Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 Blanda ketóna og beta- hýdroxýbútýrat (BHB), sam- sett til að vinna með ketósa- mataræði og hreyfingu. Minni sykur- löngun Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Komdu í kaffi BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eftir að Guðmundur Andri Ástráðsson taldi rétt sinn til réttlátrar máls- meðferðar hafa verið brotinn í Lands- réttarmálinu hafa verið kveðnir upp tveir dómar yfir honum vegna sam- bærilegra sakarefna. Eins og rakið er á grafinu hér til hlið- ar varða dómarnir annars vegar brot á tímabilinu 9. júní 2017 til 13. apríl 2018 og hins vegar brot á tímabilinu 26. október til 1. nóvember 2017. Fíkniefni koma gjarnan við sögu en Guðmundur Andri var með dómi 9. desember 2005 sviptur ökurétti ævilangt fyrir ölvunar- og hraðakstur. Hefur ævilöng ökurétt- arsvipting verið nokkrum sinnum áréttuð í dómum yfir Guðmundi Andra en hann hefur 15 sinnum verið dæmdur fyrir refsiverða háttsemi og nær saka- ferillinn aftur til ársins 2005, er hann var um tvítugt. Til upprifjunar hófst Landsréttar- málið með dómi Héraðsdóms Reykja- ness 23. mars 2017. Guðmundur Andri játaði í því máli „skýlaust“ að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna en akstrinum lauk með árekstri. Landsréttur stað- festi dóminn í mars 2018 og svo Hæsti- réttur með dómi 24. maí 2018 í máli númer 10/2018. Dómarinn væri löglega skipaður Jafnframt því að staðfesta fyrri dóm komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Arnfríður Einarsdóttir, einn þriggja dómara þegar málið var rekið fyrir Landsrétti, hefði verið löglega skipuð. Var hún einn fjögurra dómara sem Sig- ríður Á. Andersen, þáverandi dóms- málaráðherra, færði ofar á hæfnislista er hún gerði tillögu að dómaraefnum fyrir Landsrétti. Sagði hún af sér ráð- herraembætti eftir að undirréttur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti Guðmundar Andra til réttlátrar málsmeðferðar fyrir Lands- rétti. Var það rökstutt með því að við skipan Arnfríðar hefði verið gengið gegn lögum um dómstóla. Málið var flutt fyrir yfirrétti MDE í síðustu viku en ekki liggur fyrir hvenær dómur fellur. Ítrekuð brot Eftir að Guðmundur Andri taldi á rétti sínum brotið hefur hann tvívegis fengið dóm fyrir refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnaneyslu. Fyrri dómurinn var kveðinn upp fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 7. nóvember 2018. Ákæruliðirnir voru fimm. Í fyrsta lagi fyrir akstur á Breið- holtsbraut undir áhrifum fíkniefna, sem fundust í blóði. Í öðru lagi fyrir of hraðan akstur suður Hvalfjarðargöng. Í þriðja lagi fyrir akstur undir áhrifum fjögurra fíkniefna, sem fundust í blóði, og áfengis í Kópavogi. Í fjórða lagi fyrir akstur við Stekkjarbakka í Reykjavík sviptur ökurétti. Í fimmta lagi fyrir að hafa ekið sviptur ökurétti við Fiskislóð í Reykjavík. Sem áður segir hafði hann verið sviptur ökurétti ævilangt í desembermánuði 2005. Síðari dómurinn var kveðinn upp fyrir Héraðsdómi Suðurlands 21. nóvember sl. Annars vegar var hann ákærður fyrir að hafa ekið bifreið á Stokkseyri sviptur ökurétti og „óhæf- ur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa kókaíns“. Hins vegar var hann ákærður fyrir brot á vopnalögum með því að hafa haglabyssu á dvalar- stað sínum án skotvopnaleyfis og undir áhrifum amfetamíns, kókaíns, me- tamfetamíns, alprazólams, klóna- zepams og nítrazepams. Jafnframt var hann ákærður fyrir sama brot á þáver- andi heimili sínu í Kópavogi en hagla- byssan var þá annarrar gerðar. Reyndist byssan vera hluti af þýfi. Fram kemur í dómnum að þegar aksturinn á Stokkseyri var stöðvaður hinn 26. október 2017 hafi þrennt verið í bílnum. Einn farþeganna hafi verið látinn þegar dómur féll. Hefur fengið fimmtán dóma Það var 15. dómurinn sem Guð- mundur Andri fékk vegna refsiverðar háttsemi en mörg brotin vörðuðu akst- ur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Dómarinn fjallaði í dómsorðum um tímasetningar í Landsréttarmálinu. Jafnframt var vikið að ákvæðum hegningarlaga þegar sakborningur hefur framið fleiri en eitt brot: „Brot ákærða nú eru framin 26. október 2017, 29. október 2017 og 1. nóvember 2017. Þrátt fyrir að þau hafi öll verið framin fyrir dómsuppsögur í Landsrétti og Hæstarétti dagana 23. mars 2018 og 24. maí 2018 þá voru þau öll framin eftir uppsögu dóms í héraði hinn 23. mars 2017 og kemur því ekki til álita að beita 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 vegna þeirra dóma, sbr. dóm Landsréttar 8. nóvember 2019, en hér ber að geta þess að bæði í Landsrétti og Hæsta- rétti var staðfest niðurstaða héraðs- dóms 23. mars 2017 um sakfellingu og ákvörðun viðurlaga. Brot ákærða nú eru hins vegar öll framin fyrir upp- sögu dóms í Landsrétti 8. nóvember 2019 sem staðfesti dóm héraðsdóms frá 7. nóvember 2018 og ber að beita 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940 vegna þeirrar refsingar. Það athugast að sú umfjöllun sem dómur Hæstaréttar frá 24. maí 2018 hefur fengið í dómi Mannréttinda- dómstóls Evrópu getur ekki haft áhrif á þetta, enda hefur dómur Hæsta- réttar Íslands ekki verið endur- upptekinn og er því gildur að lögum. Við ákvörðun refsingar ber jafnframt að hafa hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,“ sagði meðal annars í dómi Héraðsdóms Suð- urlands í nóvember síðastliðnum. Varða 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga útfærslu refsingar ef sakborningur verður uppvís að því að hafa framið fleiri en eitt brot. Dómur MDE hefur ekki áhrif  Héraðsdómur Suðurlands dæmdi að dómur MDE í Landsréttarmálinu hefði ekki áhrif á dóm Hæstaréttar í málinu Ljósmynd/MDE Í Strassborg Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson flytur málið fyrir yfirrétti MDE 5. febrúar sl. 17 dómarar dæma málið. Jón Steinar Gunnlaugs- son, fv. hæsta- réttardómari, kveðst sam- mála dómi Héraðsdóms Suðurlands. Nánar tiltekið hvað varðar áhrif dóms undirréttar MDE á dóm Hæsta- réttar í Landsréttarmálinu. Dómur undirréttar og væntan- legur dómur yfirréttar breyti engu um íslenskan rétt. Þeir geti því ekki orðið að skilyrði fyrir endurupptöku. „Maðurinn getur beðið um endurupptöku á málinu en að mínum dómi er enginn grund- völlur fyrir því. Það veitir ekki skilyrði til endurupptöku þótt dómstóllinn ytra hafi komist að niðurstöðu,“ segir Jón Steinar. Dæmi séu um að aðildarríki MDE hafi sett sérstök lög um að dómar MDE sem ganga gegn viðkomandi ríki geti veitt heim- ild til endurupptöku. Það hafi ekki verið gert á Íslandi. ÁLIT FV. DÓMARA Jón Steinar Gunnlaugsson Hefur engin réttaráhrif Guðmundur Andri Ástráðsson – dómar eftir Landsréttardóm* Héraðsdómur Reykjavíkur, dómur 7.11. 2018 Ákæruliðir I Akstur undir áhrifum fíkniefna 9.6. 2017 undir áhrifum fíkniefna sviptur ökurétti II Fyrir of hraðan akstur sviptur ökurétti 13.6. 2017 III Fyrir akstur sviptur ökurétti 8.9. 2017 undir áhrifum fíkniefna IV Fyrir akstur sviptur ökurétti 15.1. 2018 V Fyrir akstur sviptur ökurétti 13.4. 2018 Niðurstaða dómsins Sakfellt fyrir alla ákæruliði – játning lá fyrir. 9. mánaða fangelsi, óskilorðsbundið. Héraðsdómur Suðurlands, dómur 21.11. 2019 Ákæruliðir I Akstur undir áhrifum kókaíns 26.10. 2017 sviptur ökurétti II Fyrir brot á vopnalögum – vörslu hagla- byssu án leyfis undir áhrifum fíkniefna 29.10. 2017 III Fyrir brot á vopnalögum – vörslu hagla- byssu á heimili sínu 1.11. 2017 sem reyndist vera þýfi Niðurstaða dómsins Sakfellt fyrir alla ákæruliði – játning lá fyrir vegna liða II og III. 8. mán. fangelsi, óskilorðsbundið. *Dómur í máli S-49/2017 féll 23.3. 2017. Dómar Landsréttar og Hæstaréttar í málinu féllu í mars og apríl 2018. Landsréttarmálið varðar umræddan dóm Landsréttar 24.3. 2018. Dómur undirréttar MDE féll 12.3. 2019. Heimildir: Dómar í málum S-188 2019 og S-550 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.