Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Gæða sófar á góðu verði Model 9805 L162 cm leður verð frá 369.000,- L185 cm leður verð frá 389.000,- Albert Þór Jónsson viðskipta-fræðingur skrifaði þarfa grein hér í blaðið á mánudag þar sem hann benti á að lækkun skatta og hagræðing í ríkisrekstri væru verðmæta- sköpun. Greinin hófst á þessum orð- um: „Á næstu miss- erum er mikilvægt að lækka skatta þannig að íslenska hagkerfið geti við- haldið hagvexti og hagræða duglega í ríkisrekstri. Innviðafjárfestingar eru mikilvægar en það þarf meira til að auka hagvöxt. Mikilvægustu aðgerðirnar eru lækkun skatta, sérstaklega skatta á fyrirtæki, s.s. tryggingagjalds og fast- eignaskatta. Þessir skattar eru ósjálfbærir til lengri tíma og skerða samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja og hafa lam- andi áhrif á atvinnurekstur á Ís- landi.“    Albert Þór benti á að auk þesssem skattar væru of háir þyrfti að einfalda „allt regluverk og fækka reglugerðum“. Einnig þyrfti að loka opinberum stofn- unum sem væru óþarfar. Þá nefndi hann að yfirbygging í op- inberum rekstri hér á landi væri of dýr „og mikilvægt að byrja hagræðingu og verðmætasköpun strax“.    Óhætt er að taka undir þettaallt. Hið opinbera hefur blás- ið út, skattar hafa hækkað úr hófi og reglugerðir og eftirlitsstofn- anir eru farnar að draga veru- lega þróttinn úr atvinnulífinu.    Því miður virðist umræða afþessu tagi fara fram fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna. Það er miður því að mikil þörf er um þessar mundir á þeim sem vilja berjast gegn bákninu. Albert Þór Jónsson Verðmætin verða til í einkageiranum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta tilboð í útboði Vegagerðarinnar á öðrum áfanga breikkunar hringveg- ar á milli Hveragerðis og Selfoss. Fyrirtækið býðst til að vinna verkið fyrir 5.069 milljónir kr. en það er 176 milljónum lægra en áætlun Vega- gerðarinnar. Tvö önnur fyrirtæki voru 9-12% yfir kostnaðaráætlun. Verkið felst í nýbyggingu vegarins að hluta og breikkun og endurgerð að hluta, alls 7,1 km, frá Kotstrandarkirkju að Biskupstungnabraut. Gerð verða tvenn ný vegamót, hringtorg við Biskupstungnabraut og lagður nýr tæplega 5 km Ölfusvegur til hliðar. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í vor og verkinu verði lokið haustið 2023. Byrjað verður Selfossmegin og í útboðsskilmálum er verkinu skipt í áfanga þannig að hægt verður að taka kafla í notkun eitthvað fyrr. Hveragerðiskafli lagður 2023 Til að ljúka breikkun hringvegar og aðskilnaði akstursstefna alla leið- ina frá Kömbum að Biskupstungna- braut þarf að færa hringveginn til suðurs hjá Hveragerði, samkvæmt aðalskipulagi Hveragerðisbæjar. Framkvæmdin er í undirbúningi og er gert ráð fyrir henni í samgöngu- áætlun árið 2023. helgi@mbl.is ÍAV með lægsta tilboð í breikkun  Framkvæmdum við annan áfanga Suðurlandsvegar lýkur haustið 2023 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hringvegur Unnið að breikkun kafl- ans sem lokið var við á síðasta ári. Algengustu lyfin sem notuð eru við athyglisbresti og ofvirkni (ADHD) eru í flokki örvandi lyfja og teljast flest til ávana- og fíknilyfja. Hefur notkun þessara lyfja á Íslandi aukist undanfarin ár, í fyrra var 36 dag- skömmtum af örvandi lyfjum ávísað á hverja 1.000 íbúa á dag en árið á undan var ávísað 31 dagskammti. Þetta samsvarar 16% aukningu í magni á milli ára. Þetta kemur fram í nýjum Talna- brunni Landlæknis en þar fjalla Védís Helga Eiríksdóttir og Andrés Magnússon um þróun á notkun lyfja við ADHD. Raunar fækkaði ávís- unum þessara lyfja á árinu 2018, sem er rakið til takmarkana sem ákveðnar voru með reglugerðar- breytingu á því ári. Ef notkunin er borin saman við árið 2017 hefur notkunin aukist um 9%, sem er svip- að árlegri meðalaukningu frá 2010. 121% aukning frá 2010 Höfundarnir benda á að ef litið er til síðustu fimm ára megi sjá að um 40% aukning hefur orðið á ávísuðu magni örvandi lyfja í þessum lyfja- flokki og aukningin nemur 121% allt frá árinu 2010. Metýlfenidat er mest notaða lyfið í þessum lyfjaflokki og benda þau á að alls fengu 11.872 ein- staklingar metýlfenidat ávísað a.m.k. einu sinni á seinasta ári, sem samsvarar því að 33 af hverjum 1.000 íbúum hafi fengið metýlfenidat ávísað. Karlar eru meirihluti þeirra sem fá lyfið ávísað þó dregið hafi úr kynjamuninum síðustu ár. Í fyrra fengu 60 af hverjum 1.000 börnum ávísað metýlfenidat eða 6% barna. Hlutfallið er lægra meðal fullorðinna en notkun lyfja við ADHD hefur þó aukist meira hjá fullorðnum en börnum ef litið er yfir sl. tíu ár. Fjöldi fullorðinna sem fá metýlfenidat hefur rúmlega þrefald- ast, fór úr 8 í 25 af hverjum 1.000 frá 2010 til 2019. Notkun metýlfenidats er mest meðal drengja á aldrinum 10-14 ára þar sem 150 af hverjum 1.000 drengjum fengu ávísað metýlfenidat a.m.k. einu sinni á árinu 2019. Á meðal stúlkna er notkun metýlfení- dats svipuð í aldurshópunum 10-14 ára og 15-17 ára. Um 70 af hverjum 1.000 stúlkum í þessum aldurs- hópum fengu metýlfenidat ávísað a.m.k. einu sinni á árinu 2019. omfr@mbl.is Notkun lyfja við ADHD fer vaxandi  11.872 fengu lyfið metýlfenidat 2019  150 af hverjum 1.000 10-14 ára drengjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.