Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Side 13
hringa. Náði mér en hef látið fylgjast vel
með mér síðan,“ segir Rannveig sem var
nokkrum árum síðar hætt komin vegna
brisbólgu. Rannveig hringdi í lækninn á
föstudegi og eftir að hafa heyrt söguna gaf
hann henni tíma strax á mánudagsmorgni.
Skoðun þyldi enga bið. Niðurstaðan var sú
að hún væri með verulega mikil einkenni
sem stöfuðu af langvinnu álagi en þau voru
meðal annars hár blóðþrýstingur, svæsinn
höfuðverkur, dofi og klaufska í hennar til-
viki. Þessi einkenni gætu verið undanfari
heilaáfalls og að eina leiðin til að ná heilsu
væri löng hvíld frá miklu álagi. „Auðvitað
brá mér, ég get ekki neitað því, en á sama
tíma var ég fegin að fá grun minn stað-
festan og að geta þannig gripið inn í áður
en að ég veiktist alvarlega. Tækifæri sem
pabbi fékk aldrei. Davíð vildi senda mig
strax í frí til að taka út álagsvaldana en ég
sagði honum að ég þyrfti tvær vikur til að
hnýta lausa enda í vinnunni; gera eigendum
álversins grein fyrir stöðunni og tala við
starfsfólkið. Hann féllst á það.“
Það gefur augaleið að forstjórastarfi í
stóru fyrirtæki fylgir mikið álag, ekki síst í
fyrirtæki eins og álverinu í Straumsvík sem
gustað hefur um í gegnum tíðina, af ýmsum
ástæðum. „Þetta er þannig starf, alltaf er
hægt að ná í mig og þó ég hafi gjarnan
gætt þess að vinna ekki of langan vinnudag
þá hefur ekki alltaf gengið vel að komast í
frí. Ef til vill er það að koma niður á mér
núna. Það hefur líka verið mottó hjá mér að
svara ekki tölvupósti utan vinnutíma og það
hefur gengið ágætlega. Með einhverjum
undantekningum þó.“
Alltaf verið bindindismaður
Rannveig sér ekki fram á að breyta um lífs-
stíl. „Ég hef aldrei reykt né drukkið og sé
auðvitað eftir því núna; þá gæti ég nefni-
lega hætt þessu hvoru tveggja!“
Hún hlær.
„Ég hef líka verið dugleg að hreyfa mig;
byrjaði í Boot Camp um fimmtugt og æfi að
jafnaði þrisvar í viku. Læknirinn ráðleggur
mér að halda áfram að hreyfa mig enda
dragi það úr álagi og streitu. Ég er fegin
því enda er mjög gaman í Boot Camp og fé-
lagsskapurinn góður. Mikið af ungu og
fersku fólki.“
Rétt er að halda því til haga að veikinda-
leyfi sem Rannveig fór í undir lok síðasta
árs tengist ekki beint veikindum hennar í
dag. Það var aðgerð sem heppnaðist vel og
hefur hún náð sér af því meini. „Aðgerðin
gerði það raunar að verkum að ég hef ekki
getað hreyft mig eins mikið og ég er vön
undanfarna mánuði og það kann að hafa
haft slæm áhrif á blóðþrýstinginn. En að
öðru leyti er þetta ótengt. Það er hins veg-
ar athyglisvert að þegar ég var í því veik-
indaleyfi fann ég minna fyrir þessum ein-
Morgunblaðið/RAX
„Maður velur ekki í hverju maður lendir
í þessu lífi en maður velur hvernig
maður vinnur úr því,“ segir Rannveig
Rist. „Trú mín er sú að hlutirnir hafi
tilhneigingu til að fara vel – sérstaklega
ef maður vinnur að því.“
1.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Flestir kannast við að hófleg streitu-
viðbrögð til skamms tíma geti verið gagn-
leg til að takast á við ákveðin verkefni, jafn-
vel aukið afköst og skerpt á einbeitingu. Ef
streita verður langvarandi getur hún hins
vegar haft margvísleg slæm áhrif bæði
andlega og líkamlega, segir Davíð O. Arn-
ar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala.
Davíð segir að langvinn streita og álag
geti þannig ýtt undir hækkun á blóð-
þrýstingi, valdið hjartsláttaróþægindum,
höfuðverkjum, svefntruflunum, melting-
aróþægindum og margvíslegum einkenn-
um frá stoðkerfi. Þetta getur stundum
valdið mikilli vanlíðan. Einkenni geta þó
verið talsvert breytileg frá einum ein-
staklingi til annars. Verulegt álag til langs
tíma getur einnig haft neikvæð áhrif á
ónæmiskerfið og valdið aukningu bólgu-
þátta í líkamanum sem getur síðan aukið
áhættuna á hjartaáföllum, heilaáföllum og
jafnvel vissum tegundum krabbameina.
Þá er vel þekkt að langvinnri streitu geti
stundum fylgt einbeitingarskortur,
minnistruflanir, kvíði og þunglyndi.
„Það er oft erfitt að takast á við alvarleg
einkenni langvinnrar streitu nema að
draga úr eða jafnvel fjarlægja álagsvaldinn
tímabundið meðan verið er að ná tökum á
stöðunni,“ segir Davíð. „Lykilatriði í að
takast á við streitu eru að ná að hvílast vel,
hreyfa sig reglulega og huga að heilsunni á
sem jákvæðastan hátt.“
Hann segir að regluleg líkamshreyfing
sé gríðarlega mikilvæg til að fyrirbyggja
streitu og takast á við krefjandi aðstæður.
Hreyfingin veiti bæði útrás og byggi upp
þrek til að takast á við erfið verkefni. „Það
verður hver og einn að finna þá tegund
hreyfingar sem hentar en líkast til er besta
ráðið að blanda saman þolþjálfun og
styrktarþjálfun,“ segir hann. „Það eru
athyglisverðar nýlegar hugmyndir um að
styrktarþjálfun geti verið vörn gegn mið-
taugakerfisáhrifum streitu. Þá getur núvit-
und og innhverf íhugun dregið úr streitu-
einkennum og vissar tegundir jóga hafa
sömuleiðis gefist vel.“
Langvinnt álag getur haft
afar neikvæð áhrif