Morgunblaðið - 08.01.2020, Síða 19

Morgunblaðið - 08.01.2020, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 ✝ HrafnhildurIngólfsdóttir fæddist í Reykjavík 11. október 1936. Hún lést á Sjúkra- húsi Akureyrar 28. desember 2019. Foreldrar hennar voru Stefanía Sess- elja Sveinsdóttir, húsfreyja og verka- kona, frá Borg- arfirði eystra, f. 9. maí 1911, d. 17. maí 1999, og Ingólfur Gunnlaugsson, versl- unarmaður, úr Miðfirði í Vest- ur-Húnavatnssýslu, f. 17. júní 1906, d. 20. apríl 1974. Systkini Hrafnhildar eru: Ingibjörg, f. 29. október 1935, maki Björn A. Bergsson f. 13. júlí 1935; Gunnlaugur, f. 4. des- ember 1944, maki Guðrún Ása Grímsdóttir, f. 23. september 1948; Magnea, f. 24. júlí 1947, maki Viktor Hjálmarsson, f. 27. maí 1946; Magnús, f. 10. apríl 1949, maki Sigrún Lind Egils- dóttir, f. 8. nóvember 1948. Fyrstu æviár Hrafnhildar bjó 8. september 1958, maki Svan- borg Ísberg, f. 25. nóvember 1957, þeirra börn: Ævar Hrafn, f. 1992, maki Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, f. 1992, þeirra barn: Benedikt Ásgeir. Hrafn- hildur Magnea, f. 1997. Barn Svanborgar er Hildur Ýr Ís- berg, f. 1979, maki Hjörtur Jón- as Guðmundsson, f. 1978, börn: Margrét Rún, Svanborg Ásta og Bríet Helga. 2) Hadda, f. 9. febr- úar 1978, hennar börn: Hreiðar Nói, f. 2003, Una Barbara, f. 2008, og Benjamín Míó, f. 2011. Þeirra faðir Adam Scott, f. 1979. Þau hjónin fluttust til Akur- eyrar árið 1963 þar sem Hreiðar gerðist starfsmaður við íþrótta- mannvirki bæjarins. Eftir að sjúkraliðanám hafði verið sett á stofn hér á landi hóf Hrafnhild- ur nám í þeirri grein á Akureyri og lauk prófi árið 1973. Hrafn- hildur kom víða við vegna vinnu sinnar við aðhlynningu en hún starfaði meginhluta starfsævi sinnar á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Einnig starfaði hún á Sól- borg, Kjarnalundi, Kristnesi og Heilsuhælinu í Hveragerði. Hrafnhildur vann sem sjúkraliði þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Hrafnhildar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 8. janúar 2020, klukkan 13.30. fjölskyldan í vest- urbæ Reykjavíkur, en á stríðsárunum fluttist hún inn í Laugarnes og í lok stríðsins höfðu for- eldrarnir reist hús inni í Kleppsholti, þar sem þau bjuggu síðan. Hrafnhildur gekk í Laugarnes- skóla og síðan lá leiðin í gagnfræðadeild verk- náms í Austurbæjarskóla. Eftir það stundaði hún ýmis versl- unar- og þjónustustörf. Hinn 23. nóvember 1962 gift- ist hún Hreiðari Jónssyni, f. 23. nóvember 1933. Foreldrar hans voru Gefn Jóhanna Geirdal Steinólfsdóttir, húsfreyja, frá Efri-Sandvík í Grímsey, f. 20. ágúst 1910, d. 11. júlí 1988, og Jón Kristján Hólm Ingimarsson, bifreiðastjóri og formaður Iðju, félags verksmiðjufólks á Ak- ureyri, f. 6. febrúar 1913, d. 15. febrúar 1981. Börn Hrafnhildar og Hreiðars eru: 1) Ingólfur, f. Elskuleg systir mín, Hrafnhild- ur, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 28. desember síðastliðinn. Við vor- um fimm systkinin, aðgreind í æsku sem stóru stelpurnar, Inga og Hrafnhildur, og litlu krakkarn- ir Gulli, Magga og Maggi. Við ól- umst upp í Kleppsholtinu í Reykjavík við mikið ástríki for- eldra okkar. Við Hrafnhildur vorum alltaf afar nánar og miklar vinkonur þrátt fyrir ellefu ára aldursmun. Hún var mikil hjálparhella mömmu við að passa okkur yngri systkinin og sagði oft þá sögu. Þegar hún tók mig í fangið þegar ég var nýfædd svo lítil og falleg eins og hún sagði mér svo oft. Þarna tengdumst við órjúfanleg- um böndum. Þegar ég var á unglingsaldri fluttu systur mínar að heiman. Hrafnhildur hafði þá kynnst Hreiðari Jónssyni og bjuggu þau fyrstu búskaparár sín í Reykjavík með Ingólf eldra barn sitt. Upp úr 1960 fluttu þau til Akureyrar og bjuggu þar síðan eða um sextíu ár. Á þessum árum fylgdist ég ekki mikið með lífi systra minna. Fylgdist með þegar þær eignuðust börn en var á þeim árum mest upptekin af sjálfri mér. Það var ekki fyrr en ég fór sjálf að búa að ég fór að tengjast þeim meira og betur aftur. Þegar Hrafnhildur flutti til Ak- ureyrar vann hún ýmis verslunar- störf áður en hún fór að vinna við umönnun sem leiddi hana inn í sjúkraliðanám og starfaði hún eft- ir það sem sjúkraliði og naut þess starfs mjög. Hún vann lengi við Sjúkrahúsið á Akureyri og var henni alltaf hlýtt til þess vinnu- staðar. Hrafnhildur var hörkudugleg, hugrökk og áræðin. Á góðum stundum var hún afar skemmtileg, söng fyrir okkur grínvísur með leikrænum tilburðum og þá var gaman að hlæja saman. Hún var stálminnug og sagði mér oft ýmsar sögur af samskiptum okkar og ýmsu því sem við gerðum saman. Atburðir sem ég var búin að gleyma en hún mundi þá eins og þeir hefðu gerst í gær. Oft sagði hún þá: en Magga manstu þetta ekki?, hálfhneyksluð á minnisleysi systur sinnar. Þegar hún var fjörutíu og tveggja ára og Hadda fædd ákvað Hrafnhildur að taka bílpróf. Áræðin og dugleg lét hún ekki deigan síga og keypti sér bíl og upp frá því átti hún sinn einkabíl. Þetta varð til þess að hún öðlaðist ákveðið frelsi. Þær mæðgur komu nú oftar til Reykjavíkur og sé ég fyrir mér ferðalagið þeirra. Hadda trallandi og syngjandi í aftursæt- inu og Hrafnhildur einbeitt við aksturinn á leið til Möggu systur, Viktors og Jökuls þar sem þær dvöldu um lengri og skemmri tíma. Þetta voru góðir tímar og vinátta okkar systra styrktist við hverja dvöl. Seinna voru það ferðalög til London sem við áttum saman. Hrafnhildur kynntist London þegar Hadda bjó þar um tíma. Hún lærði á strætisvagna borg- arinnar og gat því komið sér sjálf niður á Oxford Street og brugðið sér í Primark-verslunina sem henni líkaði afar vel. Eftir þetta forum við allra okkar ferða með almenningsvögnunum þegar við vorum þar. Margar góðar sögur urðu til á þessum ferðum okkar en sú besta og sem mér þykir vænst um er þegar við höfðum keypt okkur dúnjakka mjög áþekka. Við geng- um í áttina að salernum sem eru efst á Trafalgar Square. Þegar við nálguðumst stóðvörðurinn fyrir framan. Hann breiddi út faðminn á móti okkur, brosti út að eyrum og sagði sisters forever. Við hlóg- um og hlógum og fannst afar vænt um athugasemd hans og minnt- umst þessa oft. Elsku systir, langri vegferð er lokið. Ég þakka þann tíma sem við áttum saman. Þín systir Magnea. Það var árið 1970 sem ég sá Hrafnhildi verðandi mágkonu mína í fyrsta sinn en hún var þá komin suður í heimsókn. Senni- lega var hún nokkuð spennt að hitta kærustu litla bróður, sem henni þótti afar vænt um. Okkur kom strax vel saman, en mágkona mín var bæði ljúf og góð í viðmóti. Við unnum báðar við hjúkrun og ræddum oft um störfin okkar. Ég fann alltaf að hún hafði mikla ánægju af sínu starfi og ég vissi að í því farnaðist henni vel. Henni fannst líka gaman að spjalla og grínast og ekki spillti fyrir þegar bróðir hennar sagði nokkra brandara. Þegar við Maggi flutt- um vestur í Önundarfjörð komu þær mágkonur mínar, hún og Magga systir hennar, í nokkrar heimsóknir með börnin sín þau Höddu og Jökul. Það var mikil eft- irvænting og spenna og gaman hjá okkar börnum að fá frænd- fólkið í heimsókn. Þar áttum við saman margar ánægjulegar stundir og þær systur tóku að fullu þátt í amstri dagsins. Þá held ég að börnin hafi ekki síst notið sín úti í náttúrunni í ýmsum uppá- tækjum eins og þegar þau tóku gamlan Volkswagen traustataki og settu sand í bensíntankinn til að koma bílnum af stað! Eftir að við Maggi fluttum aftur suður þá áttum við margar góðar samveru- stundir hér heima á Kambsveg- inum og í heimsóknum okkar norður á Akureyri á heimili þeirra Hreiðars. Síðustu árin voru Hrafnhildi erfið vegna ýmissa heilsuáfalla og reyndi það eðlilega mikið á hennar andlega og líkam- lega þrek. Síðasta sjúkdómslegan var snörp en stutt og það ber að þakka. Með eftirsjá og þakklæti í huga kveð ég mágkonu mína, hvíli hún í friði. Sigrún Lind Egilsdóttir. Elsku Hrabba mín, nú skiljast leiðir um tíma. Það var gaman að vera þér samferða í öll þessi ár! Fyrir margt löngu var spennandi fyrir 11 ára stelpu frá Akureyri að fara til Reykjavíkur og passa lít- inn frænda. Seinna flytjið þið Hreiðar bróðir minn norður og þá urðu stundirnar fleiri saman og stelpan orðin eldri. Við fórum upp í fjall á skíði, í Sjallann, til útlanda, söngstundirnar margar og matar- boðin o.fl. o.fl. Ótal margar ánægjustundir sem við höfðum gaman af að rifja upp síðustu ár. En toppurinn var þegar við eign- uðumst börn á sama ári með mán- aðar millibili! Svona tvinnaðist líf okkar saman á skemmtilegan og yndislegan hátt. Þú varst heppin að vinna við það sem þú hafðir yndi af, hörku- dugleg og góður sjúkraliði. Það var ekki nóg fyrir þig að vera í fullu starfi á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri og víðar, heldur valdir þú að fara í sumarfríum þínum og vinna á heilsuhælinu í Hvera- gerði! Heimilið ykkar var eitt af þínum áhugamálum alltaf fallegt, hlýlegt og skínandi hreint. Þú varst eðlilega ekki sátt þegar heilsa þín bilaði en þú barðist hetjulega og stóðst upp aftur og aftur, en allt kom fyrir ekki. Takk fyrir allt og allt. Þín mágkona og vinkona, Saga. Elsku Hrafnhildur mín, nú ert þú farin yfir á annað tilverustig og kallið kom óvænt. Mér varð hugs- að til þín um jólin þar sem lítið hafði farið fyrir jólakortaskrifum og ráðgerði að hringja í þig í upp- hafi nýs árs og óska þér gleðilegs árs. Í stað þess fékk ég símtal frá Höddu þinni sem tilkynnti mér andlát þitt. Mig langar í fáum orð- um að minnast vináttu okkar, en leiðir okkar lágu fyrst saman í árs- byrjun 1994 þegar við unnum saman á endurhæfingardeildinni á Kristnesi. Það tókst fljótt vin- átta með okkur sem stóð óslitin síðan, þrátt fyrir að við byggjum lengst af hvor á sínu landshorn- inu. Þú varst sjúkraliði góður og natin við sjúklinga. Þú varst ein- staklega vinnusöm og vannst fulla vinnu allan þinn starfsaldur og hafðir ótrúlega elju til að taka næturvaktir. Það væri fróðlegt að vita hvað þú vannst margar næt- urvaktir um dagana, en þær skipta hundruðum. Það var oft kátt á hjalla hjá okkur í vinnunni, þar sem við tókum gjarnan lagið með sjúklingunum. Þú varst söng- elsk, fyndin og skemmtileg og einnig varstu góður leikari og eft- irherma. Þær voru ófáar heim- sóknirnar okkar í milli, í Fjólugöt- una og Búðarfjöruna, og þá sungum við gjarnan saman og eins höfðum við dálæti á að tala um gamla tímann og fannst gam- an að bregða fyrir okkur gömlum orðum og orðatiltækjum, sem óð- um eru að týnast úr málinu. Þá áttum við góðar stundir saman sumarið 1995 þegar við fórum saman í sumarafleysingar á Heilsuhælið í Hveragerði, en þar vannst þú í afleysingum nokkur sumur. Þú varst minnug á afmæl- isdaga og hringdir ætíð í mig á af- mæli mínu sem og á afmælisdög- um barna minna. Aldrei fann ég fyrir aldursmun í okkar samskipt- um auk þess sem þú barst aldur- inn vel og varst alltaf stelpuleg og smart. Kæra vinkona, hafðu hjart- ans þökk fyrir þína traustu vin- áttu. Ég mun varðveita minningu þína og kveð þig með tveimur er- indum úr eftirlætisljóðinu okkar, Nú sefur jörðin, eftir Davíð Stef- ánsson. Elsku Hreiðar, Hadda og börn, Ingólfur og fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð mína. Í hafi speglast himinn blár. Sinn himin á hvert daggartár. Í hverju blómi sefur sál, hvert sandkorn á sitt leyndamál. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson) Kristín B. Albertsdóttir. Það eru ekki allir jafn lánsamir og ég að hafa alist upp á Kambs- vegi 13. Mæður okkar Hrafnhildar bjuggu sín á hvorri hæðinni. Una móðir mín á efri hæð með sín 4 börn og Sesselja móðir Hrafnhild- ar á neðri hæð með sín 5. Mikill samgangur var á milli hæða. Hrabba eins og hún var ætíð köll- uð var nokkuð eldri en ég og ég leit mjög upp til hennar. Hún á sérstakan sess í hjarta mér sökum góðvildar og skilnings í minn garð á mínum unglingsárum. Ég ætlaði að vinna í efnalauginni Gylli eins og hún, en við enduðum báðar í að vinna við hjúkrun. Ég kveð Hrafnhildi, elsku bestu frænkuna mína, með klökkva í hjarta en fyrst og fremst þakklæti. Elsku Hreiðar, Ingólfur, Hadda og barnabörn. Innilegar samúðarkveðjur, Þórný Heiður Eiríksdóttir. Hrafnhildur Ingólfsdóttir Ástkær sonur minn og bróðir okkar, LEIF MAGNÚS GRÉTARSSON THISLAND, lést af slysförum 11. desember. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 10. janúar klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Landsbjörg eða björgunarsveitirnar. Grétar Már Óskarsson Elísabet Erla Grétarsdóttir Alexandra Árný Grétarsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, JÓNASAR RAGNARS GUÐMUNDSSONAR prentara, Hraunteigi 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Mánateigs á Hrafnistu í Reykjavík fyrir hlýhug og góða umönnun. Margrét Jónsdóttir Guðmundur Jónasson Hanna Ingibjörg Birgisdóttir Martha Jónasdóttir Ástvaldur Óskarsson Grétar Jónasson og barnabörn Hjartkær móðir mín, amma og langamma, ELÍN HEIÐDAL, Ljósheimum 18, lést þriðjudaginn 31. desember. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 14. janúar klukkan 13. Helena Jónsdóttir Dagur Benedikt Reynisson Katrín Guðmundsdóttir Jónas Dagur Jónasson Júlíanna Guðmundsdóttir Raghed Saadieh Eiríkur Árni Guðmundsson Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir Davíð Árni Guðmundsson Thelma Rún Matthíasdóttir Steinunn Anna Haraldsdóttir Hallur Árnason langömmubörn og systkini hinnar látnu Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR, borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og fyrrverandi alþingismaður, lést á líknardeild Landspítala 31. desember. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 10. janúar klukkan 11. Gísli A. Víkingsson Ögmundur Viðar Rúnarsson Birna Daníelsdóttir Ingibjörg Helga Gísladóttir Úlfur Ögmundsson Jörundur Ögmundsson Móeiður Ögmundsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hluttekningu og alúð við andlát okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR, Dalbraut 27, Reykjavík, sem lést á heimili sínu 7. desember. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dalbrautar. Sveinn Jónasson Birgir Jónasson Gunnhildur Erla Kristjánsd. Rakel Jónasdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.