Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
Umboðsmaður barna hefur það
hlutverk að efla þátttöku barna í
samfélaginu og vinna að því að
tekið sé fullt tillit til réttinda,
þarfa og hagsmuna þeirra á öllum
sviðum. Þrátt fyrir smæð embætt-
isins hefur embættið ætíð leitast
við að heimsækja skóla og sveit-
arfélög víða um land og með því
móti ná til sem flestra barna á
landinu.
Embættið hyggst á næstu árum
efla verulega tengsl sín á lands-
byggðinni með markvissum heimsóknum í
sveitarfélög landsins. Í því skyni mun embættið
flytja skrifstofu sína til Egilsstaða vikuna 9.-13.
mars nk. Það er von umboðsmanns barna að
þessi nýbreytni muni mælast vel fyrir og ráð-
gerir embættið að flytja starfsemi sína í viku til
Ísafjarðar næsta haust með sama markmið að
leiðarljósi. Auk þess eru styttri heimsóknir í
sveitarfélög á SV-landi í bígerð á næstu mán-
uðum, m.a. í Reykjanesbæ.
Efla tengsl við íbúa á landsbyggðinni
Í heimsókninni til Egilsstaða verður lögð
áhersla á að hitta þá sem starfa að málefnum
barna og heimsækja skóla í Fljótsdalshéraði.
Þótt sameining sveitarfélaganna sé ekki form-
lega gengin í garð munu starfs-
menn embættisins einnig leggja
leið sína til Seyðisfjarðar, Djúpa-
vogs og Borgarfjarðar eystri.
Umboðsmaður barna og starfs-
menn embættisins munu hafa
starfsaðstöðu í Samfélagssmiðj-
unni (Blómabæjarhúsinu), hús-
næði á vegum sveitarfélagsins,
meðan á dvölinni stendur. Þar
verður opið hús eftir hádegi
fimmtudaginn 12. mars fyrir íbúa
sveitarfélagsins sem það kjósa.
Markmiðið með dvölinni er að
efla tengsl embættisins við sveit-
arfélagið og íbúa þess og kynnast því öfluga
starfi sem þar er unnið í þágu barna, hitta börn
á öllum aldri, fulltrúa úr ungmennaráði og full-
trúa sveitarfélagsins.
Samstarf við Akureyri
Á síðustu misserum hefur embættið átt mjög
gott samstarfi við Akureyrarbæ og ungmenna-
félag bæjarins. Umboðsmaður barna tók á síð-
asta ári í fyrsta sinn þátt í starfi ENYA (Euro-
pean Network of Young Advisors)
ungmennaráðs samtaka evrópskra umboðs-
manna barna og verkefni um réttindi barna í
stafrænu umhverfi sem bar yfirskriftina Let‘s
talk young, let‘s talk about children‘s rights in
the digital environment.
Markmið verkefnisins var að gefa ungmenn-
um tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar á
eigin réttindum í tengslum við stafræna tækni
og umhverfi. Um 18 umboðsmenn barna í Evr-
ópu tóku þátt í verkefninu sem fólst í því að í
hverju landi voru settir á fót hópar barna til að
ræða málefnið á eigin forsendum. Hér á landi
tóku 18 börn á aldrinum 11-17 ára þátt í verk-
efninu í tveimur hópum, annar í Reykjavík og
hinn á Akureyri. Hvor hópur um sig hittist
nokkrum sinnum og ræddu hvaða málefni þeim
fyndist brýnast varðandi stafrænt umhverfi og
samfélagsmiðla. Fulltrúar úr hvorum hópi fyrir
sig sóttu síðan fund í Brussel með fulltrúum
allra þeirra landa sem tóku þátt í verkefninu en
þar unnu ungmennin áfram að verkefninu sem
var síðan kynnt endanlega fyrir evrópskum um-
boðsmönnum barna á fundi í Belfast síðasta
haust.
Þá skipulagði umboðsmaður barna málstofu
á LÝSU 7. september í fyrra, í samstarfi við frí-
stunda- og forvarnadeild Akureyrarbæjar. Þar
var rætt um þátttöku barna í stefnumótun
stjórnvalda, hvernig ríki og sveitarfélög haga
samráði við börn og hvað mætti betur fara.
Ungmenni úr ungmennaráði Akueyrarbæjar
tóku þátt í pallborði og stýrðu umræðum ásamt
fulltrúa úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna.
Ráðgjafarhópur og Barnaþing
Umboðsmaður barna hefur á síðustu tíu ár-
um starfrækt ráðgjafarhóp ungmenna á aldr-
inum 12-17 ára við embættið og með breyt-
ingum á lögum um umboðsmann barna í árslok
2018 var starfsemi ráðgjafarhópsins lögfest.
Rík áhersla hefur verið lögð á að auka fjöl-
breytni innan hópsins og fjölga börnum af
landsbyggðinni. Standa meðal annars vonir til
að koma upp ráðgjafarhópum í öllum lands-
fjórðungunum á næstu árum.
Mikilvægur þáttur í að ná til barna út um
land allt er þátttaka þeirra á Barnaþingi en um-
boðsmaður barna hélt fyrsta barnaþingið í nóv-
ember á síðastliðnu ári. Lögð var áhersla á þátt-
töku barna af öllu landinu og það sama verður
gert á næsta barnaþingi sem haldið verður í
nóvember 2021. Með þessum leiðum er ætlunin
að styrkja það hlutverk embættis umboðs-
manns barna að vera talsmaður barna af öllu
landinu og tryggja að sjónarmið þeirra skili sér
í stefnumótun stjórnvalda og ákvarðanatöku.
»Embættið hyggst á næstu
árum efla verulega tengsl
sín á landsbyggðinni með
markvissum heimsóknum í
sveitarfélög landsins.
Höfundur er umboðsmaður barna.
Umboðsmaður barna flytur í eina viku á Egilsstaði
Salvör Nordal
Eftir Salvöru Nordal
Barnasáttmálinn er loforð sem við
gáfum öllum heimsins börnum fyrir
30 árum, loforð sem var lögfest á Ís-
landi 2013. Samkvæmt því loforði
skulu öll börn njóta jafnræðis, það
sem barni er fyrir bestu skal vera
leiðandi forsenda við allar ákvarð-
anir stjórnvalda og börn og ung-
menni skulu höfð með í ráðum þegar
ákvarðanir eru teknar fyrir þeirra
hönd um málefni sem þau varðar.
Á alþjóðlegum mælikvarða hafa
börn á Íslandi það afar gott og sýna
rannsóknir okkur að landið okkar
er eitt besta land í heimi fyrir börn til að búa á.
Slíkur samanburður gefur okkur vissulega hug-
mynd um hvar við stöndum í stóra samhenginu
en við megum ekki dvelja við það of lengi.
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hvetur
ríki til að bera sig saman við sig sjálf, rýna og
skoða stöðu barna á hverjum tíma og fylgjast
sérstaklega með þróun og velferð hópa barna
sem standa höllum fæti eða málefnum sem
reynslan og gögnin segja okkur að huga þurfi
betur að. Þegar kemur að uppfylla þessar for-
sendur skiptir gríðarlega miklu máli að ríki og
sveitarfélög vinni markvisst saman að því að
innleiða forsendur Barnasáttmálans. Sáttmál-
inn á að vera vegvísir okkar og áttaviti þegar
kemur að öllum málum er varða börn með ein-
um eða öðrum hætti.
Sveitarfélögum boðin þátttaka
Hinn 25. febrúar síðastliðinn fengu bæjarráð
allra sveitarfélaga á Íslandi erindi frá mér og
UNICEF á Íslandi með tilboði
um þátttöku í verkefninu Barn-
vænt Ísland og taka skref til þess
að fá vottun sem barnvæn sveit-
arfélög. Um er að ræða verkefni
sem aðstoðar sveitarfélög með
markvissum hætti að innleiða
barnasáttmálann inn í starfsemi
þeirra. Hugmyndafræði barn-
vænna sveitarfélaga er byggð á
alþjóðlegu verkefni, Child Fri-
endly Cities Initiative (CFCI),
sem hefur verið innleitt í þús-
undum sveitarfélaga út um allan
heim frá árinu 1996. Sveitarfélög
sem taka þátt og innleiða Barnasáttmálann
geta hlotið viðurkenningu sem Barnvæn sveit-
arfélög. Innleiðingarferlið tekur tvö ár og skipt-
ist í átta skref sem sveitarfélag stígur, með það
að markmiði að virða og uppfylla réttindi barna.
Akureyri, Kópavogur og Hafnarfjörður hafa
þegar hafið innleiðingu verkefnisins við góðan
orðstír og eru þau fyrstu sveitarfélögin á Ís-
landi til að taka þátt í verkefninu, en skrifað var
undir samstarfssamning við Borgarbyggð um
þátttöku í verkefninu fyrr í þessari viku. Á
þessu ári er stefnt að því að fimm sveitarfélög
bætist í hópinn og tólf sveitarfélög til viðbótar
árið 2021. Viðtökur við tilboði félagsmálaráðu-
neytisins og UNICEF um þátttöku í verkefn-
inu hafa verið vonum framar og er ég þess full-
viss að á næstu árum muni öll sveitarfélög á
landinu vera komin vel á veg við markvissa inn-
leiðingu Barnasáttmálans. Markmiðið er að
gera Ísland allt barnvænt samfélag.
Áhersla á börn og fjölskyldur
Verkefni þetta rímar vel við þær áherslur
sem ég hef lagt í embætti mínu frá upphafi núl-
íðandi kjörtímabils. Réttindi barna og fjöl-
skyldna þeirra hafa verið þar í forgrunni og
miklar breytingar í farvatninu til þess að
tryggja fullnægjandi og samræmda þjónustu
fyrir börn og fjölskyldur hérlendis. Markmiðið
er að fjölskyldur barna sem þurfa stuðning
verði gripnar snemma á þeirri vegferð, umvafð-
ar stuðningi og veitt viðeigandi þjónusta eftir
eðli hvers tilviks fyrir sig.
Sú vinna hófst með því að fá fjöldann allan af
hagsmunaaðilum að borðinu til þess að rýna í þá
umgjörð sem þegar er til staðar þegar kemur
að börnum og fjölskyldum þeirra. Hvað væri að
ganga vel og hvað þyrfti að laga að einhverju
leyti, í takt við breyttan tíðaranda, breyttar
kröfur og breytt samfélag frá þeim tíma sem
kerfið var sett upp. Margir hópar fólks, bæði
notenda þjónustu, fjölskyldum sem hafa hags-
muna að gæta eða hafa haft hagsmuna að gæta,
fagfólk og fræðimenn komu að vinnunni á upp-
hafsstigum. Hlustað var á allar raddir.
Vinnunni var ætlað að samþætta alla þjón-
ustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Íslandi,
tryggja aukið þverfaglegt samstarf innan við-
eigandi þjónustukerfa og tryggja að hagsmunir
barna verði ávallt í fyrirrúmi svo og alþjóðlegar
skuldbindingar. Í vinnunni hefur heildarsýn,
sem tekur mið af aðkomu allra þeirra aðila sem
veita börnum og fjölskyldum þeirra þjónustu,
verið höfð að leiðarljósi.
Nýtt frumvarp
Ég mun á næstu vikum leggja inn í samráðs-
gátt stjórnvalda frumvarp sem unnið hefur ver-
ið þvert á alla þingflokka, þvert á mörg ráðu-
neyti og í miklu samráði við alla helstu
hagsmunaaðila. Vil ég færa þeim aðilum sem að
vinnunni hafa komið mínar allra bestu þakkir
fyrir afar gott samstarf og mjög gagnlegar til-
lögur. Án þeirra hefði ekki verið mögulegt að ná
utan um öll þau atriði sem við höfum unnið með.
Ofangreint frumvarp hefur það að meg-
inmarkmiði að búa til umgjörð í lögum sem
stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa
að halda hafi aðgang að velferðarþjónustu við
hæfi án hindrana. Efni frumvarpsins miðar að
því að formfesta samstarf um veitingu þjónustu
við börn og barnafjölskyldur og skapa þannig
skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við til-
teknum aðstæðum eða erfiðleikum í lífi barns
með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir.
Lögð er áhersla á að stjórnsýsla og eftirfylgni
mála sé skilvirk og eins einföld í framkvæmd og
mögulegt er út frá sjónarhorni barna og for-
eldra.
Eftir Ásmund Einar Daðason
Ásmundur Einar
Daðason
» Viðtökur við tilboði félags-
málaráðuneytisins og UNI-
CEF um þátttöku í verkefninu
hafa verið vonum framar og
er ég þess fullviss að á næstu
árum muni öll sveitarfélög á
landinu vera komin vel á veg
við markvissa innleiðingu
Barnasáttmálans.
Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Barnvænt Ísland
Hvasst Vindar hafa blásið hressilega á landsmenn að undanförnu og vissara að standa í lappirnar þegar hviðurnar ganga yfir, líkt og þetta par gerði á göngu sinni í Reykjanesbæ í vikunni.
Eggert