Morgunblaðið - 08.01.2020, Page 4

Morgunblaðið - 08.01.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Á síðasta ári barst Vinnumála- stofnun 21 tilkynning um hópupp- sögn, þar sem 1.046 manns var sagt upp störfum. Þetta eru mestu hópuppsagnir síðan 2009 en þá misstu 1.790 vinnuna í slíkum upp- sögnum. Þetta kemur fram í sam- antekt sem stofnunin hefur birt á vef sínum. Flestir misstu vinnuna í flutn- ingum, 540 eða tæp 52% allra hóp- uppsagna á árinu. Þar er um ræða afleiðingar af gjaldþroti flugfélags- ins Wowair. Í byggingariðnaði misstu 104 vinnuna, eða um 10%, og 102 í fjármála- og vátrygging- arstarfsemi eða tæp 10%. Rúmlega helmingur allra tilkynntra hópupp- sagna var á höfuðborgarsvæðinu, um 37% á Suðurnesjum en síðan mun færri á landsbyggðinni, 4% á Vesturlandi, 3,5% á Suðurlandi og 2,4% á Norðurlandi eystra. Hópuppsagnirnar, sem tilkynnt- ar voru í fyrra, komu flestar til framkvæmda í maí sama ár, 307, síðan 210 í júlí og 129 í nóvember. Á þessu ári koma 44 uppsagnanna frá því í fyrra til framkvæmda í janúar, 59 í febrúar, 32 í mars, 5 í apríl og 87 í maí. Tilkynningar um hópuppsagnir í fyrra voru flestar í mars, þegar 473 var sagt upp störf- um og í september þegar 234 misstu vinnuna. Í samantekt Vinnumálastofnun- ar kemur fram að alls komu 1.364 hópuppsagnir til framkvæmda árið 2019, þar af 545 úr tilkynningum sem bárust 2018 og 819 úr tilkynn- ingum frá 2019. Mestu uppsagnir í hruninu Þá hefur Vinnumálastofnun dregið saman upplýsingar um fjölda tilkynntra hópuppsagna í meira en áratug, allt frá hrunárinu 2008. Það ár misstu 5.074 vinnuna í hópuppsögnum og 1.780 árið eftir. Verulega dró úr uppsögnum 2012 þegar 293 misstu vinnuna í kjölfar slíkra tilkynninga, en hópuppsögn- um hefur stöðugt fjölgað síðan 2015, þegar 339, misstu vinnuna. Nær fimm hundruð misstu vinnuna í hópuppsögnum 2016, rúmlega 500 árið 2017 og nær 900 árið 2018. Ríkjandi góðæri á þessum árum hefur með öðrum orðum ekki stöðvað viðleitni til hagræðingar í atvinnulífinu. Mestu hópuppsagnir í áratug Tilkynntar hópuppsagnir Hvenær tilkynntar hópuppsagnir árið 2019 koma til framkvæmda 300 250 200 150 100 50 0 Fjöldi sem sagt var upp, þúsundir 6 5 4 3 2 1 0 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 jan.- mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí eða síðar Fjöldi tilkynntra hópuppsagna 2008-2019 Flutningar, 540 Byggingariðnaður, 104 Fjármála- og vátrygginga- starfsemi, 102 Iðnaður, 70 Fiskveiðar og -vinnsla, 66 Upplýsingatækni, 64 Gisti- og veitingarekstur, 33 Sérfræðistarfsemi, 30 Heilbrigðis- og félags- þjónusta, 19 Verslun, 18 Tilkynntar hópuppsagnir árið 2019 eftir atvinnugreinum 307 5.074 1.046 846742 231 1.780 210 129 87 2019 2020 Heimild: VMST 51% 10% 10% 7% 6% 6% Alls 1.046 manns sagt upp Alls var 1.046 manns sagt upp í 21 hópuppsögn á árinu 2019  Nær 1.100 misstu vinnuna í hópupp- sögnum í fyrra  Flestir í flutningum „Við brunnum inni á tíma. Við hefð- um sloppið ef við hefðum verið að- eins fyrr í því, það munaði tveimur til þremur tímum,“ sagði Karl Guð- mundsson, skipstjóri á Goðafossi, skipi Eimskips, í gærkvöldi. Goðafoss er að koma frá Evrópu með viðkomu í Færeyjum og var ákveðið að fara norður fyrir land vegna veðurútlits, í stað hefðbundnu leiðarinnar með suðurströndinni. „Betri er krókur en kelda,“ sagði Karl skipstjóri við annan blaðamann Morgunblaðsins í gærmorgun. „Við keyrðum inn í þetta um sex- leytið, fljótlega eftir að við komum suður fyrir Snæfellsnesið. Sjólagið var orðið svo erfitt að ekki var hægt að halda áfram,“ sagði Karl. Ekki var annað að gera en að sigla upp í vind og sjó og bíða veðrið af sér. Það var gert um 15 mílur suður af Mal- arrifi. Ekki var útlit fyrir að hægt yrði að halda til hafnar í Reykjavík, þann stutta spöl sem eftir er, fyrr en í dag þegar draga á úr vindi. Enginn sefur í nótt Fimmtán menn eru um borð í Goðafossi. „Nei, nei, það sefur eng- inn í nótt. Menn reyna að halda sér og skorða sig af einhvers staðar. Það er töluverð hreyfing á skipinu og veltingur,“ segir Karl. Hann vissi ekki til þess að önnur flutningaskip væru á sjó. Selfoss kom af ströndinni og rétt slapp inn til hafnar í Reykjavík. Annað skip leitaði vars. helgi@mbl.is Menn reyna að halda sér í og skorða sig af á skipinu  Goðafoss heldur sjó á Faxaflóa  Náði ekki til hafnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Goðafoss Skipið á siglingu í betra veðri en nú gengur yfir. Ragnhildur Þrastardóttir Helgi Bjarnason „Það er alveg ljóst að þegar álagið er sem mest spilar það inn í hætt- una á frávikum. Ég held að það sé erfitt að fullyrða um það hvort þetta hafi áhrif annars staðar, en alvarlegum atvikum, eins og þau eru skilgreind samkvæmt sérstöku atvikaskráningarkerfi, hefur ekki fjölgað,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, þegar hann er spurður hvort rekja megi dauðsföll til álags á bráðamóttöku. Hann tekur fram að dauðsfall sem varð í kjölfar þess að maður var sendur of snemma heim af bráða- móttöku sé til skoðunar á spít- alanum. „Fyrir það fyrsta vil ég segja að hugur okkar er hjá aðstandendum. Það er alveg ljóst að hvernig sem þessu máli, sem er í skoðun, er háttað þá er hætta á frávikum í miklu álagi. Það er auðvitað áhyggjuefni sem og aðstæður allar á bráðamóttöku þegar verst læt- ur,“ segir Páll. Ekki tilkynnt til lögreglu Atvikið var ekki skráð sem al- varlegt atvik. Páll segir að ýmsir sérstakir þættir, sem hann útskýr- ir ekki sérstaklega, hafi valdið því að atvikið hafi ekki verið skráð en það sé til skoðunar hvers vegna ná- kvæmlega það hafi ekki verið gert. Dauðsfallið er ekki til rannsókn- ar hjá lögreglu. Karl Steinar Vals- son, yfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu en það beri að gera ef um óvænt andlát er að ræða. Rann- sókn lögreglu hefjist þá, ef þau skilyrði eru uppfyllt að grunur sé um að brot hafi verið framið, það er að segja ef grunur er um að refsivert gáleysi hafi leitt til and- láts. Þá hafi í þessu tilviki ekki heldur borist kærur frá aðstand- endum sem stundum séu upphaf að rannsókn lögreglu. Annríki á bráðamóttöku er að- allega tilkomið vegna þess að fólk dvelur þar lengur en það ætti að gera. Það er meðal annars vegna skorts á meðferðarplássum á spít- alanum. Fyrir eru sjúklingar sem bíða eftir plássi annars staðar í heilbrigðiskerfinu, til dæmis á hjúkrunarheimilum. Vantar aðra deild Páll segir að vandi bráðamóttöku sé kerfisvandi, vandi heilbrigðis- kerfisins í heild, sem skorti starfs- fólk og hjúkrunarrými. Unnið sé að lausn á vandanum en Páll nefnir sérstaklega tvær mikilvægar lausnir. Annars vegar að auka ný- liðun heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar að koma á fót annarri skammtímalegudeild innan spítal- ans eins og landlæknir hefur mælt með. „Það er þörf á annarri slíkri deild. Hún verður ekki opnuð án fjármagns en ef við fáum það get- um við farið að skipuleggja hús- næði og ráða fólk,“ segir Páll Matthíasson. Hætta á mistökum í miklu álagi  Mál manns sem lést eftir útskrift af bráðamóttöku ekki til rannsóknar hjá lögreglu  Þangað ber að tilkynna óvænt andlát  Aðstæður á bráðadeild áhyggjuefni þegar verst lætur að mati forstjóra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bráðamóttaka Hætta eykst á frávikum þegar álagið er sem mest. Páll Matthíasson Karl Steinar Valsson Samninganefndir Sameykis, stærsta aðildarfélags BSRB, ætla að reyna til hins ýtrasta að ná samningum á samningafundum sem boðaðir hafa verið á næstunni og jafnframt að meta hvort grípa þurfi til aðgerða. Þetta kemur fram í frétt um stöðu kjaraviðræðna á vef félagsins. Samninganefndirnar eru komnar á fullt aftur eftir stutt jólahlé og hafa þegar fundað með Reykjavíkurborg og fjölmargir fundir eru fyrirhug- aðir í vikunni með fleiri viðsemj- endum. „Eftir næstum 10 mánaða samn- ingalotu höfum við einungis náð hænuskrefum í átt að samningum. Eins og áður sagði munu fundir næstu daga skera úr um það hver næstu skref verða. Boðað hefur ver- ið til fjölmenns trúnaðarmanna- fundar síðar í mánuðinum þar sem kjaramálin og mögulegar aðgerðir munu verða meginumræðuefnið og þá munu viðræðu- og samninga- nefndir einnig funda á næstu dög- um,“ segir í umfjölluninni. Reyna til hins ýtrasta  Meta einnig hvort grípa eigi til aðgerða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.