Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 1
Guðni Einarsson Ragnhildur Þrastardóttir Ríkislögreglustjóri, sóttvarnalæknir og landlæknir skoruðu í gær á þá sem nú eiga í kjaraviðræðum að leita allra leiða til að enda verkfallsað- gerðir sem nú standa yfir og að koma í veg fyrir fyrirhugaðar aðgerðir. Það á m.a. við um BSRB og aðild- arfélög þess eins og Sjúkraliðafélag Íslands, Sameyki, Kjöl, Landssam- band lögreglumanna, Landssam- band slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna auk Eflingar. „Líklegt má telja að verkfallsað- gerðir muni draga úr þeim opinberu sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gangi gegn COVID-19 með ófyrir- séðum afleiðingum fyrir lýðheilsu hér á landi. Þá munu verkföll án efa hafa veruleg áhrif á veitingu heil- brigðisþjónustu,“ segir í niðurlagi sameiginlegs minnisblaðs embætt- anna um yfirstandandi og yfirvof- andi verkföll. „Við biðlum til aðila að afstýra yfirstandandi og fyrirhuguðum verkföllum,“ sagði Þórólfur Guðna- son sóttvarnalæknir, sem skrifaði undir minnisblaðið ásamt Ölmu D. Möller landlækni og Kjartani Þor- kelssyni, settum ríkislögreglustjóra. „Þetta er grafalvarleg staða sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Sandra B. Franks, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands. „Við munum skoða alvarlega hver okkar staða er í þessum viðræðum. Við eigum eftir að semja um launin okkar og erum ekki tilbúin að fara frá samninga- borðinu og eiga eftir að semja um kaup og kjör.“ Hún segir að minnis- blaðið undirstriki mikilvægi starfa sjúkraliða sem vinna mjög nálægt sjúklingum. Vonandi verði horft til þess við gerð nýs kjarasamnings. „Við leituðum að fyrra bragði eftir áliti almannavarna ríkislögreglu- stjóra og höfum síðan tekið tillit til þess. Við höfum gert það t.d. í gegn- um mjög útvíkkaðar undanþágur,“ sagði Viðar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Eflingar. Nýja kórónuveiran hefur stökk- breyst í tvær megintegundir, L og S, og virðist L-gerðin vera mun skæð- ari en hin, samkvæmt nýrri kín- verskri rannsókn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að samkvæmt rannsókninni hafi stökkbreytingin átt sér stað snemma í ferlinu og sé óhagstæðari hýslum, það er mann- fólki, en veirunni sjálfri. Líklega er L-gerðin að ganga í Evrópu. Forðast ber verkföll  Ríkislögreglustjóri, sóttvarnalæknir og landlæknir biðla til viðsemjenda  Nýja kórónuveiran þróaðist í tvær megintegundir  Sú skæðari líklega að dreifa sér MLýsa áhyggjum ... »2, 4, 6 og 38 Morgunblaðið/Eggert VEIRUSMITIÐ » Nýja kórónu hefur iðst hratt u. ru -19 . » Þar með t . Allir höfðu smitas er . anns voru í sóttkví. » V ðbúið ykir að e eigi eftir að hækka á næst F IMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Stofnað 1913  55. tölublað  108. árgangur  Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 5. - 8. mars Mexíkódagar! Santa María á 25% afslætti -25% ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS KAFFIHÚSASÖNGUR 70 ÁRA AFMÆL- ISTÓNLEIKAR SINFÓNÍUNNAR SVAVAR KNÚTUR LEIÐIR HÓPINN, 16 EVA OLLIKAINEN 62-63FINNA VINNU 8 SÍÐUR Bjarni Óskarsson á Völlum í Svarf- aðardal er gagnrýninn á Matvæla- stofnun sem krefur hann um tæp- lega 500 þús. kr. í leyfisgjöld vegna eldis á bleikjum við bæ sinn. Fisk- eldi er í smáum stíl og afurðirnar eingöngu ætlaðar til heimabrúks. Ekki er litið til þess af stofnuninni sem Bjarni telur fara offari gegn þessari ræktun, sem sé fyrst og fremst til gamans. Mikilvægt sé að vekja athygli á þessari rangsleitni, enda hefur Vallabóndinn ritað al- þingismönnum bréf og óskar úr- bóta á lögum og regluverki. »10 Rukkaður um hálfa milljón kr. fyrir heimaeldi á bleikju Þokuslæður sveipuðu skíðabrekkurnar í Bláfjöllum dulúðugri birtu þegar myndin var tekin. Nægur snjór hefur verið þar og leiðir voru troðnar og skíðafærið frábært. Þá voru lagðar brautir fyrir gönguskíði. góðar aðstæður til skíðaiðkunar. Í gær var fínasta veður í Blá- fjöllum, hæg norðaustan gola og -5°C frost. Allar helstu skíða- Morgunblaðið/Árni Sæberg Þokumóðan bylgjaðist um Bláfjöllin  Yfir 50 þúsund verslanir í Japan munu taka Ísey skyr í sölu strax í upphafi skyrframleiðslu þar í landi. Er stefnt að sölu þar í landi í lok þessa mánaðar. „Við erum ákaflega heppin með samstarfsaðila í Japan, getum ekki verið ánægðari með þá. Þeir leysa öll mál af fagmennsku,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS, en hann á ekki von á því að kórónuveiran hafi áhrif á þessi áform. »18 Sala á Ísey í Japan hefst í lok mánaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.