Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þá hefurbandarískiDemókrata- flokkurinn loks lok- ið forvali sínu í tveimur fylkjum landsins. Þó verður að hafa fyrirvara á því hvort enn sjái fyrir enda fyrra prófkjörsins sem var í Iowa, eins og venja stendur til. Flokkurinn fékk tölvusnill- inga úr Sílíkondalnum til að færa forvalið inn í nútímann, sem varð til þess að vika dugði ekki í talninguna. Tveir fram- bjóðenda í forvalinu hafa nú kært útkomuna, þar sem þeir hafi rökstuddan grun um að ekki sé allt með felldu. Þetta voru frambjóðendurnir sem komu best frá baráttunni og munaði litlu á, þeir Pete Buttig- ieg og Bernie Sanders og var Buttigieg sagður sigurvegari. Þessir tveir urðu svo efstir í næsta forvali demókrata, í New Hampshire, en þar var Sanders hins vegar með smáforskot á Buttigieg. Það er svo hliðarsaga að ýmsir þeirra sem þurfa að fjalla um þann síðarnefnda eiga í bögglingi með réttan framburð á nafni smábæjarstjórans, sem vill verða forseti. Þannig hefur Trump forseti átt í basli með að koma nafni frambjóðandans rétt út úr sér. Sumir andstæðingar forset- ans benda þó á að Trump hafi tilhneigingu til að uppnefna og afbaka nöfn andstæðinganna eða að klessa viðhengi við nöfn þeirra. (Sbr. Lyin’ Ted, flokks- bróður hans.) En hvað sem því líður átti Trump í raunveru- legum vanda með Buttigieg í byrjun. En svo hjó hann eftir því að fólkinu á fjöldafundunum þótti til um vandræðaganginn, og tók þess vegna að japla á ýmsum útgáfum nafnsins. George Bush, fyrirrennari hans, var eins og Bush eldri kurteis og ólíkur Trump að þessu leyti. Bush yngri átti í stökustu vandræðum með að bera fram nafn þáverandi for- seta Írans, Mahmoud Ahmad- inejad. Það rættist ekki úr þessu fyrr en ráðgjafar forset- ans kenndu honum að bera nafnið fram svona: A-mad-in- deed. Eftir það klikkaði forset- inn aldrei á því. En stóru tíðindin út úr forval- inu í þessum fylkjum snúast ekki um sigurvegarana heldur um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden áréttaði síð- ast að morgni seinna forvalsins að hann hefði frá upphafi verið í afgerandi forystu í prófkjörum demókrata þegar mælt væri á landsvísu. Það má til sanns veg- ar færa. En landskannanir hafa minna en ekkert að segja um stöðuna í einstökum fylkjum. Mæling í 50 fylkj- um, þegar kosn- ingabarátta hefur aðeins farið fram í sárafáum þeirra, er næsta marklaus. Hún mælir einkum hvaða frambjóð- anda aðspurðir kannist helst við. Þetta sannaðist heldur bet- ur í forvalinu nú. Biden lenti í 5. sæti í báðum fylkjum og náði ekki 10 prósenta fylgi. Það var sláandi að flestum fréttaskýrendum bar saman um að það hefði verið ákæran gegn Trump til embættismissis (e. impeachment), sem gerði for- setanum lítið til, sem hefði gengið frá Joe Biden. Hann, bræður hans og synir hefðu ver- ið afhjúpaðir sem spilltir stjórn- málamenn sem hefðu sankað að sér óverðskulduðu fé í krafti valdastöðu hans. Demókrötum hefði orðið ljóst á umræðum í Öldungadeild þingsins að Biden myndi ekki lifa framboðsraun- irnar af og því væri best að ýta honum út af borðinu við fyrsta tækifæri. Og það var svo sannarlega gert þótt Biden hafi enn ekki tilkynnt uppgjöf sína opinberlega. Og þá draga enn önnur skringilegheit að sér athyglina í kjölfarið. Ætla mætti að hrak- farir Bidens myndu helst kæta þá Sanders og Buttigieg. Flestir fréttaskýrendur horfa þó annað. Á Michael Bloom- berg, sem verður 78 ára á morg- un. Hann hefur fram til þessa ekki haldið neina fundi með kjósendum, sem hinir frambjóð- endurnir hafa hamast við í næstum ár. Bloomberg tók ekki þátt í kappræðum við aðra frambjóðendur á meðan þeir voru á þriðja tug. Reglur um frambjóðendur sögðu að þeir yrðu að hafa fjárhagslegan stuðning frá lágmarksfjölda kjósenda til að fá að taka þátt í kappræðunum. Sumir voru úti- lokaðir þess vegna. En nú hefur Bloomberg verið heimilað að taka þátt í næstu kappræðu. Ekki vegna þess að einhver hópur flokkssystkina hafi gauk- að að honum eins og 10 doll- urum hver. Það dettur engum demókrata í hug. Bloomberg mun eiga 61,5 milljarða banda- rískra dala (Sjöþúsundsjö- hundruðáttatíuogsex milljarða íslenskra króna). Bloomberg er sagður 30 sinnum ríkari en Trump. Bloomberg hefur þegar eytt ógrynni fjár í að auglýsa framboð sitt og er rétt að byrja. Hann felur það ekki að mark- miðið er að kaupa sér lyklana að Hvíta húsinu. Hann segist munu henda í það þeim pen- ingum sem þurfi. Hans reynsla virðist að allt sé falt. Spurningin snúist um verð. Staðan í framboðs- málum vestra hefur breyst en óljóst er hvort það er allt til batnaðar} Margt er skrítið og víðar en í kýrhausnum E r furða þótt maður velti fyrir sér og það í fullri alvöru hvað sé raunverulega á ferðinni í Wuhan-héraði í Kína? Er ein- hver sem raunverulega veit það fyrir utan kínversk stjórnvöld? Við vitum að nokkur stærstu flugfélög í heim hafa hætt að fljúga til Kína. Rússar hafa lokað gríðarlöngum landamærum sín- um að Kína. Bretar lýsa yfir lýðheilsuvá. Bandaríkin banna komu kínverskra ferða- manna. Veiran hefur nú greinst í 28 lönd- um. Sérfræðingar segja að þessi veira sé a.m.k. tíu sinnum öflugri en aðrar inflúensu- veirur. Íslensk stjórnvöld gera að mínu mati allt of lítið til að minnka hættuna á að pestin berist hingað til lands. Þau hafa heimilað 109 milljónir króna á aukafjárlögum til forvarna vegna þess voða sem nú steðjar að okkur. Sóttvarnalæknir segir ekki spurn- ingu um hvort heldur hvenær veiran berst hingað til lands. Veiran fer hratt yfir og óttast er að hún valdi heimsfaraldri. Ríkisstjórnin bíður þess nánast með hendur í skauti sem verða vill. Af hverju er ekki gripið til varna? Hvers vegna í ósköpunum lokum við ekki algerlega á flæði ferða- manna frá viðurkenndum sýktum svæðum? Miðað við alvarleika málsins er það með hreinum ólíkindum að einhverjir skuli hafa þörf fyrir að gera þá tortryggi- lega sem vilja bregðast við þessar vá af þeirri stað- festu sem felst í að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Persónulega myndi ég tala á nákvæmlega sama máta hvaðan sem þessi veira væri uppruninn. Þetta er alvar- legur faraldur sem mikil hætta er á að verði heimsfaraldur. Við erum eyland norður í höfum. Okkur er í lófa lagið að koma í veg fyrir að sótt- varnalæknir hafi rétt fyrir sér að veiran berist hingað. Við höfum nú val milli þess að þola tímabundin óþægindi og áföll vegna raskana á ferðum fólk til landsins okkar, eða að þjóðfélagið hér nánast lamist ef veiran berst hingað og breiðist út. Hér er mikil alvara á ferðum. Dánartíðni þessa faraldurs er miklu mun hærri en okkur er talin trú um. Af þeim sem hafa gengið í gegnum þessa hryllilegu veirusýkingu hafa ríflega 30% dáið. Fátækt fólk og aldrað stendur sérlega höllum fæti andspænis þessari sótt. Við vitum ekkert um þær tugþúsundir sem nú eru þegar viðurkennt smitaðar og eru að berj- ast fyrir lífinu. Við vitum í raun ekkert fyrr en farald- urinn er genginn yfir. Grípum til varna. Helgasta skylda stjórnvalda allra landa er að vernda líf og limi eigin borgara. Stjórn- völd sem ekki eru fær um slíkt eru ekki starfi sínu vaxin. Ætlar ríkisstjórnin að sitja hjá? Inga Sæland Pistill Dauðans alvara steðjar að Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Við erum ekki með sterkainnviði hér og sækjummikið þjónustu til Ísafjarð-ar, meðal annars heilbrigð- isþjónustu, og félagsþjónustan kem- ur þaðan. Margir sækja vinnu til Ísafjarðar og nágrannasveitarfélaga. Það er því bagalegt þegar vegurinn er lokaður og það setur allar áætlanir fólks úr skorðum,“ segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík. Veginum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur, hefur verið lokað vegna veðurs og færðar 15 sinnum það sem af er vetri. Þar af var lokað allan sól- arhringinn eða hluta dags í átta daga í röð í óveðrinu fyrir miðjan janúar. Eru þetta mun lengri tími en verið hefur undanfarna vetur, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Geir Sigurðs- son, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni á Ísafirði, segir að ekki hafi fallið mörg snjóflóð á Kirkjubóls- og Súða- víkurhlíð í vetur. Veginum hafi oft verið lokað í öryggisskyni vegna veð- urs og hættu, meðal annars stundum á nóttunni, án þess að flóð hafi fallið. Bátur í sjúkraflutningi Bragi segir að við þetta bætist að veðrið hafi verið slæmt í vetur og vegurinn um Ísafjarðardjúp verið mikið lokaður. Súðvíkingar hafi því verið innilokaðir dögum saman. Nefnir hann sem dæmi að á mánu- dag hafi þurft að kalla út björg- unarbátinn Gísla Jóns til að sækja sjúkling sem fékk botnlangakast í Súðavík og flytja á sjúkrahúsið á Ísa- firði. Veður var slæmt og Gísli Jóns lítill bátur en hann er gott sjóskip og gekk ferðin vel. Bragi segir ekki erf- itt að ímynda sér líðan fólks þegar senda þarf sjúklinga sjóleiðina við þessar aðstæður. Segist hann vita fleiri dæmi um að fólk hafi nauðsyn- lega þurft að komast til læknis, þegar hlíðin var lokuð. Hann nefnir einnig að eldri borgarar treysti á þjónustu frá Ísafirði og þurfi þá einhverjir aðr- ir að annast þá. „Það er ekki skemmtilegt fyrir fólk að aka þessa leið þegar það get- ur átt von á snjóflóði eða grjóti, hvað þá að senda börnin sín í íþróttir eða aðrar tómstundir,“ segir Bragi. Málið er miklu stærra en snýr eingöngu að Súðavík, að mati Braga. Ísafjörður, sem er stóri þéttbýlis- kjarninn á Vestfjörðum, fær öll að- föng landleiðina og þegar mikið er lokað getur það valdið vöruskorti. Spurður um lausn á vandanum segir Bragi að hún geti falist í jarð- göngum úr Skutulsfirði í Álftafjörð, svokölluðum Álftafjarðargöngum sem lengi hefur verið beðið eftir. Göngin hafa verið til skoðunar hjá stjórnvöldum en eru ekki inni á sam- gönguáætlun. Jarðgöng ekki á dagskrá Gísli Eiríksson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, bendir á að Fjarðarheiðargöng séu næst í röð- inni á eftir Dýrafjarðargöngum og engin önnur jarðgöng séu á áætlun. Hann bendir á að aðalsjóflóðasvæðið sé á um tveggja kílómetra kafla. Telur hann sjálfsagt að athuga hvort hægt sé að leysa öryggismálin á veg- inum með vegskálum þar sem stærstu snjóflóðin falla og breikka rásir og setja stálþil þar sem minni flóðin koma. Slíkar framkvæmdir myndi væntanlega ekki kosta nema fjórðung af því sem jarðgöng kosta. Bragi Þór segir að vissulega kosti jarðgöng mikið en það kosti líka mikið að reka veginn eins og hann er núna. Varðandi umbætur á veginum sem Vegagerðin hefur unnið að, með- al annars með því að breikka rásir og setja upp stálþil til að taka minni flóðin, segir Bragi að það sé allt til bóta. Minnir hins vegar á að áður hafi verið merktar 22 snjóflóðarásir á þessum vegi og enn séu 22 rásir merktar auk mikils grjóthruns sum- ar og vetur. Setur allar áætlanir fólks úr skorðum Álftafjarðargöng » Áætlað er að göngin verði 6 km löng. Kostnaður var áætl- aður 8 milljarðar fyrir fjórum árum. » Göngin leiða veginn framhjá snjóflóða- og grjót- hrunsköflum á Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð. Lokanir vegarins um Súðavíkurhlíð Veturinn 2015-16 til 2019-20* 2015-16 2016-17 2017-18 2018-19 2019-20 198 15 2 12 2 8 19 139 15 106 Fjöldi lokana Lokað í klst. alls*Það sem af er vetrar 2019-20, eða til 11. febrúar 2020 M YN D/ R A X Lokanir veturinn 2019-20 Desember 2019 10. des. 5,5 klst. 11. des. 13 klst. Janúar 2020 8. jan. 8,3 klst. 9. jan. 24 klst. 10. jan. 11,4 klst. 11. jan. 12,6 klst. 12. jan. 7,3 klst. 13. jan. 24 klst. 14. jan. 24 klst. 15. jan. 17,1 klst. 19. jan. 9,4 klst. 23. jan. 12 klst. 24. jan. 6,2 klst. Febrúar 2020 10. feb. 16 klst. 11. feb. 7,7 klst. 198 klst. alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.