Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
40 ára Ína er Siglfirð-
ingur en býr á Akra-
nesi. Hún er menntað-
ur grunnskólakennari
frá Háskóla Íslands en
vinnur sem bókari hjá
Raftíðni.
Maki: Guðjón Marinó
Ólafsson, f. 1981, vinnur hjá Skaginn
3X.
Börn: Sveinn Ingi, f. 2007, Katrín Hug-
ljúf, f. 2008, Kristín Ósk, f. 2011, Ragn-
hildur Lóa, f. 2013, og Pálína Margrét,
f. 2013.
Foreldrar: Stefán Guðni Aðalsteinsson,
f. 1953, smiður og búfræðingur, vann
síðast hjá Fossberg, og Aðalbjörg Sig-
tryggsdóttir, f. 1959, klíníkdama á tann-
læknastofu. Þau eru búsett á Siglufirði.
Ína Sif
Stefánsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Metnaður þinn er gríðarlegur. Þú
ættir að einbeita þér að því að mennta þig
næstu árin.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt að skoða allar hliðar mála
vandlega áður en þú stekkur á réttu
lausnina. Kannski þarftu að skipta um
umhverfi til þess að fá betri yfirsýn yfir líf
þitt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ef þú þarft að ganga frá trygg-
ingamálum er þetta besti tíminn til þess.
Þér finnst erfitt að halda uppi aga heima
en ekki gefast upp.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þetta er fullkominn tími til að
henda öllum leiðbeiningum og sjá hvað
gerist þegar leikið er af fingrum fram.
Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir
deila.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gamall vinur birtist óvænt. Ef þér
tekst að komast í gegnum daginn án þess
að efast um þig ertu á beinu brautinni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Viðhorfið sem þú temur sér ræður
úrslitum um það, hvort dagurinn verður
eftirminnilegur eða ekki. Gefðu gaum að
heilsu þinni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Rómantíkin liggur í loftinu og þú ert
tilbúin/n í slaginn. Góður vinur þarf á öxl
að halda. Farðu varlega í því að knýja fram
breytingar í vinnunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það sem þú gerir í vinnunni í
dag getur aukið tekjur þínar og bætt
framtíð þína. Sinntu verkefnum sem krefj-
ast einbeitingar og nákvæmni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Kynntu þér mál áður en þú
opnar munninn um menn og málefni, ef
þú vilt að einhver taki mark á þér. Þú ættir
að skella þér í nám.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Notaðu leiki til þess að rífa nið-
ur veggi milli fólks. Farðu þér samt hægt.
Ástamálin blómstra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur þörf fyrir að stjórna
öðrum og ert góður leiðtogi frá náttúr-
unnar hendi. Leggðu þig alla/n fram í því
að verða góð/ur í áhugamáli þínu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt einhver hrósi þér er ekki þar
með sagt að viðkomandi kunni að meta
allt sem þú gerir. Gamall draumur rætist.
aratitil í grindahlaupi frá því að ég var
unglingur en á framhaldsskóla-
árunum tók karfan við. Ég lék í úr-
valsdeild með Grindavík og var í ung-
lingalandsliðinu. Þá lék ég einn
stjörnuleik og fékk að æfa með karla-
landsliðinu um tíma. Um tvítugt tók
landshornaflakkið við og slæmt oln-
bogabrot þýddi að allir draumar um
körfubolta og kringlukast voru end-
anlega lagðir til hliðar. En þarna var
útivistin hvort sem er að verða mitt
helsta áhugamál og hefur verið síðan.
Ferðalög og fjallgöngur eru í miklu
uppáhaldi. Sem barn ferðaðist ég mik-
ið með foreldrum mínum og lærði af
þeim um land og þjóð. Stundum með
Álfheiði ömmu minni sem er mér enn
mikil fyrirmynd og vinur, 99 ára, en
hún er ein mesta fjallageit fyrri tíma.“
hvatti hún Jónas manninn sinn til að
ráða mig sem leiðsögumann í sigl-
ingum um Ísafjarðardjúp og inn í Vig-
ur. Leiðsögnin varð sumarstarf hjá
mér næsta áratuginn. Þetta voru
fyrstu fullorðinshlutverkin sem ég
tókst á við og þau veittu mér góða
hvatningu fyrir framhaldið. Þakklát-
astur er ég þó fyrir að eiga frábært
samstarfsfólk í gegnum tíðina.
Íþróttir og útivist
Jón Páll fékk snemma dellu fyrir
nær öllum íþróttum sem hann komst í
tæri við. „Leiknir móðurbróðir minn
var mér mikil fyrirmynd enda ólymp-
íufari og Íslandsmeistari í sundi.
Körfuboltinn og frjálsíþróttirnar urðu
mest áberandi hjá mér og mér gekk
býsna vel. Ég á t.d. einn Íslandsmeist-
J
ón Páll Haraldsson er fædd-
ur 13. febrúar 1970 á Pat-
reksfirði og ólst þar upp hjá
foreldrum sínum. „Ég var
líka mikið hjá Nonna afa og
Pöllu ömmu sem bjuggu í næstu götu.
Eftir fermingu langaði mig að prófa
heimavist og var einn vetur í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni, sællar minn-
ingar. Á meðan bjuggu foreldrar mín-
ir í Grindavík.“ Þar lauk Jón Páll
grunnskóla og lauk síðan stúdents-
prófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í
Keflavík.
„Við lok stúdentsprófs fékk ég þá
hugdettu að flytja aftur vestur á firði
og vera í eitt ár og réð mig sem leið-
beinanda við Grunnskólann á Ísafirði.
Ég hafði aldrei ætlað mér að verða
kennari en þessi ákvörðun átti eftir að
verða örlagarík. Fyrir vestan var ég
tvo vetur við kennslu og þar kolféll ég
fyrir kennarastarfinu og samveru með
unglingum.“
Eftir það tóku við þrjú námsár við
Kennaraháskólann en síðan hélt Jón
Páll aftur út á land, kenndi eitt ár á
Eskifirði og svo tvö til viðbótar í Borg-
arnesi. „Þá var mikil uppsveifla í
tölvubransanum og ég sneri mér al-
farið að tölvukennslu, bæði á símennt-
unarnámskeiðum og í frum-
greinadeildinni á Bifröst. Það var
mjög áhugavert að kenna öðrum ald-
urshópum en smátt og smátt fann ég
að grunnskólinn og unglingar toguðu í
mig – líklega fannst mér það að
mennta unglinga vera mikilvægasta
starfið sem ég gæti unnið. Um alda-
mótin lá því leiðin í aftur í grunnskól-
ann, nú í stjórnunarhlutverk. Á þess-
um tíma kynntist ég Sif og flutti inn til
hennar, Darra og Önnu Beth í
Reykjavík.“
Jón Páll vann 3 ár í Borgaskóla en
hefur nú unnið 15 ár í Laugalækj-
arskóla, fyrst sem aðstoðarskólastjóri
en síðustu ár sem skólastjóri. Sam-
hliða hefur Jón Páll lokið meist-
aranámi í stjórnun menntastofnana og
verið virkur í félagsmálum skóla-
stjórnenda. „Mig langar sérstaklega
að þakka Björgu Baldursdóttur,
skólastjóra við Grunnskólann á Ísa-
firði, fyrir að vera örlagavaldur í mínu
lífi. Hún hafði trú á mér til kennslu
þegar ég var tvítugur og í framhaldinu
Um tíma hljóp Jón Páll langhlaup og
var einn þeirra sem stofnuðu til
Vesturgötuhlaupsins sem er enn
hlaupið árlega.
Æskan og uppeldið
„Ég hef oft velt því fyrir mér hvers
vegna kennarastarfið höfðaði svona
mikið til mín strax í upphafi. Ég held
að þar hafi mikla þýðingu hve margir
fullorðnir veittu mér jákvæða athygli
sem barni og ungum manni, gæðafólk
sem vildi mér vel og gerði sitt allra
besta til að veita mér leiðsögn – líka
þegar ég fór offari með einhverjum
hætti. Þannig átti ég dásamlega æsku
á heildina litið, trygga vini og mér
gekk vel í námi og leik. Í skólastarfinu
vonast ég til að hafa jákvæð áhrif á
unglingana sem ég kynnist. Svo vill
maður vera gott foreldri en það geng-
ur upp og ofan,“ segir Jón Páll að lok-
um og kímir.
Fjölskylda
Eiginkona Jóns Páls er Sif Ein-
arsdóttir, f. 12.2. 1966, prófessor við
HÍ. Þau eru búsett í Vesturbænum í
Reykjavík. Foreldrar Sifjar eru Hjón-
in Aðalheiður Guðmundsdóttir, f. 23.6.
1936 fv. forstöðukona, og Einar
Flekkdal Frímannsson, f. 10.11. 1932,
fv. tryggingafulltrúi. Þau eru búsett í
Kópavogi.
Börn Jóns Páls og Sifjar eru Darri
Skúlason, f. 24.11. 1988, kvikmynda-
fræðingur; Arna Beth Saulsdóttir, f.
25.3. 1997, myndlistarmaður, og Aldís
Jónsdóttir, f. 28.7. 2005, öll búsett í
Reykjavík.
Systir Jóns Páls er Álfheiður Har-
aldsdóttir, f. 25.4. 1976, hjúkr-
unarfræðingur, ver doktorsritgerð
sína í lýðheilsuvísindum við HÍ á
næstu dögum. Búsett í Portland,
Maine í BNA. Gift Jóhanni Páli Ingi-
marssyni skurðlækni, dætur þeirra
eru Freyja Bjarnveig, f. 14.5. 2008 og
Bríet Björk, f. 22.3. 2013.
Foreldrar Jóns Páls: Hjónin Aldís
Jónsdóttir, f. 31.10. 1946, fv. tal-
símavörður hjá Pósti og síma á Pat-
reksfirði og síðar póstfulltrúi í Grinda-
vík, búsett í Reykjavík, og Haraldur
Karlsson, f. 22.12. 1945, d. 29.1. 2016,
símvirki hjá Pósti og síma á Patreks-
firði og síðar stöðvarstjóri í Grindavík.
Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla – 50 ára
Brúðkaup Fjölskyldan fjölbreytta formlega skjalfest árið 2012.
Kolféll fyrir kennarastarfinu
Ættarmót Systkinin, börnin og móðir Jóns Páls hjá Álfheiði ömmu í fyrra.
30 ára Jenný Ósk ólst
upp í Þorlákshöfn og
býr í Árbænum. Hún
er með M.ed-gráðu í
íþrótta- og heilsufræði
frá Háskóla Íslands.
Jenný er íþrótta- og
sundkennari í Háa-
leitisskóla. Einnig vinnur hún sem þjálfari
hjá Reebok Fitness.
Systkini: Sigrún Herdís Þórðardóttir, f.
1974, Sigurbjörn Ingvi Þórðarson, f.
1976, Anna Soffía Þórðardóttir, f. 1979,
Guðni Þór Þórðarson, f. 1983, og Sæ-
mundur Þór Þórðarson, f. 1997.
Foreldrar: Þórður G. Sigurvinsson, f.
1953, vélfræðingur, og Hildur Þ. Sæ-
mundsdóttir, f. 1958, skólaliði í Norð-
lingaskóla. Þau eru búsett í Árbæ.
Jenný Ósk
Þórðardóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
ALVÖRU
VERKFÆRI
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is