Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
veita náttúrulega vörn
gegn bakteríum í munninum
Tvíþætt sink
og arginín
Dregur úr
tannskán
Styrkir
glerunginn
Dregur úr
tannskemmdum
Frískari
andardráttur
Dregur úr
blettamyndun
Dregur úr
viðkvæmni
Dregur úr
tannsteini
Fyrirbyggir
tannholdsbólgu
NÝTT
Veruleg fækkun baktería á
tönnum, tungu, kinnum og
gómi eftir samfellda notkun
í fjórar vikur.
BYLTING FYRIR
ALLANMUNNINN
Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold
Frábær
vörn í
12
tíma
Mikið hefur verið rætt ogskrifað um olíur og gagn-semi þeirra til að viðhalda
góðri heilsu. Til þess að olía geti
talist holl þá skiptir máli hvernig
hún er unnin. Í dag eru þrjár mis-
munandi vinnsluaðferðir á olíum;
efnanotkun, hitun og kaldpressun.
Efnanotkun: Það er vinnsluaðferð
þar sem uppleysiefni eru notuð til
þess að skilja olíuna frá hráefn-
unum en þessar olíur geta verið
skaðlegar heilsu manna þar sem
ekki er hægt að útiloka að leifar af
leysiefnunum séu enn til staðar í
olíunni. Þessi aðferð er mjög fljót-
virk og er iðulega notuð í massa-
framleiðslu eins og á vinnslu á
pálmaolíu/feiti.
Hitun og pressun: Í þessari
vinnsluaðferð eru hráefnin pressuð
undir miklum hita þannig að olían
skilji sig frá hráefnunum, hitinn er
iðulega það hár að bæði fitusýrur
og virku efni olíunnar skemmast að
miklu leyti ef ekki öllu. Þessi að-
ferð er töluvert notuð til að ná
kókosolíu frá massa sínum.
Kaldpressun: Felst í því að hráefn-
in eru pressuð undir miklum þrýst-
ingi án hitunar. Þessi aðferð er
seinvirk og nýtnin verður ekki eins
góð og í hinum aðferðunum þ.e.
töluverð olía verður eftir í hráefn-
unum. Þess vegna eru kaldpress-
aðar olíur dýrari en að sama skapi
eru þetta mun meiri gæði, bæði
fitusýrur og virku efni eru til
staðar.
Til að gæðaolía haldi gæðum sín-
um sem lengst þá þarf að geyma
hana í dökkum flöskum til að
vernda hana fyrir birtunni og
geyma inni í ísskáp eftir opnun.
Í allri umræðunni um heilnæmi
olía gleymist oft að olíur eru mis-
jafnar að eiginleikum og ekki víst
að allar olíur henti viðkomandi, því
er oft betra að leita að olíu sem á að
vinna á einhverjum veikleikum svo
olían gagnist við að bæta heilsuna.
Hérna koma nokkrar vel þekkt-
ar olíur og nokkrir punktar um
hverja og eina.
Graskersfræolía: Talin góð gegn
ertingu í þvagblöðru, sýkingum í
nýrum og blöðruhálskirtli.
Hampfræolía: Talin góð fyrir húð,
hár, blóðrás og gegn exemi, sóra
og þrymlabólum.
Heslihnetuolía: Talin góð við blóð-
leysi, háum blóðsykri, hafa góð ár-
hif á vöxt, lundarfar og húð auk
þess að vera vörn gegn krabba-
meini.
Hörfræolía: Talin góð fyrir þá sem
eru með ADHD, æðakölkun auk
ýmissa tegundir krabbameins
(brjósta, ristils-, nýrna- og húð-).
Talin vinna á augn- og húðþurrki,
háum blóðþrýstingi, vera góð fyrir
taugakerfið, gegn þunglyndi, góð
á breytingaskeiði. Linólsýra í
hörfræolíunni getur verið slæm
fyrir blöðruháls og konur á með-
göngu og ætíð á að hætta inntöku
fyrir skurðaðgerð og ef hjarta-
magnyl er tekið vegna blóðþynn-
ingareiginleika olíunnar.
Ólífuolía: Talin góð fyrir hjarta og
æðakerfi.
Sesamfræolía: Talin góð gegn
bólgum auk þess að jafna blóð-
sykur. Hún er sögð blóðþrýstings-
lækkandi, bakteríudrepandi, létta
lundina og vera náttúruleg sól-
arvörn.
Valhnetuolía: Talin góð fyrir blóð-
rásina og gegn hjartasjúkdómum.
Hún er talin minnka bólgur, bæta
hormónastarfsemina, næra húð-
ina og vinna gegn exemi, og
sveppamyndun. Auk þess er hún
verkjastillandi og sérstaklega góð
fyrir heilastarfsemina.
Vínberjafræolía: Er fimmtíu sinn-
um andoxunarríkari en E-vítamín.
Er talin góð fyrir hjarta og æða-
kerfi, gegn sykursýki og bólgum
og græða sár.
Því er það góð ástæða að taka
inn olíur en passa upp á að taka
inn þá olíu sem hentar því líkams-
ástandi sem viðkomandi er í. Þess
má geta að þetta yfirlit er ein-
ungis brot af þeim olíum sem í
boði eru.
Lífrænar kveðjur,
Kaja
Af hverju eru olíur
misjafnar að gæðum?
Heilsuhorn
Kaju
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Gateu Marcel er frönsk súkku-
laðikaka sem er bökuð en síðan er
deig sett yfir kalda kökuna sem
krem. Kakan kemur úr smiðju Guð-
rúnar Ýrar Eðvaldsdóttur, matar-
bloggara og meistarakokks, sem
heldur úti hinni stórskemmtilegu
síðu Döðlur & smjör. Hún segir
uppskriftina upphaflega komna frá
Hjalta Lýðssyni konditormeistara.
Hún segist hafa orðið dolfallin við
fyrsta smakk og hún hafi bakað
hana reglulega síðan.
Gateu Marcel
125 g súkkulaði, dökkt
125 g hrásykur
125 g smjör
75 g eggjarauður
100 g eggjahvítur
50 g flórsykur
Hitið ofn í 150°C. Bræðið saman
súkkulaði, hrásykur og smjör í
vatnsbaði. Hitið upp að u.þ.b. 70°C,
þá er skálin tekin úr vatnsbaði.
Eggjarauðunum er hellt saman við
á meðan hrært er í. Látið standa í
kæli í 15-20 mín. Þeytið saman
eggjahvítur og flórsykur, þangað til
stífþeytt. Smyrjið smelluform með
smjöri. Blandið öllu varlega saman
og bakið í 35-40 mín. Leyfið kök-
unni að kólna og þá er uppskriftin
endurtekin, nema í þetta skipti er
nýja deigið sett ofan á bökuðu kök-
una. Hafið kökuna í frysti í 5 klst.
áður en formið er tekið.
Sigtið kakó yfir kökuna og
skreytið með ferskum berjum,
hindber passa sérstaklega vel með
kökunni.
Gateu Marcel
Þessi uppskrift er ein
þeirra sem kalla á að
náð sé í skærin og hún
klippt út. Hér erum við
að tala um hina stór-
kostlegu frönsku súkku-
laðiköku Gateu Marcel
sem margir telja bestu
súkkulaðiköku veraldar.
Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Skyldusmakk Þessi uppskrift er nánast skyldusmakk. Frönsk súkku-
laðikaka tekin upp á næsta stig eins og einhverjir hafa orðað það.
Ljúffeng Guðrún Ýr
Eðvaldsdóttir varð
alveg dolfallin við
fyrsta smakk á þess-
ari gómsætu tertu.