Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
F á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í kF á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í k
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 5175000 | stalogstansar.is
Gott úrval af reimum í
snjósleða, bíla og fjórhjól.
reimar
í snjósleða, bíla og fjórhjól
Ég skil ekki, hver
geti verið tilgangurinn
með að knýja fram
með lögum afnám fá-
mennra hreppa. Ýmis
lögboðin verkefni
yrðu eftir sem áður
ofvaxin þeim, hvort
sem miðað er við 250
eða 1.000 íbúa; við
slíku er gert í núgild-
andi lögum með
ákvæði um samning um samstarf.
Svo er það að bruðla með opinbert
fé að gera það að skilyrði fyrir því
að njóta framlags að láta af hendi
sjálfræði.
Á Íslandi hefur frá því á 19. öld
ráðið umburðarlyndi til löggjafar,
þannig séð, að hún hefur verið snið-
in ólíkt fyrir þéttbýli og strjálbýli.
Þéttbýlið hefur fengið að móta sína
stjórnarhætti og strjálbýlið sína; í
strjálbýlinu hefur forræði hlotið að
mótast meira af áhuga og hollustu
við samþegna, en í þéttbýlinu hafa
mál verið færð í hendur stofustjóra
sem sinna málum í fullu starfi. Milli
þessara tveggja menningarheima
hefur ekki alltaf verið sanngjarn
tónn, en til þessa hefur þéttbýlið
haldið aftur af þeim sem lítilsvirða
áhugamannamenningu strjálbýlis-
ins, og það hefur liðið rétt strjál-
býlisins til að spreyta sig á eigin
forsendum. Það er leitt til þess að
vita að ofan á skuli hafa orðið í
stjórnarráðinu og í Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga
að óvirða slíka fjöl-
menningu.
Ég fjallaði um þetta
mál í grein í Bænda-
blaðinu í haust (Samn-
ingur um samstarf
sveitarfélaga-https://
www.abcd.is/is/
hreppamal/1341-
samningur-um-
samstarf-sveit-
arfelaga.html). Í lítilli
bók (Hreppamál 2013)
eru greinar og bókarkaflar eftir
mig um skyld mál. Þegar líður á
bókina snýr efnið að því að koma til
móts við þarfir þéttbýlisins, svo að
allur almenningur þar megi betur
en nú heyra til sínu umhverfi á
ábyrgan hátt. Gaman væri ef al-
þingi sneri sér að slíku verkefni, en
hætti ýfingum við þann hluta strjál-
býlisins sem finnur enn með sér afl
til að ráða sínum málum.
Afnám fámennra
hreppa
Eftir Björn S.
Stefánsson
Björn S. Stefánsson
» Það er óvirðing við
fjölmenningu lands-
manna að knýja með
lögum fram afnám fá-
mennra hreppa. Bent er
á verðugt verkefni í
þágu þéttbýlisins.
Höfundur stundar þjóðfélags-
rannsóknir.
bssorama@gmail.com
Það er stundum sagt
að Íslendingar hafi
fengið frelsisást sína,
framtakssemi og djörf-
ung í vöggugjöf. Þetta
á sér sagnfræðilegar
skýringar en þegar
landvinningar Har-
aldar hárfagra stóðu
yfir höfðu andstæð-
ingar hans, forfeður
okkar Íslendinga, þrjá
afarkosti; að berjast til
síðasta blóðdropa, að
gerast ófrjálsir hirð-
menn eða að finna ný
og frjáls lönd. Ísland
var byggt af þeim sem
völdu frelsið.
Velgengni Sjálfstæð-
isflokksins í sögulegu
ljósi má að miklu leyti
rekja til þess að stofn-
endur flokksins og síð-
ar meir forystumenn
hins nýstofnaða lýð-
veldis gerðu sér grein
fyrir þessu og héldu vörð um þær til-
finningar sem tengdust sjálfstæð-
isbaráttunni. Þeir vissu að fengið
frelsi þarf að verja og í því samhengi
er mikilvægt að gera sér grein fyrir
því að Ísland varð ekki að fanga Nor-
egs eða Danmerkur á einum degi.
Með frelsismissinum mikla,
Gamla sáttmála, hófst vegferð sem
mætti oftar halda til haga og jafnvel
bera saman við þróun Evrópusam-
starfsins. Í dag væri Gamli sáttmáli
væntanlega skreyttur með einhvers-
lags merkjum um alþjóðasamvinnu
sem almenningur mætti ekki hafa
skoðun á. Hvað sem því líður lifa
minningar hinna myrku helsisalda
sem fylgdu Gamla sáttmála enn í
blóði okkar Íslendinga. Einok-
unarverslun, sultur og framtaksleysi
- þegar hinir ófrjálsu þegnar gátu
varla haft ofan í sig og sína – ein-
kenndi það tímabil eins og hjá flest-
um ófrjálsum samfélögum.
Þetta er ástæðan fyrir því að þeg-
ar Sjálfstæðisflokkurinn var stofn-
aður voru aðalstefnumál hans skýr
og óumsemjanleg krafa um frjálsa
þjóð í frjálsu landi. Þessi aðalstefnu-
mál eru enn grunngildi okkar sem
horfum til fálkans með stolti og
skeytum ekki um hina sívaxandi ör-
lagahyggju, um að einhver annar
ákveði örlög þjóðarinnar og sé for-
ráðamaður okkar.
Þetta er einnig sagnfræðilega
ástæðan fyrir því að landsmenn vilja
ekki inngöngu í Evrópusambandið.
Sumir segja þetta tilfinningar en
eins og með margar tilfinningar
byggir þessi tiltekna tilfinning á gef-
inni reynslu. Rétt eins og barnið ótt-
ast og ber að óttast skríðandi högg-
orm án þess að það hafi nokkurn
tímann verið bitið eða komist í kynni
við slíkan ófögnuð er þetta dæmi um
skilningarvit og aðra meðfædda
hyggni, einhverslags eðlisávísun,
sem flæðir um í blóðinu í formi
erfðavísa.
Meðferð Evrópusambandsins á
okkur í tengslum við Icesave-deiluna
er í fersku minni. Þar sigraði þó
samhent og sameinuð þjóð risann.
Vissulega ekki með neinni hjálp
ráðamanna, sem í óráði sínu og van-
kunnáttu virðast ætla að gera sig að
einhverslags skrauti í minningu um
það sem eitt sinn var og ætti að vera
stolt okkar. Einokunarverslunin hin
nýja, sem gengur út á tæknilegar
viðskiptahindranir, m.a. á vini okkar
í Bandaríkjunum, er farin að kunn-
gerast og kemur beint frá Brussel í
formi tilskipana og reglugerða.
Undirgefni í tengslum við innleið-
ingu á evrópsku regluverki um orku-
mál, einn mikilvægasta málaflokk
okkar, opinberaðist fyrir stuttu og
réttur Íslendinga til þess að hafna
innleiðingu á regluverki var að engu
hafður. Þessi skýlausi réttur var
samt ástæða þess að Alþingi sam-
þykkti samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið og að menn töldu
samninginn samrýmast stjórn-
arskránni.
Orkustefna Íslands var í alla tíð
öðruvísi en sú evrópska og heil-
lvænlegri. Að frumkvæði Sjálfstæð-
isflokksins var lögfest sú stefna að
hið opinbera ætti orkuver og útveg-
aði ódýra orku til fyrirtækja og
heimila. Þannig varð mjög jöfn dreif-
ing á náttúruauðnum og sátt ríkti
um að stundum þyrfti að fórna nátt-
úrunni. Í samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið voru jafnframt
mjög skýr ákvæði sem snúa að al-
gjörri undanþágu Íslands um frjáls-
an innflutning á hrámeti. Með und-
arlegum hætti, aðeins með aðkomu
þingsins sem einhverslags forms-
atriði, virðist nú stefnan sett á að
eyðileggja hinn hreina og mann-
eskjulega íslenska landbúnað. Varla
er það tækt að láta íslenska bændur
keppa við verksmiðjubúskap Evrópu
sem gengur út á mikla sýkla-
lyfjanotkun og ómannúðlega með-
ferð á mönnum og dýrum. Það að
ráðherrar og þingmenn hugsi þetta
ekki til enda er þyngra en tárum
taki. Skömm þeirra er mikil því ekki
verður grunnhyggni þeirra aftur
tekin, ekki síður í ljósi þess að hægt
og rólega erum við að glata fullveld-
inu í hendur ókjörinna skriffinna tvö
þúsund kílómetrum handan hafsins.
Fullveldið er og ætti að teljast
óumsemjanlegur hluti af mannrétt-
indum landsmanna. Vald til þess að
ákveða eigin framtíð og setja lög og
reglur sem raunverulega henta okk-
ar aðstæðum. Vörn gegn hverskyns
ofstæki og kúgun þeirra sem vilja
gerast allra manna forráðamenn.
Hvati fyrir samstöðu og sá einstaki
þáttur sem flestir landsmenn hafa í
gegnum tíðina sameinast um að sé
hvorki til sölu né samnings.
Fullveldið og uppruninn
Eftir Viðar
Guðjohnsen »Með frelsismissinum
mikla, Gamla sátt-
mála, hófst vegferð sem
mætti oftar halda til
haga og jafnvel bera
saman við þróun Evr-
ópusamstarfsins.
Viðar
Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur
og sjálfstæðismaður.