Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég sakna Íslands mikið og yndis- legu, hressu Nasa-stemningarinnar sem myndaðist á síðustu tónleikum okkar í Reykjavík,“ segir tónlistar- konan Heiða Björg Jóhannsdóttir Balu sem, ásamt hljómsveit sinni, Heiða Björg & the Kaos frá Frakk- landi heldur tónleika í Gamla bíói annað kvöld kl. 20, sem er Valent- ínusardagurinn 14. febrúar, undir yfirskriftinni Sound of Sharing. Heiða stofnaði undir því heiti við- burð í Marokkó fyrir nokkrum ár- um en þar í landi bjó hún á árunum 2015 til 19. „Hugmyndin er einfaldlega sú að sameina falleg hjörtu sem þrá að kynnast einhverju nýju, opna sig og gefa af sér á einhvern hátt. Á tón- leikum okkar blöndum við saman ólíkum tónlistarstílum með það að markmiði að skapa yndislega fal- lega og hressa stemningu sem býð- ur áhorfendum í tónlistarferðalag um heiminn,“ segir Heiða, sem hlakkar mikið til að spila og syngja aftur fyrir Íslendinga. Heiða hóf tónlistarnám þegar hún var sex ára, en frá 14 ára aldri var aðalkennari hennar Sigurður Ingvi Snorrason. „Bakgrunnur minn er í klassískri tónlist, þó mér hafi alltaf fundist mjög gaman að spila eftir eyranu,“ segir Heiða og rifjar upp að Guðni Franzson klar- ínettuleikari og hljómsveit hans Rússíbanar hafi veitt sér mikinn innblástur þegar hún var yngri. Á menntaskólaárunum spilaði Heiða með Gretu Salóme í sveitinni Sababa, en að stúdentsprófi loknu lá leið hennar til Parísar í nám. „Upphaflega ætlaði ég að læra arki- tektúr, en fann fljótt að ég yrði að hlýða kallinu og fara í tónlistina,“ segir Heiða. Hún lagði stund á framhaldsnám í klarínettuleik við Conservatoire Régional d’Aubervil- liers-La Courneuve undir leiðsögn Valérie Guéroult, músíkþerapista- nám í CIM Centre International de Musicotherapie, klezmertónlist hjá klezmermeistaranum David Krak- auer, söng- og klarínettuleik í djass- skólanum Arpej og nam kvik- myndatónsmíðar við Conservatoire de Levallois. Árið 2007 stofnaði Heiða hljóm- sveitina Klezmer Kaos í París en breytti nafninu í Heiða Björg & the Kaos árið 2014 þar sem „sköpunar- gleði kallaði á að ég tjáði mig með fleiri stílum en einvörðungu klez- mertónlistinni“ eins og Heiða orðar það og rifjar upp að smám saman hafi röddin bæst við sem hljóðfæri hennar samhliða klarínettinu auk þess sem hún hafi í auknum mæli farið að semja eigin tónlist. Íslendingar svo opnir „Þetta er í sjöunda sinn sem ég kem til Íslands með hljómsveitina mína. Á árunum 2008 til 2010 héld- um við þrenna tónleika á Nasa fyrir fullu húsi og fengum góðar við- tökur. „Það var gaman að upplifa hversu opnir og áhugasamir Íslend- ingar eru fyrir nýrri og fjörugri tónlist sem er auðvitað mjög hvetj- andi,“ segir Heiða og tekur fram að hún hafi síðustu ár hins vegar ekki treyst sér til að fjármagna tónleika- ferð hljómsveitarinnar til Íslands þar sem flugmiðar séu þrefalt dýr- ari en síðast. Að sögn Heiðu hefur hljómsveitin reglulega spilað víðs vegar um Evrópu síðustu 12 árin. „Við kom- um meðal annars fram á alþjóðlegri þjóðlagakeppni í Amsterdam árið 2008 þar sem við komumst í fimm hljómsveita úrslit af 25 hljóm- sveitum. Við settum upp sýningu sem nefnist Eyjafjallajökuls- goskarlinn mikli í Theâtre de Rute- beuf í Frakklandi árið 2012. Við vorum valin sem aðalhljómsveitin fyrir tónlistarhátíðina Babel Sound í Ungverjalandi 2018 og spiluðum á Babel Night í Barselóna 2019.“ Slys sem vatt upp á sig Spurð hvernig hún fjármagni ferðina núna segir hún sögu að segja frá því. „Til að gera tónleika- ferðina núna að veruleika nýti ég launin sem ég fékk fyrir vinnu mína að kvikmyndinni Woman eftir franska kvikmyndagerðarmanninn Yann Arthus-Bertrand sem fjallar um líf og stöðu kvenna alls staðar að úr heiminum, en myndin verður frumsýnd í Frakklandi næsta mán- uði,“ segir Heiða og bendir á að Bertrand hafi einnig gert heim- ildarmyndirnar Home og Human. „Þessi vinna er ein sú magnað- asta sem ég hef nokkurn tímann upplifað,“ segir Heiða og rifjar upp að ástæðu þess að hún fékk vinnuna megi rekja til lagsins „Human“ en í tónlistarmyndbandinu við lagið fékk hún að nota loftmyndir Arthus- Bertrand. „Ég naut þeirra einstöku forréttinda að fá að grafa í gull- námu hans, ef svo má að orði kom- ast, og velja úr loftmyndum hans til að nota í myndbandið „Human“. Ég er aðeins ein þriggja sem notið hafa þess heiðurs,“ segir Heiða og bend- ir á að hinir tveir séu Paul McCart- ney og Calogero, sem er þekktur franskur söngvari. „Ég hefði samt aldrei ákveðið að spila lagið „Human“ á tónleikum, sem leiddi til þess að ég kynntist Yann Arthus-Bertrand, ef ég hefði ekki kynnst Kawtar í Marokkó,“ segir Heiða og rifjar upp að hún hafi tekið hina tvítugu Kawtar upp á sína arma í kjölfar átakanlegra at- burða. „Kawtar henti sér út úr bíl á 80 km hraða til að komast hjá því að vera nauðgað. Við það braut hún nánast hvert bein í líkamanum,“ segir Heiða og rifjar upp að ekkert sjúkrahús hafi viljað taka við Kawt- ar til aðhlynningar þar sem hún var bláfátæk og of slösuð. „Hún var því send heim til að deyja,“ segir Heiða, sem ákvað að gera sitt til að safna fjármagni fyrir hana svo hún kæmist inn á einkasjúkrahús. „Það gekk eftir og í dag er Kawtar nán- ast alheilbrigð,“ segir Heiða og tek- ur fram að þessi reynsla hafa mótað sig og hvatt til að halda áfram að láta gott af sér leiða, en allur ágóði af tónleikunum í Gamla bíói rennur til styrktar skólagöngu tveggja ungra dætra fyrrverandi ökumanns fjölskyldu Heiðu í Marokkó. Það er alltaf von „Reynslan mín hefur kennt mér að það er alltaf von og ég vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að gera heiminn að betri stað,“ segir Heiða sem frá 2014 hefur einnig starfað sem músíkþerapisti, fyrst á barna- spítala í París og síðan í Marokkó. „Starfið fólst meðal annars í að styrkja og róa sjúklingana, fyrir og eftir uppskurð, ásamt því að sjá um aðstandendurna á meðan á aðgerð- unum stóð,“ segir Heiða. Eftir fimm ára búsetu í Marokkó þar sem Heiða sinnti ýmsum sjálfboða- störfum og vann að mannúðar- málum með tónlistarstarfi sínu ákvað hún, þegar fjölskyldan flutti aftur til Parísar, að tengja tónlistar- sköpun sína alfarið mannúðar- og umhverfismálum. Þess má að lokum geta að Heiða Björg & the Kaos skipa auk Heiðu þau Alexis Nersessian á píanó, Charles Rappoport á fiðlu, Nicolas Gardel á gítar, Simon Valmort á trommur og Sylvain Plommet á kontrabassa og rafmagnsbassa. Hljómsveitin Archibald hitar upp, en hana skipa Roxane Terramorsi söngkona og Nicolas Gardel á gítar. Miðar eru seldir á tix.is og á Facebook-viðburði sem nefnist „Sound of Sharing – Gamla bíó – Reykjavík“. Þar má einnig finna upplýsingar um ýmsa afslætti sem miðahafar geta nýtt sér á veitinga- stöðum borgarinnar á morgun. „Við lofum ógleymanlegu kvöldi!“ Ljósmynd/Georgy Pichery Ljósmynd/Lamia Lahbabi Ást Heiða Björg Balu trúir að við getum öll látið gott af okkur leiða. „Vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar“  Tónlistarkonan Heiða Björg Jóhannsdóttir Balu kemur ásamt hljómsveit sinni fram í Gamla bíói annað kvöld kl. 20  „Ég sakna Íslands mikið,“ segir Heiða Björg sem lofar ógleymanlegu kvöldi Stemning Heiða Björg Balu mundar klarínettið á sviðinu með hljómsveit sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.