Morgunblaðið - 03.01.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.01.2020, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is GÓÐIR FUNDIR OGENNBETRI FUNDARHLÉ Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 | booking@hotelork.is | www.hotelork.is Á Hótel Örk er allt sem þarf fyrir vel heppnaða fundi, sýningar, námskeið og minni ráðstefnur. Hótelið býr yfir fundarsölum af mörgum stærðum búnum nýjustu tækni, fyrsta flokks veitingastað og fjölbreyttri afþreyingu fyrir skemmtilegri fundarhlé. Superior herbergi 157 HERBERGI 7 FUNDARSALIR VEITINGASTAÐUR SUNDLAUGOG HEITIR POTTAR Íannarri skáldsögu sinni Hunangsveiði fjallar SoffíaBjarnadóttir um Silviu Sau-dade, 33 ára gamla hálf- portúgalska konu, sem leitar til tengslafræðingsins Tómasar O. til að gera upp löngu liðna fortíð, for- tíð ömmu hennar og nöfnu sem framdi sjálfsvíg árið 1939. Silvia og Tómas halda í pílagrímsferð til Portúgal ásamt rithöfundinum Rónaldi, en hlut- verk hans í ferð- inni er nokkuð á reiki. Ætla má að tilgangur ferð- arinnar til Portúgal sé að horfast í augu við sjálfið og djöfla sína, reyna að frelsa sig frá sjálfum sér. Förin leiðir þríeykið að trénu þar sem amma Silviu hengdi sig fyrir löngu og þar fer fram einhvers kon- ar athöfn sem virðist eiga að hreinsa Silviu af fortíð ömmu sinnar. Tilgangur ferðarinnar er þó síður en svo skýr og þegar til Portúgal er komið er sömuleiðis erfitt að átta sig á því sem fer fram. Atburðarásin fer fram og til baka án mikils samhengis. Ferðin á að hjálpa skjólstæðingum Tómasar að sigrast á vandamálum sínum (vandamálum sem sömuleiðis er erfitt að átta sig á), en þegar til Portúgal er komið er allt í óreiðu í frásögninni. Á köflum var bókin hin fínasta lesning. Söguþráður bókarinnar er mjög frumlegur og efnilegur og sömuleiðis hugmyndin að sögu- persónum bókarinnar, en texti bók- arinnar skyggir um of á atburða- rásina. Á svipaðan hátt eru þjáningar og erfiðleikar söguper- sónanna svo miklar og ótrúverð- ugar, að persónurnar sjálfar verða ótrúverðugar. Texti bókarinnar er á tíðum ljóð- rænn og fallegur og líkist oft frem- ur ljóðum en skáldsögu, sem út af fyrir sig væri afar fallegur skáld- skapur, en eins og hann er fram settur í bókinni er hann óþarflega flókinn og þjónar sögunni lítið. Raunar flækist hann fyrir lesend- anum og birtist sem samhengis- lausar og óreiðukenndar setningar eða málsgreinar sem gera lesand- anum erfitt fyrir að átta sig á at- burðarásinni. Þessi óræði stíll bók- arinnar er eflaust til þess fallinn að heilla suma lesendur, en almennt hittir hann ekki í mark. Sem ljóðabók með söguþræði gæti Hunangsveiði hafa verið hið fínasta verk. En sem skáldsaga er bókin of flókin og torlesin til að hægt sé að njóta hennar til fulls, þrátt fyrir efnilegan söguþráð. Orð- in vefjast um of fyrir söguþræð- inum og flækja hann svoleiðis að bókin missir takið á lesandanum. Morgunblaðið/Eggert Höfundurinn „Orðin vefjast um of fyrir söguþræðinum og flækja hann svo- leiðis að bókin missir takið á lesandanum,“ segir rýnir um sögu Soffíu. Óreiðukenndar hunangsveiðar Skáldsaga Hunangsveiði bbmnn Eftir Soffíu Bjarnadóttur. Angústúra, 2019. Innb., 199 bls. LILJA HRUND AVA LÚÐVÍKSDÓTTIR BÆKUR Íslenskar kvikmyndir eru þema nýjasta heftis Ritsins sem nú er komið út. Í þessu tölublaði eru birt- ar fjórar ritrýndar greinar, þrjár sögulegar og ein þar sem fjallað er um ákveðna kvikmynd. Kvik- myndafræðingarnir og nafnarnir Björn Ægir Norðfjörð og Björn Þór Vilhjálmsson skrifa sína greinina hvor, þá fyrri um sögu íslenskra kvikmynda frá upphafi sýninga og þá seinni um ritskoðun kvikmynda á Íslandi eða bannlistann. Tvær greinar í heftinu eru eftir doktorsnema, Gunnar Tómas Kristófersson fjallar um upphaf kvikmyndaaldar hér á landi en Sig- rún Margrét Guðmundsdóttir um fyrstu íslensku hrollvekjuna í fullri lengd, Húsið. Innan þemans er einnig að finna tvær þýðingar, önn- ur þeirra er þýðing á grein eftir Tom Gunning um árbíóið en hin er grein Andrews D. Higsons um þjóðarbíó. Þýðendurnir, Björn Þór Vilhjálmsson og Kjartan Már Óm- arsson, fjalla um tilurð beggja þýð- inganna í inngangi að þeim. Ritið er ekki lengur gefið út prentað heldur í rafrænu formi á vegum Hugvísindasviðs Háskóla Ís- lands. Öll tölublöð Ritsins sem eru fimm ára og eldri eru nú aðgengi- leg á vefnum timarit.is. Íslenskar kvikmyndir í nýjasta Ritinu Hrollvekja Úr kvikmynd Egils Eðvarðs- sonar, Húsið, sem skrifað er um í Ritinu. Í gær gafst áhugasömum í fyrsta skipti tækifæri til að lesa 1.131 sendibréf sem nóbelsskáldið T.S. Eliot sendi trúnaðarvinkonu sinni Emily Hale á árunum milli 1930 og 1956. Hale gaf bókasafni Princeton- háskóla í New Jersey bréfin fyrir 60 árum en meinaði allan aðgang að þeim fyrr en nú, 60 árum eftir að hún lést. Voru innsiglaðir kassar með bréfunum því opnaðir fyrir nokkrum vikum og hafa þau verið skönnuð inn, ásamt ljósmyndum, bréfaúrklippum og öðrum gögnum sem fylgdu þeim. Samkvæmt frétt The Guardian er mikill áhugi meðal fræðimanna og unnenda verka Eliots á bréf- unum, enda talið fullvíst að margt áhugavert komi þar fram. Hann sá til þess að öll bréfin sem hann fékk frá Hale voru brennd er hann lést. Hún kenndi leiklist við nokkra bandaríska háskóla. Lengi hafa fræðimenn velt vöng- um yfir því hvers eðlis samband Eliots og Hale hafi verið en nú mun það án efa skýrast. „Mér finnst þetta vera bókmenntaviðburður áratugarins,“ er haft eftir Anthony Cuda, sem er sérfræðingur í verk- um skáldsins og segist hafa beðið lengi eftir því að bréfasafnið yrði opnað. 1.131 sendibréf frá skáldinu T.S. Eliot er orðið aðgengilegt Skáldið T.S. Eliot hreppti Nóbelsverðlaunin 1948. Hann var eitt helsta skáld 20. aldar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.