Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.03.2020, Qupperneq 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég tók bara upp á þessuhjá sjálfri mér að standafyrir samsöng. Mig lang-aði að syngja á svona viðburði þegar ég sá innslag í Land- anum um slíkt fyrirbæri. Ég er kona úti í bæ sem finnst að svona þurfum við að hafa í hverfinu okkar. Við erum þrjú sem höfum verið saman í því að undirbúa þetta og koma þessu á koppinn, ég og Ólafur Jóhann Ólafsson og Edda Hrönn Gunnarsdóttir. Við höfum þekkst frá því við vorum saman í Álftamýr- arskóla og okkur finnst öllum gam- an að syngja,“ segir Sesselja Traustadóttir sem býr á Laug- arnesveginum í Reykjavík og er umhugað um menningarlífið í sínu hverfi. „Ég seldi þeim á Kaffi Lauga- læk hugmyndina að hýsa viðburð- inn okkkar og þau tóku vel í það. Fyrsti Lækjarsöngur var í byrjun febrúar og Svavar Knútur leiddi sönginn. Þetta gekk vel og það var rosalega gaman, þétt setinn sal- urinn og allir að syngja með. Það var alveg rífandi stemning og fólk færði sig yfir til okkar úr hinum enda hússins þegar söngurinn hófst. Sá háttur var hafður á að fólki var frjálst að koma með hljóðfæri og taka þátt í undirleiknum og þrír gestir gerðu það, tóku upp gítara sína og spiluðu með,“ segir Sesselja og bætir við að söngtextum hafi verið varpað á skjá svo allir gætu sungið með. „Fyrst og fremst voru sungin lög sem flestir kunna eða kannast við, íslensk sönglög. Svavar Knútur laumaði svo inn perlum sem sumir höfðu ekki heyrt áður, til dæmis sungum við Yfir í Fjörðum, eftir Böðvar Guðmundsson, sem var al- veg dásamlegt, þá bráðnaði liðið í salnum. Þetta er lag sem allir á Norðurlandi þekkja en Reykjavíkursollurinn kann þetta náttúrulega ekki, og er ekki vanur að fá að syngja svona,“ segir Sess- elja og hlær. Lækjarsöngshópurinn ætlar að bjóða í mánaðarlegan samsöng fyrir alla sem vilja koma saman og syngja. „Við ætlum að vera með sam- söng fyrsta föstudag í hverjum mánuði út vorið, næsti Lækjar- söngur verður á morgun föstudag 6. mars, síðan fyrsta föstudag í apríl og svo í maí,“ segir Sesselja og bæt- ir við að Svavar Knútur ætli aftur að leiða sönginn. Hún tekur fram að gott geti verið að panta borð fyrir fram. „Á Kaffi Laugalæk er góður matur beint frá býli og gaman að byrja kvöldið á því að gæða sér á honum, en fólk þarf ekki að panta mat frekar en það vill, þó að það vilji koma og syngja. Allir eru hjartanlega velkomnir og það kost- ar ekkert inn. Það er svo gefandi að syngja saman og það þarf að tala þetta upp. Fólk þarf ekki að vera komið í dagvistun hjá eldri borg- urum til að mega syngja saman, það má alveg húrra þetta saman í hverf- inu hjá sér, hittast og segja hæ. Lækjarsöngur er fjölskylduvænn, síðast kom Svavar Knútur með börnin sín með og aðrir gestir gerðu það líka. Lækjarsöngshóp- urinn var búin til í kringum sam- söng í hverfinu og mögulega færum við okkur um hverfið, við gætum til dæmis verið einhvern daginn í Kaffi Flóru í Grasagarðinum, hver veit.“ Lækjarsöngur fyrir alla Ljósmyndir/Gréta Sóley Arngrímsdóttir Gaman Gestir tóku vel undir í fyrsta Lækjarsöng, Sesselja fremst t.h., á móti henni sitja Ólafur Jóhann Ólafsson og Edda Hrönn Gunnarsdóttir, en þau þrjú hafa verið saman í því að undirbúa viðburðinn sem verður aftur á morgun. Svavar Knútur Gestir mega koma með eigin hljóðfæri og spila með. Lækjarsöngur hefst á morgun föstudag kl. 20.30 á Kaffi Lauga- læk, Laugarnesvegi 74 a Reykja- vík. Þeir sem vilja, koma með hljóðfærin sín og spila með. Happy á barnum til kl. 19 og góður matur á matseðlinum. Borðapantanir á Facebook: kaffi.laekur Allir sem reynt hafa vita að það að syngja saman veitir mikla gleði, enda hefur verið sýnt fram á að við slíka iðju framleiði fólk endorfín, sem er vellíðunarefni. Á morgun, föstudag, verður Lækjarsöngur öðru sinni á kaffihúsinu Kaffi Laugalæk, þar sem Svavar Knútur mun leiða samsöng gesta. Hin söngglaða Sesselja Traustadóttir er forsprakki að viðburðinum. Norðanfólk sem býr í henni Reykja- vík sækir margt svokallaða Akureyrarmessu sem haldin er í höfuðstaðnum fyrir sunnan ár hvert. Akureyrarmessan þetta árið verður næstkomandi sunnudag, 8. mars, kl. 14 í Bústaðakirkju í Reykjavík. Séra Pálmi Matthíasson þjónar við athöfnina, en ræðumað- ur dagsins verður Gísli Sig- urgeirsson. Hljómsveit Rafns Sveinssonar mætir að norðan og flytur tónlist Birgis Marinóssonar, en hann lést á Akureyri á öðrum degi jóla á síðara ári. Mynd eftir Kristinn G. Jóhannsson listmálara prýðir sálmaskrána að venju og í þetta sinn er hún af fjallinu Kald- bak við Eyjafjörð. Allir eru hjartan- lega velkomnir. Árleg Akureyrarmessa Hljómsveit og ræðumaður Kaldbakur Mynd Kristins G. Jóhanns- sonar listmálara prýðir sálmaskrá. „Vá! Bækur, les- endur þeirra og allt hið voðalega í heiminum, er yfirskrift árlegrar ráðstefna um barna- og ung- lingabókmenntir sem haldin verð- ur í Gerðubergi nk. laugardag, 7. mars, kl. 10.30- 13. Á ráðstefnunni verður fjallað um birtingarmyndir loftslagsbreytinga og annarra erfiðra viðfangsefna samtímans í bókmenntum fyrir ung- menni. Einnig verður rýnt nánar í hvaða bækur standa börnum og unglingum til boða, hvaða hlutverki barna- og ungmennabækur gegna í breyttum heimi og hvernig miðla má efni, bæði í leik og í starfi, til ungra lesenda. Hildur Knútsdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir, Sævar Helgi Bragason, Hjalti Halldórsson og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir halda erindi. Ráðstefnan er opin öllu áhuga- fólki um íslenskar barna- og ung- lingabókmenntir. Ráðstefnan Vá! Bækur Hildur Knútsdóttir Barna- og ung- lingabókmenntir Café Lingua – lif- andi tungumál er samkunda sem fer reglulega fram á vegum Borgar- bókasafnsins og Vigdísarstofn- unar. Næsti hitt- ingur er í dag, fimmtudag, í Stúdentakjallar- anum Háskólatorgi og hefst kl. 18. Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin tungu- máli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningar- heimum og heimsborgurum í Reykja- vík og æfa sig í tungumálum í leið- inni. Eitt af markmiðunum er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni. Café Lingua í kvöld Æfið ykkur í tungumálum Cafe Lingua
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.