Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Page 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2020
Sitthvað er nú tínt til í réttlæt-ingarskyni fyrir einkavæð-ingu banka í ríkiseigu. Slaki
sé í efnahagslífinu og lífsnauðsyn að
losa um fjármagn með þessum hætti,
jafnvel taka, auk fyrirhugaðrar
bankasölu, milljarðatugi að láni til að
örva efnahagskerfið. Þá þurfi skatt-
ar á fyrirtæki að lækka í sama til-
gangi.
Innspýting heitir þetta á máli
stjórnmálanna og þykir allra meina
bót.
Upp eru talin margvísleg þjóð-
þrifamál sem þurfi að næra og
hljómar það sannfærandi í eyrum
okkar; því meira sem spýtt sé þeim
mun betra hljóti það að vera.
En er þá komið
að varnaðar-
orðum og
kannski líka
áminningu um að
ríkisstjórn þurfi
að vera sam-
kvæm sjálfri sér,
yfirlýst stefna
annars vegar og
framkvæmd
þeirrar stefnu
hins vegar, megi
ekki vera sitt
hvað – og hvað þá
svart og hvítt.
Yfirlýsta stefnan (Sjálfstæð-
isflokkur samþykkir með þögninni)
er að umhverfis- og loftslagsmál
skuli hafa algeran forgang við mótun
efnahagsstefnu okkar til framtíðar.
Þetta sé einfaldlega nýi tíminn.
Fínt, segi ég.
En þýðir þetta þá ekki að huga
beri að tvennu. Svona til að byrja
með.
Í fyrsta lagi, að sporna beri gegn
hernaðaruppbyggingu og hern-
aðarhyggju í ljósi þess að hervélar
heimsins eru afkastamestu umhverf-
issóðar samtímans. Gerum við þetta?
Nei, þvert á móti þá spýtum við í.
Í öðru lagi, að gjalda beri varhug
við hagvaxtarkröfu kapítalismans;
að viðbrögð við samdrætti og áföllum
megi ekki sjálfkrafa vera þau að gefa
betur í til að ná þenslunni í gang aft-
ur. Með öðrum orðum, að varast beri
þá innspýtingarstefnu sem nú er
boðuð í Stjórnarráðinu, hvað þá að
hún skuli fjármögnuð með einkavæð-
ingu og lántökum.
En hver er þá valkosturinn? Varla
viljum við atvinnuleysi sem gjarnan
er fylgifiskur samdráttar í efnahags-
lífinu? Nei, atvinnuleysi viljum við
ekki. Valkosturinn heitir jöfnuður og
hófsemi.
Verkalýðshreyfingin er að gera
sitt til að jafna kjörin í þjóðfélaginu.
Það er gott og það ber að styðja. Þá
þurfum við að fylkja okkur um kröf-
ur um að dregið verði úr auðsöfnun
og þar með samþjöppun á fjármagni
og valdi. Til dæmis í sjávarútvegi þar
sem óheyrilegur auður er kominn of-
an í vasann á örfáum einstaklingum
og fyrirtækjum. Kvótann heim – til
þjóðar og byggðarlaga, er krafa sem
heyrist sífellt oftar frá fólki sem vill
endurheimta veiðar og vinnslu við
sjávarsíðu Íslands þannig að lands-
byggðin fái lifað á forsendum sem
jafnframt gagnist okkur öllum sem
byggjum þetta land. Nauðsynlegt sé
að stokka upp spilin þannig að við
hlið stærri út-
gerðarfélaga fái
smærri útgerð
þrifist og dafnað.
Guðjón Ein-
arsson, fyrrum
fréttamaður Sjón-
varps og síðar rit-
stjóri Fiskifrétta,
skrifar upplýsandi
grein í Bænda-
blaðið í fyrri viku.
Hann fjallar þar
um fisk-
veiðistjórn-
unarkerfið í Noregi. Spyr hann með-
al annars íslenskan
smábátasjómann, sem þar starfar og
hefur því þekkingu á bæði íslensku
og norsku fiskveiðikerfi, hvort kerfið
hann telji betra. Stórútgerð er arð-
samari en smáútgerð svarar viðmæl-
andinn, það segi sig nánast sjálft að
ódýrara sé að vera með fá skip með
miklar aflaheimildir en að dreifa
þeim á marga aðila. En hvort sé
betra fyrir byggðirnar sé önnur
saga. Þar hafi smærri einingarnar
vinninginn!
Er það ekki svona sem við verðum
að fara að hugsa, spyrja hvað gagnist
samfélaginu best og hvað sé best fyr-
ir lífríkið. Þannig segir ríkisstjórnin
að sig langi til að hugsa.
En hvers vegna ekki gera það og
þá einnig framkvæma í samræmi við
þá hugsun?
Þegar allt kemur til alls er niður-
staðan sú að betra sé að jafna en að
spýta í.
Betra að jafna
en að spýta í
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’ Er það ekki svonasem við verðum aðfara að hugsa, spyrjahvað gagnist samfélaginu
best og hvað sé best fyrir
lífríkið. Þannig segir rík-
isstjórnin að sig langi til
að hugsa. En hvers vegna
ekki gera það og þá einnig
framkvæma í samræmi
við þá hugsun?
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur
Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
Ögmundur bendir á að hervélar
séu mestu umhverfissóðar sam-
tímans, en samt sé spýtt í.
Vissuð þið að það er tilboð á bjór áDönsku kránni í dag? Íslenskur bjórá 750 krónur og brennivínsskot á 800
kall. Og vissuð þið að Tíu sopar buðu þeim
sem komu í búning og sungu á öskudaginn
upp á bjór? Og að Erdinger mun vera vin-
sælasti hveitibjórinn á Íslandi? Og þú færð
Aperotivo Spritz á 1.500-kall á Sportbarnum
hans Gumma Ben í kvöld?
Ég veit þetta af því ég sá þetta auglýst.
Sem hlýtur nú að vera merkilegt í ljósi þess
að það er klárlega bannað að auglýsa áfengi
á Íslandi. Bara algjörlega stranglega bann-
að. Fjölmiðlar hafa þurft að borga háar
sektir fyrir að leyfa sér að nefna áfengi. En
samt voru allar þessar auglýsingar á ís-
lensku. Á litlum og krúttlegum miðli sem
heitir Facebook. Sem vel að merkja borgar
engin gjöld á Íslandi.
Út af fyrir sig skil ég bann við áfengis-
auglýsingum. Altso pælinguna. Fram-
kvæmdin er bara svo rosalega heimskuleg.
Við sjáum auglýsingar alls staðar. Insta-
gram, Youtube, Twitter og að sjálfsögðu í
sjónvarpinu. En ekki í íslenskum fjölmiðlum.
Það væri hræðilegt. Það verður að teljast
líklegt að íslenskir unglingar missi stjórn á
lífi sínu eftir að hafa séð freyðivínsauglýs-
ingu á blaðsíðu 17 í Mogganum. En þau eru
alveg örugg þegar þau sjá auglýsingu um
Egils Gull með smáa letrinu um að þetta sé
ekkert spennandi. Þetta er bara léttöl.
Þetta bann finnst mér álíka gáfulegt og að
banna íslenskum aðilum að stunda netversl-
un með áfengi. Ef mig langar til að panta
mér flösku af Reyka-vodka þá er það ekkert
mál. Ég get pantað hana frá útlöndum.
Mjög einfalt allt saman. Fyrir utan smá-
atriðið sem felst í því að senda flöskuna til
útlanda til að senda hana aftur til Íslands og
fá hana senda heim til mín.
Nú er sem sagt loksins komið fram frum-
varp sem myndi leyfa íslenska netverslun
með áfengi. Með ströngum reglum og fyr-
irvörum. Og líka að íslensk brugghús geti
selt afurðir sínar á staðnum til gesta sem
hafa mögulega komið að skoða framleiðsl-
una. Að sjálfsögðu aðeins þeim sem hafa
aldur til kaupanna. Einhver gæti sagt að
þetta væru eðlileg spor í átt að frelsi og
eðlilegum viðskiptaháttum.
En svo eru hinir sem segja okkur að auð-
vitað sé það hræðileg hugmynd að hægt sé
að senda áfengi. Hvað ef 16 ára unglingur
tekur bara við sendingunni fyrir mistök og
hverfur samstundis á vit Bakkusar? Og lík-
lega gætum við búist við hópferðum ung-
linga á Árskógssand með fölsuð skilríki að
kaupa Kalda.
Eða ekki.
Nú er orðið býsna langt síðan ég var ung-
lingur. En ef það er eitthvað sem ég man
frá þeim tíma
þá er það að
maður reddaði
sér. Þá var til
siðs að hanga
við hornið á
Ríkinu (sem nú
heitir því virðu-
lega nafni Vín-
búðin) og fá ein-
hvern til að
kaupa fyrir sig.
Einhvern sem
hafði gengið þessa sömu leið í þroskanum og
fann til með illa klæddum unglingum að
reyna að kaupa það sem var ódýrast. Sama
hvernig það bragðaðist. Hvað maður hefði
gefið fyrir að vera í hlýjunni í Kringlunni.
Síðan hefur vínbúðum fjölgað mikið og úr-
valið aukist. Samt sem áður hefur dregið úr
unglingadrykkju.
Kannski er möguleiki, þótt hann hljómi
fjarlægur og furðulegur, að við hættum að
afneita raunveruleikanum og horfumst í
augu við það að við getum ekki lokað land-
inu og stýrt öllu sem okkur dettur í hug
(eða einhverjum öðrum, ég hef ekki þessa
þörf fyrir að ákveða hluti fyrir annað fólk).
Treystum fólki og setjum reglur sem eru
skynsamlegar, frjálslyndar og umfram allt
eðlilegar.
’Ef mig langar til að pantamér flösku af Reyka-vodkaþá er það ekkert mál. Ég getpantað hana frá útlöndum.
Mjög einfalt allt saman. Fyrir
utan smáatriðið sem felst í því
að senda flöskuna til útlanda til
að senda hana aftur til Íslands
og fá hana senda heim til mín.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Unlingurinn í ríkinu
2-3ja
mánaðaskammtur íhverju glasi
„Ég upplifi enga verki í dag og er aftur farinn að
njóta þess að styðja við heilsu mína með hreyfingu,
þökk sé Nutrilenk.“ Kristófer Valdimarsson, 81 árs.
Mest selda
liðbætiefni
á Íslandi
LIÐVERKIR
STIRÐLEIKI
EÐA BRAK Í LIÐUM?
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.