Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020 LÍFSSTÍLL Fyrir 6 1 búnt ferskt kóríander (u.þ.b. 50 g) 1 lítill skalottlaukur 4 hvítlauksrif 3 cm bútur af engifer 1 tsk kóríanderfræ 1 tsk chilimauk, t.d. sambal oe- lek (eða 1 ferskur chili) 1 tsk túrmerik 4 litlar fernur kókosmjólk eða tvær 400 ml dósir 1½-2 l vatn fisk- og grænmetiskraftur (ég notaði 2 teninga af fisk og 1 af grænmetis) 3 msk fiskisósa (má sleppa) 1 lítið fennel, skorið í tvennt og svo þunnar sneiðar 400 g þorskur (eða annar hvítur fiskur sem er frekar þéttur í sér) 400 g ósoðnar risarækjur 4 vorlaukar safi úr einni límónu, eða eftir smekk Skerið kóríanderstilkana ásamt dálitlu af laufinu gróft niður. Skiljið smá lauf eftir til að strá yfir súpuna í lokin. Setjið kóríander, ska- lottlauk, hvítlauk, engifer, chilimauk, túrmerik og kóríanderfræ í matvinnslu- vél eða mortel og maukið vel saman. Hitið 1 msk af kókosolíu í stórum potti. Steikið kryddmaukið í olíu- nni í 1-2 mínútur. Hellið vatni og kókosmjólk yfir ásamt krafti, fiskisósu og fennel og leyfið að sjóða í 10 mínútur. Smakkið til með fiskisósu, límónusafa og salti og pipar ef ykkur finnst þurfa. Skerið fiskinn í bita og hreinsið rækjurnar. Þeg- ar súpan hefur náð því bragði sem þið eruð sátt við hleypið þá suðunni upp og setjið fisk og rækjur út í og sjóðið í um 2 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn. Stráið söxuðum vorlauk og kóríander yfir í lokin. Frá eldhusperlur.com. Taílensk fiskisúpa Fyrir 6 1 laukur 1-2 hvítlauksrif 1 tsk. ferskt engifer, rifið smátt 2 tsk. ferskt túrmerik, rifið smátt 2 tsk. cumin cayanne pipar, eftir smekk 2 dósir kjúklingabaunir, vökvinn sigtaður frá 2 dósir tómatar 2 dósir þykk kókosmjólk, að- eins þykki hlutinn notaður 1 blómkálshaus 1 sæt kartafla 1 grænmetisteningur handfylli ferskt kóríander, saxað smátt Saxið laukinn smátt og rífið hvítlauk, engifer og túrmerik smátt á rifjárni. Steikið í djúpum potti upp úr olíu þar til mjúkt. Bætið cumin og cayanne- pipar út í pottinn og steikið í 2-3 mín. Skerið sætu kartöfluna niður og rífið blómkálið í smá blóm og bætið í pottinn ásamt kjúklingabaununum. Setjið tómata í dós út í ásamt þykka hlutanum af kókosmjólkinni. Bætið einnig grænmetisteningi út í ásamt salti og pipar. Leyfið réttinum að malla í um 40 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Rétt undir lokin er fersku, söxuðu kóríander bætt út í. Berið fram með soðnu kínóa eða hrísgrjónum og fersku kóríander. Frá graenkerar.is Einfaldur pottréttur Fyrir 6 3-4 msk. ólífuolía 3-4 kjúklingabringur 3 rauðar paprikur 1 púrrulaukur 1-3 msk. karrí 1-3 stk. hvítlauksrif 2 flöskur Heinz-chilísósa 400 g Philadelphia-rjómaostur 500 ml matreiðslurjómi 1 l vatn (jafnvel meira) 1 msk. Oscar’s kjúklingakraftur cayenne-pipar salt og pipar Skerið kjúkingabringurnar í bita og steikið á pönnu með salti og pipar. Setjið til hliðar á disk. Skerið grænmetið smátt. Hitið olíu í stórum potti ásamt karrí. Bætið grænmetinu út í pottinn og mýkið. Látið chilísósuna, rjómaost- inn, rjóma, krydd og kjúklinga- kraft út í pottinn og vatnið. Látið malla í 15 mínútur. Setjið kjúklinginn saman við og bætið við meira vatni ef þörf er á. Smakkið til með kryddi. Gott er að bera súpuna fram með nachos-flögum, sýrðum rjóma og rifnum osti. Frá grgs.is Mexíkó kjúklingasúpa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.