Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 50 ára Sóley er Ísfirðingur, fædd þar og uppalin. Hún er þroskaþjálfi að mennt frá Þroskaþjálfaskóla Íslands og er þroska- þjálfi í Grunnskólanum á Ísafirði. Sóley situr í stjórn CCU-samtakanna. Maki: Gylfi Þór Gíslason, f. 1963, lögreglumaður á Ísafirði. Börn: Veturliði Snær Gylfason, f. 1998, og Margrét Inga Gylfadóttir, f. 2001. Foreldrar: Veturliði G. Veturliðason, f. 1944, d. 2002, verkstjóri hjá Ríkis- skipum og Samskipum, og Sveinfríður Hávarðardóttir, f. 1946, fyrrverandi skrifstofumaður. Hún er búsett á Ísafirði. Sóley Veturliðadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú sérð hvernig þú getur auðveld- lega öðlast meiri áhrif í vissum aðstæður. Nú er ekki rétti tíminn til þess að sýna festu. Vertu þolinmóður. 20. apríl - 20. maí  Naut Erfiðir einstaklingar og stormasöm sambönd eru tækifæri til þroska. Margir vilja leggja stein í götu þína, en til allrar hamingju þarftu ekki að yfirbuga þá til þess að ná árangri. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það gengur ekki í sambandi við annan aðila að annar hafi allt eftir sínu höfði án tillits til hins. Breytingarnar bíða handan hornsins og það skiptir öllu máli að standa sig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú verður hugsanlega beðinn um að taka á þig aukna ábyrgð. Láttu ekki aðra stjórna ferðinni heldur fylgdu eigin sann- færingu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert að brjótast í þeim málum sem þér finnast þér ofvaxin. Hafðu allan fyr- irvara á því fólki sem talar í hálfum setn- ingum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur verið gott að fá aðra í lið með sér þegar verkefnin gerast flókin. Mundu að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hafðu augun opin fyrir tækifærum og nýttu þér þá fyrirgreiðslu sem þér býðst. Þú getur lært ýmislegt af öðrum í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur haft ófyrirsjánlegar afleiðingar að stökkva án þess að hafa at- hugað málavexti. Haltu þig á jörðinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Veltu vanda- málunum fyrir þér og flýttu þér hægt í leit að lausn þeirra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samskipti við vini þína kunna að verða sérkennileg í dag. Skipuleggðu starf þitt svo þér verði sem mest úr verki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það skiptir öllu máli að halda ró sinni þegar á móti blæs. Ekki krefjast of mikils eða búast við of miklu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vitsmunalegur þroski er augljóslega verðugt verkefni, en þroski sálarinnar er mikilvægari. Leggðu þig fram um að bæta samskipti því maður er manns gaman. „Hafðu engar áhyggjur, við reddum þessu,“ sagði Arngrímur. Ég fór inn í landhelgi Búlgaríu í flugstjórafötum Arngríms og þar með var málinu reddað, vegabréfaeftirlit var ekki eins strangt og það er í dag.“ á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæð- inu. „Nú hafa elskulegu börnin mín tekið við fyrirtækinu og gera enn betur en ég gerði.“ Mikil ævintýri voru í kringum flug- ið á sínum tíma. „Við komum með allskonar nýjar hugmyndir í bæði morgunmat og eins í aðalréttum, einnig fórum við starfsmenn Glóð- arinnar í flug og fylgdum þar með matnum eftir alla leið. Með flugfélag- inu Atlanta fórum við m.a. til Kúbu, Bahama-eyja og fleiri staða og þjón- uðum um borð og sáum til þess að allt gengi vel fyrir sig. Mér er minnisstæð sérstaklega ein ferð en hún var leiguflug með Íslend- inga til Búlgaríu á sínum tíma. Ég var búinn að koma fyrir öllum matn- um um borð í flugvél Atlanta Boeing 747 og var í þann mund að klára og vélin að fara þegar Arngrímur Jó- hannsson vinur minn sagði við mig að ég yrði að koma með, það voru 60 mínútur í brottför, ég rauk heim, gerði mig kláran og var mættur á réttum tíma. En um leið og við vorum komin í 30 þúsund fetin, mundi ég eftir vegabréfinu, rauk fram í flug- stjórnarklefann til Arngríms og sagði honum farir mínar ekki sléttar. A xel Jónsson er fæddur 5. mars 1950 í Hafnarfirði. Hann ólst upp í hjá ömmu sinni Þorbjörgu Einarsdóttur og afa sín- um Axel Jónssyni, en þau létust 1960 og 1961. Uppeldissystir hans var Þorgerður Þórhallsdóttir en hún lést einnig, aðeins 14 ára að aldri, 1960. Eftir það var hann til skiptis hjá móð- ur sinni og stjúpföður sínum og föður sínum og stjúpmóður þangað til hann fór til náms í matreiðslu hjá Loftleið- um hf. á Keflavíkurflugvelli 1968. Axel gekk í Grunnskóla Sand- gerðis og fór síðan í Flensborgar- skóla í Hafnarfirði og lauk gagn- fræðaskólaprófi 1967. Hann útskrifaðist frá Hótel- og veitinga- skóla Íslands og lauk námi í mat- reiðslu 1.12. 1972. Axel starfaði á Hótel Sögu til 1.6. 1973 og hóf störf sem bryti við Hér- aðsskólann að Laugarvatni og starf- aði þar til haustið 1978 og stofnaði þá Veisluþjónustuna ehf. í Keflavík. Axel opnaði veitingastaðinn Glóðina 21.4. 1983 og seinna pitsustaðinn Langbest ásamt því að reka veislu- þjónustu samhliða, sá m.a. um flug- mat fyrir flugfélagið Arnarflug og flugfélagið Atlanta. „Árið 1999 stofna ég svo Matarlyst-Atlanta ásamt mat- reiðslumönnunum Magnúsi Þóris- syni og Rúnari Smárasyni sem seinna varð að Skólamat ehf. sem ég rek enn í dag. Ég hef frá degi eitt í matreiðslu hlakkað til næsta dags, að fá að elda góðan mat og þjóna fólki og ávallt haft að leiðarljósi að gera betur í dag en í gær. Það voru ekki margir sem höfðu trú á að veisluþjónusta myndi ganga í Keflavík á sínum tíma, en hafi maður trú á einhverju þá er það hægt. Sagan endurtók sig við stofnun Skólamatar seinna, þar þurfti maður aðeins að treysta á sjálfan sig með því að vera samviskusamur, heið- arlegur og hafa óbilandi trú á verk- efninu.“ Með það að leiðarljósi hefur fyrir- tækið Skólamatur orðið það sem það er í dag, framleiðir 12.000 þúsund skólamáltíðir, hátt í 5 þúsund síðdeg- is nesti ásamt ýmissi annarri þjón- ustu við tæpa 50 grunn- og leikskóla Axel var valinn Suðurnesjamaður ársins árið 2010 af Víkurfréttum og var fánahyllir Reykjanesbæjar 17. júní 2017. „Áhugamál mín eru í dag golf og ferðalög, bæði innanlands og erlend- is. En ég byrjaði í golfi árið 2014 eftir að ég fann að ég var að verða fyrir í fyrirtækinu og það var gaman að vinna en það er enn skemmtilegra að spila golf, og það er framtíðin mín.“ Einnig er Axel í Lions klúbbi Kefla- víkur og í Oddfellow stúkunni Jóni forseta í Keflavík. Fjölskylda Eiginkona Axels er Þórunn M. Halldórsdóttir, f. 24.9. 1950, snyrti- fræðingur og húsmóðir. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Frið- riksson húsamálari, f. í Aðalvík 6.5. 1918, d. 16.12. 2009, og Sigríður Vil- helmsdóttir húsmóðir, f. í Skagafirði 23.8. 1923, d. 7.12. 2016. Börn Axels og Þórunnar eru 1) Jón Axelsson, f. 22.7. 1972, fram- kvæmdastjóri, búsettur í Reykja- nesbæ. Maki hans er Júlía Jóns- dóttir, 26.4. 1979; 2) Fanný Sigríður Axelsdóttir, f. 7.12. 1978, mannauðs- og samskiptastjóri, búsett í Reykja- Axel Jónsson veitingamaður – 70 ára Fjölskyldan Fanný, Þórunn, Axel og Jón við móttöku fyrirmyndarfyrirtækis. Að elda góðan mat og þjóna fólki Veitingamaðurinn Axel í stór- eldhúsi sínu á Iðavöllum 1. 40 ára Kristín er úr Mosfellsbænum en býr í Reykjavík. Hún er MSc. í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og vinnur við hljóðráðgjöf hjá EFLU verkfræði- stofu. Maki: Árni Theodór Long, f. 1985, brugg- meistari hjá Borg brugghúsi. Börn: Alexander Árni Long, f. 2006, og Tinna Long, f. 2010. Foreldrar: Auður Eiríksdóttir, f. 1950, líf- eindafræðingur og vann hjá Krabba- meinsfélagi Íslands, og Ómar Runólfs- son, f. 1947, vann lengst af á Rannsóknarstofu HÍ á Keldum. Þau eru búsett á Laugabóli 2 í Mosfellsdal. Kristín Ómarsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.