Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Page 29
Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastj. Storytel á Íslandi, og Sigursteinn Másson. hljóðskreyttir þættir þar sem Sig- ursteinn gæðir gömul og ný saka- mál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eft- ir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar- og Geirfinnsmál ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?“ segir Stefán Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri Storytel á Íslandi. Fjórir þættir af átta eru nú að baki og kveðst Þóra hafa fengið góð við- brögð frá áhorfendum. „Ég heyri ekki annað en að fólk sé jákvætt og spennt. Það skemmtilega við að sýna svona seríu á Íslandi er að allir eru að horfa og spjalla síðan saman um gang mála heima í stofu, á kaffistofunni í vinnunni, í ræktinni eða á Twitter. Það er ákaflega séríslenskt. Fyndn- ast við þetta er að fólk sé að horfa og „live-tweeta“,“ segir hún og hlær. Streymisveitur gulls ígildi Eins og fram hefur komið hefjast sýningar á Broti senn í Bretlandi og Danmörku, auk þess sem serían kemur í heild inn á efnisveituna Net- flix í mars, undir heitinu The Val- halla Murders. Þóra bíður að vonum spennt eftir viðtökum ytra. „Fólk lít- ur íslenskt sjónvarpsefni öðrum aug- um erlendis; er minna að pæla í svona lókal hlutum eins og við hér heima. Streymisveitur eins og Net- flix hafa verið algjör himnasending fyrir okkur sem höfum gaman af því að kynnast nýju efni og nýjum heim- um, eins og að detta inn í belgíska seríu, svo dæmi sé tekið. Það var varla hægt áður, nema þá að búa í Belgíu. Svo geta veiturnar auðvitað opnað dyr fyrir okkur sem erum að gera þetta efni. Gangi Brot vel er aldrei að vita nema það vindi upp á sig. Ekki er langt síðan íslenskt sjón- varpsefni var bara gert fyrir inn- lendan markað en það hefur breyst hratt á síðustu árum. Þökk sé vönd- uðu efni sem héðan hefur komið.“ Fram hefur komið að aðstand- endur Brots eru opnir fyrir fram- haldi og ekki mun standa á Þóru, verði önnur sería framleidd. „Ég er algjörlega til í að fylgja þessum kar- akterum eftir, það er að segja þeim sem lifa af,“ segir hún hlæjandi. „Það getur verið mjög sniðugt að fara inn í svona verkefni með fram- hald í huga. Heillist áhorfendur af persónunum vilja þeir oftar en ekki meira.“ Þóra er með fleiri járn í eldinum en hún hefur tryggt sér kvikmyndarétt- inn að Konum, skáldsögu Steinars Braga. Söguna vinnur hún með Snjó- laugu Lúðvíksdóttur sem skrifar handritið. „Myndin er í fjármögn- unarferli en vonandi verður hægt að fara í tökur í lok þessa árs eða byrjun næsta. Við stefnum í öllu falli að því að frumsýna myndina á næsta ári. Ann- ars eltist ég lengi við réttinn að þess- ari sögu og það kenndi mér heilmikla þolinmæði,“ segir hún sposk. Þær Snjólaug vinna einnig að vísindaskáld- sögulegum sjónvarpsþáttum en það verkefni er skemmra á veg komið. Fór óvenjulega leið Þóra er ekki menntaður kvikmynda- leikstjóri en hún lauk prófum í list- rænu kvikmyndanámi frá Central St. Martins í London árið 2011. „Ég fór svolítið óvenjulega leið en þetta hef- ur undið jafnt og þétt upp á sig og leikstjóraverkefnum fjölgað,“ segir hún. Þekktasta verk Þóru til þessa er líklega stuttmyndin Frelsun sem sýnd hefur verið vítt og breitt um heiminn en Þóra er einnig afkasta- mikill tónlistarmyndbandaleikstjóri og hefur meðal annars unnið með Of Monsters and Men og Ólafi Arnalds. „Svo hef ég líka gert auglýsingar. Það er ágætt fyrir svona óþolinmóða manneskju eins og mig að geta lokið einhverjum verkefnum annað veif- ið,“ segir hún hlæjandi. Þóra er með umboðsmann í Bret- landi og stefnir á að vinna jöfnum höndum í kvikmyndum og sjónvarpi í framtíðinni. „Þegar ég var í náminu datt mér ekki í hug að ég ætti eftir að gera efni fyrir sjónvarp en hef lært að meta þennan miðil og kann mjög vel við hann í dag. Sumar sögur henta forminu einfaldlega betur en kvikmyndinni og svo er alltaf gaman að gera efni sem svona margir sjá.“ 26.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ENDURKOMA Þrassgoðin í Mega- deth tróðu upp í fyrsta skipti í fimmtán mánuði í byrjun vikunnar en Dave Mustaine, söngvari og gít- arleikari sveitarinnar, greindist með krabbamein í hálsi síðasta sumar. Hann hefur nú lokið með- ferð og dóttir hans, Electra Mus- taine, hældi föður sínum á hvert reipi á Twitter eftir tónleikana sem fóru fram í Helsinki. Hann væri betri en nokkru sinni en áhöld voru um hvort Mustaine gæti sungið á ný eftir veikindin. Mustaine kominn á kreik á ný Mustaine er goðsögn í málmheimum. AFP Ég er nýbyrjuð að lesa Dietland eftir Sarai Walker. Vin- konur mínar mæltu með bókinni í bak og fyrir og ég er því búin að hlakka mik- ið til lestursins. Bókinni hefur verið lýst sem femínískri ádeilu (jafnvel herkvaðningu) í skvísubókmennta- stíl. Satt best að segja var það akk- úrat það sem ég þurfti til að jafna mig á jólabókunum Um tímann og vatn- ið eftir Andra Snæ Magnason og Svíns- höfði eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Algerlega magnaðar bækur sem ég mæli hiklaust með en ég viðurkenni að ég var eig- inlega alveg búin á því eftir að hafa klárað þær og rank- að við mér í jan- úarmyrkri, grenjandi gulum viðvörunum á færibandi og tómum smákökudunkum út um allt. Efst í ólesna staflanum er svo The Story of Jane: The Legendary Underground Feminist Abortion Service e. Lauru Kaplan. Bókin segir frá starfsemi aktívista í Chi- cago á árunum fyrir Roe vs. Wade, sem hjálpuðu konum sem þurftu að komast í meðgöngurof, sem þá var ólöglegt, í gegnum leynileg samtök sem gengu einfaldlega undir heitinu Jane. Bók sem ég gat ekki staðist að útvega mér, verandi áhugamanneskja um frjósem- isréttindi og kvennasögu. Önnur bók í staflanum er Dauðinn er barningur e. Khaled Khalifa, sem ég fékk heimsenda á aðventunni. Það eru alltaf ánægjulegar send- ingar sem berast okkur sem erum í bókaklúbbi Ang- ústúru, þar tekst ótrúlega vel til að velja áhugaverðar og góðar bækur til þýð- ingar og útgáfu. Ég er líka að endurlesa ljóðabæk- urnar sem ég las um jólin, af því að ég er búin að ná að hugsa aðeins um þær og er tilbúin í að staldra við þær aftur. Núna er ég að end- urlesa Leður- jakkaveður eftir Fríðu Ísberg og finnst hún ansi góð. Þess utan les ég nánast daglega um Múmínálfana e. Tove Jansson með þriggja ára dóttur minni, að hennar ósk. Þar kemur hin fallega Hver vill hugga krílið í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárn sterk inn. STEINUNN ER AÐ LESA Femínísk ádeila í skvísubókmenntastíl Steinunn Rögnvalds- dóttir er fé- lags- og kynja- fræðingur. BÓKSALA 15.-21. JANÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler Olsen 2 Almanak Háskóla Ísl. 2020 Þorsteinn/Gunnlaugur/Jón Árni 3 Árstíðir Karítas Hurndar Pálsdóttir 4 Ketóflex 3-3-1 Þorbjörg Hafsteinsdóttir 5 Hin konan G. Hendricks/S. Pekkanen 6 Hver ertu og hvað viltu? Ingvar Jónsson 7 Svínshöfuð Bergþóra Snæbjörnsdóttir 8 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir 9 800 fastan Michael Mosley 10 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 1 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 2 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson og fleiri 3 Draugaslóð Kristín Helga Gunnarsdóttir 4 Lestarráðgátan Martin Widmark 5 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 6 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson 7 Í talnalandi 2 Hafdís Finnbogadóttir 8 Í talnalandi 1 Hafdís Finnbogadóttir 9 Hinn ógnvekjandi heimur – risaeðlur Carlton Books 10 Kiddi klaufi – Randver kjaftar frá Jeff Kinney Allar bækur Barnabækur Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds ICQC 2020-2022

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.