Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 63

Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 63
fyrir þrjá stjórnendur,“ segir Olli- kainen sem stjórna mun verkinu með Daníel Bjarnasyni, aðal- gestastjórnanda SÍ, og Frímanni Bjarna Frímannssyni, aðstoðar- hljómsveitarstjóra SÍ. Verkið var pantað og frumflutt af Fílharmóníu- sveitinni í Los Angeles seint á síð- asta ári undir stjórn Zubins Mehta, Esa-Pekka Salonen og Gustavos Dudamel í tilefni af aldarafmæli Fíl- harmóníunnar. „Það er aldeilis frá- bært að geta flutt verkið hér á Íslandi og ég hlakka mjög mikið til því þetta verður einstök uppákoma,“ segir Ollikainen sem á næsta starfs- ári stjórnar einnig sinfóníu eftir Anton Bruckner. „Ég hef löngum heillast af sinfóní- unum sem Bruckner samdi snemma á ferli sínum og er því spennt fyrir því að stjórna 2. sinfóníu hans, sem var ákveðið tímamótaverk á ferli hans. Loks get ég nefnt að ég mun stjórna Íslandsfrumflutningi á 2. sinfóníu Thomasar Larcher sem nefnist Kenotaph,“ segir Ollikainen, en Larcher er eitt virtasta samtíma- tónskáld Austurríkis. „Þetta er til- finningalega öflugt verk og ein- staklega fallegt samtímaverk. Verkið samdi hann til minningar um flóttafólk sem drukknað hefur undanfarin ár í Miðjarðarhafi,“ segir Ollikainen, en verkið frumflutti Fíl- harmóníusveit Vínarborgar 2016. Fagnar gráu hárunum Á vef SÍ kemur fram að Ollikainen hafi hafið píanónám aðeins þriggja ára og þótt efnilegur píanisti, en skipt um fag og numið hljómsveitar- stjórn hjá Jorma Panula og Leif Segerstam þegar hún komst inn í Sibeliusar-akademíuna. Spurð hve- nær hún hafi gert sér grein fyrir að hana langaði að verða hljómsveitar- stjóri svarar Ollikainen: „Þetta var draumur minn frá unga aldri. Ég var aðeins þriggja ára gömul þegar for- eldrar mínir fóru með mig á óperu- sýningu í fyrsta sinn og ég varð þá strax hugfangin af hljómsveitar- stjóranum. Á þeim tíma skildi ég auðvitað ekki almennilega hvað hann var að gera, en heillaðist engu að síður. Sem barn átti ég vissulega drauma um annars konar framtíðar- starf, en kom alltaf aftur að hljóm- sveitarstjórninni. Þegar ég komst síðan inn í Sibeliusar-akademíuna í fyrstu tilraun aðeins 19 ára gömul þá fyrst gerði ég mér grein fyrir því að draumurinn gæti í raun orðið að veruleika,“ segir Ollikainen sem tveimur árum síðar hreppti fyrstu verðlaun í Panula-keppninni fyrir unga hljómsveitarstjóra árið 2003. Spurð hvernig standi á því að Finnland eigi svona marga hljóm- sveitarstjóra á heimsmælikvarða stendur ekki á svarinu hjá Olli- kainen: „Það er allt Jorma Panula að þakka, því hann er einstakur læri- meistari,“ segir Ollikainen og tekur fram að í eðli sínu sé hljómsveitar- stjórastarfið afar einmanalegt sem henti þjóðarkarakter Finna vel. „Stór hluti af undirbúningsvinnunni fer fram í einrúmi og því þarf maður virkilega að njóta þess að vinna einn ætli maður sér að vera hljómsveit- arstjóri,“ segir Ollikainen og tekur fram að hún hafi á ferli sínum ávallt lagt mjög hart að sér og aldrei tekið neinu sem sjálfgefnu. „Ætli mér hafi ekki ómeðvitað fundist að ég þyrfti að leggja mun harðar að mér og sanna mig í hópi strákanna bæði vegna þess að ég væri kona og einn- ig sökum þess hversu ung ég var þegar ég byrjaði,“ segir Ollikainen og tekur fram að hún hafi töluverðan skilning á því að hljóðfæraleikarar með áratugalanga reynslu í starfi innan sinfóníuhljómsveita geti átt erfitt með að láta unga stjórnendur segja sér til. „Ég fagna því bara gráu hárunum sem tekin eru að birt- ast,“ segir Ollikainen og brosir út í annað meðan hún strýkur sér um höfuð. Ollikainen er reglulega gesta- kennari við Sibeliusar-akademíuna og lætur sig dreyma um að geta líka miðlað af reynslu sinni hérlendis með einhverjum hætti. „Ég nýt þess að kenna, enda felst í því mikil áskorun. Mér finnst alltaf jafn- gaman að fá spurningar frá nem- endum sem ég get kannski ekki svarað strax, en fá mig til að velta vöngum og leita svara.“ Blaðamaður stenst ekki mátið að spyrja í framhaldinu hver sé lykill- inn að því að verða farsæll hljóm- sveitarstjóri. Ollikainen andvarpar og segir síðan skellihlæjandi: „Þú biður ekki um lítið! Heyrnin og góð hlustun er auðvitað lykilatriðið,“ segir Ollikainen og bendir á að næm- ið aukist með aldrinum. „Margir eru uppteknir af tækninni og hver og einn þarf að finna þá tækni sem hentar sér,“ segir Ollikainen og tek- ur fram að í sínum huga sé tæknin hins vegar ofmetin. „Við sjáum mý- mörg dæmi þess að eldri stjórn- endur glími við takmarkaða hreyfi- getu, en eru samt svo skarpir í hugsun að þeir vita nákvæmlega hvað þeir vilja og hafa góða hlustun svo þeim tekst að móta túlkun verka án erfiðis. Að lokum verð ég að nefna mikilvægi góðra samskipta og tengsl stjórnanda við hljómsveit sína. Á endanum er það auðvitað hljómsveitarstjórinn sem ræður, en hann þarf engu að síður að veita hljóðfæraleikurum svigrúm til að vera skapandi listamenn. Þetta er eilífur línudans.“ Er með sígaunasál Það vekur athygli blaðamanns í viðtalinu hversu góður íslensku- framburður Ollikainen er þegar hún ber fram nöfn íslenskra tónskálda og staða. Spurð hvort hún eigi auð- velt með að læra ný tungumál segir Ollikainen það fara algjörlega eftir málinu. „Ef ég heillast af málinu reynist mér miklu auðveldara að læra það. Ég hef sem dæmi aldrei heillast almennilega af ensku og fyr- ir vikið hefur hún reynst mér erf- iðust af þeim tungumálum sem ég kann,“ segir Ollikainen á ljómandi góðri ensku. Auk móðurmálsins finnsku kann Ollikainen sænsku, þýsku, frönsku, ítölsku og dönsku, en hún býr í Danmörku ásamt dönskum eiginmanni sínum, sem líka starfar sem tónlistarmaður, og börnum þeirra sem eru fjögurra og sex ára. „Danskan er mér mjög erfið þrátt fyrir að ég búi í Danmörku. Fram- burðurinn er hræðilega erfiður. Það er miklu auðveldara fyrir mig að bera fram íslenskuna, en ég held að það eigi við um marga Finna. Ég dáist að íslenskunni og er algjörlega heilluð þegar ég hlýði á strengjaleik- arana ræða tæknileg atriði í spila- mennskunni sín á milli á íslensku.“ Spurð hvernig sé að búa í ferða- tösku og flakka milli landa vinnu sinnar vegna þegar fjölskyldan bíði heima segir Ollikainen að stundum sé það frábært og á öðrum stundum hræðilegt. „Ég segi oft að ég sé með sígaunasál því ég nýt þess að ferðast,“ segir Ollikainen og viður- kennir að það sé þó aldrei gaman að þurfa að bíða á flugvöllum, missa af tengiflugi eða þegar fangurinn týn- ist. „En þetta eru fyrsta heims vandamál. Ég álít mig einstaklega lánsama í lífinu þar sem ég fæ að starfa við það sem hugur minn stendur til. Á sama tíma hef ég notið þeirrar gæfu að eignast tvö heilbrigð börn. Ég get ekki beðið um meira.“ MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru haldnir í Austurbæjarbíói 9. mars 1950 undir stjórn Róberts Abrahams Ottóssonar. „Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur allt frá fyrsta degi verið þjóðarhljómsveit og forráðamenn hennar meðvitaðir um nauðsyn þess að ná til sem flestra,“ skrifar Árni Heimir Ingólfsson, listrænn ráðgjafi SÍ, í prógrammi kvöldsins og nefnir í því samhengi mikilvægt samstarf SÍ við Ríkisútvarpið. Tímamót í sögu Sinfóníunnar Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Sigurhans Vignir ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is WHAT YOU CAN’T SEE CAN HURT YOU EL ISABETH MOSS FEBRUARY 28 T H E INV I S I B LE MAN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell ADifferent Kind of Disaster Movie.  Rás 2  FBL m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN BESTA MYNDIN m.a. ÓSKARSVERÐLAUN4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.