Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Side 14
komst hvorki lönd né strönd vegna ástandsins
í landinu. Þetta var í júlí 2019 og ekki um ann-
að að ræða en að gera hlé á ferðalaginu, setja
hjólið í geymslu og fljúga heim til Íslands.
Veikir innviðir
Kristján sneri aftur til Eþíópíu í október, þeg-
ar hægst hafði um í landinu. Stjórnarbylting-
artilraunin náði ekki fram að ganga og voru
menn fangelsaðir í kjölfarið. Ferðalagið gegn-
um Eþíópíu reyndist ævintýri hið mesta.
Kristján hafði sett sig í samband við hjálp-
arstofnanir á Íslandi með það fyrir augum að
skoða svæði sem þær hafa stundað hjálp-
arstarf á. Hann sótti meðal annars heim SOS-
barnaþorp í Addis Ababa og ber starfinu vel
söguna. „SOS er stofnað af Austurríkismanni
og barnaþorpin byggð samkvæmt þýskri ná-
kvæmni og stöðlum. Að koma þarna var eins
og að hoppa inn í aðra veröld; öll börnin tand-
urhrein og fín og fá mun betri kennslu en önn-
ur börn í Eþíópíu,“ segir hann.
Ástandið í þorpunum er, að sögn Kristjáns, í
hróplegu ósamræmi við ástandið í Addis
Ababa almennt, en innviðir munu vera ákaf-
lega veikir í höfuðborginni og fátt virkar sem
skyldi. Hann spurði verkfræðing, sem hann
kynntist í borginni, hvað væri til ráða og svarið
var einfalt: Að byggja aðra borg á öðrum stað.
Addis Ababa yrði ekki bjargað.
Frá höfuðborginni lá leið Kristjáns inn í
sveitir Eþíópíu og veitti hann því eftirtekt að
allir sem á vegi hans urðu veifuðu meira og
minna til hans. Fyrst hélt hann að um kurteisi
væri að ræða en var síðan gerð grein fyrir því
að fólkið væri ekki að heilsa honum, heldur að
betla peninga. „Það þótti mér dapurlegt, að sjá
þarna unga og aldna beiðast ölmusu.“
Kristján tók á sig drjúgan útúrdúr til að heim-
sækja fjóra ættbálka frumbyggja í Eþíópíu og
segir að þeirri upplifun verði ekki með orðum
lýst. „Þetta var eins og að koma aldir aftur í tím-
ann, svo frumstætt er lífið þarna. Þetta fólk er
alveg meðvitað um flatskjái, snjallsíma og annan
lúxus í samtímanum en kýs bara að færa sér það
ekki í nyt. Samt var ekki annað að sjá en að
hamingja og gleði svifi yfir vötnum. Þetta fólk
hefur allt sem það þarf. Það var einstök upplifun
að dveljast einn með þessu fólki um stund.“
Víða sem hann kom var lífið einfalt og sner-
ist ekki síst um að bera heim vatnið og finna
eldiviðinn. Það á við um nær öll löndin sem
hann heimsótti í Afríku. „Eini munurinn er sá
að hver þjóð hefur sína aðferð við að bera heim
vatnið. Rosalega myndi einn sendibíll breyta
miklu, hugsaði ég með mér. En hafa ber í huga
að fólkið hefur vanist að gera þetta með þess-
um hætti og athöfnin er aukinheldur félagsleg,
þannig að maður veit ekki hvort sendibíllinn
yrði endilega velkominn.“
Íslensk móðir Theresa
Næst drap Kristján niður fæti í Kenía, þar
sem velmegun er einna mest í álfunni. Ör-
birgðin er þó sjaldan langt undan, eins og hann
upplifði í fátækrahverfinu Kibera í höfuðborg-
inni Naíróbí. „Maður sá bara bárujárnsþök
eins langt og augað eygði en hermt er að allt
að tvær milljónir manna búi í Kibera, sem er
stærsta fátækrahverfi álfunnar. Ég komst að
því í samtölum við heimamenn að spillingin er
mikil og leigufélögin á valdi spilltra stjórn-
málamanna sem úthluta vinum og ættingjum
besta húsnæðinu í blokkum fyrir lægri leigu en
gengur og gerist í kofunum í kring.“
Hann segir mörg dæmi um að fólk vilji ekki
flytja í burtu jafnvel þótt skárra húsnæði bjóð-
ist enda finni það til öryggis innan um sína
nánustu í slömminu. Sumir flytji jafnvel aftur
þangað eftir að hafa búið annars staðar við
skárri aðstæður um tíma.
Meðal þeirra sem Kristján heimsótti í Naí-
róbí var íslensk kona, Þórunn Helgadóttir,
sem kom þangað fyrir rúmum áratug, festi
kaup á gömlum ruslahaug af borginni og
byggði þar skóla sem hún rekur fyrir um sjö
hundruð nemendur. „Þórunn er í mínum huga
Móðir Teresa. Ég á ekki orð yfir það sem hún
hefur áorkað þarna. Ef einhver á Fálkaorðuna
skilið þá er það hún, fyrir ósérhlífni og upp-
byggingarstarf í Naíróbí.“
Eitt af því sem Þórunn hefur lagt áherslu á
er að tengja munaðarlaus börn við ættingja
sína enda er hún sannfærð um að ekkert í
þessu lífi sé þykkara en blóð. „Þegar þetta
tekst verður ekki rof og konseptið er sér-
staklega fallegt. Sjálfur heimsótti ég konu sem
hefur tekið að sér tíu blóðskyld börn og hefur
unnið kraftaverk. Ég varð fyrir rosalegum
áhrifum þarna.“
Fleiri Íslendingar hafa látið að sér kveða í
Kenía. Má þar nefna Gunnar Stefánsson,
stærðfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sem
gaf börnum í litlu þorpi spjaldtölvur fyrir
nokkrum árum. „Netið var hins vegar gagns-
laust þarna, þannig að Gunnar og samstarfs-
fólk hans bjuggu til sjálfstæða vefþjóna, þar
sem fjögur þúsund bækur eru nú aðgengileg-
ar, ekki bara stærðfræði, heldur ýmislegt ann-
að námsefni líka. Verkefnið nær nú til tveggja
grunnskóla og eins háskóla á svæðinu, auk
fangelsis, og hefur án nokkurs efa stuðlað að
miklum framförum,“ segir Kristján, sem heim-
sótti annan grunnskólann og háskólann.
Fjárfestum í menntun
Eftir heimsókn sína til Afríku er Kristján ekki
í nokkrum vafa um að með þessum hætti sé
þróunaraðstoð best varið; með því að fjárfesta
í menntun. „Kennum fólkinu að gera hlutina í
stað þess að gera þá fyrir það. Þannig aukum
við lífsgæði fólksins, fjölgum möguleikum og
tryggjum því sjálfsvirðingu.“
Kristján sóttist eftir ólíkum upplifunum í
Afríku og er heimsókn í Maasai Mara-
þjóðgarðinn í Kenía honum ofarlega í huga.
Þar leigði hann sér leiðsögumann og safaríbíl
til að upplifa nálægðina við dýrin án truflunar
frá öðrum ferðamönnum. Stóð þar andspænis
fílum, gíröffum, ljónum, sebrahestum og hvað
það nú allt heitir. „Ég er svo sem enginn sér-
stakur áhugamaður um dýr en hefði eigi að
síður alls ekki viljað missa af þessari mögnuðu
upplifun.“
Það getur tekið sinn toll að ferðast lengi á
framandi slóðum og á löngum köflum við frum-
stæð skilyrði. Kristján veiktist þó bara einu
sinni í Afríkuferðinni; fékk matareitrun í
Kenía og og þurfti að leita á bráðamóttöku
spítalans í Nairobí.. Hann náði sér þó að fullu á
einni viku.
Í Úganda hitti Kristján meðal annars sendi-
herra Íslands, Unni Orradóttur Ramette, en
hún hjálpaði honum meðan á skipulagningu og
ferðinni sjálfri stóð, og kynntist starfinu sem
þar fer fram.
Heimsótti górillur
Smáríkið Rúanda er suður af Úganda og þar
komst Kristján í fyrsta sinn á ævinni í snert-
ingu við górillur. „Þetta var í þjóðgarði og tók
ferðalagið þangað inn heilan dag. Ein klukku-
stund með górillunum kostaði 1.500 dollara,
andvirði tæplega 190 þúsund króna. Sú upp-
hæð stóð aðeins í mér en ég lét mig hafa það og
sé ekki eftir því. Það var stórkostlegt að eiga
þessa klukkustund með górillunum,“ segir
Kristján, sem var þarna í hópi fjögurra ferða-
manna en þeim fylgdu bæði leiðsögumenn og
hermenn. Allur er varinn góður. „Górillurnar
voru rólegar og virtu okkur fyrir sér en voru
einnig á varðbergi og pössuðu vel upp á af-
kvæmi sín.“
Rúanda var það land í Afríku sem kom
Kristjáni mest á óvart. „Rúanda var lang-
hreinasta landið sem ég heimsótti; ég sá aldrei
rusl þar enda þjóðarátak í gangi til að halda
landinu hreinu. Þarna fann ég fyrir mestri þró-
un og skynjaði hverju hægt er að áorka með
samstilltu átaki.“
Stríðið og fjöldamorðin sem áttu sér stað í
Rúanda fyrir um aldarfjórðungi eru fólki enn í
fersku minni, þar sem talið er að um ein millj-
ón manna hafa fallið. „Tútsanum Paul Kagame
tókst að stöðva voðaverkin með hernaðar-
aðgerðum og hann hefur verið forseti frá árinu
2000. Honum hefur tekist að sætta ættflokk-
ana með fyrirgefningarleið og lifa þeir núna í
sátt og samlyndi. Ekki er nóg með það, hann
vill líka að þjóðin sé sjálfbær, sem skiptir sköp-
um fyrir framtíðina.“
Enn eitt ævintýrið beið Kristjáns í Lýðveld-
inu Kongó; tveggja daga gönguferð upp á hið
virka eldfjall Nyiragongo. „Ég er ágætlega á
mig kominn en gangan upp að eldgígnum er
með því erfiðara sem ég hef gert. En það var
þess virði; það er ekki á hverjum degi sem
maður kemst í návígi við virkan eldgíg,“ segir
Kristján, sem slóst í för með níu manna hópi
sem hermenn fylgdu. Vel er passað upp á
ferðamenn víða í álfunni.
Hann staldraði þó stutt við í Kongó. „Í
fyrsta skipti í ferðinni fann ég fyrir ónotum; ég
tengdist einfaldlega ekki fólkinu. Þegar ég
brosti til þess fékk ég það ekki endurgoldið.
Ég get ekki útskýrt þetta en mér leið bara
ekki vel þarna og dreif mig því út úr landinu
eins fljótt og ég gat.“
Við hjólið urðum eitt
Tansanía er Kristjáni minnisstæðust fyrir þær
sakir að þar kynntist hann presti nokkrum í
vegkantinum. „Ég var að skipta um föt og
hann nam staðar til að kanna hvort ekki væri
allt í lagi; fólk sem ég hitti í ferðinni var upp til
hópa mjög hjálplegt og almennilegt. Hann
bauð mér gistingu á heimili sínu og við erum
Fjárhirðirinn, af ættbálki Mursi í Labuko Eþíópíu, passar vel upp á féð sitt. Ung hjón með barnið sitt í börum í Woito í Eþíópíu.
’Ég þurfti stöðugt að geragrein fyrir mér og ferðummínum enda vilja Egyptar allsekki að neitt komi fyrir ferða-
menn í landinu. Viðbúnaður-
inn var sérstaklega mikill í
mínu tilfelli enda var ég eins og
villtur kúreki einn á mótorhjól-
inu. „Þú ruglar alveg kerfinu,“
sagði einn við mig.
Kona af Hamer-ætt-
bálknum kemur á mark-
aðinn í Turmi í Eþíópíu.
ÆVINTÝRI
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020