Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bónda í Svarfaðardal hefur af
hálfu Matvælastofnunar verið gert
að slátra bleikjum í tjörn við bæ
sinn ellegar greiða stofnuninni
tæplega hálfa milljón í leyfisgjöld.
Hjá stofnuninni
er litið svo á að
sérstakt rekstr-
arleyfi þurfi fyr-
ir eldi þessu, en
bóndinn lítur
öðruvísi á málið
og telur farið of-
fari gegn sér.
Bjarni Ósk-
arsson á Völlum
í Svarfaðardal,
bóndinn sem hér
um ræðir, sendi alþingismönnum á
dögunum bréf þar sem hann vekur
athygli á málinu sem hann kallar
stofnanaofbeldi.
Væntir viðbragða
„Þetta eru nokkrir bleikju-
sporðar sem ég þarf að drepa ef
ég borga Matvælastofnun ekki
hálfa milljón króna. Mér finnst
nauðsynlegt að bændur og land-
eigendur átti sig á staðreyndum;
að þú megir ekki eiga nokkra
fiska í eigin tjörn, á þinni jörð
öðruvísi en að greiða ríkinu
hundruð þúsunda króna. Hvað
verður næst? Þurfum við bráðum
að borga fyrir að drekka vatn úr
bæjarlæknum eða virkja hann?“
segir Bjarni sem væntir viðbragða
fulltrúa á löggjafasamkomunni.
Að undanförnu hefur Bjarni átt
í bréfaskriftum við Mast vegna
þessa máls og hefur frest til 10.
mars til að tilkynna hvenær tjörn-
in verði tæmd, en hún er þessa
dagana gaddfreðin og snjór yfir
öllu. „Staða mín sé annars þröng,
því ef ekkert er gert mæti eft-
irlitsmenn á staðinn með lög-
regluvaldi og fara í aðgerðir á
minn kostnað,“ segir Bjarni sem á
Völlum rekur sælkeraverslun með
ýmsum heimaunnum afurðum.
Í bréfi Bjarna til alþingismanna
segir hann svo litið á að bleikj-
urnar verði hættulausar ef hann
greiðir fyrrgreinda upphæð. Sér
þyki þó nær að þetta gjald sé 10
þúsund krónur ef eitthvað. Frá-
leitt sé að sama gjaldskrá gildi
um eldi í atvinnuskyni eða smá-
ræði þar sem bændur ali fáeina
fiska sér og barnabörnunum til
ánægju og búbótar, eins og hann
kemst að orði.
Gengið á rétt
„Það skal tekið fram að þessi
fiskur er eingöngu nýttur af okk-
ur og ekki seldur. Það er engin
hætta á að hann sleppi eða valdi
nokkrum tjóni, þetta er íslensk
fjallableikja sem var hér fyrir
landnám. Hann er í okkar tjörn á
okkar landi í okkar vatni,“ segir
Bjarni í bréfi sínu hvar hann
eggjar Kristján Þór Júlíusson,
sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, lögeggjan til að
gera breytingar.
„Mér finnst vera gengið á minn
rétt sem landeiganda, eignarrétt
minn og atvinnufrelsi. Það er
mikið talað um nýsköpun og sjálf-
bærni í búskap og höfum við ein-
mitt verið ein af þeim sem höfum
verið dugleg að gera ýmislegt
nýtt og spennandi á okkar jörð.
Það sér það hver heilvita maður
að það verður lítil framþróun eða
nýliðun til sveita ef þessar stofn-
anir drepa allt í fæðingu,“ segir
Bjarni enn fremur í bréfi sínu.
Telur Matvælastofnun fara offari
Bónda í Svarfaðardal settir kostir Slátri bleikjum í tjörn eða borgi há leyfisgjöld Stofnana-
ofbeldi og lögregluvald Frumkvæði drepið og gjaldskráin er sögð fráleit Bæjarlækurinn næst
Svarfaðardalur Í tjörninni sem hér sést eru bleikjurnar aldar og er framleiðslan aðeins til gamans og heimabrúks.
Bjarni
Óskarsson
Sundaborg 7-9 | 104Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is
Starfsmannafatnaður
Einkennisfatnaður
M
yn
d:
Kr
is
tm
an
n
M
ag
nú
ss
on
Rannsóknastofa byggingariðnaðarins, Rb
við Nýsköpunarmiðstöð Íslands heldur málþingið
RAKASKEMMDIR OG
MYGLA Í HÚSUM
Mánudaginn 9. mars á Grand Hótel Reykjavík kl. 13:00-17:00
Dr. Björn Marteinsson, arkitekt,
verkfræðingur og dósent við
HÍ verður með fyrirlestur, en
ráðstefnan er haldin honum til
heiðurs.
Dr. Lars Erik Harderup Director
of Moisture Research Center,
Lund University, er aðal-
ræðumaður.
Dr. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir,
sveppasérfræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands.
Dr. Ævar Harðarson, arkitekt
Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjavíkur
Fyrirlesarar verðam.a.:
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir,
iðnaðarráðherra
Sjö stutt ávörp til heiðurs
Dr. Björns Marteinssonar
og umræður um framtíðar-
áskoranir byggingarrannsókna
Dr. Ólafur H.Wallevik
Forstöðumaður Rb
Prófessor við HR
Málþingið er í samvinnu við
samtökin Betri byggingar
Aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir
Skráning á www.nmi.is