Morgunblaðið - 13.02.2020, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
Jóhanna og tekur fram að það hafi
líka verið lærdómsríkt að þróa nýtt
leikhúsform sem veitir áhorfendum
tækifæri til að hafa áhrif á fram-
vindu verksins.
„Vegna þess hversu möguleik-
arnir í verkinu eru margir þá er ég
enn að ruglast á æfingum,“ segir
Lára Jóhanna og viðurkennir að erf-
iðara sé að muna leiktextann og
framvinduna þegar hún er ekki eins
frá æfingu til æfingar. „Það er eins
og heilinn visti hlutina ekki jafnvel
þegar maður veit að viðkomandi
sena verður bara leikin í 9. hvert
sinn,“ segir Lára Jóhanna og játar
að hún eigi sér uppáhaldsleið í gegn-
um sýninguna. „Sumar leiðir eru
þannig að ég hef enn ekki komist í
gegnum þær án þess að springa út
hlátri, sem helgast af því að mót-
leikararnir mínir eru frábærlega
skemmtilegir,“ segir Lára Jóhanna
og vísar þar til Ebbu Katrínar
Finnsdóttur, Hilmis Jenssonar,
Írisar Tönju Flygenring og Snorra
Engilbertssonar sem leika með
henni í sýningunni. „Það getur verið
mjög taugatrekkjandi að fara í rann-
sóknarleiðangur á borð við þá sem
farnir hafa verið í þessum tveimur
sýningum og því er mikilvægt að
hafa hóp sem er svolítið æðrulaus
því þá gerast bara ótrúlegir hlutir.
Það hefur reynst okkur vel að vera
opin fyrir nýjungum og láta bara
vaða í tilraunum okkar.“
Í ljósi þess að Ævar hefur sent frá
sér nokkurn fjölda Þín eigin bóka
liggur beint við að spyrja Láru
Jóhönnu hvort hún sjái fyrir sér að
Þitt eigið leikrit sýningarnar verði
jafnvel enn fleiri í framtíðinni. „Já,
algjörlega. Það að fá að hafa áhrif á
framvindu leiksýningar með fjar-
stýringunum er ótrúlega spennandi
og valdeflandi fyrir áhorfendur. Mér
fyndist líka synd að geta ekki nýtt
áfram þessa tækni sem búið er að
þróa,“ segir Lára Jóhanna og bendir
á að Þitt eigið leikrit sýningarnar
tvær séu jafnólíkar og Þín eigin
bækurnar. „Nálgunin milli sýning-
anna tveggja er mjög ólík auk þess
sem þær eru fyrir ólíkan aldurhóp,“
segir Lára Jóhanna og bendir á að
Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag
sé fyrir börn níu ára og eldri, en Þitt
eigið leikrit I – Goðsaga hafi verið
fyrir yngri börn.
Nokkurs konar frammíkall
„Reyndar vona ég að Þitt eigið
leikrit II verði jafnmikil fjölskyldu-
sýning og Í hjarta Hróa hattar. Mér
fyndist líka synd ef leikhúsið héldi
ekki áfram með þetta form. Börn
sem spila tölvuleiki eru orðin vön því
að fá að hafa áhrif á það sem er að
gerast,“ segir Lára Jóhanna og tek-
ur undir að með kosningakerfi sýn-
inganna sé að hluta verið að kynna
áhorfendum hvernig lýðræðið virki
þar sem meirihlutinn ráði framvind-
unni. „Sýningarnar bjóða upp á að
áhorfendur séu virkari þátttakendur
sem kallast á við leikhús fyrri tíma.
Með pelsunum og fínu fötunum hef-
ur kannski skapast of kurteis stemn-
ing í leikhúsinu. Kannski er ekkert
eðlilegt fyrir hundrað manna hóp að
sitja saman algjörlega hljóð og pas-
síf,“ segir Lára Jóhanna og bendir á
að sjá megi notkun fjarstýringanna
sem nokkurs konar frammíkall.
„Það er ótrúlega þakklát fyrir okkur
leikarana að fá svona áþreifanleg
viðbrögð, því angist leikarans snýr
oft að því að vita ekkert hvað áhorf-
endum finnst.“
Ábyrgð að skapa fyrir börn
Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag
er þriðja barnasýningin sem Lára
Jóhanna leikur í, en hún fór með
hlutverk Dórótheu í Galdrakarlinum
í Oz í Borgarleikhúsinu 2011. „Mér
finnst felast mikil ábyrgð í því að
gera barnasýningu. Það að mæta í
leikhúsið, leggja frá sér símana og
gefa tvo tíma af lífi sínu til að horfa á
leiksýningu verður minna og minna
sjálfsagt. Ef maður býr til leiðinlega
barnasýningu þá vilja krakkarnir
kannski ekki fara aftur í leikhús þar
sem búið er að drepa áhuga þeirra.
Ekkert drepur leikhúsið jafnmikið
og leiðinlegt leikhús. Ég upplifi það
því sem samfélagslega skyldu að búa
til góða barnasýningu, enda brenn
ég fyrir að halda leikhúsinu lifandi.“
Kraumandi húmor
Aðspurð segist Lára Jóhanna ekki
hafa farið að lesa Þínar eigin bækur
Ævars af krafti fyrr en eftir að hún
fór að vinna að Þínu eigin leikriti I,
enda hafi dóttir hennar verið í
yngsta lagi til að njóta bókanna með
henni. „Við Ævar vorum bekkjar-
systkini í Leiklistarskólanum þannig
að ég hef lengi fylgst með honum.
Hann hefur verið að skrifa og gera
geggjaða hluti,“ segir Lára Jóhanna
og bætir við að hún hafi verið dugleg
að gefa börnum í fjölskyldunni bæk-
ur hans í jólagjöf. „Dóttir mín er
núna orðin sjö ára þannig að hún er
orðin nógu gömul til að njóta Þinna
eigin bókanna. Ég er því að kynnast
bókunum hans í gegnum hana,“
segir Lára Jóhanna og bætir við að
kraumandi húmorinn í bókum
Ævars og það hvernig hann tali til
lesenda á jafningjagrunni eigi þátt í
að gera bækurnar jafn góðar og
raun ber vitni. „Ég upplifi í öllum
textum hans að hann sé alltaf bros-
andi út í annað,“ segir Lára Jóhanna
og tekur fram að Ævar eigi mikið
hrós skilið fyrir vinnu sína í að efla
læsi barna og ungmenna. „Hann hef-
ur talað um mikilvægi þess að börn
fái að lesa það sem þau hafa áhuga á
að lesa. Að lesa snýst ekki um að
lesa eitthvað merkilegt, fínt og flott
heldur snýst það bara um að hafa að-
gang að einhverjum töfraheimi.
Áhuginn þarf að stýra, sem er í takt
við notkunina á fjarstýringum til að
stýra framvindunni.“
Vitum aldrei hvaða
ferðalag bíður okkar
Innt eftir því hvort einver leið hafi
aldrei verið leikin í fyrra svarar
Lára Jóhanna því játandi „Við fött-
uðum það á miðju sýningartímabili
að sumt var aldrei valið. Ef valið
stendur á milli þess að vera áfram á
sama stað eða fara þá völdu áhorf-
endur alltaf að fara, enda erum við í
eðli okkar forvitin og langar að sjá
eitthvað nýtt. Svo lentum við líka í
því að eitthvað var valið sem hafði
ekki verið valið mjög lengi og þá vor-
um við frekar ryðguð og þurftum að
redda okkur,“ segir Lára Jóhanna
og tekur undir það að góð hlustun og
spuni hjálpi mikið í sýningunni.
„Reynslan í fyrra hjálpar okkur
núna, ekki síst þegar kemur að því
að vera sífellt á tánum og viðhalda
leikgleðinni. Ég held að það komi að
hluta til líka vegna þess að við vitum
ekki hvað er að fara að gerast. Við
vitum aldrei hvaða ferðalag bíður
okkar í hverri sýningu,“ segir Lára
Jóhanna og bætir við. „Það er mjög
gaman að mæta í vinnuna og vita
ekki hvaða sýningu maður er að fara
að leika. Það skapar ákveðið raf-
magn og töfra og samhliða ákveðið
kæruleysi því það er ekki hægt að
undirbúa sig í þaula. Þess vegna þarf
maður bara að vera opinn og taka
því sem kemur og vera í samtalinu
með áhorfendum og mótleikurum.“
Margir leikarar lesa handritið yfir
fyrir sýningu til að undirbúa sig og
rifja upp textann. Spurð hvort hún
geri það fyrir Þitt eigið leikrit svarar
Lára Jóhanna því neitandi. „Ég
þurfti einmitt að finna mér rútínu í
fyrra til að undirbúa mig fyrir sýn-
ingar og komst að þeirri niðurstöðu
að ákveðið kæruleysi sé best. Auð-
vitað kann ég allt sem skiptir máli,
enda erum við búin að æfa vel. Ég
get ekki lesið mig í gegnum alla val-
möguleikana sem í boði eru,“ segir
Lára Jóhanna og tekur fram að hún
lesi ekki alltaf handrit fyrir sýn-
ingar. „Ef það er langt á milli sýn-
inga þá fer ég alltaf yfir leikritið í
heild sinni í huganum. Ef sýningar
eru nægilega þéttar finnst mér það
frekar skapa óöryggi að lesa textann
alltaf yfir fyrir hverja sýningu. Mér
finnst betra bara að treysta.“
Ljósmynd/Ásta Jónína Arnardóttir
Ferðalag Lára Jóhanna Jónsdóttir, sem leikur Önnu, og Ebba Katrín Finnsdóttir ræða málin í sýningunni.
„Mér finnst betra bara að treysta“
Lára Jóhanna Jónsdóttir segir gaman að mæta í vinnuna og vita ekki hvaða sýningu á að fara að
leika Hún leikur í Þínu eigin leikriti II – Tímaferðalagi sem frumsýnt er í Kúlunni á morgun
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Verkið fjallar um Önnu sem ferðast
um í tíma og rúmi til að reyna að
bjarga mömmu sinni sem liggur veik
á spítala. Hún vill ferðast aftur í tím-
ann til að reyna að vara mömmu sína
við og fram í tímann til að reyna að
finna lækningu,“ segir Lára
Jóhanna Jónsdóttir sem leikur Önnu
í Þínu eigin leikriti II – Tímaferða-
lagi eftir Ævar Þór Benediktsson
sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í Kúl-
unni á morgun í leikstjórn Stefáns
Halls Stefánssonar. Verkið er í anda
Þinna eigin bóka Ævars og því geta
áhorfendur reglulega kosið um
framvindu verksins með sérhönn-
uðum fjarstýringum sem tengdar
eru við hvert einasta sæti í salnum
og þannig haft bein áhrif á örlög per-
sóna verksins. „Áhorfendur fá tæki-
færi til að kjósa mun oftar en í
fyrra,“ segir Lára Jóhanna sem lék
einnig í Þínu eigin leikrit I – Goð-
sögu eftir Ævar sem Þjóðleikhúsið
sýndi í fyrra við góðar viðtökur.
Listrænir stjórnendur eru í mörg-
um tilvikum þeir sömu og í fyrra.
Högni Sigurþórsson hannar leik-
myndina, Ásdís Guðný Guðmunds-
dóttir búninga, Magnús Arnar Sig-
urðarson lýsinguna, Kristinn Gauti
Einarsson hljóðmyndina, Anna Hall-
dórsdóttir semur tónlistina, Her-
mann Karl sér um kosningakerfið og
sértækar tæknilausnir, Valdís Kar-
en Smáradóttir útbýr leikgervin og
Ásta Jónína Arnardóttir annast
myndbandshönnun.
Áhrifarík sjónræn umgjörð
„Þó hin sjónræna umgjörð sé líkt
og í fyrra býsna áhrifarík, þá er
samt minni áhersla á flóknar tækni-
legar lausnir og meiri fókus settur á
leikhúslausnir í nýju sýningunni
með tilheyrandi leikgleði. Galdrarn-
ir felast meira í orku og samspili en í
fyrra og svo eru reyndar alveg
geggjaðar tæknilausnir sem gera
sýninguna ennþá betri,“ segir Lára
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Kíktu á hudfegrun.is fyrir nánari upplýsingar.
Meðferðirnar hjá okkur eru framkvæmdar
af sérþjálfuðumhjúkrunarfræðingum.
Dermapen
Microneedling
Byltingarkenndmeðferð sem
gerir ysta lag húðar fallegra.
Vinnur á húðsliti og örum.