöllinni, sem þá þurfti ekki
undanþágu eins og nú. Á
Bogdan-árunum voru stundum
haldin mót hérlendis ef því var
að skipta eins og Flugleiða-
mótið. Í minningunni finnst mér
eins og RÚV hafi oft sýnt seinni
hálfleik í beinni á virkum dögum
en það er svo sem útúrdúr.
Horfðu þeir á leikinn heima
hjá Ragga á Holtabrún. Þeir lifðu
sig svo inn í leikinn að þegar
kviknaði í sjónvarpinu veittu þeir
því enga athygli. Þegar Alfreð,
Kristján og félagar voru á skján-
um létu menn ekki smávægileg-
an óþef slá sig út af laginu.
Slökkviliðið í Bolungarvík
óskaði aldrei eftir kröftum
þeirra Halla og Ragga svo ég viti
til enda áttuðu þeir sig ekki á
stöðunni fyrr en myndin í sjón-
varpinu datt loks út. Á meðan
þeir kveinkuðu sér yfir því að sjá
ekki restina af leiknum mun
Ingvar heitinn, faðir Ragga, hafa
komið og borið tækið út úr hús-
inu.
Spennan í handboltalands-
leikjum getur verið stórhættuleg
og landsmenn skyldu vera við
öllu búnir þegar EM hefst.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
HANDBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már
Elísson er á leiðinni á sitt fjórða
stórmót með íslenska landsliðinu í
handbolta. Hann æfir nú af krafti
með liðinu fyrir EM í Svíþjóð,
Noregi og Austurríki sem hefst 9.
janúar. Bjarki hefur verið sjóðheit-
ur með Lemgo í þýsku 1. deildinni,
en hann er næstmarkahæstur allra
í deildinni með 148 mörk. Aðeins
Daninn Hans Óttar Lindberg, sem
Íslendingar reyna stundum að
eigna sér, er með fleiri mörk, eða
149. Eru þeir í sérflokki hvað varð-
ar markaskorun í deildinni, sem er
ein sú sterkasta í heimi.
Það var nóg að gera hjá Bjarka
undir lok síðasta árs og spilaði
hann þrjá leiki á aðeins átta dög-
um í lok desember. „Ég er þokka-
legur. Maður spilaði auðvitað mikið
um jólin, svo maður er pínu
lemstraður hér og þar en það er
bara eins og gengur og gerist í
þessu og maður þekkir vel. Ég er
spenntur að fá að byrja og ég kem
fullur sjálfstrausts inn í þetta
mót,“ sagði Bjarki í samtali við
Morgunblaðið á æfingu liðsins á
Ásvöllum.
Bjarki skipti yfir úr Füchse
Berlin í Lemgo fyrir leiktíðina til
að fá stærra hlutverk, sem hann
hefur nýtt afar vel. Hefur Bjarki
m.a einu sinni skorað 14 mörk,
tvisvar 13, einu sinni 11 og einu
sinni 10 mörk í leik þýsku deild-
inni. „Ég sá þetta kannski ekki al-
veg fyrir mér, en ég sá klárlega
fyrir að ég yrði í stærra hlutverki
en ég var hjá Berlín og var búinn
að ræða það við klúbbinn og þjálf-
arann áður en ég skrifaði undir.
Ég átti von á því að þetta yrði eitt-
hvað í þessa áttina en ég við-
urkenni að það hefur gengið von-
um framar. Ég vissi alveg að ég
gæti þetta og þurfti bara að kom-
ast í aðstöðu til þess,“ sagði Bjarki.
Landsliðið stefnir hærra
Bjarki hefur leikið á stórmóti á
hverju ári frá og með HM 2017, en
hann var ekki í hópnum fyrir HM
á síðasta ári. Meiðsli Guðjóns Vals
Sigurðssonar rétt fyrir mót þýddu
hins vegar að hann var kallaður til
með minnsta fyrirvara. „Auðvitað
er þetta betra í ár. Ég var náttúr-
lega ekki valinn í hópinn síðast og
kom óvænt inn í þetta rétt fyrir
mót. Það var mjög sérstakt en
þetta var búið að liggja fyrir lengi
núna, svo ég hlakka bara til.“
Ísland hafnaði í ellefta sæti á
HM í Þýskalandi og Danmörku á
síðasta ári og segir Bjarki liðið
ætla sér lengra á EM í ár. „Við
ætlum okkur það klárlega. Fyrsta
markmiðið er að komast upp úr
þessum riðli. Ef við náum því er
þetta allt galopið. Þetta er auðvitað
gríðarlega erfiður riðill með sterk-
um þjóðum en á sama tíma spenn-
andi,“ sagði Bjarki.
Ísland er í E-riðli með Dan-
mörku, Ungverjalandi og Rúss-
landi og verður leikið í Malmö í
Svíþjóð.
Ísland verður að eiga afar gott
mót til að eiga möguleika á sæti á
Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar,
en Bjarki segir það markmiðið.
„Mig langar ótrúlega að fara á
Ólympíuleikana næsta sumar og þá
þurfum við að eiga rosalega gott
mót,“ sagði Bjarki, sem er ekki
endilega að horfa á samkeppni á
milli sín og Guðjóns Vals Sigurðs-
sonar um sæti í vinstra horninu í
byrjunarliðinu. „Ég horfi ekki á
þetta þannig. Ég er liðsmaður og
langar að gera vel fyrir liðið, hvort
sem það verður í tíu mínútur, frá
byrjun eða bara að horfa af bekkn-
um. Það er gaman að fá að vera
með,“ sagði Bjarki Már Elísson.
Langar ótrúlega að
fara á Ólympíuleikana
Bjarki Már Elísson hefur farið á kostum í Þýskalandi Horfir til Tókýó
Ljósmynd/Lemgo
Sigur Bjarki Már fagnar sigrinum gegn Erlangen á 2. í jólum en hann skoraði 14 mörk í leiknum í 14 tilraunum.
Guðmundur Þórarinsson mun ekki
ganga til liðs við búlgarska knatt-
spyrnufélagið Levski Sofia.
Búlgarski miðillinn Novsport
greindi frá þessu í gær.
Guðmundur hefur verið sterklega
orðaður við búlgarska 1. deildar-
félagið að undanförnu, en hann er
án félags eftir að samningur hans
við sænska úrvalsdeildarfélagið
Norrköping rann út á dögunum.
Hólmar Örn Eyjólfsson leikur
með Levski Sofia en Guðmundur
hefur einnig verið orðaður við
Heerenveen og Djurgården.
Guðmundur fer
ekki til Búlgaríu
Ljósmynd/Norrköping
Samningslaus Guðmundur Þór-
arinsson er án félags.
Eva Björk Davíðsdóttir, landsliðs-
kona í handknattleik, er í toppbar-
áttunni í efstu deildinni í Svíþjóð
með liði sínu Skuru. Í gær vann lið-
ið stórsigur á Skövde á heimavelli,
35:25. Eva, sem er leikstjórnandi,
skoraði 2 mörk fyrir Skuru í leikn-
um en að loknum fyrri hálfleik var
staðan 19:11.
Skuru er í 2. sæti deildarinnar
með 19 stig eins og Sävehof sem er í
3. sæti. Höör er í efsta sæti með 22
stig en Skuru á hins vegar leik til
góða. Skuru hefur aðeins tapað ein-
um leik af fyrstu ellefu.
Sigurgangan
heldur áfram
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Svíþjóð Eva Björk Davíðsdóttir og
samherjar eru til alls líklegar.
Knattspyrnumað-
urinn Emil Páls-
son hefur gert
nýjan samning við
norska liðið Sand-
efjord, sem leikur
í úrvalsdeildinni á
næsta keppnis-
tímabili.
Emil staðfesti
við mbl.is í gær að
hann yrði áfram
hjá félaginu, en hann var með lausan
samning í lok síðasta árs. Hefur hann
verið hjá Sandefjord síðan 2018.
Sandefjord hafnaði í 2. sæti í b-
deildinni á síðasta tímabili en Emil
sneri aftur á völlinn síðasta haust eft-
ir að hafa slitið hásin í desember
2018. Lék hann sjö leikir með liðinu
undir lok tímabilsins. Viðar Ari Jóns-
son leikur einnig með Sandefjord, en
þrjú Íslendingalið fóru upp í efstu
deild að þessu sinni.
Ásamt Sandefjord voru það Ála-
sund með Hólmbert Aron Frið-
jónsson, Daníel Leó Grétarsson og
Davíð Kristján Ólafsson innanborðs
og Start með Aron Sigurðarson undir
stjórn Jóhannesar Harðarsonar. Ar-
on hefur nú róið á önnur mið en Guð-
mundur Andri Tryggvason mun hins
vegar að öllum líkindum koma við
sögu hjá Start, eins og fram kom í
viðtali við Jóhannes hér í blaðinu á
dögunum.
Emil Páls
samdi við
Sandefjord
Emil
Pálsson
Stefnt er að því að leikur Íslands
og Rúmeníu í umspili fyrir EM
karla í knattspyrnu fari fram á
Laugardalsvelli, en leikurinn verð-
ur spilaður 26. mars næstkomandi.
Netmiðillinn Fótbolti.net greindi
frá því í gær að KSÍ hefði skilað
inn þeirri áætlun sinni til Knatt-
spyrnusambands Evrópu, UEFA.
Þar er jafnframt haft eftir Klöru
Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ,
að ekki hafi verið skilað inn hug-
mynd að leikvangi til vara, verði
Laugardalsvöllurinn ekki leikfær í
lok mars, þar sem KSÍ ætlar sér að
spila leikinn á Laugardalsvelli.
Mikill kostnaður mun fylgja því
fyrir KSÍ að halda Laugardalsvelli
við fyrir umspilsleikinn við Rúmena
og vill Knattspyrnusambandið fá
hjálp frá Reykjavíkurborg við
kostnaðinn. „Stjórn leggur áherslu
á að rætt verði við eigendur vallar-
ins um kostnaðarhlutdeild,“ segir í
fundargerð frá síðasta stjórn-
arfundi KSÍ.
Stefna á að spila leikinn
mikilvæga í Laugardalnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vígi Laugardalsvöllur hefur reynst íslenska landsliðinu afar mikilvægur.