Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 Við kynnumst tveimur spennandi löndum með sína framandi menningarheima og mikla náttúrfegurð, sem lætur engann ósnort- inn. Kynnumst hinum æva gömlu höfuðborgum Yerevan og Tblisi, förum upp í Kákassufjöllin, skoðum ævagömul klaustur, virki og kirkjur. Komum við í vínhérað og smökkum á víni heimamanna. Röltum um gamlan heilsubæ, förum í bað í æva gömlu bað- húsi, göngum eftir hengibrú. Ekki má gleyma fólkinu sem tekur okkur fagnandi en íbúar beggja landa eru einstaklega gestrisnir og kynnumst við þeim. Við erum í ævintýri sem er við allra hæfi. Síðumúli 13 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri, sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að Miðausturlöndum og Asíu Forn menning, heillandi mannlíf, hrífandi saga og stórkostleg náttúra Georgía og Armenía 9.-19. október 2020 Innifalið er flug, hótel, fullt fæði í Georgiu og Armeniu, allar skoðunarferðir, ísl. farastjóri ásamt heimamanni og aðgangur þar sem við á. Verð á mann í 2ja manna herbergi er 319.800 kr. Takmarkaður fjöldi. Malta, land riddaranna, er einn af mest spennandi áfangastöðum sem hægt er að heimsækja við Miðjarðahafið, með fjöldan allan af sögulegum menjum og minnismerkjum eins og t.d. Megalithich hofið sem er eitt elsta standandi mannvirki sögunnar í dag, svo er það höfðuborgin, Valletta ægi fögur. Malta er einn suðupottur, í gegnum aldirnar hafa fjölmargar þjóðir sett mark sitt á eyjuna sem gerir hana gríðarlega spennandi stað að heimsækja. Sikiley er stærsta eyjan í Miðjarðahafinu og ein af perlum Ítalíu. Hún er land andstæðna og öfga. Eyjan er í raun eitt stórt safn og þar má sjá nánast öll menningarafbrigðin sem má sjá í Miðjarahafinu. Við sjáum eldfjall, fornar og fagrar borgir, litla bæi uppi í fjöllum og niður við sjó, skógi vaxnar hlíðar, fögur sveitahéruð, dómkirkjur, byggingar frá tímum forn Grikkja og Rómverja og kynnumst fólkinu sjálfu. Síðumúli 13 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri, sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Einstök náttúrufegurð, stórkostleg menning og iðandi mannlíf Tvær spennandi eyjar í sömu ferð, þar sem veðrið er alltaf gott MALTA OG SIKILEY 2.-12. október 2020 Verð á mann í 2ja manna herbergi er 326.100 kr. Innifalið: Flug, hótel m. morgun- mat, allar skoðunarferðir, hálft fæði, ferjuferð, aðgangur þar sem við á ísl. farastjóri. Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. www.transatlantic.is Sími 588 8900 GLÆSILEGARMIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna- yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum, mikið er af söfnum og menningarviðburðir í borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd- aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. RIGA Í LETTLANDI WROCLAW TALLINN EISTLANDI NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vilnius, Budapest, Prag Gdansk, Krakow, Varsjá, Bratislava St. Pétursborg, Vínarborg og Brugge Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga- rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á heimslista UNESCO. Kjörnefnd í Þorlákshafnar- prestakalli hefur kosið séra Sigríði Mundu Jóns- dóttur til emb- ættis sóknar- prests og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sig- urðardóttir, stað- fest ráðningu hennar. Sex sóttu um embættið. Sr. Sigríður Munda er fædd á Akranesi 1. júlí 1966 og ólst upp í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hún er dóttir séra Jóns Einarssonar (d. 1995) og Hugrúnar Guðjónsdóttur húfsfreyju. Sr. Sigríður Munda lauk stúdents- próf frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi vorið 1986. Þá lauk hún BA-próf í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og cand. theol. próf frá sama skóla árið 2003. Sigríður Munda var vígð árið 2004 til Ólafs- fjarðarprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Hún hefur setið á kirkjuþingi frá 2018 fyrir vígða í Hólakjördæmi. Í Þorlákshafnarprestakalli eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæp- lega 1.800 íbúa. Séra Baldur Krist- jánsson var þar sóknarprestur, en hann lét nýlega af embætti fyrir ald- urs sakir. sisi@mbl.is Nýr prestur í Þorlákshöfn Sigríður Munda Jónsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meirihluti svarenda (56%) í könnun MMR fyrir Árvakur er mjög eða frekar andvígur því að leyfður sé inn- flutningur til Íslands á hráu, ófrosnu kjöti. Rúmlega fjórðungur (27%) er frekar eða mjög fylgjandi. Fleiri konur (44%) en karlar (32%) voru mjög andvígar því að slíkur inn- flutningur væri leyfður. Fleiri karlar (19%) voru mjög fylgjandi innflutn- ingnum en konur (6%). Eldra fólk leggst ákveðið gegn innflutningnum. Þannig voru 60% svarenda 68 ára og eldri mjög andvíg innflutningi og 14% frekar andvíg, eða 74%, en aðeins 9% í þeim aldurshópi mjög fylgjandi og 7% frekar fylgjandi. Hjá 50-67 ára voru 45% mjög andvíg og 18% frekar andvíg, eða samtals 63% en 12% mjög fylgjandi og 11% frekar fylgjandi. Hjá 30-49 ára voru 27% mjög andvíg og 17% frekar andvíg, samtals 44%, en 17% mjög fylgjandi og 18% frekar fylgjandi eða samtals 35%. Í yngsta aldursflokknum, 18-29 ára, voru 33% mjög andvíg og 21% fremur andvíg eða 54% en 9% mjög fylgjandi og 15% frekar fylgjandi innflutningi eða 24%. Úti á landi eru 50% íbúa mjög and- víg innflutningi og 19% frekar andvíg. Aðeins 6% eru mjög fylgjandi og 8% frekar fylgjandi innflutningi. Á höf- uðborgarsvæðinu er 31% mjög and- vígt og 17% frekar andvíg. Mjög fylgjandi innflutningi voru 16% og frekar fylgjandi 17%. Ekki þarf lengur sérstakt leyfi „Það hefur ekkert komið af hráu, ófrosnu kjöti eða eggjum það sem af er árinu,“ sagði Dóra S. Gunnarsdótt- ir, forstöðumaður matvælaöryggis og neytendamála hjá Matvælastofnun. Opnað var fyrir innflutning á hráu, ófrosnu kjöti um áramótin, með ákveðnum skilyrðum. Lög þess efnis voru samþykkt 20. júní 2019. „Við erum í sérstöku átaki fyrstu fjóra mánuði ársins að beiðni ráðu- neytisins og höfum fengið upplýs- ingar frá tollinum,“ sagði Dóra. Hún sagði að frá áramótum hefði ekki þurft sérstakt leyfi til að flytja hrátt og ófrosið kjöt til landsins. Kjötinu þurfa að fylgja skjöl vegna viðbótar- trygginga út af salmonellu. Ísland fékk viðbótartryggingar vegna þess að staða okkar varðandi salmonellu er mjög góð. Svíþjóð og Finnland fengu fyrst slíkar viðbótartryggingar um 2005. Síðan fylgdu Noregur og Danmörk í kjölfarið. Tryggingarnar ná til kjúklingakjöts, kalkúnakjöts, svínakjöts, nautakjöts og hrárra eggja. Taka þarf nokkuð mörg sýni úr hverri sendingu af hráu og ófrosnu kjöti og fer það eftir fjölda pakkninga í sendingunni. Síðan þarf að greina hvort salmonella finnst í kjötinu. Finnist hún má kjötið ekki koma til landsins. Innflutningspappírum þarf að fylgja yfirlýsing frá birginum um að kjötið hafi gengið undir þessar rannsóknir og niðurstöður þeirra þurfa að fylgja með. Ef kjöt kemur frá öðrum löndum sem hafa viðbótartryggingu, og er þaðan, nægir að yfirlýsing fylgi við- skiptaskjölum en sérstakrar rann- sóknar er ekki krafist. Ekki þarf að tilkynna fyrir fram innflutning á hráu, ófrosnu kjöti. Dóra sagði að eftirliti yrði þannig háttað í framtíðinni að farið yrði reglulega til innflytjenda í samræmi við áhættumat. Sá sem hefur eftirlit með fyrirtækinu mun skoða hvaða sendingar hafa komið á tilteknu tíma- bili og hvort rétt skjöl hafa fylgt. Það er því alfarið á ábyrgð innflytjandans að skjölin fylgi. Vanti skjölin getur það kallað á aukna tíðni eftirlits með innflytjandanum og önnur viðurlög sem MAST ræður yfir. Staðan hér er mjög góð varðandi kampýlóbaktersmit í alifuglum. Ís- land fékk að setja sérstakar reglur varðandi innflutning á fersku ali- fuglakjöti vegna kampýlóbakter. Sýna þarf fram á með sýnatöku að bakterían sé ekki í kjötinu. Komist MAST að því að það sé ekki gert er heimilt að leggja á stjórnvaldssektir. Mikil andstaða við inn- flutning á hráu kjöti  Ekkert kjöt enn, þótt opnað hafi verið fyrir innflutning Um könnunina » Könnunin var gerð 6.-10. febrúar og í úrtakinu voru Ís- lendingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álits- gjafa MMR. » Fjöldi svarenda var 1.003 og voru svör vigtuð út frá upplýs- ingum um þýði frá Hagstofu. Afstaða til innflutnings á hráu, ófrosnu kjöti Hversu andvíg(ur) eða fylgjandi ertu innflutningi til Íslands á hráu, ófrosnu kjöti? Mjög Frekar Bæði/og Frekar Mjög fylgjandi andvíg(ur) 13% 14% 17% 18% 38% Heimild: Könnun MMR fyrir Morgunblaðið Frekar eða mjög fylgjandi Frekar eða mjög andvíg(ur) Bæði/og 56% 27% 17% Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir prestum til þjónustu í tveimur prestaköllum og er umsóknar- frestur nú runninn út. Auglýst var eftir presti til starfa í Selfossprestakalli, Suðurprófasts- dæmi. Umsóknarfrestur um emb- ættið rann út á miðnætti hinn 6. febrúar. Sex sóttu um: Séra Anna Eiríksdóttir, séra Bára Friðriks- dóttir, Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, séra Gunnar Jó- hannesson, Guðrún Eggertsdóttir guðfræðingur og séra Sveinn Alfreðsson. Umsóknarfrestur um embætti sóknarprests í Laugalandspresta- kalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæmi, rann út hinn 4. febr- úar. Tvær sóttu um starfið, Guðrún Eggertsdóttir guðfræðingur og séra Jóhanna Gísladóttir. Umsóknum hefur verið vísað til matsnefndar til skoðunar og úr- vinnslu. sisi@mbl.is Átta umsóknir um tvö prestsembætti Morgunblaðið/Kristinn Selfosskirkja Sex umsóknir bárust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.