Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 38
Sameinuð í
fjölbreytileika
Íbúum af erlendum
uppruna hefur fjölgað
mikið hér á landi und-
anfarin ár og hefur
þátttaka þeirra á
vinnumarkaði verið
lykilþáttur í að skapa
hagvöxt síðustu ára.
Næstum fjórði hver
starfsmaður á Íslandi
er erlendur og er at-
vinnuþátttaka þeirra
mjög há, eða 94%,
samanborið við 77% hjá inn-
fæddum.1)
Reynslan frá tíma fjármálakrepp-
unnar er að flestir innflytjendur
ílengjast hér þótt atvinnuástand
versni um hríð, enda eru laun á Ís-
landi mun hærri en í heimalöndum
þeirra og atvinnuleysi lítið til lengri
tíma litið. Meðallaun á Íslandi eru
t.d. fimm til sex sinnum hærri en í
Póllandi og kaupmáttur þeirra rúm-
lega tvöfalt meiri, þegar tekið er til-
lit til verðlags.2) Innflytjendur und-
anfarinna ára koma einkum frá
A-Evrópu og eru Pólverjar lang-
flestir.
Erlendir starfsmenn senda stór-
an hluta ráðstöfunartekna sinna til
heimalandanna. Árið 2019 fluttu
þeir um 35 milljarða króna úr landi
eða sem svaraði tæplega 900 þús-
und krónum á hvern starfandi er-
lendan ríkisborgara. Það samsvarar
73 þúsund krónum í hverjum mán-
uði. Til samanburðar sendu erlendir
starfsmenn 4 milljarða króna til
heimalanda sinna árið 2014, sem
samsvarar 18 þúsund krónum á
mánuði á hvern starfandi erlendan
ríkisborgara það ár. Þessar tölur
bera bæði vitni um mikla sparnað-
arhneigð erlendra starfsmanna og
kaupmáttaraukningu launa þeirra á
tímabilinu.3)
Vinnuaflsfrekur hagvöxtur
Hagvöxtur undanfarins áratugar
var knúinn af þjónustugreinum,
einkum ferðaþjónustu,
og krafðist mikillar
fjölgunar starfsmanna.
Í heild jókst lands-
framleiðsla um 34%
milli 2010 og 2019 og á
sama tíma fjölgaði
starfsfólki á vinnu-
markaði um 24%. Ár-
legur hagvöxtur á
þessu tímabili var að
meðaltali 3,4%, meðal-
fjölgun starfsmanna
2,4% og framleiðni
vinnuafls, þ.e. árlegur
hagvöxtur á hvern
starfsmann, jókst því að meðaltali
um 0,9%. Framleiðniaukning liðins
áratugar var því töluvert minni en
síðustu áratugi.
Á þessu ári og næstu tveimur er
spáð 6% raunvexti landsframleiðslu
og 5% íbúafjölgun, þannig að lands-
framleiðsla á mann aukist að jafnaði
um minna en 1% á ári. Það er hæg-
ur vöxtur framleiðni sögulega séð í
ljósi þess að hún hefur aukist um
1,5-2% að jafnaði yfir lengri tíma.
Kaupmáttur launa getur til langs
tíma ekki aukist umfram framleiðni-
vöxt hagkerfisins og við blasir að
lítið svigrúm er fyrir kjarabætur á
næstu árum, þ.e. aukinn kaupmátt
launa.
Innfæddum fjölgar hægt
en aðfluttum fjölgar
Íslenskum ríkisborgurum á
vinnualdri fjölgar hægt og enn hæg-
ar framvegis. Árgangarnir sem
koma inn á vinnumarkaðinn eru
litlu stærri en þeir sem hverfa brott
vegna aldurs. Hver árgangur næstu
tíu ár telur að jafnaði um 5.000
manns en þeir sem falla brott vegna
aldurs eru um 4.500. Að auki hefur
flutningsjöfnuður íslenskra ríkis-
borgara verið neikvæður undan-
farna áratugi og gerir mannfjölda-
spá Hagstofunnar ráð fyrir því að
svo verði áfram. Íslenskum ríkis-
borgurum sem starfa á Íslandi mun
því ekki fjölga sem neinu nemur á
næstu árum sem er ekki nýtt. Ís-
lenskum ríkisborgurum á vinnualdri
fjölgaði aðeins um 200 á ári að jafn-
aði síðustu fimm ár og um 350 á ári
síðustu tíu ár. Lágspá mannfjölda-
spár Hagstofunnar, sem gerir m.a.
ráð fyrir litlum hagvexti á næstu ár-
um, miðar við að aðfluttir umfram
brottflutta verði að jafnaði 500 ár-
lega og því fjölgi erlendum rík-
isborgurum áfram.
Meiri atvinnuþátttaka
erlendra ríkisborgara
Í upphafi aldarinnar, þann 1. jan-
úar 2001, bjuggu innan við 9.000 er-
lendir ríkisborgarar á landinu. Það
samsvaraði 3% íbúafjöldans. Þann
1. janúar 2020 má ætla að erlendir
ríkisborgarar hafi verið rúmlega 49
þúsund eða 14% íbúa. Fjöldi er-
lendra ríkisborgara á Íslandi hefur
því næstum sexfaldast á tæpum
tveimur áratugum.4)
Erlendir ríkisborgarar sem flytj-
ast til Íslands koma langflestir í at-
vinnuleit. Undanfarin ár hafa um
90% þeirra sem til landsins koma
verið á aldrinum 20-59 ára. Árið
2019 voru erlendir ríkisborgarar
einn af hverjum fimm íbúum á
vinnualdri en árið 2005 voru þeir
einn af hverjum tuttugu. Hlutdeild
erlendra ríkisborgara á þessu
aldursbili hefur þannig fjórfaldast á
einum og hálfum áratug.
Atvinnuþátttaka erlendra ríkis-
borgara á vinnumarkaði er hærri en
íslenskra, eða 94% á aldursbilinu
20-59 ára, samanborið við 79% hjá
íslenskum. Árið 2019 voru erlendir
ríkisborgarar 23% af heildar-
vinnumarkaði á aldrinum 20-59 ára,
samanborið 7% árið 2005.
Hraðari fjölgun erlendra
ríkisborgara en í Svíþjóð
Á undanförnum árum hefur Sví-
þjóð tekið á móti hlutfallslega
mörgum flóttamönnum, einkum í
tengslum við átökin í Sýrlandi.
Einnig hafa Svíar vakið athygli fyr-
ir skýra stefnumörkun í innflytj-
endamálum og hvernig staðið hefur
verið að aðlögun nýrra íbúa að
sænsku samfélagi.
Hlutfall erlendra ríkisborgara af
íbúafjölda í Svíþjóð hækkaði úr 9% í
11% en á Íslandi úr 7% í 14% frá
2014 til 2019. Hlutfall erlendra
ríkisborgara hækkaði þannig um
tvær prósentur í Svíþjóð en sjö pró-
sentur á Íslandi. Þessar tölur sýna
að viðfangsefni Íslands við aðlögun
innflytjenda er margfalt stærra en
Svíþjóðar.
Munurinn er enn meira sláandi
þegar fjöldi á vinnualdri er borinn
saman. Erlendir ríkisborgarar í Sví-
þjóð á aldrinum 20-59 ára eru 12%
íbúa en 20% á Íslandi. Munurinn á
atvinnuþátttöku erlendra ríkisborg-
ara milli landanna er einnig mjög
mikill þar sem hún er um 50% í Sví-
þjóð en yfir 90% á Íslandi. Hlut-
deild starfandi erlendra ríkisborg-
ara á aldrinum 20-59 ára á vinnu-
markaði er aðeins 8% í Svíþjóð en
23% á Íslandi. Hlutdeild erlendra
ríkisborgara á vinnumarkaði er því
næstum þrefalt hærri á Íslandi en í
Svíþjóð.
Fleiri á atvinnuleysisskrá
Nú þegar harðnar á dalnum vex
atvinnuleysi hraðar meðal erlendra
ríkisborgara en íslenskra. Í árslok
síðasta árs voru erlendir ríkisborg-
arar 40% atvinnulausra en voru
20% fyrir fjórum árum.5) Hlutdeild
útlendinga á atvinnuleysisskrá hef-
ur vaxið jafnt og þétt samhliða
fjölgun þeirra á vinnumarkaðnum.
Þróunin er áhyggjuefni og kallar á
viðbrögð stjórnvalda til að snúa
henni við. Ef illa fer gæti stór hluti
þessa hóps fallið brott af vinnu-
markaði og þurft á framfærslu-
aðstoð frá öðrum stuðningskerfum
að halda, s.s. félagsaðstoð sveitar-
félaga eða örorkulífeyri. Rétt er að
taka fram að hlutfallslega færri er-
lendir ríkisborgarar njóta nú slíkrar
aðstoðar en íslenskir.
Erlendu starfsfólki gæti
fjölgað um 14-32 þúsund
til ársins 2030
Hækkandi meðalaldri þjóðar-
Eftir Hannes G.
Sigurðsson » Breytingin á íbúa-
samsetningu lands-
ins síðustu ár á sér ekki
hliðstæðu í sögunni. Er-
lendir ríkisborgarar eru
14% íbúa á Íslandi og
þeim mun enn fjölga á
næstu árum. Rík þörf
hefur verið fyrir erlenda
starfsmenn á íslenskum
vinnumarkaði á síðustu
árum og ekkert bendir
til annars en að svo
verði áfram.
Hannes G.
Sigurðsson
Hagvöxtur, fjölgun starfa og framleiðni
Heimild: Hagstofa Íslands, áætlun SA um starfandi á 4. ársfj. 2019
1%
2%
3%
4%
5%
6%
7%
0%
-1%
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2011-2019
0,9%
3,4%
2,5%
VLF Starfandi VLF/starfandi
1,2%
-0,6%
0,7%
1,8%
3,0%
4,8%
4,6%
4,4%
1,8%
4,7%
6,6%
4,7%
3,0%
2,3%
2,1%
1,7%1,8%
1,3%1,1%
0,8%
1,9%
-0,5%
2,4%
4,1%
-0,3%
1,7%
-0,2%
Mynd 2
Erlendir ríkisborgarar í hlutfalli við íbúafjölda á Íslandi
15%
20%
10%
5%
0%
2000 2010 2019
Mynd 1 Heimild: Hagstofa Íslands, áætlun fyrir 2019
Aðrir erlendir ríkisborgarar
Aðrir A-evrópskir ríkisborgarar
Pólskir ríkisborgarar
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
1. bolla 2.690,- | 3. bolla 3.190,- | 6 bolla 4.990,-
Rainbow
MOKKAKÖNNUR
SMÁRALIND – KRINGLAN – DÚKA.IS
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Viðskipti