Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Qupperneq 22
Yfirkokkurinn og annar eig-enda Kastrup, Stefán Mel-sted, tekur vel á móti blaða- manni einn vetrardag í vikunni. Í húsnæði sem áður hýsti eina Mic- helin-stað Íslands, Dill, er nú kom- inn glænýr veitingastaður sem býð- ur upp á danskt eðalsmurbrauð, auk annarra gómsætra rétta. Lærði að tala jósku Stefán nær í tvo espresso í litlum glösum og segir blaðamanni frá upphafinu; hvernig hann endaði á því að bjóða upp á dansk-franskan mat á Kastrup í Ingólfsstræti. „Ég lærði til kokks í Danmörku, en þar bjó ég í um fimm ár. Ég var þar í grunnnámi en svo var mjög erfitt að finna lærlingspláss, líka af því ég var ekkert sérlega sleipur í dönsku en ég var þá bara búinn að vera sex mánuði í landinu. Ég vann þá hjá danska póstinum og bar út póst á meðan ég var að leita. Svo fékk ég pláss á stað sem heitir Restaurant Grønnegade. Þetta er lítill huggulegur fransk-danskur staður í Grønnegade 39,“ segir hann. „Þarna var ég í fjögur ár, með- fram því að mæta í skólann. Þarna lærði ég dönsku í eldhúsinu og á barnum. Ég var að vinna með strák frá Jótlandi þannig að ég talaði eig- inlega jósku,“ segir Stefán og hlær. Fimmtíu pelsar í röðum „Þetta var fínn tími. Þarna var kokkur sem hætti ári áður en ég útskrifaðist og gerðist „sous chef“ á D’Angleterre. Ég ætlaði aldeilis heim til Íslands að halda upp á sveinsprófið en þá hringdi hann og bauð mér í prufu mánudeginum á eftir; það vantaði kokk. Það var ekki hægt að segja nei við því og ég var farinn að vinna á D’Angle- terre á miðvikudegi. Það var gam- an að vinna þar því í Grønnegade var pínulítið eldhús en á D’Angle- terre alveg risa. Það er mikil saga þarna og dálítið snobb í kringum staðinn. Um helgar mætti allt fína fólkið í dögurð og þá mátti sjá fimmtíu pelsa í fatahenginu,“ segir hann og hlær. „Það var skemmtileg stemmning þarna og ég öðlaðist mikla reynslu, en þarna vann ég í eitt ár. Þá kom einhver heimþrá í mig,“ segir Stef- án og segist hafa þá flutt heim. „Ég fékk þá vinnu á hóteli hér í bænum og var svo kokkur eitt sumar á Hótel Flatey í Flatey á Breiðafirði. Það haustið var ég eitt- hvað að mæla göturnar og spá í hvað ég ætti að gera næst þegar kokkurinn á Brauðbæ hafði sam- band. Úr varð að ég og vinur minn tókum það á leigu og breyttum því í Snaps. Svo seldi ég stóran hluta rekstursins og síðan höfum við fjar- lægst Snaps,“ segir hann. „Svo kom þetta!“ Tókum bara úr lás Stefán segir að þeir hafi fengið húsnæðið upp í hendurnar og ákveðið að opna stað. „Fyrst leist okkur ekki á þetta en svo sáum við að það þyrfti í raun bara að skúra og byrja. Þann- ig við opnuðum hér 29. nóvember á síðasta ári. Svo settum við upp smurbrauðsseðil og fórum að dunda okkur. Svo varð þetta mjög vinsælt!“ segir Stefán. „Við sögðum engum frá þessu og auglýstum ekkert; tókum bara úr lás. Svo var alveg pakkað hér í desember, þetta spurðist út. Svo tókum við okkur hlé af því að við vissum ekki hvað við ættum að gera en úr varð að við ákváðum að opna aftur um 20. janúar. Mér finnst þetta skemmtilegt; þetta er lítið og við erum eiginlega bara tveir, þrír hérna. Ég er líka að þjóna en kann það ekkert, ég bara geri mitt besta. Við þurfum að fara að finna þjón,“ segir Stefán og brosir. Amerískt naut slær í gegn Stefán segist bæði vera hrifinn af danska og franska eldhúsinu og á Kastrup reynir hann að blanda þessu tvennu saman. „Á kvöldin er ég með annan matseðil en í hádeg- inu. Ég ætlaði ekki að vera með smurt brauð á kvöldin en Íslend- ingar eru svo skrýtnir, þeir vilja líka borða smurbrauð á kvöldin. Þetta er allt mjög einfalt en við stílum inn á að vera með góð hrá- efni og gera hlutina vel. Ekkert húllumhæ,“ segir Stefán og nefnir að einungis sé opið á kvöldin frá miðvikudegi til laugardags. Hádeg- ismatur er alla daga nema sunnu- daga og mánudaga. „Ég er mikið fyrir smurbrauð og mikið fyrir síld, egg og rækjur, hönsesalat og rauðsprettu. Ég elska þetta allt. Svo á kvöldin erum við með sólflúru, sem er ræktuð í landeldi fyrir vestan. Þetta er rosa flottur fiskur; einn sá dýrasti í heimi. Svo er ég líka með steik á kvöldin, en við kaupum sérstakt amerískt rib-eye nautakjöt,“ segir Stefán og gefur lesendum nokkuð einfaldaðar útgáfur af vinsælum smurbrauðum Kastrups. Það er liðið að hádegi og gestir fara að streyma inn og mál að linni. Blaðamaður situr eftir með fulla diska af dönsku smurbrauði; ekki leiðinlegt hlutskipti það! Morgunblaðið/Ásdís Ekkert húllumhæ Nikulás Ágústsson og Stefán Melsted reka Kastrup, nýjan stað í Ingólfsstræti. Kastrup finnst á fleiri stöðum en í Danmörku því nýlega var opnaður veitingastaður með sam- nefndu nafni í Ingólfs- stræti. Þar má gæða sér á dönsku smurbrauði og jafnvel fá sér einn öl með. Á kvöldin er svo boðið upp á sólflúru og alvöru nautasteik frá Ameríku. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Sólflúran er vinsæl á kvöldin. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2020 LÍFSSTÍLL SÉRBLAÐ Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 16. mars. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 20. mars 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.