Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 39
innar fylgir að íslenskum ríkisborg- urum á vinnualdri mun fjölga enn hægar á næstu árum og áratugum. Gera má ráð fyrir að Íslendingum á aldrinum 20-59 ára fjölgi um 5.000 á næstu 10 árum, úr 160.000 í 165.000. Það dugar skammt til að manna störf framtíðarinnar sem knýja eiga hagvöxt komandi ára. Því má búast við að erlendum ríkisborgurum haldi áfram að fjölga. Lauslegur framreikningur gefur til kynna að verði hagvöxtur fremur lítill næsta áratuginn, 1,5% að jafnaði árlega, og jafnframt vinnuaflsfrekur eins og undanfarin ár, gætu erlendir starfsmenn orðið 14.000 fleiri árið 2030 en þeir eru nú. Verði hag- vöxtur á hinn bóginn kröftugur, 3% á ári að jafnaði, gæti þeim fjölgað um 32.000. Í fyrri sviðsmyndinni, hægum vexti, yrðu erlendir ríkis- borgarar 25% af aldurshópnum 20- 59 ára og 31% verði hagvöxtur kröftugur. Rík þörf áfram fyrir erlenda starfsmenn Breytingin á íbúasamsetningu landsins síðustu ár á sér ekki hlið- stæðu í sögunni. Erlendir ríkisborg- arar eru 14% íbúa á Íslandi og þeim mun enn fjölga á næstu árum. Rík þörf hefur verið fyrir erlenda starfsmenn á íslenskum vinnumark- aði á síðustu árum og ekkert bendir til annars en að svo verði áfram. Hlutfall erlendra ríkisborgara er enn hærra þegar aðeins er horft til vinnumarkaðarins. Um 23% alls starfsfólks á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar, sumir með takmark- aða íslenskukunnáttu. Það leiðir óhjákvæmilega til þess að samskipti fara í auknum mæli fram á ensku. Setja þarf skýra stefnu um hvernig hlúð verður að tungumálinu á sama tíma og aðlögun að aukinni fjöl- breytni í uppruna íbúa á sér stað. Gæta verður þess að samfélög inn- flytjenda einangrist ekki, m.a. vegna tungumálsins. Efla þarf þjón- ustu við innflytjendur og tryggja þeim möguleika á aðlögun að ís- lensku samfélagi og menningu. Samfélagið þarf að aðstoða fjöl- skyldur, sem hingað flytja í atvinnu- leit, við að festa rætur, meðal ann- ars með því að tryggja sem bestan aðgang að íslenskukennslu. Í skól- unum þarf að þróa frekar aðferðir við að taka vel á móti fjöltyngdum nemendum. Styðja þarf sérstaklega við börn innflytjenda svo þau standi jafnfætis innfæddum. Þarna þurfa allir að leggja hönd á plóg. Starfs- menntasjóðir aðila vinnumarkaðar- ins geta t.a.m. aukið enn frekar stuðning við íslenskukennslu. Ísland verður aldrei aftur það einsleita samfélag sem áður var. Frjálst flæði vinnuafls innan Evr- ópu og aukinn hreyfanleiki fólks á milli landa hefur breytt samsetn- ingu íbúa landsins til frambúðar líkt og annars staðar á Vesturlöndum. Lykilatriði er að skólakerfið og vinnumarkaðurinn takist á við áskoranir sem því fylgja. Forsendan er að tryggja þátttöku sem flestra í samfélaginu. Virk þátttaka eflir framfærslu- og stuðningskerfi, sem byggð voru upp við aðrar aðstæður en nú ríkja. Innflytjendur auðga ekki aðeins menningu og mannlíf heldur bæta þeir um leið eigin lífs- kjör og þeirra sem fyrir eru. Virk þátttaka tryggir fleiri greiðendur í sameiginlega sjóði, bæði hins op- inbera og lífeyrissjóði, á sama tíma og lífeyrisþegum fjölgar. Það er beinlínis nauðsynlegt að fá þessa innspýtingu vinnandi fólks. Því verður að vanda til verka við mót- töku og aðlögun innflytjenda og þeir verða að fá sömu tækifæri og heimamenn, aðgang að tungumála- kennslu, menntun og virkri þátt- töku í íslensku samfélagi. 1) Í þessari grein er miðað við aldurshópinn 20-59 ára og miðast atvinnuþátttaka við þann hóp. 2) Heimildir: OECD, Taxing Wages 2019 og Main Economic Indicators 2019/12. Þar kemur fram að meðalárslaun 2018 hafi verið um 500 þús.kr. á mánuði á Íslandi og 3.000 zloty í Póllandi, sem samsvarar 90 þús.kr. á gengi ársins. Verðlag á Ís- landi var 2,6 sinnum hærra. Laun á Ís- landi voru þannig 5,6 sinnum hærri en í Póllandi en kaupmáttur þeirra 2,2 faldur. 3) Heimild: Hagtölur Seðlabankans. https:// www.sedlabanki.is/hagtolur/nanar/2019/ 12/02/Greidslujofnudur-vid-utlond/ ?stdID=1 4) Á 3. ársfjórðungi 2019 voru erlendir rík- isborgarar 48.640 eða sem nam 13,4% íbúa, en íbúafjölgun síðustu þriggja mán- aða ársins er áætluð. 5) https://www.vinnumalastofnun.is/ maelabord-og-tolulegar-upplysingar/ atvinnuleysi-tolulegar-upplysingar/ atvinnuleysistolur-i-excelskjolum Höfundur er aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. 20-59 ára íbúar með erlent ríkisfang 0% 5% 10% 15% 20% 25% Ísland (2019) 20% 12% 8% 23% Svíþjóð (2018) Hlutföll af íbúafjölda og fjölda starfandi Heimild: Hagstofa Íslands, áætlun fyrir 2019, SCB Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang Hlutfall starfandi með erlent ríkisfang Mynd 4 Hlutdeild erlendra ríkisborgara í íbúafjölda á Ísland m.v. 1,5% og 3,0% árlegan vinnuaflsfrekan hagvöxt 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2020 2030 - 1,5% hagvöxtur 2030 - 3,0% hagvöxtur 69% 31%25% 20% 75%80% Íslenskt ríkisfang Erlent ríkisfangMynd 5 Hlutfall 20-59 ára íbúa á Íslandi með erlent ríkisfang 0% 5% 10% 15% 20% 25% 2005 2010 2019 5% 7% 10% 11% 20% 23% Íbúar 20-59 ára Starfandi 20-59 áraMynd 3 UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 LINSUR SEM DÖKKNA Í SÓL Breyting sem verður við sólarljós eða mikla birtu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.