Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
✝ BorghildurBjörg Fenger
fæddist á Akureyri
20. janúar 1929.
Hún lést á Land-
spítalanum 18.
febrúar 2020 eftir
stutta sjúkrahús-
legu. Foreldrar
hennar voru Vil-
hjálmur Þór seðla-
bankastjóri frá
Æsustöðum í Eyja-
firði (1899-1972) og Rannveig
Elísabet Þór húsfreyja frá Búð-
areyri í Reyðarfjarðarhreppi
(1903-1988). Systkini Borghild-
ar voru Örn Þór (1931-2006) og
Hjördís Ólöf Þór (1935-2017).
Borghildur giftist Hilmari Fen-
ger (1919-1995) stórkaupmanni
frá Reykjavík 12. ágúst 1949.
Kvennaskólanum í Reykjavík
1947. Hún vann á Hótel Loft-
leiðum í um 20 ára skeið.
Borghildur starfaði alla tíð
mikið að félagsmálum. Hún var
um langt árabil virkur þátttak-
andi í skátahreyfingunni, sat í
Bandalagi íslenskra skáta í 19
ár og starfaði sem aðstoðar-
skátahöfðingi um 9 ára skeið.
Henni var veittur Silfurúlf-
urinn sem er æðsta heiðurs-
merki skátahreyfingarinnar á
Íslandi.
Borghildur var félagi í Inner
Wheel á Íslandi frá stofnun fé-
lagsins 1973 og var virkur
þátttakandi í kvenfélagi
Hringsins. Hún sat í bygging-
arnefnd Barnaspítala Hringsins
og var formaður Hringsins á
árunum 1999-2001.
Borghildur var alla tíð mikil
hannyrðakona og tók hún virk-
an þátt í starfi eldri borgara á
Aflagranda í Reykjavík.
Útför Borghildar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 5. mars 2020, klukkan 13.
Börn Borghildar
og Hilmars eru:
1) John Fenger,
f. 1950, maki Rósa
Karlsdóttir Fen-
ger, f. 1951. Börn
Johns og Rósu eru
Hilmar Bragi, f.
1973, Ármann Örn,
f. 1976 og Ingi
Rafn, f. 1980.
2) Vilhjálmur
Fenger (1952-
2008), maki Kristín Fenger
Vermundsdóttir, f. 1955. Krist-
ín er í sambúð með Helga
Benediktssyni. Börn Vilhjálms
og Kristínar eru Björg, f. 1978,
og Ari, f. 1980. Alls eru barna-
barnabörn Borghildar tíu tals-
ins.
Borghildur lauk prófi frá
Elskulega tengdamóðir mín,
Borghildur, kvaddi þetta jarðlíf
á 65 ára afmælisdegi mínum,
18. febrúar sl.
Að afmælisdagurinn minn
hafi orðið fyrir valinu segir
meira um tengsl okkar en
margt annað.
Það fyrsta sem kemur upp í
huga minn er þakklæti fyrir að
hafa verið svo lánsöm að fá að
vera samferða Borghildi í
gegnum lífið frá 14 ára aldri,
eða í rúmlega 50 ár.
Við tókum virkan þátt í lífi
hvor annarrar, hlógum og grét-
um saman en sem betur fer var
nú gleðin oftar við völd.
Fyrst þegar ég fór að venja
komur mínar á Hofsvallagötu
49, á heimili Borghildar og
Hilmars, er ég ekki alveg viss
um að þeim hafi litist eitthvað
sérstaklega vel á mig.
Ég var sísvöng, rauðeygð og
með rennandi blautt hár að
koma af sundæfingum hjá KR
með yngri syni þeirra, Vil-
hjálmi.
En þarna kom strax í ljós
gestrisni og umhyggja tengda-
foreldra minna sem einmitt ein-
kenndi heimili þeirra og sam-
band.
Mér leist strax afar vel á
Borghildi þar sem hún kom
mér fyrir sjónir eins og Holly-
wood-kvikmyndastjarna. Útlitið
var fullkomið, hún var alltaf vel
tilhöfð, var búin að ferðast um
víða veröld og talaði ensku eins
og innfædd.
Hins vegar var ég ekki búin
að vera lengi fastagestur á
heimilinu þegar ég uppgötvaði
að Borghildur gat alveg eins
verið endurborin dönsk drottn-
ing. Á heimilinu voru danskar
matarvenjur og borðsiðir ásamt
dönskum málslettum sem komu
mér, íslenskum alþýðuunglingi,
frekar einkennilega fyrir sjón-
ir.
En ekki leið á löngu þar til
ég áttaði mig á hversu mikil
framkvæmda- og listakona
Borghildur var. Kraftur og
eljusemi má segja að hafi ein-
mitt verið aðalsmerki hennar.
Borghildur var aðstoðar-
skátahöfðingi um árabil og stóð
sig afar vel í því hlutverki eins
og öðrum. Engin sérstök nafn-
gift fylgir skátahöfðingjum en
ég er nokkuð viss um að ef hún
hefði einhvern tímann orðið
indíánahöfðingi hefði hún feng-
ið nafngiftina Stóri-Tryggur.
Borghildur var nefnilega ein-
staklega trygglynd gagnvart
öllu og öllum, samviskusöm og
áreiðanleg.
Ég kveð elskulegu tengda-
móður mína með miklum sökn-
uði og þakklæti fyrir að hafa
verið mér sérlega umhyggju-
söm og góð fyrirmynd. Borg-
hildur var einnig einstaklega
góð amma og hafði unun af að
fylgjast með langömmubörnum
sínum.
Borghildur hafði orð á því
þegar við héldum upp á 90 ára
afmælið hennar fyrir rúmu ári
að hún saknaði margra og ég
veit að það hefur verið tekið vel
á móti henni og orðið miklir
fagnaðarfundir.
Hvíl í friði, elsku Borghildur
mín. Minning þín verður ávallt
ljós í lífi okkar sem eftir lifum.
Þín
Kristín.
Borghildur Fenger er farin
heim eins og það er kallað í
skátahreyfingunni.
Hún var ötull skáti og sönn
fyrirmynd sem eftir óeigin-
gjarnt framlag sitt til íslensku
skátahreyfingarinnar hélt
áfram að starfa fyrir samfélag-
ið á hinum ýmsu sviðum.
Þú ert skáti horfinn heim,
himinn, jörð, ber sorgarkeim.
Vinar saknar vinafjöld,
varðar þökkin ævikvöld.
Sérhver hefur minning mál,
við munum tjöld og varðeldsbál,
bjartan hug og brosin þín,
þau bera ljósið inn til mín.
Kveðjustundin helg og hlý,
hugum okkar ríkir í.
Skátaminning, skátaspor,
skilja eftir sól og vor.
(Hörður Zóphaníasson)
Með þakklæti í huga sendum
við fjölskyldu Borghildar inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Bandalags ís-
lenskra skáta,
Marta Magnúsdóttir
skátahöfðingi.
Í dag kveðjum við ömmu
okkar Borghildi í hinsta sinn. Á
sama tíma og missir okkar er
mikill er hjarta okkar fullt af
þakklæti fyrir að hafa átt ein-
staka ömmu sem mótaði okkur
og tók virkan þátt í lífi okkar
frá unga aldri og fram á síðasta
dag.
Amma var einstök kona sem
snerti alla sem á vegi hennar
urðu enda hafði hún einstaka
nærveru, sterkan persónuleika,
áhuga á fólki og málefnum og
átti auðvelt með að spjalla um
heima og geima við hvern sem
er á ýmsum tungumálum.
Amma var einstaklega vinnu-
söm, lausnamiðuð og bjó yfir
gríðarlegri þrautseigju. Þessir
eiginleikar hennar gerðu það að
verkum að ömmu voru oft falin
ábyrgðarhlutverk sem hún
jafnan leysti af miklum mynd-
arskap.
Amma bjó yfir mikilli reisn
og var þeim eiginleika gædd að
eftir henni var tekið hvar sem
hún kom. Hún kom sjónarmið-
um sínum á framfæri á ákveð-
inn og rökfastan hátt en var þó
aldrei með læti eða yfirgang og
hvað þá að hún bærist á.
Á 90 ára afmæli ömmu héld-
um við systkinin tölu þar sem
við rifjuðum upp skemmtilegar
sögur úr æsku okkar með
ömmu og afa, gerðum góðlát-
legt grín og fórum yfir fjöl-
marga kosti ömmu. Það að hafa
rifjað upp góðar stundir og
sagt henni hversu mikils virði
og stór hluti af okkar lífi hún
var er okkur mjög dýrmætt í
dag. Það hafa nefnilega verið
mikil forréttindi fyrir okkur og
fjölskyldur okkar að hafa feng-
ið að hafa ömmu í kringum
okkur í öll þessi ár.
Elsku amma, takk fyrir að
vera þú. Þú verður alltaf stór
hluti af okkar lífi og munum við
halda í þau gildi sem þú kennd-
ir okkur um ókomna tíð. Við er-
um sannfærð um að pabbi og
afi taka vel á móti þér.
Þangað til næst, þín
Björg og Ari
Stóran hluta ævinnar hef ég
búið erlendis og þar af leiðandi
fjarri föðurlandinu.
Þrátt fyrir þessa fjarveru
hefur uppruni minn og tengslin
við ömmu og afa haft afgerandi
áhrif á persónuleika minn.
Það var alltaf tilhlökkun og
spenningur að koma heim til
Íslands og heimsækja ömmu.
Hún hafði grunngildi sem ég og
fjölskylda mín höfum haft í há-
vegum.
Amma var ákaflega vinnu-
söm, þrautseig og hafði ávallt
menntun í fyrirrúmi. Þessi gildi
hafa verið mér meðvituð alla
ævi og er ég þakklátur ömmu
fyrir. Bless amma.
Ingi Rafn.
Í dag kveðjum við ömmu
Borghildi. Amma hafði mikil
áhrif á okkur sem erum í henn-
ar nánustu fjölskyldu.
Borghildur
Björg Fenger
✝ Auður fæddist íReykjavík 3.
nóvember 1943.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum í
Reykjavík 23. febr-
úar 2020.
Auður var fjórða
barn foreldra sinna
þeirra Kjartans
Guðmundssonar og
Sigríðar Her-
mannsdóttur. Hún
ólst upp á heimili foreldra sinna
á Þórsgötunni í miðbæ Reykja-
víkur ásamt systkinum sínum.
Elst voru Birgir, Hermann og
Jóna. Á eftir Auði fæddist Guð-
mundur, þá Bryndís og svo
Kristján.
Auður gekk í Austurbæj-
arskólann en að honum loknum
fór hún fljótlega að vinna hjá
föður sínum í teppaverksmiðj-
unni Axminster í Reykjavík. Þar
kynntist Auður eiginmanni sín-
um Gunnari Finnbogasyni ung
að árum og hófu þau búskap.
Fljótlega eignuðust
þau soninn Þór og
stuttu seinna flutti
fjölskyldan til Eng-
lands þar sem
Gunnar starfaði í
nokkur ár. Í Eng-
landi fæddist þeim
sonurinn Örn og
fljótlega eftir það
fluttu þau heim aft-
ur. Síðan bjó fjöl-
skyldan á Kársnes-
inu í Kópavoginum, að
undanskildum þremur árum sem
þau dvöldu á Akureyri. Auður
sinnti húsmóðurstarfinu meðan
drengirnir voru ungir, en hóf
svo störf fyrir sendiráð Banda-
ríkjanna á Íslandi og þar vann
hún allan sinn starfsferil þangað
til hún fór á eftirlaun.
Barnabörn Auðar og Gunnars
eru Ásdís Ósk Þórsdóttir, Andri
Þór og Sandra Lind Arnarsbörn.
Útförin verður frá Guðríðar-
kirkju í dag, 5. mars 2020, klukk-
an 13.
Nú er fallin frá móðursystir
mín Auður Kjartansdóttir og
langar mig til að minnast henn-
ar í nokkrum orðum.
Auður fæddist 8 árum á eftir
móður minni sem minnist þess
enn hve spennandi það var að
eignast litla systur. Systurnar
þrjár, mamma, Auður og Día
voru samrýndar. Bræðurnir
voru líka tíðir gestir á heimili
Auðar og Gunnars. Öll sjö
systkinin, foreldrarnir Sigríður
og Kjartan, makar og börn
voru samrýndur hópur og þó
eitthvað væri um skilnaði og
nýja maka hélst vináttan ávallt
traust og voru samverustund-
irnar margar og minningarnar
góðar.
Auður hafði mikinn áhuga á
blómum og gróðri og var garð-
urinn í Holtagerðinu hennar
griðastaður.
Þar undi hún sér vel enda
garðurinn skjólsæll og sólríkur.
Ekki voru blómin síðri innan-
dyra og öfundaði mamma hana
alltaf svolítið af þessum hæfi-
leika.
Auður og Gunnar ferðuðust
líka víða. Hálendið var þeim
hugleikið og ef farið var til út-
landa var keyrt víða til að
kynnast landi og þjóð.
Samband mömmu og Auðar
var traust, þegar Kjartan bróð-
ir fæddist passaði Auður oft
fyrir systur sína og minnist
Kjartan þess hve indælt var hjá
Ausu frænku og voru þau náin
alla tíð.
Hrafnhildur systir og Auður
urðu líka góðar vinkonur enda
aldursmunur þeirra ekki meiri
en milli mömmu og Auðar. Við
bræður vorum á svipuðu reki
og Þór og Örn og því var oft
gaman að vera saman.
Tjaldferðalögin með varðeld
og söng gleymast seint og ekki
síður gamlárskalkúnn Auðar
enda var kalkúnn ekki algengur
kostur á þeim tíma.
Nú hin seinni ár jókst bara
samvera systranna mömmu og
Auðar. Eftir að Gunnar féll frá
urðu systurnar samrýndari en
nokkru sinni fyrr. Þær hittust
nær daglega, fóru á kaffihús,
skruppu í búðir eða snörluðu
saman á einhverju veitingahús-
inu.
Vinir og fjölskylda voru
reglulega sótt heim og ekki
leiddist þeim systrum að fá sér
einn kaldan í góðra vina hópi ...
nú eða bara hvor með annarri.
Ef stemningin var þannig að
önnur nennti ekki úr húsi þann
daginn þá var reglulega hringt
og spjallað.
Þær vöktuðu hvor aðra og
hringdu aldrei seinna en um
hádegisbilið til að heyra hvor í
annarri.
Mér þótti vænt um að ef
mamma svaraði ekki systur
sinni, þá hringdi Auður í mig til
að láta mig vita af því.
Auður var falleg kona, frekar
ljós yfirlitum, grannvaxin alla
tíð og hárprúð. Hún var geðgóð
og fór sér yfirleitt að engu óðs-
lega.
Hún talaði fyrirtaks ensku
og vann í fjölmörg ár í sendi-
ráði Bandaríkjanna á Íslandi.
Hún var húsmóðir, góð móðir
og amma og hélt fallegt heimili
sem gott var að heimsækja.
Auður snöggveiktist á síð-
asta ári og lá á sjúkrahúsi til
dauðadags, það var mikill miss-
ir fyrir mömmu að sjá á eftir
systur sinni á sjúkrahúsið og
ekki er missirinn minni nú þeg-
ar Auður hefur kvatt þennan
heim.
Kæru Þór og Örn, Ásdís
Ósk, Andri Þór og Sandra
Lind, missirinn er þó mest ykk-
ar.
Góð og harðdugleg kona er
nú fallin frá, heldur í fyrra fall-
inu finnst mér. En lífið er ekki
fyrirsjáanlegt sem betur fer og
þegar litið er yfir farinn veg er
gott að finna fyrir gleðinni sem
lífið gaf.
Jóna systir,
Bergur, Kjartan
og Hrafnhildur.
Auður Jóhanna
Kjartansdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
HREFNA LÍNEIK JÓNSDÓTTIR
frá Seljanesi við Ingólfsfjörð,
lést á Hrafnistu í Laugarási sunnudaginn
23. febrúar.
Jarðsungið verður frá Áskirkju föstudaginn 6. mars klukkan 13.
Stefán Rúnar Jónsson
Jón Hrafn Jónsson Guðbjörg Guðmundsdóttir
Helga Björnsdóttir Guðný Eiríksdóttir
Kristján Bergsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
kærleika og hlýhug við andlát og útför
okkar elskulega föður, tengdaföður, afa
og langafa,
JÓNS REYNIS MAGNÚSSONAR,
verkfræðings og fyrrverandi
forstjóra SR Mjöls.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar
fyrir mikla hlýju, alúð og góða umönnun.
Magnús Reynir Jónsson Bjarnveig Sigríður Guðjónsd.
Birna Gerður Jónsdóttir Guðlaugur Gíslason
Sigrún Dóra Jónsdóttir Jóhann Gunnar Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýjar kveðjur við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÞÓRLAUGAR JÓNU
GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks V 3 á Hjúkrunarheimilinu Grund
fyrir hlýju og góða umönnun.
Þórný Harðardóttir Guðjón Hauksson
Helga Harðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn