Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Portofino&CinqueTerre
Fararstjórn: Guðrún Sigurðardóttir
23. - 30.maí
Trítlað í Ramsau
Fararstjórn: Sigrún Valbergsdóttir
30.maí - 6. júní
Útivist í Toskana
Fararstjórn: Kjartan Steindórsson
30.maí - 6. júní
Þriggja landa útivist
Fararstjórn: SteinunnH. Hannesdóttir
11. - 18. júní
Vesen áGrænlandi
Fararstjórn: Einar Skúlason
16. - 20. júní
Gengið íPýreneafjöllunum
Fararstjórn: Auður Kjartansdóttir
10. - 19. september
Sp
ör
eh
f.
Fjölbreyttar útivistarferðir
við allra hæfi! Þaðer ógleymanleg upplifun að næra líkamaog sálá erlendri grundu í spennandi umhverfi
Siggi Gunnars og Logi Bergmann hittu Rún og Trausta í
beinni af hótelinu Castle Harbour á Tenerife í Síðdegis-
þættinum í gær og ræddu við þau um lífið og tilveruna á
Tenerife.
„Þetta átti upphaflega bara að vera eitt ár sem við ætl-
uðum að búa hérna en þetta vatt upp á sig,“ sagði Rún í
samtali við Síðdegisþáttinn. „Við komumst að því að
þetta er yndislegur staður að vera á.“
Hjónin hafa ferðast mikið og starfað víða á Kanarí-
eyjunum en eru bæði þeirrar skoðunar að Tenerife sé
þeirra uppáhaldseyja í eyjaklasanum. Sögðu þau eyjuna
vera afar fjölbreytta, hún hefði upp á að bjóða frábært
veður, góða hreyfingu, góðan mat, yndislega menningu
og hlýtt og gestrisið fólk.
Rut sagðist þó alltaf líta á sig sem Íslending þrátt fyrir
að hafa búið lengi erlendis og viðurkenndi að hún sakn-
aði heimahaganna reglulega.
Sögðu Rut og Trausti að einstaklega gott væri að ala
upp börn á Tenerife, en hjónin búa með tveimur dætrum
sínum úti. Sögðu þau mikið framboð vera á tómstundum
á eyjunni og að skólakerfið væri gott þó að það væri
nokkuð strangara en kerfið heima.
Aðspurð sögðust þau stundum finna fyrir öfund Ís-
lendinga sem þyrftu að búa við veðráttuna á klakanum.
Sumir veltu því þó fyrir sér hvort þau söknuðu ekki
kuldans.
„Það kemur oft upp spurningin: Færðu aldrei nóg af
þessu? En raunverulega veit ég ekki hvernig ég get
fengið leið á góðu veðri,“ sagði Trausti.
„Það erfiðasta er að sakna fólksins og fjölskyldunnar.
Sem betur fer eru vinir og vandamenn duglegir að koma.
Það eru gæðastundirnar,“ sagði hann.
Rut segir að eitt það besta við að búa á Tenerife sé
skortur á skordýrum. Það eru svo fáar pöddur. Allavega
ekki pöddur sem þarf að óttast,“ sagði Rut og bætti við
hversu þakklát hún væri yfir því hversu fáar moskító-
flugur væru á eyjunni. „Ef þetta væri eins og víða í Evr-
ópu gæti ég ekki búið hér,“ sagði hún.
Fá aldrei leið á
góða veðrinu
Hjónin Rún Kormáksdóttir og Trausti
Hafsteinsson hafa búið og starfað á
Tenerife sl. 12 ár. Hjónin starfa nú sem
fararstjórar fyrir Heimsferðir á eyjunni
en þau tóku vel á móti Loga Bergmanni
og Sigga Gunnars í sólinni í gær.
Hjón Rut og Trausti ætluðu bara að búa í eitt ár á Tene-
rife en lengdu dvölina eftir að hafa heillast af eyjunni.
Morgunblaðið/K100
Sólríkt Fallegt útsýni var af svölunum á hótelinu Castle
Harbour þar sem Logi og Siggi gista næstu daga.
Íva hefur verið blind frá fæðingu en
hefur aldrei látið það stoppa sig í
tónlistarástríðunni. Henni hefur
verið spáð afar góðu gengi í Söngva-
keppninni og hefur fengið góðar við-
tökur á tónlistarveitum. Íva hefur
verið mikill tónlistarunnandi alla
sína ævi og æfir nú klassískan söng
í Rotterdam, einmitt þar sem Euro-
vision-söngvakeppnin verður haldin
í maí næstkomandi.
Í samtali við Síðdegisþáttinn í
gær sagði Íva lag hennar sem hún
samdi ásamt vini sínum Richard
Cameron sagt út frá sjónarhorni
sjáanda sem væri að tjá hlustendum
að framtíðin væri ekki björt fyrr en
kærleikurinn og ástin réðu ferðinni.
Hún sagðist ekki hafa verið að
hugsa um Eurovision þegar hún
samdi lagið en að hana hefði þó allt-
af langað að taka þátt í Söngva-
keppninni og því hefði verið tilvalið
að senda lagið í keppnina.
„Ég hef verið að fylgjast með
þessari keppni næstum þráhyggju-
kennt frá því ég var lítið barn,“
sagði Íva, sem segist alltaf hafa velt
því fyrir sér hvernig væri að standa
á stóra sviðinu í Eurovision.
„Þannig að þetta hefur alltaf verið
draumur.“
Eurovision alltaf
draumurinn
Íva Marín Adrichem flytur lagið Oculis Videre í Söngva-
keppninni í ár en hún mun stíga á svið í undanúrslitum
keppninnar laugardaginn 15. febrúar.
Söngkona Íva mun flytja
lagið Oculis Videre í
Söngvakeppninni á
laugardaginn kemur og
freista þess að komast
áfram í lokakeppnina.