Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ein öflugustu meltingarensím
á markaðnum í dag
● Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og
öll efnaskipti líkamans.
● Betri melting, meiri orka!
● Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans),
Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase).
● Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum.
● 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða
annarra flæðiefna.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
„Ég hef haft psoriasis gigt í meira en tuttugu ár og hef tekið töluvert af lyfjum þess vegna.
Fyrir nokkrum árum fór ég að eiga við magavandamál að stríða sem eru líklegast tilkomin
vegna lyfjanotkunar en fyrir utan magaónot og uppþembu var ég alltaf þreytt og orkulaus.
Ég hef prófað svo margt gegnum tíðina en fundið lítinn mun, þar til ég kynntist Enzymedica
ensímunum. Þvílíkur munur og það besta er að ég fann muninn strax. Ég er ekki lengur
útblásin eftir máltíðir, hægðir urðu fljótt reglulegar, orkan margfaldaðist og ég er ekki að
kljást við magavandamál lengur.“
Anna Gréta
Ekki lengur útblásin eftir máltíðir!
Digest Gold
Ensím geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem
loftmyndun, uppþembu, meltingartruflanir og meltingaróreglu
Recep Tayyip Er-
dogan, forseti
Tyrklands, var-
aði við því í gær
að eina leiðin fyr-
ir Evrópusam-
bandið til þess að
koma í veg fyrir
nýja flótta-
mannakrísu væri
ef ríki Evrópu
styddu Tyrki og
framtak þeirra í Sýrlandi. Erdogan
ákvað í síðustu viku að hamla ekki
lengur för flóttamanna frá Sýrlandi
til Evrópusambandsríkjanna. Hann
mun funda í dag með Vladimír Pútín
Rússlandsforseta, í þeirri von að rík-
in tvö geti aftur komið sér saman um
vopnahlé á milli stríðandi fylkinga í
sýrlenska borgarastríðinu.
Flóttamenn frá Sýrlandi hafa nú
safnast saman við landamæri Tyrk-
lands og Grikklands, og hafa grísk
stjórnvöld sent hermenn á vettvang
til þess að halda landamærunum lok-
uðum. Tyrknesk stjórnvöld segja að
einn flóttamaður hafi látist og fimm
særst þegar grískir hermenn hófu
skothríð í gær. Grikkir hafna ásök-
ununum og segja tyrknesku lögregl-
una hafa skotið táragasi að grískum
landamæravörðum.
Krefst stuðnings frá
Evrópusambandinu
Recep Tayyip
Erdogan
TYRKLAND
Donald Trump
Bandaríkja-
forseti tilkynnti í
fyrrinótt að hann
hefði rætt sím-
leiðis við Mullah
Baradar, póli-
tískan leiðtoga
talíbana, eftir að
vígamenn á veg-
um þeirra hófu
árásir á stöðvar
stjórnarhers Afganistan í vikunni.
Létust 20 manns í árásum þeirra,
og sá Bandaríkjaher sig knúinn til
þess að hefja loftárásir til þess að
hrinda áhlaupinu. Sagði Trump að
samræður þeirra hefðu verið góðar
og að talíbanar væru reiðubúnir að
leggja vopn sín aftur niður.
Ræddi við leiðtoga
talíbana eftir árásir
Donald
Trump
AFGANISTAN
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti
Bandaríkjanna, fékk mikinn byr í
segl forsetaframboðs síns á svo-
nefndum „ofurþriðjudegi“ í fyrri-
nótt, þegar kjósendur í fjórtán ríkj-
um Bandaríkjanna kusu í forvali
Demókrataflokksins. Hafði Biden
betur í níu ríkjum af fjórtán, og bætti
við sig rúmlega 400 fulltrúum á
landsþing Demókrataflokksins í júlí.
Biden tók þar með forystuna í
kapphlaupinu um útnefningu Demó-
krataflokksins, en helsti keppinaut-
ur hans, öldungadeildarþingmaður-
inn Bernie Sanders, er skammt
undan, með um 380 fulltrúa gegn
rúmlega 450 fulltrúum Biden. Enn á
þó eftir að tilkynna um endanleg úr-
slit í Kaliforníuríki, þar sem Sanders
fékk góðan stuðning, og er viðbúið að
bilið á milli þeirra minnki því á
næstu dögum. Auk Kaliforníu varð
Sanders hlutskarpari í heimaríki
sínu, Vermont, og vann að auki góða
sigra í Colorado-ríki og Utah.
Vonbrigði fyrir Sanders
Þrátt fyrir velgengni í Kaliforníu
var kvöldið nokkur vonbrigði fyrir
framboð Sanders, þar sem Biden
varð ofan á í tveimur ríkjum, Minne-
sota og Massachusetts, þar sem
Sanders hafði verið spáð sigri. Þá
vann Biden Texas-ríki, en ljóst var
að kosningabaráttan þar yrði hörð,
og var með nauma forystu í Maine,
þar sem Sanders átti að vera með
mjög sterka stöðu.
Biden byggði þar ofan á góðan
stórsigur sinn í forvalinu í Suður-
Karólínu um helgina, en í kjölfarið
drógu tveir af keppinautum Bidens,
þau Pete Buttigieg og Amy Klobuch-
ar, sig í hlé og lýstu yfir stuðningi við
framboð Bidens, en þau hafa öll þrjú
höfðað frekar til miðsæknari arms
Demókrataflokksins. Þá ákvað Tex-
as-búinn Beto O’Rourke, sem hætti
við framboð sitt í nóvember, einnig
að lýsa yfir stuðningi við Biden. „Of-
urþriðjudagurinn“ markaði því ótrú-
legan viðsnúning á gengi varaforset-
ans fyrrverandi, en kosningabarátta
hans fór illa af stað og var jafnvel tal-
ið í síðustu viku að Biden væri senn á
útleið.
Í útgöngukönnunum kom fram að
Biden nýtur mikils fylgis meðal
blökkumanna, sem jafnan eru einn
helsti kjósendahópur demókrata, og
þeirra sem eldri eru, en Sanders nýt-
ur meira fylgis meðal fólks af
spænskumælandi uppruna, sem og
kjósenda undir þrítugu.
Bloomberg dregur sig í hlé
Auðkýfingurinn Michael Bloom-
berg, sem hafði ekki tekið þátt í for-
valinu fram að ofurþriðjudeginum,
hafði ekki erindi sem erfiði, en fram-
boð Bloombergs eyddi um það bil
200 milljónum bandaríkjadala í aug-
lýsingaherferð í sjónvarpi og útvarpi
í aðdraganda „ofurþriðjudags“.
Þrátt fyrir fjárausturinn náði Blo-
omberg einungis að vinna forvalið á
Bandarísku Samóa-eyjum, sjálf-
stjórnarhéraði í Kyrrahafi, og fékk
hann í heildina 18 fulltrúa á lands-
þing demókrata í júlí. Bloomberg til-
kynnti í gær að hann hygðist draga
sig í hlé, og lýsti yfir stuðningi við Bi-
den. Sagði Bloomberg í tilkynningu
sinni að hann hefði gefið kost á sér til
þess að tryggja að Donald Trump
yrði ekki lengur en fjögur ár í Hvíta
húsinu, og nú væri hann að hætta við
framboð af sömu ástæðu.
Hvað gerir Warren?
Fjórði frambjóðandinn sem hefur
notið einhvers fylgis er öldunga-
deildarþingmaðurinn Elizabeth
Warren frá Massachusetts, en hún
reið ekki feitum hesti frá „ofur-
þriðjudeginum“. Hún náði einungis
um 42 fulltrúum í heildina. Þar af
komu 17 frá heimaríki sínu þar sem
Warren endaði í þriðja sæti á eftir
Biden og Sanders.
Warren er nú með fimmtíu full-
trúa á landsþingi demókrata, en
hennar eina von, haldi hún áfram
baráttu sinni, er að enginn frambjóð-
andi fái nógu marga fulltrúa til þess
að tryggja sér útnefninguna og að
hún gæti þá orðið valkostur við bæði
Biden og Sanders.
Warren þykir hins vegar nær
Sanders en Biden, og hafa stuðn-
ingsmenn hans því hvatt hana til
þess að draga framboð sitt til baka, í
þeirri von að það dugi til þess að
færa Sanders aftur frumkvæðið í
kosningaslagnum. Grunnt hefur hins
vegar verið á hinu góða milli Warren
og Sanders, og því engan veginn víst
að hún vilji gera honum þann greiða.
Framboð hennar tilkynnti í gær að
Warren ætlaði að íhuga stöðu sína í
ljósi úrslita „ofurþriðjudagsins“.
Ljóst er þó að forvalið er nú í raun
tveggja hesta kapphlaup á milli Joe
Biden og Bernie Sanders. Næst
verður kosið þriðjudaginn 10. mars,
og þá í sex ríkjum, og svo aftur hinn
17. í fjórum ríkjum til viðbótar.
Biden náði forystunni
Allt stefnir í slag á milli Sanders og Biden eftir „ofurþriðjudaginn“ Biden
hafði betur í Texas en Sanders í Kaliforníu Warren þriðja á heimaslóðum
AFP
Í forystu Joe Biden gengur hér á svið í Los Angeles ásamt Jill Biden, eiginkonu sinni og Valerie, systur sinni.
Ítölsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í
gær að 107 manns hefðu nú látist
þar í landi af völdum kórónuveiruf-
araldursins. Íhuga ítölsk stjórnvöld
að hafa alla skóla og háskóla lands-
ins lokaða næstu tvær vikurnar, sem
og að láta alla knattspyrnuleiki fara
fram án áhorfenda.
Rúmlega 3.000 manns hafa nú
greinst með kórónuveiruna á Ítalíu,
og hefur landið orðið einna verst úti
vegna faraldursins. Langflest tilfelli
hafa komið upp í Kína, þar sem veir-
unnar varð fyrst vart, en rúmlega
5.300 manns hafa smitast af henni í
Suður-Kóreu. Þar bættust um 500
tilfelli við í gær.
Tala látinna á Ítalíu hefur snar-
hækkað, og hafa nú 73 dáið þar í
þessari viku. Hafa einungis fleiri dá-
ið í Kína. Ítalska ríkisstjórnin hélt
neyðarfund í gær til þess að ræða
leiðir til að berjast gegn faraldr-
inum, og verður fólki meðal annars
ráðlagt að halda sig að minnsta kosti
einn metra frá öðru fólki og að forð-
ast mannþröng. Þá er mælt sér-
staklega gegn því að fólk heilsist
með handabandi og kossum á kinn
líkt og venja er.
Meira en
100 látnir
á Ítalíu
Stjórnvöld íhuga
að loka öllum skólum