Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 49

Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 ✝ Thor BenjamínEggertsson fæddist 28. desem- ber 1945 í Reykja- vík. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. febrúar 2020. Kjörforeldrar hans voru Eggert Guðmundsson list- málari, f. 30.12. 1906, d. 19.7. 1983, og Edith Valborg Black, f. 26.5. 1911, d. 27.8. 1968. Seinni kona Eggerts var Elsa Jóhann- esdóttir, f. 7.7. 1929, d. 10.6. 2015. Stjúpsystkini Thors eru Garðar Þorsteinsson, f. 4.9. 1950, Anna Karólína Þorsteins- dóttir, f. 1.12. 1952, og Rann- veig María Þorsteinsdóttir f. rún, f. 11.1. 1945, Sigríður, f. 3.4. 1946, Jón, f. 5.8. 1947, og Svanhildur, f. 3.1. 1952. Thor lauk prófi í rafeinda- virkjun árið 1967. Hann starf- aði hjá Símanum nær alla sína starfsævi, eða í 59 ár. Hann var einn af fyrstu símvirkjum á Ís- landi og símvirkjameistari. Thor sinnti félagsstörfum frá unga aldri. Hann var í skát- unum sem barn og var Ro- verskáti. Hann var einnig í Hjálparsveit skáta til fjöl- margra ára. Hann var í for- svari fyrir skyndihjálparnám- skeið á Íslandi og skipulagði þau í upphafi. Hann var stofn- andi Hollvina Hjálparsveitar skáta 2013 og var fyrsti for- maður stjórnar. Hann var í stjórn Korpúlfa í Grafarvogi. Hann sinnti fræðslu fyrir eldri borgara í Borgum félagsmið- stöð og kenndi m.a. notkun tölva. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 5. mars 2020, klukkan 13. 29.10. 1959. Líf- fræðileg móðir Thors er Margrét Björnsdóttir f. 9.3. 1923. Hálfsystur Thors sammæðra eru Ólöf Cooper, f. 4.9. 1943, d. 26.2. 2014, og Margrét, sem búsett er í Færeyjum. Thor kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Guðnýju Margréti Skarp- héðinsdóttur 11. nóvember 1995. Guðný Margrét er fædd 6. janúar 1950. Foreldrar henn- ar voru Skarphéðinn Jónsson, f. 14.8. 1917, d. 25.5. 2010, og Fanney Benediktsdóttir, f. 15.9. 1918, d. 28.5. 2008. Systkini Guðnýjar Margrétar eru Guð- Lífið rennur áfram eins og lækur á milli árbakka og það er eins og við mannfólkið reiknum með að lækurinn renni enda- laust áfram og fátt geti gerst sem stöðvi flæði hans. Dauðinn bankar á dyr og það kemur stífla í lækinn, flæðið í læknum breytist, tilveran hringsnýst, allt verður dökkt, rennslið í læknum breytist, einn í fjölskyldunni er fallinn frá. Hann Thor er dáinn, horfinn af þessari jörðu, stórt skarð hefur myndast í fjölskyld- unni. Thor sem hefur verið hluti af tilveru okkar frá því að ég var 16 ára. Pabbi hans og mamma mín giftust. Thor sem var einkabarn stóð frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa að deila lífi sínu með stjúpmömmu og þremur börnum hennar þar af tveimur unglingum. Thor tók þessu öllu með stóískri ró og leyfði okkur að sitja heilu kvöld- in í herberginu sínu og horfa á eina sjónvarpið sem til var á heimilinu. Hann taldi aldrei eftir sér að skutlast með mann í stóra rauða jeppanum sínum ef mikið lá við. Hann gerði allt sem hann gat og missti aldrei stjórn á skapi sínu þó að oft hljóti að hafa reynt á þolrifin hjá honum, það er ég viss um. Eina skiptið sem ágreiningur var á milli okk- ar systkina var um hátíðar og þá voru það gulu maísbaunirnar sem var mikil nýlunda fyrir okk- ur að fá og við hálf rifumst um hver hefði fengið mest. Árin liðu í sátt og samlyndi, Thor var sem bróðir okkar og ánægjuleg við- bót við systkinahópinn. Við hjónin eignuðumst tvo drengi og eina stúlka og ákváðum að ann- ar drengurinn fengi nafnið Garðar Thor. Við héldum hóp- inn og eigum margar ánægju- legar minningarstundir, þar sem mikið var spjallað, hlegið og borðaður góður matur. Thor var svolítið ofvirkur, sem kom vel í ljós þegar hann var í heimsókn hjá okkur í Álaborg í Dan- mörku. Þar voru þrjár sjón- varpsstöðvar og Thor tókst með mikilli lagni að skipta svo ört um stöðvar að við gátum séð þrjár kvikmyndir í einu og það merkilega var að við héldum þræði í þeim öllum. Thor hafði gaman af að ferðast til okkar og vera með okkur. Hann var hrif- inn af krökkunum okkar, átti til að fara út að hjóla með þeim, þó að þær ferðir enduðu nú ekki allar vel. Minnisstætt er þegar þurfti að hreinsa sár á hnjám og lófum og setja plástur á sárið eins og á börnunum okkar. Margt var brallað á þessum ár- um. Hann heimsótti okkur oft, m.a. þegar við bjuggum austur á Eskifirði, síðar Lagarfljótsvirkj- un og í Álaborg. Ferðirnar í Le- goland, dýragarðinn, tívolí, í hjólhýsabyggðina í Þýskalandi með litlu fjölskyldunni og stjúp- mömmunni eru ógleymanlegar. Allir þessar ferðar voru ynd- islegar, í þeim ríkti mikil glað- værð og alltaf var nóg að gera. Þessar minningar eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Við eigum eftir að sakna hans í öll- um barnaafmælum, fermingum og matarboðum. Elsku Thor, við þökkum þér fyrir allar gleði- stundirnar og kveðjum þig með miklum söknuði. Vottum elsku Margréti þinni okkar dýpstu samúð. Megi al- góði guð styrkja hana og blessa á þessum erfiðu tímum. Missir hennar er mikill en ef við þekkt- um þig rétt verður þú henni ætíð nálægur. Anna Karólína, Guð- bergur og fjölskylda. Thor vinur okkar er farinn heim. Þannig tölum við skátar um vini okkar, skátabræður og systur, sem hafa kvatt þetta jarðlíf. Við þekkjum þetta hug- tak, enda meitlað í stein, m.a. á gröf Roberts Baden Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar í Kenía. Kallið kom óvænt, þótt auð- vitað vissum við vinir hans um veikindi hans. Minningarnar eru óteljandi enda höfum við verið vinir og skátabræður í yfir 60 ár. Rover-skátaflokkurinn HIRTIR RS var stofnaður í Gamla skátaheimilinu við Snorrabraut 1. maí 1964 og við höfum haldið upp á stofndaginn ár hvert. Thor ólst upp á miklu menn- ingarheimili hjá foreldrum sín- um í Hátúni 11. Þau hjón voru heimsborgarar og höfðu dvalið langdvölum erlendis, m.a. í Ástralíu þegar Thor var ungur. Heimilið var opið fyrir vinahóp- inn og við kynntumst andans mönnum s.s. Gunnari Dal, rit- höfundi og heimspekingi, Jóni Oddgeiri Jónssyni, skáta og skyndihjálparerindreka, og fræðimanninum Skugga, Joch- um Eggertssyni. Það var sann- kölluð opinberun fyrir okkur strákana að vera samvistum við þetta fólk og eiga það að vinum. Eggert, faðir Thors, hafði á yngri árum verið í flokki með Guðmundi frá Miðdal sem kall- aðist Fjallamenn, en sá hópur harðsnúinna útilífsmanna reisti fjallaskála bæði á Fimmvörðu- hálsi og í Tindfjöllum. Við Hirt- irnir fórum margar ferðir sam- an sérstaklega í Tindfjöllin og væntanlega hefur samvera okk- ar við þessa útilífsmenn og nátt- úruunnendur átt sinn þátt í því að margir okkar hneigðust til útiveru og ævintýraferða. Nokkrir okkar Hjartanna voru saman í bekk í Gagnfræða- skóla Austurbæjar og var gott að eiga vísan samastað þegar mikið lá við. Skátaheimilið við Snorrabraut var okkar annað heimili auk heimilis Thors en þar voru haldin óteljandi bekkj- arpartí og veislur, sumar æði skrautlegar. Thor og fleiri Hirtir gengu í HSSR þegar sveitin var end- urreist 1962 og höfum við starf- að þar að meira eða minna leyti í öll ár. Thor valdist snemma til forystu, enda framsýnn og dug- legur. Við fórum saman í marg- ar æfinga- og ævintýraferðir um öræfi landsins og Thor kom manni gjarnan á óvart á nátt- stöðum með framandi réttum enda hafði hann alla tíð mikinn áhuga á matargerð. Nefna má niðursoðna rétti, pakkarétti, kökur í dósum og drykki sem hitnuðu við að taka þá upp. Thor var tæknisinnaður og lærði ungur símvirkjun. Hann var þar í essinu sínu, fylgdist vel með öllum nýjungum og var óhræddur við að prófa nýja hluti. Samtölin við hann byrjuðu gjarnan svona; „Strákar, ég ætla að sýna ykkur svolítið al- veg nýtt“. Haustið 2016 fór hópur Hjarta með eiginkonum í sigl- ingu um Miðjarðarhaf og komu víða við m.a. í Róm, Tyrklandi og Landinu helga. Mikil ævin- týraferð og nutu Thor og kona hans Margrét ferðarinnar og lifðu lengi á góðum minningum. Okkar kæri vinur hefur lokið sinni vegferð að sinni og við tek- ur nýr kafli í sumarlandinu, þar sem honum verður fagnað af þeim sem farnir eru á undan bæði úr okkar hópi og úr fjöl- skyldunni. Við Hirtir biðjum þér og fjölskyldu þinni blessunar og þökkum heils hugar fyrir sam- veruna. F.h. hönd Hjarta RS. Eggert Lárusson. Kær vinur í meira en hálfa öld, Thor B. Eggertsson, er lát- inn. Það er virkilega sárt, enda fágætt að þekkja einhvern svona lengi án þess að nokkurn tíma slettist upp á vinskapinn. Þannig var Thor, hvers manns hugljúfi. Leiðir okkar lágu sam- an í skátahreyfingunni og síðar í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Thor var á margan hátt snill- ingur. Hann hafði óvenjulega hæfileika til að fást við tækni- lega hluti eins og fjarskiptatæki. Hann starfaði hjá Pósti og síma alla sína starfsævi þar sem þessir hæfileikar nýttust til fullnustu. Það var því mikill fengur fyrir hjálparsveitina að fá Thor til starfa. Þar vann hann öll störf af hreinni hugsjón og aldrei örlaði á að hann hefði eigin hagsmuni í huga. Þegar ég lét af störfum þar sem sveit- arforingi lá beint við að Thor tæki við. Þá vissi ég að sveitin var í góðum höndum. Thor sér- hæfði sig á sviði skyndihjálpar og þegar Björgunarskólanum var komið á fót var hann einn af brautryðjendunum. Hann út- skrifaði fyrstu skyndihjálpar- kennarana frá skólanum, en þeir komu víðsvegar að af landinu. Þannig tókst að koma fræðslu og þjálfun til flestra landshluta. Lengi vel vann hann ötullega að þessum málaflokki og var einn af yfirkennurum skólans. Þegar hjálparsveitin hóf sölu á flug- eldum árið 1968 var Thor drif- kraftur í því starfi og stjórnaði flugeldasölu sveitarinnar lengi vel svo og fjölda flugeldasýninga sem haldnar voru. Hann var líka einn af stofnendum Vina HSSR sem er félagsskapur eldri félaga úr hjálparsveitinni og var fyrsti formaður þar. Lengi má telja upp mikilvæg verkefni sem Thor kom að eða stjórnaði. Það var ávallt hægt að leita til hans og hann leysti úr öllum málum fljótt og vel. Aldrei heyrði ég nokkurn mann hallmæla Thor og hann talaði aldrei illa um nokkurn mann. Það var gott að eiga hann að. Thor var gæfumaður í einka- lífi. Þegar ég kynntist Thor bjó hann í Háholtinu þar sem Egg- ert Guðmundsson listmálari og fósturfaðir hans réð ríkjum. Þar var oft glatt á hjalla. Síðar kvæntist hann Margréti Skarp- héðinsdóttur. Þau hjónin störf- uðu samhent að áhugamálum sínum, ferðuðust um heiminn og nutu lífsins. Við gömlu félagarnir í hjálp- arsveitinni söknum hans sárt. Minningin um góðan dreng mun ávallt lifa með okkur. Tryggvi P. Friðriksson. Það að hafa átt Thor B. Egg- ertsson að vini og góðum félaga í áratugi leiðir af sér að margs er að minnast og margt að þakka. Upphaf kynna okkar var þeg- ar undirrituð hóf nýliðaþjálfun í Hjálpasveit skáta Reykjavík um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Hann var sveitarforingi á þeim tíma og leiddi nýliðaþjálf- unina og okkur góð fyrirmynd sem vildum gera björgun mannslífa í neyð að áhugamáli. Þetta kann ef til vill að hljóma einkennilegt áhugamál en þarfnast ekki skýringar með- al þeirra sem til þekkja. Þar var Thor fremstur í flokki, sannur til orðs og æðis. Heiðarlegur, réttsýnn, athug- ull, rýndi til gagns en átti jafn- framt auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar mála þegar svo bar undir. Þegar nýliðatímabili mínu lauk unnum við mikið saman að sameiginlegu áhugamáli sem var skyndihjálpin. Þar var hann brautryðjandi í kennslu, hafði farið í björgunarskóla erlendis og innleiddi ný vinnubrögð og aðkomu á slysstað. Það var því sjálfgefið að hann yrði fyrsti skólastjóri Björgunarskóla Landssambands Hjálparsveita skáta, en með stofnun hans má rekja upphaf þeirrar skipulegu þjálfunar sem björgunarsveitir viðhafa í dag. Í starfi mínu hjá björgunarskólanum um tíma gat ég ávallt leitað í smiðju til Thors og lærði margt af honum, m.a. þegar við unnum saman að leið- beinendaþjálfun fyrir skólann. En samgangur okkar ein- skorðaðist ekki við hjálparsveit- arstörf. Við fórum í skemmti- legar ferðir framan af árum á sumrin um óbyggðir landsins, hittumst erlendis á ferðum okk- ar ef því var að skipta og ávallt nutu dætur okkar Ágústs góðs vinar. Saman fórum við reglu- lega í leikhús í áratugi ásamt fleiri félögum úr björgunar- sveitastarfinu og þegar Magga kom til sögunnar var sjálfgefið að hún kæmi í hópinn. Í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur kom matur við sögu en þar var Thor á heimavelli og naut þess að gera vel við sig og aðra. Að leiðarlokum vil ég þakka samfylgdina og færi Möggu, en hennar er söknuðurinn mestur, innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. María Haraldsdóttir. Thor B. Eggertsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýjar kveðjur og kærleika við andlát og útför okkar elskulegu GUÐFINNU HREFNU ARNÓRSDÓTTUR, Guffýjar, Ásklifi 1, Stykkishólmi. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Karvel Hólm Jóhannesson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN A. GUÐMUNDSSON, áður til heimilis í Brekkubyggð 89, Garðabæ, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir, laugardaginn 15. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. mars klukkan 13. Jóna G. Gunnarsdóttir Kristjana Kristjánsdóttir Pétur A. Maack Hilmar S. Kristjánsson Josefine L. Kristjánsson Ragnar K. Kristjánsson Helga Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, afi, langafi og sambýlismaður, STEFÁN EYJÓLFSSON, búsettur í Mönsterås, Svíþjóð, lést sunnudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Skogslyckans kyrka, Växjö, föstudaginn 13. mars klukkan 13.30. Eyjólfur Stefánsson Hermann Stefánsson Aðalbjörn Stefánsson Birgitta Kronblad barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR frá Ísafirði, Grænumörk 3, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, 19. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Unnur Ólöf Matthíasdóttir Styrkár Hjálmarsson Benedikt Már Jóhannsson Auður Jóhannsdóttir Björn Bjarnason Ólafur Fannar Jóhannsson Berglind Rós Guðmundsdóttir Styrmir Jóhannsson Kolbrún Ýr Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.