Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a Kanarí&Tenerife – fáðumeira út úr fríinu 2fyrir1 Tilboð á öllum brottförum í mars Verð frá kr. 79.995 Flug frá kr. 39.950 báðar leiðir m/ tösku MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóraSigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is ViðskiptiStefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Reykvíkingar eru flestir orðnir nokkuð vanir sóðaskap í miðbænum enda ruslatunnur þar fyr- ir löngu orðnar yfirfullar vegna langvarandi verkfalls félagsmanna Eflingar. Reglulega hefur verið greint frá vandanum og hafa meðal annars sumir kaupmenn við Laugaveg brugðið á það ráð að líma fyrir tunnurnar svo ruslið flæði ekki úr þeim. Þessi tunna stóð þó enn opin í gær og því líklegt að rusl fjúki þaðan fljótlega. Morgunblaðið/Eggert Sóðaskapur í miðbæ Reykjavíkur vegna verkfalls Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ferðaskrifstofur finna fyrir því að fólk fari sér hægar en áður við ferða- bókanir vegna umræðunnar um nýju kórónuveiruna og sjúkdóminn sem hún veldur. „Það hefur almennt hægst á bók- unum og fólk er að hugsa sinn gang. Sjá hvernig þetta þróast,“ sagði Þrá- inn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA. Hann sagði að VITA væri ekki með ferðir til Ítalíu. Boðið var upp á skíðaferðir þangað og svo borgarferð sem hefur verið aflýst. Í boði eru ferðir til Tenerife á Kan- aríeyjum og Alicante og fleiri staða á Spáni. Bókanir í þær ferðir hafa gengið vel þótt eftirspurnin hafi heldur róast. Þráinn taldi að fólk ætlaði að bíða átekta og sjá hvernig þetta yrði áður en það ákveður að bóka ferðir í sólina. „Við höfum fundið fyrir því að það hefur hægst á bókunum,“ sagði Þór- unn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals- Útsýnar. Henni finnst að fólk ætli að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Það er engu að síður að skoða ferðir og spyrjast fyrir um þær. Ekki er greinanlegur munur á áfangastöðum hvað afstöðu fólks varðar. Úrval-Útsýn er ekki lengur með ferðir til Ítalíu. „Það er allt ró- legt á Spáni og sólin skín þar,“ sagði Þórunn. Hún taldi fólki óhætt að fara í sólina. Úrval-Útsýn býður upp á við- skiptaferðir og segir Þórunn að þau finni fyrir því að fyrirtæki sem höfðu ráðgert ferðir til útlanda hætti við þær vegna þess að ráðstefnur ytra hafi verið felldar niður. Hún kvaðst vona að ástandið breyttist til hins betra sem allra fyrst. Fólk fer sér hægar en áður við pantanir á ferðum  Ráðstefnur felldar niður Morgunblaðið/Eggert Torrevieja Fólk virðist vera að hugsa hvort það á að fara í sólina. Hlutfall vinninga í spilakössum skal samkvæmt reglugerð vera 89%, en er hins vegar aðeins í kringum 70%. Þetta kemur fram í opnu bréfi til dómsmála- ráðherra frá þremur félögum í Samtökum áhugafólks um spila- fíkn sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Í bréfinu er rakið að dóms- málaráðherra gefi út leyfi til rekst- urs happdrættisvéla á vegum Há- skóla Íslands annars vegar og hins vegar Íslandsspila, sem eru sam- eignarfélag í eigu Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og SÁÁ. Vakin er athygli á því að þegar útborgaðir vinningar hafi verið dregnir frá hafi bróðurhluti tekn- anna það árið, eða 1.520 milljónir af 1.900 milljónum, farið í að greiða leyfi og fyrirtækjum með spila- kassa. Í bréfinu eru sex spurningar stíl- aðar á dómsmálaráðherra um rekstur vélanna og skaðleg áhrif þeirra með því að ýta undir spila- fíkn. Undir það skrifa Alma Haf- steins, Kristján Jónasson og Örn Sverrisson. »42 Vinningar í spila- kössum langt undir boðuðu lágmarki Spil Er vinnings- hlutfallið of lágt? Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þeir aðilar innan sjávarútvegsins sem Morgunblaðið hefur rætt við hafa verulegar áhyggjur af því hvaða af- leiðingar það kann að hafa fyrir fyrir- tæki sem reka fiskvinnslu fari svo að fyrirtækin verði lokuð í tvær vikur vegna kórónuveirusmits hjá starfs- manni. „Þetta yrði högg fyrir þjóðarbúið,“ segir einn útgerðaraðili. Aðrir hafa lýst því að þungbært gæti orðið fyrir fyrirtæki að loka og að það gæti haft varanlegar afleiðingar fyrir rekstur, meðal annars sökum þess að fyrir- tækin gætu ekki afhent vörur sam- kvæmt samningum. Á móti kæmi að samkeppnisaðilar erlendis væru lík- legir til þess að lenda í sömu stöðu. Hafa aukið þrif „Við funduðum með sóttvarna- lækni okkar á mánudaginn og fórum yfir þetta með honum. Auðvitað get- um við bara undirbúið okkur og get- um ekkert gert fyrr en við sjáum hvað gerist,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Spurður hvaða áhrif það myndi hafa ef starfsemin þyrfti að stöðvast vegna smits, svarar hann: „Það yrði alveg hrikalegt að loka í miðri vertíð. Það væri mjög al- varlegt.“ Sigurgeir Brynjar segir að þegar hafi verið gripið til aðgerða til þess að vernda vinnustaðinn umfram það um- fangsmikla hreinlæti sem viðhaldið er þegar matvælaframleiðsla er annars vegar. „Í vinnslunum eru eftir hvern einasta kaffitíma öll handrið, hand- föng, borð og stólar þvegin og spritt- uð.“ Einn útgerðaraðili sem Morgun- blaðið hefur rætt við kveðst ekki viss hvort hann eigi að heimila starfs- mönnum sem eru að koma úr fríi er- lendis að snúa aftur til vinnu vegna þess fjárhagstjóns sem fyrirtækið gæti orðið fyrir. Inntur álits á slíkum ráðstöfunum svarar Sigurgeir Brynj- ar að ákvarðanir um að setja fólk í sóttkví séu ekki á ábyrgð fyrirtækj- anna. „Þetta er í höndum heilbrigð- isyfirvalda,“ segir Sigurgeir Brynjar og telur best að brugðist sé við af yf- irvegun og í samráði við heilbrigðis- yfirvöld. Loka útimörkuðum „Við erum að fylgjast með þessu en höfum mestar áhyggjur af mörkuðun- um okkar úti fyrir ferskan fisk. Í Frakklandi hefur verið byrjað að loka útimörkuðum vegna veirunnar og þetta er byrjað að hafa áhrif að því leyti,“ segir Gylfi Þór Markússon, framkvæmdastjóri Premium of Ice- land. „Það eru áhyggjur úti. Menn eru að draga að setja inn pantanir og þetta er bara vegna mikillar óvissu.“ Þá myndi það vera slæmt fyrir fyrirtækið ef starfsmenn yrðu settir í sóttkví. „Þá myndi allt stoppa. […] Við höfum sett sprittbrúsa um fyrir- tækið og rætt við starfsfólkið okkar.“ Afleiðingar lokunar alvarlegar  Lokun fiskvinnslna vegna kórónuveiru gæti haft veruleg áhrif á rekstrarhæfi fyrirtækja í greininni  Gripið hefur verið til ráðstafana  Kaupendur afurða á erlendum mörkuðum halda að sér höndum Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Gylfi Þór Markússon Kórónuveirusmit á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.