Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
mína. Nú lifið þið afi í hjarta mínu
út mína tíð. Þakkir fyrir allt sem
þú hefur fært mér. Nú hlýtur að
vera veisla hinum megin, því það
var alltaf veisla hjá ömmu.
Far vel amma mín.
Kristján Helgi.
Þú hefur alla tíð verið ein mik-
ilvægasta manneskjan í lífi mínu.
Þú hefur alltaf verið svo náin mér
sem ég er svo þakklát fyrir.
Þú ert sterkasta, hreinskil-
nasta og skemmtilegasta konan í
lífi mínu. Af þér hef ég lært svo
margt.
Þú átt stóran þátt í mér, sér-
staklega dansaranum í mér, enda
fékk ég þá hæfileika frá þér eins
og þú hélst fram. Ég hefði aldrei
orðið svona flottur dansari ef það
hefði ekki verið fyrir þig. Þú
studdir mig alla leið, alltaf. Það
varst þú sem mér þótti dýrmæt-
ast að hafa í salnum að horfa á mig
dansa. Núna veit ég að þú horfir á
mig hinum megin frá, rétt eins og
þú fórst að segja við mig þegar ég
var fimm ára gömul.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir að vera barnabarn þitt og að
fá alla þá miklu ást sem þú gafst
mér.
Takk, takk, takk, elsku amma
fyrir allt það sem þú ert og gafst
af þér. Ég elska þig óendanlega
mikið, þú verður alltaf í hjarta
mínu.
Guð blessi þig og varðveiti,
elsku amma mín.
Þín
Marta.
Helga föðursystir mín var
yngst systkinanna frá Ökrum á
Akranesi. Hún kveður þeirra síð-
ust á 92. aldursári. Faðir þeirra,
Guðjón Þórðarson frá Vegamót-
um, féll frá 1941 þegar Helga var
á þrettánda ári og hún bjó lengst
með móður sinni Ingiríði Berg-
þórsdóttur sem var frá Bergþórs-
hvoli. Í næsta nágrenni reistu
Guðjón og Ingiríður, sem alltaf
var kölluð Inga, hús sitt Akra og
ólu þar upp barnahópinn sinn.
Helga og Kristján maður henn-
ar reistu stórt og myndarlegt par-
hús ásamt Jóhannesi bróður
hennar og Fjólu konu hans á lóð
Akra við Skólabraut eftir að
gamla húsið var flutt í burtu. Hjá
Helgu og Kristjáni bjó amma
Inga þar til hún lést haustið 1958.
Helga var einstaklega hlátur-
mild og kát og hún hló með öllu
andlitinu, stundum þar til tárin
tóku að streyma. Það var gaman
að vera hjá henni. Hún var mjög
hjálpsöm og hafði gott skap.
Efsta hæðin í húsinu þeirra var
ekki innréttuð fyrstu árin og þar
var nóg pláss fyrir alls konar leiki
og fullt af dóti sem hægt var að
fela sig á bak við. Þar skemmtum
við krakkarnir okkur vel. Mér er
sérstaklega minnisstæð stóra tau-
rullan sem þar stóð uppi og við
pössuðum að setja hana ekki um
koll.
Helga og Kristján keyptu sér
jörðina Langeyjarnes á Fells-
strönd og komu sér þar vel fyrir
og nutu þess að dvelja í þeirri
náttúruparadís sem þar er. Það
var gott að heimsækja þau þang-
að og sjá m.a. æðarvarpið sem
Kristján annaðist af mikilli natni.
Hann kom sér líka upp góðri að-
stöðu til að verja varpið fyrir
varginum og gat fylgst með þegar
tófan trítlaði úr fjallinu til strand-
ar í veiðihug.
Helga átti langa og farsæla
ævi. Hún var heilsuhraust og
hafði skýra hugsun og sterkan
vilja til hinstu stundar. Nú þegar
föðursystir mín er lögð upp í sína
hinstu ferð kveð ég hana með
virðingu og þakklæti og óska
henni góðrar ferðar og Guðs
blessunar.
Við Geir sendum hlýjar samúð-
arkveðjur til Ingu Þóru, Smára,
Guðjóns og Guðrúnar Helgu og
fjölskyldna þeirra.
Blessuð veri minning Helgu
Guðjónsdóttur.
Inga Jóna
Þórðardóttir.
✝ Guðrún AnnaIngimundar-
dóttir fæddist 1.
september 1925 á
Hellissandi. Hún
andaðist 21. febr-
úar 2020 á Sól-
vangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar
voru Magnfríður
Friðrikka Sigur-
línadóttir frá Dýra-
firði, f. 7. okt.
1890, d. 17. ágúst 1956, hús-
freyja í Björnsbúð á Hellissandi,
og Sumarliði Ingimundur Guð-
mundsson sjómaður, f. í Kletta-
koti, Staðarsveit á Snæfellsnesi
24. ágúst 1878, d. 28. maí 1958.
Systkin Guðrúnar Önnu eru
Sigurlína, f. 19. mars 1924, d. 1.
des. 1968, hún var gift Banda-
ríkjamanni, Sigurður, f. 12. júlí
1927, d. 8. ágúst 1997, Guð-
munda Magnfríður, f. 30. sept.
1928, d. 10. júlí 2015, maki Egill
Egilsson, (1925-2019), Jóhanna
Kristín Birnir, f. 15. feb. 1930,
maki Einar B. Birnir, f. 1930,
og Eggert Guðmundur, f. 7.
nóv. 1932, maki Jóhanna S. Sig-
son, synir hans eru Páll Emil,
Þorgrímur Kári og Matthías
Gauti, b) Ása Elínardóttir, börn
hennar eru Elín Björt, Kári Þór
og Emma Karen.
2) Bára Friðriksdóttir prest-
ur, f. 27. okt. 1963, eiginmaður
hennar er Guðmundur Steinþór
Ásmundsson prentsmiður, f. 22.
nóv. 1959 og börn hennar: a)
Halldór Leví Ragnarsson, b)
Anna Guðrún Guðmundsdóttir.
3) Jón Leví Friðriksson mál-
ari, f. 30.8. 1966.
Guðrún vann alla tíð mikið
við heimilisstörf. Hún sá um
heimilið í Gröf þegar ljósmóð-
irin og húsfreyjan Guðrún
þurfti að sinna ljósmóðurstörf-
um, hún fór á bæi að annast
heimili eftir fæðingu kvenna í
1-2 vikur, hún var ráðskona á
Leirá í Leirársveit, matselja á
Jökulhálsi tvö sumur og í mötu-
neyti Hraðfrystihússins í Ólafs-
vík. Guðrún gerðist ráðskona
hjá Jónasi Bjarnasyni lækni og
Jóhönnu Tryggvadóttur í Hafn-
arfirði. Síðar vann hún við
ræstingar í Flensborg og í
heimilisþjónustu og daggæslu
fyrir Hafnarfjarðarbæ. Guðrún
og Friðrik keyptu sér hús í
Háukinn 9 í Hafnarfirði og
bjuggu þar allan sinn búskap.
Guðrún Anna verður jarð-
sungin frá Hafnarfjarðarkirkju
í dag, 5. mars 2020, kl. 13.
tryggsdóttir, f.
1943.
Guðrún Anna
var í fóstri frá eins
og hálfs árs aldri
hjá hjónunum
Steinvöru
Ármannsdóttur f.
7. feb. 1870, d. 27.
okt. 1944 og Eiríki
Sigurðssyni f. 8.
sept. 1873, d. 2.
feb. 1954 í Gröf í
Breiðuvík á Snæfellsnesi. Guð-
rún Anna og Friðrik Guð-
mundur Albert Jónsson, f. 1.
janúar 1921, d. 20. maí 2007,
stýrimaður frá Bolungarvík,
giftu sig 26. desember 1965.
Foreldrar hans voru Guðrún
Jónsdóttir, f. í Miðdal í N-
Ísafjarðarsýslu 23. maí 1885, d.
30. mars 1967, og Jón Leví
Friðriksson, f. á Hofi á Skaga-
strönd 1. sept. 1886, d. 31.okt.
1970.
Börn Guðrúnar eru: 1) Elín
Jóhannsdóttir sjúkraliði, f. 22.
ágúst 1944, barnsfaðir Jóhann
Ingiberg Jóhannsson. Börn El-
ínar eru: a) Emil Rúnar Kára-
Elsku mamma, orðin verða svo
smá og fátækleg gagnvart því
mikla sem ást, söknuði, lífi og
dauða. Það eru komin kaflaskil í
samfylgd við yndislega móður og
hjarta mitt er fullt þakklætis fyrir
þá gæfu að hafa átt hana að svo
lengi, fyrir að hafa þegið leiðsögn
hennar og umhyggju. Í uppeldinu
var hún alltaf í grenndinni með
ástúð, eitthvað matarkyns, kvæði
og þulur á hraðbergi og kvöldsög-
urnar maður minn og óþrjótandi
fróðleik þó að formleg skólaganga
hafi verið stutt.
Henni féll aldrei verk úr hendi
frá morgni til kvölds. Þegar dags-
verki hennar lauk settist hún að
kvöldi með prjónana og hlustaði á
rás eitt og þegar Passísálmarnir
voru lesnir tók hún undir, kunni
þá frá húslestrunum í uppeldinu.
Hún sagði að ánægjulegasta hlut-
verk sitt í lífinu hafi verið að
hugsa um fjölskylduna og við nut-
um svo sannarlega góðs af því.
Það var heit máltíð tvisvar á dag
nánast alla daga ársins og
kvöldkaffið er mér minnisstætt.
Mamma var búin að smyrja á disk
góðgæti á meðan við horfðum á
sjónvarpið, svo sátum við systk-
inin og sötruðum mjólk með
pabba og hámuðum í okkur osta-
brauð og köku. Mamma hafði ekki
uppþvottavél en það var engin
hindrun í að hafa eldhúsið hreint.
Hún sagði reyndar að mesta
framför á 20. öld hefði verið
þvottavélin. Það segir sína sögu
um erfiði þvottadaganna áður
fyrr. Mamma var sterk hvers-
dagshetja, hún hafði sterkar kon-
ur sem fyrirmynd og leitaði í ljóð
til að styrkja sig. Hún hafði
ánægju af því að sauma út,
smyrna og prjóna og hún hlúði vel
að blómunum sínum eins og öllu
öðru lífi í kringum hana. Hún
hafði skap, gat snöggreiðst en það
var fljótt úr henni, umfram allt
var hún hlý og góð og tók málstað
þeirra sem minna máttu sín og
nægjusöm með eindæmum.
Vinnusamari manneskju hef ég
ekki kynnst. Þegar hún á tíræð-
isaldri komin með Alzheimer og á
hjúkrunarheimili Sólvangs vildi
ráða sig í vinnu var mér allri lokið.
Ástæðan einföld, henni leiddist
aðgerðarleysið. Það var leyst með
því að hún fékk létt afþurrkunar-
verk á deildinni og allir glaðir.
Það undraði hana hins vegar að
spítalagangurinn sem hún áður
þreif þarna var nú þrifinn af karl-
manni með stórar græjur. Það
segir eitthvað um tíðarandann.
Dásemdar mjúkan mín er horfin á
braut og þó lifir hún í huga mér og
er mér sterk fyrirmynd. Það er
við hæfi að fela mömmu og stór-
fjölskylduna góðum Guði í tveim-
ur versum sem voru henni töm.
Það er úr passíu Hallgríms Pét-
urssonar
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Og það er niðurlag ljóðsins
Komdu elsku yndið mitt, sem hún
sefaði mig og marga aðra með
þegar harmur sótti að í bernsk-
unni. Megi vonin um návist Guðs í
lífi hennar verði að veruleika í
upphafinni Gröf í Breiðuvík him-
insins.
Þegar grátur sótti mig heim
tók mamma mig í fangið, hélt mér
mjúkt en þétt að sér, reri fram í
gráðið og raulaði þar til allt varð
gott á ný.
... Allt það góða elski þig
ófarin um lífsins stig;
Við þér brosir vonin blíð.
Vertu blessuð um alla tíð.
(Magnús Hj. Magnússon)
Bára.
Hvunndagshetjan Guðrún
Anna Ingimundardóttir er látin í
hárri elli og tók þeim kaflaskilum
lífsins á þann rólega og kyrrláta
hátt sem henni var svo lagið um-
fram annað fólk.
Hún var ekki gömul kona fyrir
rúmum 93 árum, þá eins og hálfs
árs, þegar hún hlaut að fara í fóst-
ur vegna veikinda foreldra sinna
á Hellissandi þar sem hún var
fædd og þau bjuggu, en var um
leið svo heppin þó í erfiðleikunum
að hjónin Steinvör og Eiríkur í
Gröf í Breiðuvík tóku við henni og
hjá þeim og dætrum þeirra Guð-
rúnu og Önnu átti hún heimili síð-
an allt til fullorðinsára og hélt vin-
áttu við það fólk allt svo lengi sem
ævin entist hverjum og einum.
Víst var þetta gott og greint
fólk, en vinnusemin á þeim bæ var
eins og þá var títt mikil fyrir allt
heimilisfólkið, börnin líka og því
átti Guðrún ung að árum oft æði
langan vinnudag, enda viljug og
ósérhlífin.
Hún Guðrún eða Gunna „syst-
ir“ eins og hún hefur alltaf heitið
hér heima hjá Jóhönnu systur
sinni konu minni komst fyrir eigin
atgervi einn vetur á Hússtjórnar-
skólann að Staðarfelli í Dölum og
a.m.k. eina vetrarvertíð var hún í
Ólafsvík og sá um matartilbúning
og framreiðslu fyrir m.a. sjómenn
á vertíð og svo fór að einn þeirra,
skipstjóri á vertíðarbát, Friðrik
Jónsson ættaður úr Bolungarvík,
sá ástæðu til að flytja sig til Hafn-
arfjarðar, þegar Gunna „systir“
fór þangað búferlum og þar gift-
ust þau Guðrún og bjuggu þar
góðu búi í Háukinn 9 uns Friðrik
lést.
Hjá þeim bjuggu einnig um
tíma foreldrar Friðriks og bróðir
og þá kom sér vel dugnaður og
atorka Guðrúnar, sem sjálf átti þá
tvö ung börn með Friðriki svo að
stundum hefur nú verið nóg sú
umsýslan, en jafnaðargeðið og
dugnaður brást Gunnu „systur“
aldrei.
Þau Friðrik áttu tvö börn, svo
sem þegar er getið, Báru, sem er
prestur og Jón Leví byggingar-
mann, en fyrir átti Guðrún dótt-
urina Elínu Jóhannsdóttur
sjúkraliða.
Börnum sínum, barnabörnum
og barnabarnabörnum reyndist
Guðrún sem vænta mátti um-
hyggjusöm og kærleiksrík móðir,
amma og langamma, sem og naut
þess sín síðustu æviár að fá allt
það fólk í heimsóknir til sín og
samgleðjast þeim í gengi lífsins.
Við leiðarlok er bæði ljúft og
skylt að þakka Gunnu „systur“
sérstaklega og öllu hennar fólki
samfylgd liðinna ára og óska
henni góðrar heimkomu þangað
sem hún leit sína síðustu mánuði
yfirveguð sem fyrr og æðrulaus.
Þannig kveðjum við Jóhanna
Gunnu „systur“ og vottum öllum
afkomendum hennar samúð okk-
ar.
Einar Birnir.
Amma mín var með svo ein-
kennandi hendur. Þær voru
bústnar og mjúkar og höfðu alltaf
eitthvert verk að vinna. Þær
kenndu mér að hekla, snúa klein-
ur, bentu mér á margt áhugavert
og klöppuðu mér á handarbökin.
Hún var líka með svo einkenn-
andi rödd, hún amma. Röddin
hennar var skræk en samt blíð,
stundum önug en oftar blandin
kátínu eða undrun. Við heilsuð-
umst alltaf eins í síma alveg frá
því ég var barn:
„Komdu nú sæl“ - „Komdu nú
sæl“.
Amma hefur alla mína ævi ver-
ið gömul kona. Eins og mynd-
skreyting úr gamalli heimilis-
fræðibók, með hvítar krullur og
svuntu. Húsfreyja, ráðskona, það
voru hlutverk sem hún kunni.
Móðir, amma.
Hún var með eindæmum um-
hyggjusöm og kærleiksrík kona.
Hún fór með kvæði og sögur og
huggaði mig þegar ég grét. Þá tók
hún mig í fangið, lagði höfuð mitt
að brjósti sér, ruggaði mér hægt
og raulaði lagstúf. Ég var alltaf
örugg hjá ömmu.
Vertu nú sæl, amma mín. Ég
sakna þín.
Anna Guðrún.
Guðrún Anna
Ingimundardóttir
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
AÐALSTEINN ÞÓRÓLFSSON,
Túngötu 2, Húsavík,
áður bóndi í Stóru-Tungu,
Bárðardal,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Skógarbrekku
sunnudaginn 1. mars.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 7. mars
klukkan 11.
Guðrún Jóna Jónmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
VIGFÚS BJARNI JÓNSSON
bóndi,
Laxamýri,
lést á Hvammi, heimili aldraðra, 27. febrúar.
Hann verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
7. mars klukkan 14.
Sigríður Atladóttir
Elín Vigfúsdóttir Albert Ríkarðsson
Atli Vigfússon Sif Jónsdóttir
Sigríður Steinunn Vigfúsd. Sveinn Freysson
Jón Helgi Vigfússon Sólveig Ómarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
HALLDÓRA ELÍSABET
KRISTJÁNSDÓTTIR
sérkennari,
Stuðlaseli 6, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. febrúar.
Útför hennar verður gerð frá Seljakirkju í Reykjavík 11. mars
klukkan 13.
Daði Sæm Ágústsson
Snorri Þór Daðason
Hildur Hörn Daðadóttir Þorvar Hafsteinsson
Kristján Daðason Sigríður Ósk Ingimundardóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VALA HAFSTEINSSON
lyfjafræðingur, Boðagranda 7,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 27. febrúar.
Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 9. mars klukkan 15.
Blóm og kransar eru afþakkaðir.
Ingunn Erna Jónsdóttir Jónas Þór Snæbjörnsson
Hafsteinn Gunnar Jónsson Sif Gylfadóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
GUÐMUNDA S. SVEINSDÓTTIR
frá Núpi, Vestur-Eyjafjallahreppi,
síðast til heimilis í Stífluseli 16,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
27. febrúar. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn
10. mars klukkan 13.
Hugheilar þakkir sendum við til starfsfólks Eirar fyrir hlýju og
góða umönnun.
Ólöf Ólafsdóttir Þormar Grétar Karlsson
Guðbjörg M. Ólafsdóttir Jón Haukur Valsson
Svanhildur Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn