Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020  Pinatar-bikarinn Leikið í San Pedro Pinatar, Spáni: Ísland – Norður-Írland ........................... 1:0 Dagný Brynjarsdóttir 24. Skotland – Úkraína ................................. 3:0 Martha Brown 23., 73., Claire Emslie 78. Staðan: Skotland 1 1 0 0 3:0 3 Ísland 1 1 0 0 1:0 3 Norður-Írland 1 0 0 1 0:1 0 Úkraína 1 0 0 1 0:3 0  Ísland mætir Skotlandi á laugardaginn og Úkraínu á þriðjudaginn. Lengjubikar karla A-deild, riðill 4: Stjarnan – Valur ...................................... 2:2 Hilmar Árni Halldórsson 77., 81. – Einar Karl Ingvarsson 13., Sigurður Egill Lár- usson 44. Algarve-bikarinn Danmörk – Noregur................................ 1:2 Pernille Harder 7. – Elise Thorsnes 12., Synne Jensen 90. Þýskaland – Svíþjóð ................................ 1:0 Svenja Huth 34. Nýja-Sjáland – Belgía................. (1:1) 8:7(v) Frakklandsmót kvenna Frakkland – Kanada ............................... 1:0 Viviane Asseyi 55. Holland – Brasilía.................................... 0:0 Rússland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Spartak Moskva – CSKA Moskva.......... 3:2  Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru varamenn hjá CSKA og komu ekki við sögu. Danmörk Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: AaB – FC Köbenhavn.............................. 2:0  Ragnar Sigurðsson lék ekki með FC Kö- benhavn vegna meiðsla. Þýskaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Leverkusen – Union Berlín..................... 3:1 England Leikjum í 16-liða úrslitum bikarkeppninn- ar var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/enski. Dominos-deild kvenna Skallagrímur – Snæfell ........................ 70:69 Breiðablik – Keflavík ........................... 68:86 Haukar – Grindavík ............................. 77:66 Staðan: Valur 24 22 2 2079:1577 44 KR 24 17 7 1838:1585 34 Skallagrímur 24 15 9 1636:1648 30 Keflavík 23 15 8 1701:1624 30 Haukar 24 14 10 1743:1663 28 Snæfell 23 7 16 1554:1787 14 Breiðablik 24 3 21 1561:1917 6 Grindavík 24 2 22 1535:1846 4 Evrópudeildin Alba Berlín – Barcelona ..................... 80:84  Martin Hermannsson skoraði 17 stig fyrir Alba, átti 3 stoðsendingar og tók 2 frá- köst á tæpum 30 mínútum. Evrópubikarinn 16-liða úrslit, 3. riðill: Mónakó – UNICS Kazan..................... 85:60  Haukur Helgi Pálsson skoraði 4 stig fyr- ir UNICS og tók eitt frákast á 22 mínútum.  Bæði liðin eru komin í átta liða úrslit. Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, fyrsti leikur: Zaragoza – Lietkabelis ....................... 76:67  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig fyrir Zaragoza og tók 4 fráköst á tæpum 15 mínútum. NBA-deildin Charlotte – San Antonio .................. 103:104 Boston – Brooklyn ................... (frl.) 120:129 New Orleans – Minnesota ............... 134:139 Oklahoma City – LA Clippers........... 94:109 Denver – Golden State..................... 100:116 Phoenix – Toronto ............................ 114:123 LA Lakers – Philadelphia ............... 120:107 Sacramento – Washington............... 133:126   HANDKNATTLEIKUR Coca Cola-bikar karla, undanúrslit: Laugardalshöll: ÍBV – Haukar ................ 18 Laugardalsh.: Aftureld. – Stjarnan .... 20.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: IG-höllin: Þór Þ. – Tindastóll .............. 19.15 Dalhús: Fjölnir – Keflavík ................... 19.15 Ásvellir: Haukar – Njarðvík................ 19.15 Mustad-höllin: Grindavík – ÍR ............ 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Framvöllur: Fram – Fylkir ...................... 19 Akraneshöll: ÍA – Leiknir R..................... 20 Í KVÖLD! Í HÖLLINNI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is KA/Þór leikur til úrslita í bikar- keppni kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, í fyrsta sinn í sögunni á laugardaginn og mun þar mæta annaðhvort Val eða Fram. Norðankonur unnu 22:21-sigur á Haukum í fyrri undanúrslita- leiknum í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi í dramatískum leik. Liðin mættust í undanúrslitum fyrir tveimur árum, þegar KA/Þór lék í fyrstu deild, og höfðu Haukar þá naumlega betur þrátt fyrir að vera mun sigurstranglegri. Í dag leika auðvitað bæði lið í efstu deild og eru hnífjöfn í fimmta og sjötta sæti Íslandsmótsins. Það var því ekki nema von að leikurinn væri æsispennandi. Haukar tóku af skarið snemma og skoruðu fyrstu fjögur mörkin en norðankonur stilltu spennustigið og færðu sig upp á skaftið. Þær jöfn- uðu metin og fengu nokkur færi til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Haukar nýttu sér það, náðu aftur fjögurra marka foryustu snemma í síðari hálfleik og hótuðu því að stinga af. Sara Odden og Berta Rut Harðardóttir voru markahæstar Hauka með fjögur mörk. Leikmönnum KA/Þórs tókst aftur að jafna metin um stundarfjórðungi fyrir leikslok og fengu á næstu mín- útum fjögur eða fimm sannkölluðu dauðafæri til að taka forystu í fyrsta sinn en ávallt brást þeim bogalistin á ögurstundu. Það var eins og norð- ankonum væri hreinlega ekki ætlað að komast í sinn fyrsta úrslitaleik í sögu félagsins en engu að síður var tilfinningin sú, að ef þeim tækist að komast yfir þessa hindrun, þyrfti ekki að spyrja að leikslokum. Það kom svo loks að því, tíu mín- útum fyrir leikslok, og auðvitað féll það í skaut Mörthu Hermannsdótt- ur, reyndustu handboltakonu vall- arins, að brjóta ísinn. Hún skoraði fjögur mörk fyrir KA/Þór, öll úr vítaköstum, og eitt þeirra kom lið- inu loks yfir. Eftir það var leikurinn æsispennandi en Haukum tókst aldrei að endurheimta forystuna né að kreista fram framlengingu úr síð- ustu sókn leiksins. Nú þarf KA/Þór að vinna annan risastóran áfanga og leggja að velli annað af sterkustu liðum landsins á laugardaginn. Mörgum þykir það ógerlegt en allt getur gerst í úrslitaleikjum KA/Þór mætir Val eða Fram í úr- slitaleiknum í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Leik þeirra var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld en staðan var 11:5 fyrir Fram í hálfleik. Sjá nánar um leikinn á mbl.is/sport/handbolti. Í úrslitin í fyrsta skipti  Martha braut ísinn fyrir KA/Þór Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úrslitaleikur Katrín Vilhjálmsdóttir fagnar eftir sigur KA/Þórs gegn Haukum en Akureyrarliðið leikur í fyrsta skipti til úrslita í bikarkeppninni. Stjórnvöld á Ítalíu staðfestu í gær ný lög sem banna áhorfendur á íþróttaviðburðum þar í landi til 3. apríl vegna kórónuveirunnar sem herjar á norðurhluta landsins. Lög- in taka gildi strax og ná til allrar Ítalíu, einnig þeirra svæða þar sem enn hafa ekki fundist smit. Fjöl- mörgum knattspyrnuleikjum var frestað á Ítalíu um síðustu helgi vegna ástandsins. Um næstu helgi fara m.a. fram leikir úr 26. umferð A-deildar sem frestað var um síð- ustu helgi, á meðan liðin sem spiluðu sína leiki fá helgarfrí. Leikið á ný án áhorfenda á Ítalíu AFP Tómlegt Inter Mílanó hefur þegar leikið heimaleik án áhorfenda. Martin Hermannsson var stiga- hæsti leikmaður Alba Berlín þegar liðið tapaði naumlega fyrir stórliði Barcelona á heimavelli, 80:84, í Evrópudeildinni í körfuknattleik, Euroleague, í gærkvöld. Alba var lengi yfir í leiknum en Katalónarnir voru sterkari á lokakaflanum þó sigurinn væri ekki í höfn fyrr en í blálokin. Martin skoraði 17 stig fyr- ir Alba, átti þrjár stoðsendingar og tók tvö fráköst í leiknum en lið hans er í 16. sæti af 18 liðum í deildinni. Barcelona er hinsvegar í þriðja sætinu. Stigahæstur gegn Barcelona Ljósmynd/Euroleague Sautján Martin Hermannsson var enn og aftur í lykilhlutverki. Coca Cola-bikar kvenna, undanúrslit, miðvikudag 4. mars 2020. Gangur leiksins: 0:4, 4:5, 7:7, 7:10, 8:10, 8:12, 10:14, 14:14, 16:17, 18:17, 19:20, 22:20, 22:21. Mörk KA/Þórs: Ásdís Guðmunds- dóttir 4, Martha Hermannsdóttir 4/4, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Ásdís Sigurðardóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Aldís Ásta Heimis- dóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Arna Val- gerður Erlingsdóttir 1. Varin skot: Matea Lonac 12/1. KA/ÞÓR – HAUKAR 22:21 Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Hauka: Sara Odden 4, Berta Rut Harðardóttir 4, Berglind Bene- diktsdóttir 3, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Alexandra Líf Arnars- dóttir 2, Helena Ósk Kristjánsdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 2/1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Rakel Sigurð- ardóttir 1. Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 17. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Áhorfendur: 831. Skallagrímur, Keflavík og Haukar náðu öll að vinna leiki sína í 24. um- ferð Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöld og halda áfram hnífjöfnum slag sínum um þriðja og fjórða sætið í deildinni sem gefa þátttökurétt í úrslita- keppninni. Skallagrímur og Keflavík eru með 30 stig og Haukar 28 en Kefl- víkingar eiga frestaðan leik til góða á keppinauta sína. Liðin þrjú eiga aðeins eftir einn af innbyrðis leikj- um sínum en Skallagrímur á eftir að fá Keflavík í heimsókn í Borg- arnes 18. mars. Valur er þegar orðinn deildar- meistari eftir sigurinn á KR í fyrra- kvöld og Vesturbæjarliðið er nær öruggt með annað sætið. Skallagrímur lenti í mestu vand- ræðunum í gærkvöld gegn Snæfelli í Vesturlandsslag liðanna í Borg- arnesi en knúði fram eins stigs sig- ur, 70:69, eftir æsispennandi loka- sekúndur. Snæfell var sex stigum yfir þegar fjórði leikhluti var hálfnaður en bikarmeistararnir úr Borgarnesi voru sterkari í lokin. Þriggja stiga karfa Hólmara þremur sekúndum fyrir leikslok var ekki nóg til að ná í framlengingu. Keira Robinson skoraði 32 stig fyrir Skallagrím, tók 10 fráköst og átti 8 stoðsend- ingar. Emilie Hesseldal skoraði 19 stig og tók 13 fráköst. Hjá Snæfelli var Emese Vida með 25 stig og 12 fráköst og Amarah Coleman skor- aði 18 stig. Keflvíkingar sóttu Breiðablik heim í Smárann og sigruðu 86:68 eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 40:31. Daniella Wallen skoraði 19 stig fyrir Keflavík, tók 12 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Katla Rún Garðarsdóttir skoraði 13 stig og Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11. Hjá Blikum var Danni Williams að vanda allt í öllu með 33 stig og 9 fráköst. Haukar tóku á móti Grindvík- ingum á Ásvöllum og sigruðu 77:66 eftir jafnræði lengi vel þar sem Suðurnesjaliðið var með forystuna í hálfleik, 32:31. Randi Brown skoraði 29 stig fyr- ir Hauka og Sigrún Björg Ólafs- dóttir 20 og þá tók Bríet Lilja Sig- urðardóttir 12 fráköst. Þær Jordan Reynolds og Tania Pierre-Marie skoruðu 17 stig hvor fyrir Grinda- vík og Bríet Sif Hinriksdóttir 16. Staða Breiðabliks og Grindavík- ur er óbreytt í fallslagnum þar sem Blikar eru með sex stig gegn fjór- um en viðureign þeirra í Grindavík í lokaumferðinni gæti orðið hreinn úrslitaleikur um sæti í deildinni. Harðnandi slagur um úrslitasætin Ljósmynd/KKÍ/Jónas Öflug Keira Robinson var Skallagrímsliðinu enn og aftur mikilvæg í naum- um sigri gegn Snæfelli í Borgarnesi í gærkvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.