Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
50-80%
AFSLÁTTUR EMMA
Dúnjakki
Áður
kr. 15.990.-
50%
kr. 7.995.-
kr. 7.995.-
50% ERIKDúnjakkiÁður
kr. 15.990.-
Frí heimsending á icewear.is
FÁKAFEN 9 LAUGAVEGUR 91
OUTLET TILBOÐ GILDA EINUNGIS Í ICEWEAR, FÁKAFENI 9,
ICEWEAR MAGASÍN, LAUGAVEGI 91 OG Í VEFVERSLUN ICEWEAR.IS
Birt með fyrirvara um prentvillur. Vörur geta verið uppseldar.
Már Gunnarsson, tónlistarmaður og afreksmaður í
sundi, heimsótti hljóðverið hjá Sigga og Loga í Síð-
degisþættinum á K100 í vikunni og ræddi um lífið
og tónlistina.
Barst talið að Ísold, systur Más sem tók þátt í
undanúrslitum Söngvakeppninnar fyrir Eurovisi-
on sl. laugardag.
Aðspurður sagði Már sig dreyma um að taka
þátt í Eurovision en hann hefur sjálfur sent um tíu
lög í keppnina og hefur reynt að taka þátt síðan
hann var í tíunda bekk.
Mikið er um að vera í lífi Más um þessar mundir
en hann heldur stórtónleika ásamt stórri hljóm-
sveit 13. mars næstkomandi og verða þeir haldnir í
Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.
Hefur sent
tíu lög í
Söngva-
keppnina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afreksmaður Már Gunnarsson er einstaklega hæfileikaríkur
ungur maður sem hefur ekki látið blinduna stoppa sig í að
skara fram úr á ýmsum sviðum.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Ég vissi ekkert hvað maður ætti
að gera þannig að ég æfði mig bara
aftur og aftur. Ég var bara að
vaska upp diska og vélin var tvær
mínútur. Ég gat þá gert tvær vélar
og gert settið mitt þá,“ sagði Greip-
ur Hjaltason, Íslandsmeistari í
uppistandi, en hann mætti í hljóð-
verið til Sigga Gunnars og Loga
Bergmanns í Síðdegisþættinum í
vikunni.
Greipur vann Íslandsmeist-
aratitilinn fyrir viku og hlaut 500
þúsund krónur í verðlaun á mótinu
en Siggi og Logi spiluðu brot úr
keppninni í þættinum.
„Ég kýldi önd í punginn, innan
gæsalappa,“ sagði Greipur meðal
annars á mótinu og uppskar mikinn
hlátur.
Spurði hann einnig áhorfendur
mótsins: „Hvað þarf marga fem-
ínista til að skipta um dekk?“
„Einn. Karlmenn geta líka verið
femínistar.“
Sagði Greipur að furðugóð
stemning hefði verið á mótinu en á
bilinu fimm til sex hundruð manns
fylgdust með keppninni.
Fer með hlustendur í ferðalag
Greipur er enginn nýgræðingur í
„íþróttinni“ en hann byrjaði að
koma fram á „opnum mæk“-
kvöldum á ýmsum börum fyrir um
fimm árum.
„Það var ekkert fyndið sem ég
sagði en þetta var bara svo vel „smo-
oth-að““, sagði Greipur.
„Ég var ekkert stressaður eða
neitt. Það hlógu allir bara. Ef þú ert
ekkert stressaður og veist nákvæm-
lega hvað þú ert að fara að segja á
hverri sekúndu þá hrífst fólkið með
þér. Það er ekkert endilega að hlæja
að bröndurunum. Það bara fer með
þér í eitthvert ferðalag.“
Líkt við Mitch Hedberg
Greipur er þekktur fyrir fimm-
aurabrandara sína og svokallaða
„One-liners“ og sagði að honum
hefði oft verið líkt við uppistand-
arann Mitch Hedberg sem væri með
svipaðan stíl.
Greipur sagðist skrifa niður
marga gullmola úr hinu starfinu
sínu, en ásamt því að starfa sem
uppistandari starfar hann á frí-
stundaheimili með sex til sjö ára
börnum.
„Um daginn sagði einn í öðrum
bekk, 7 ára, við vin sinn: „Veistu
hvað sexy lady“ þýðir?“ Vinur hans
segir: „Nei?“
„Það þýðir sexí kona,“ sagði
Greipur og hló sínum smitandi
hlátri.
„Ég skrifa niður alla vitleysuna
sem þau segja. Það er alltof fyndið,“
bætti hann við.
Ljósmynd/K100
Fyndinn Greipur Hjaltason er þekktur fyrir fimmaurabrandara sína en
hann vann titilinn Íslandsmeistari í uppistandi fyrir viku.
Ekkert fyndið
sem ég sagði
Greipur Hjaltason mætti í hljóðverið í Síðdegisþætt-
inum á K100 í vikunni en hann vann titilinn Íslands-
meistari í uppistandi og hlaut 500.000 krónur í verð-
laun á Íslandsmóti í uppistandi fyrir viku.
„Hugmyndin með því að stofna og opna
Bergið var að hafa einhvern stað sem væri
þröskuldarlaus staður fyrir ungt fólk til að fá
aðgengi að stuðningi og ráðgjöf og einhvers-
konar aðstoð við að finna út hvað það er sem
á bjátar,“ sagði Sigurþóra Bergsdóttir, stofn-
andi Bergsins, Headspace en hún heimsótti
morgunþáttinn Ísland vaknar í vikunni. Berg-
ið sem er stuðnings- og ráðgjafarsetur fyrir
ungt fólk upp að 25 ára aldri var stofnað í
ágúst sl.
„Unga fólkið okkar er verulega hæfi-
leikaríkt og klárt og þegar þau upplifa að þau
fái valdið og stjórnina þá geta þau svo ótrú-
lega mikið, svo lengi sem þau finna stuðning-
inn.“
Geta svo
mikið ef þau
fá valdið
Ljósmynd/K100
Bergið Sigurþóra Bergsdóttir, stofnandi Bergsins, heimsótti
morgunþáttinn Ísland vaknar í vikunni og ræddi um starfsemina.