Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
Hagar hf. birta lýsingar í tengslum við umsóknir um töku
verðbréfa til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Auglýsing þessi er birt í tengslum við umsóknir um töku skuldabréfaflokka HAGA 181021 og
HAGA 021029 til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
HAGA 181021
Höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa í flokknum nam kr. 2.500.000.000 og voru þau öll
seld þann 15. október 2019 eftir að Hagar samþykktu tilboð hæfra fjárfesta í framhaldi að
lokuðu útboði félagsins þann 30. september 2019 þar sem Hagar höfnuðu öllum tilboðum í
óverðtryggðan flokk skuldabréfa. Skuldabréfin voru seld á genginu 1,0 og bera skuldabréfin
fasta 4,65% óverðtryggða vexti.
HAGA 021029
Upphafleg höfuðstólsfjárhæð skuldabréfa í flokknum nam kr. 5.500.000.000 og voru þau öll
seld í lokuðu útboði þann 30. september 2019. Skuldabréfin voru gefin út og afhent þann
2. október 2019. Skuldabréfin voru seld á genginu 1,0 og bera skuldabréfin fasta 2,8% verð-
tryggða vexti. Heildarheimild til útgáfu skuldabréfa í þessum flokki er kr. 15.000.000.000.
Markmiðið með skráningu skuldabréfanna á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. er að stuðla að
auknum seljanleika og markaðshæfi skuldabréfanna, sem og að tryggja fjárfestum að starfs-
hættir og upplýsingagjöf um fjárhagsstöðu útgefanda séu í samræmi við reglur fyrir útgef-
endur fjármálagerninga, sem gefnar eru út af Nasdaq Iceland hf., eins og þær eru á hverjum
tíma.
Hagar hafa komið á fót tryggingafyrirkomulagi með útgáfu tryggingarbréfs, veðhafa- og
veðgæslusamnings, umboðssamnings og samnings við staðfestingaraðila. Framangreindir
samningar eru birtir á heimasíðu Haga, www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/skuldabrefautbod/
og eru fjárfestar hvattir til þess að kynna sér efni skjalanna í heild sinni.
Á grundvelli veðhafa- og veðgæslusamkomulags hafa Hagar lagt fram tryggingar til greiðslu
skuldabréfanna sem eigendur skuldabréfanna á hverjum tíma gerast sjálfkrafa aðilar að.
Tryggingar Haga eru tilgreindar í viðauka við veðhafa- og veðgæslusamkomulagið og
tryggingarbréfi sem Hagar hafa gefið út.
Lýsingarnar eru útbúnar með hliðsjón af þeim reglum Nasdaq Iceland hf. sem gilda um töku
verðbréfa til viðskipta. Lýsingarnar eru gefnar út á íslensku og birtar af Högum þann
12. febrúar 2020. Hvor lýsing fyrir sig samanstendur af þremur skjölum, þ.e. verðbréfalýs-
ingu, útgefandalýsingu og samantekt. Lýsingarnar hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu
og eru almenningi aðgengilegar á heimasíðu þess.
Minnt er á að fjárfesting í skuldabréfum felur í sér áhættu og eru fjárfestar hvattir til þess að
kynna sér lýsingarnar í heild sinni og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti.
Nánari upplýsingar
Útgefandi lýsinga eru Hagar hf., kt. 670203-2120, Hagasmára 1, 201 Kópavogi.
Nánari upplýsingar um Haga og skilmála skuldabréfanna má finna í lýsingum félagsins sem
dagsettar eru 12. febrúar 2020 og er birt á www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/skuldabrefautbod/
Þar má nálgast lýsingarnar næstu 12 mánuði.
Stjórn Haga hf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Helga Hansdóttir, yfirlæknir á
hjúkrunarheimilunum Grund og
Mörkinni, segir að það hafi gefist
mjög vel að hafa lækna í fastri vinnu
og tiltæka til að geta sinnt sem
flestum tilfellum á hjúkrunarheim-
ilunum sjálfum. Fyrir vikið þurfi
sjaldnar að senda fólk þaðan á
bráðamóttöku. Hún kveðst telja að
væri sá háttur væri hafður á alls
staðar myndi það létta mjög álagið á
Landspítalanum.
Talsvert hefur verið fjallað um
álagið á bráðadeild Landspítalans
að undanförnu. Dæmi eru um að
eldra fólk og sjúklingar fylli þar
ganga og komist ekki að á öðrum
deildum því þar sé allt yfirfullt.
Hættulegt að senda á spítala
„Þeir hafa sagt mér það á bráða-
móttökunni að þeir eru farnir að
taka á móti fólki af hjúkrunarheim-
ilunum sem er sent þangað óséð. Þá
er læknir kannski upptekinn og
hvað er þá gert? Þá er auðveldast að
senda fólk í mat á bráðamóttökunni
enda vill fólk ekki taka áhættu með
líf,“ segir Helga.
Misjafnt er hvernig fyrirkomulag
er á hjúkrunarheimilum. Í Mörkinni
hefur frá upphafi verið sú stefna að
hafa lækni tiltækan og sú stefna var
innleidd á Grund fyrir nokkrum
árum. Læknar þar vinna hefð-
bundna dagvinnu en eru svo á bak-
vöktum. Kosturinn við þetta er að
mati Helgu að viðkomandi læknar
þekkja sjúkrasögu fólksins á hjúkr-
unarheimilunum og hafa aðgang að
öllum nauðsynlegum upplýsingum
sem auðveldar mjög mat á hverju
tilfelli fyrir sig. Oft nægir það að
ræða við hjúkrunarfræðing í síma til
að ákveða hvaða meðferð skuli beitt.
„Hver dagur á spítala er mjög
kostnaðarsamur auk þess að það
getur verið beinlínis hættulegt fyrir
gamla fólkið að liggja á bekk á
bráðamóttökunni. Allt umstangið
sem því fylgir, smithætta og fleira. Í
einföldum veikindum er þetta fólk
betur komið heima hjá sér.“
Kostnaður sem skilar sér
Helga segir að þótt það kosti pen-
inga að hafa lækna í fullri vinnu,
öfugt við til dæmis tvo daga í viku
eins og einhvers staðar tíðkast, skili
sá kostnaður sér í sparnaði annars
staðar í heilbrigðiskerfinu.
„Það módel að hafa nægilegan
mannskap til að læknar geti kynnst
fólki sínu vel er grunnur að því að
geta sinnt bráðum veikindum þann-
ig að ekki þurfi að senda fólk á
sjúkrahús. Þetta getur sparað fé
fyrir kerfið í heild sinni.“
„Lítill áhugi“ stjórnvalda
Helga segir að skoða þurfi þessi
mál í víðara samhengi. Þegar sami
aðili, ríkið, bæði setji kröfur fyrir
heilbrigðiskerfið og borgi brúsann
sé hætt við því að kröfurnar taki
mið af því sem ódýrast er hverju
sinni.
„Mér finnst oft vera skortur á
skilningi hjá stjórnvöldum. Þetta
snýst ekki bara um fjármagn heldur
líka að virða bæði líknar- og bráða-
hlutverk. Mér finnst ég oft verða
vör við að lítill áhugi sé á hjúkr-
unarheimilunum. Það deyja margir
þar en mér finnst ég þurfa að berj-
ast fyrir að fá að meðhöndla þetta
fólk eins og fólk. Og gera það jafn
vel og ef það byggi úti í bæ.“
Vilja meðhöndla fólk á heimilunum
Yfirlæknir á Grund segir að kostnaður við lækna í fullu starfi skili sér í sparnaði annars staðar í heil-
brigðiskerfinu Sjúklingar sendir ógreindir á bráðamóttöku Skortur á skilningi hjá stjórnvöldum
Morgunblaðið/Eggert
Yfirlæknir Helga Hansdóttir vill síður senda gamalt fólk á bráðamóttöku.
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Birni H. Halldórssyni hefur verið
sagt upp störfum sem framkvæmda-
stjóri Sorpu bs., með sex mánaða
uppsagnarfresti í samræmi við ráðn-
ingarsamning.
Þetta var ákveðið
á stjórnarfundi
Sorpu í gær.
Í tilkynningu
frá stjórn félags-
ins, sem er í eigu
sveitarfélaganna
sex á höfuðborg-
arsvæðinu, segir
að ákvörðunin
eigi sér m.a. stoð í
nýlegri skýrslu
innri endurskoðunar Reykjavíkur-
borgar um stjórnarhætti og áætlun-
argerð vegna gas- og jarðgerðar-
stöðvar þar sem gerðar voru
alvarlegar athugasemdir við störf
framkvæmdastjóra hvað varðar upp-
lýsingagjöf og gerð kostnaðar-
áætlunar.
Skýrslan var unnin að beiðni
Sorpu eftir að greint var frá því í
haust að kostnaður við gas- og jarð-
gerðarstöð Sorpu í Álfsnesi og
tækjabúnaðar í stækkaða móttöku-
stöð í Gufunesi hefði samanlagt farið
1,3 milljörðum króna fram úr áætlun.
Björn hefur verið í leyfi frá störf-
um undanfarinn mánuð eftir að
stjórn Sorpu „afþakkaði vinnufram-
lag hans“ á meðan skýrslan var til
skoðunar innan stjórnar.
„Að fengnum andmælum fram-
kvæmdastjórans við efni skýrslunn-
ar var ákveðið að veita honum
áminningu í samræmi við ákvæði
kjarasamnings og gefa honum kost á
frekari skýringum og athuga-
semdum. Að þeim fengnum og í ljósi
annarra aðstæðna var tekin ákvörð-
un um uppsögn,“ segir í tilkynningu
frá stjórninni.
„Ekkert út á störf mín að setja“
Í yfirlýsingu sem Björn sendi frá
sér í gær segir hann niðurstöðu
stjórnarinnar mikil vonbrigði enda
sé ekkert út á störf hans að setja.
„Uppsögninni virðist því einkum ætl-
að að varpa athyglinni frá ábyrgð
stjórnar á þeirri áætlanagerð Sorpu
bs. sem er til umræðu,“ segir Björn.
Þá segir hann að ákvörðun um
byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar-
innar í Álfsnesi hafi verið tekin af
stjórn Sorpu samkvæmt fyrirmæl-
um frá eigendafundi. Eigendur og
stjórn hafi útbúið kostnaðaráætlun
út frá eigin forsendum og hann
hvorki gert tillögu um þá áætlun né
samþykkt hana. Það megi sjá í
fundargerðum. Björn telur að
stjórnarmenn og eigendur Sorpu bs.
„hafi hér ætlað að skáka í því skjóli
að framkvæmdum yrði lokið talsvert
fyrir næstu sveitarstjórnarkosning-
ar 2022. Kjósendur væru því ólíkleg-
ir til að minnast málsins þegar þar að
kemur.“
Björn segist enn fremur ekki
kunna neinar skýringar á því
„hversu illilega innri endurskoðandi
hrapar að röngum niðurstöðum“, en
þó sé ljóst að hann hafi bersýnilega
verið vanhæfur til að framkvæma
rannsóknina enda sitji móðurbróðir
hans í stjórn Íslenska gámafélagsins.
Dr. Helgi Þór Ingason, prófessor
við verkfræðideild Háskólans í
Reykjavík, hefur verið ráðinn tíma-
bundið í starf framkvæmdastjóra.
Helgi Þór er forstöðumaður MPM-
meistaranáms í verkefnisstjórnun
við HR og hafa rannsóknir hans og
kennsla á háskólastigi einkum snúist
um verkefna- og gæðastjórnun.
Helgi Þór sinnti einnig stöðu for-
stjóra Orkuveitu Reykjavíkur tíma-
bundið árin 2010-2011.
Framkvæmda-
stjóra Sorpu
sagt upp störfum
Segir uppsögninni ætlað að draga
athygli frá ábyrgð stjórnar Sorpu
Björn H.
Guðfinnsson
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Álfsnes Kostnaður við stöðina hef-
ur farið 18% fram úr áætlunum.