Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Hari Úlpur Áhersla er nú lögð á fjarnám. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ef maður á að reyna að sjá jákvæð- ar hliðar í þessu ástandi þá hugsa ég að við séum að taka mjög stór skref í nýtingu á tækni. Það mun vafalaust koma til góðs í skólastarfi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skóla- stjórafélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið, en undanfarnar vikur hafa verið mjög erfiðar í skólum landsins og er allt kapp lagt á að reyna að þjónusta nemendur eins og hægt er í nýju og breyttu umhverfi. Fer stór hluti kennslu nú fram utan veggja skólastofunnar. „Það er hreint út sagt ótrúlegt að upplifa og heyra það sem kennarar og skólar eru að gera. Og það er virkilega gaman að heyra sumar af þeim sögum sem sagðar eru af sam- skiptum kennara við nemendur sem ekki eru í staðbundnu námi,“ segir hann og bætir við að skólastjórar og kennarar hafi unnið mikið verk við að endurskipuleggja kennsluna. „Það er ekki uppgjafartónn í neinum og mikill hugur að standa sig.“ Margir taka börn úr skólum Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenn- ara, segir óvissu þó mikla og að áhyggjuefni sé hve mörg börn inn- flytjenda séu hætt að mæta í skóla. „Foreldrar erlendra barna hafa í stórum stíl tekið börn sín úr skól- unum,“ segir hún. »6  Munu vafalaust búa að reynslunni, segir formaður Skólastjórafélags Íslands Stór tækniskref í skólunum Þ R I Ð J U D A G U R 3 1. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  77. tölublað  108. árgangur  GRÍSIR OG STEINAR Í KIRKJUNNI FEÐGAR Á VÉLSLEÐUM ÆTLAR Í NÝ- LIÐAVALIÐ Í NBA Í SUMAR HREINSA HUGANN Á FJÖLLUM 11 JÓN AXEL 27KARLOTTA BLÖNDAL 28 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn gæti kostað ferðaþjónustuna á þriðja hundrað milljarða í ár. Vegna mikilllar óvissu er þó erfitt að spá um þetta ár. Þetta kemur fram í áætlun Ís- landsbanka og Samtaka ferðaþjón- ustunnar fyrir Morgunblaðið. Miðað var við tímabilið frá miðjum mars og út ágúst og að tekjur af er- lendum ferðamönnum yrðu nær eng- ar á tímabilinu vegna veirunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, áætlar að- spurður að tekjutapið geti numið um 260 milljörðum frá miðjum mars og út ágúst. Horfir hann þá til tekna greinarinnar sömu mánuði í fyrra. Vilborg Helga Júlíusdóttir, hag- fræðingur Samtaka ferðaþjónust- unnar, segir aðspurð að áðurnefnd tala, um 260 milljarðar, sé ekki fjarri lagi. Það megi áætla að neysla er- lendra ferðamanna frá miðjum mars til ágústloka hafi verið um 208 millj- arðar, eða um 17% af samanlögðum gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Skarphéðinn Steinarsson ferða- málastjóri segir greinina horfa fram á algjört tekjuhrun. Ísland háðara ferðamönnum Önnur lönd leggi nú mikla áherslu á ferðalög innanlands í sumar. Ísland sé hins vegar í þeirri stöðu að hafa fleiri erlenda ferðamenn á hvern íbúa en flestar þjóðir. Hlutur innan- landsmarkaðar af ferðaþjónustunni á hinum Norðurlöndunum sé um 50% en innan við tíundi hluti á Ís- landi. Hundruð milljarða eru í húfi  Ef ferðasumarið bregst gæti það þýtt allt að 260 milljarða króna tekjutap  Ísland viðkvæmara fyrir ferðabanni en samkeppnislönd á Norðurlöndum Áætlað tekjutap ferðaþjónustunnar 17 119 123 * Á æ tl u n Ís la n d sb a n ka mars apríl til júní júlí og ágúst Frá 15. mars til 31. ágúst, ma.kr. 259 ma.kr. tekju- tap alls m.v. árið 2019* MTekjutapið … »12 Mikið starf fer fram á smitsjúkdómadeildum Landspítalans í Fossvogi. 30 veikir sjúklingar liggja þar nú inni, þar af 10 á gjörgæslu. Auk þess hefur göngudeild Covid-19 eftirlit með rúm- lega 900 sjúklingum sem smitast hafa og eru í einangrun í heimahúsum. Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítalans, fylgdist með stofu- gangi á deild A-7. Læknirinn fyrir miðju er Sig- urður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir. Stofugangur á smitsjúkdómadeild í Fossvogi Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Alþingi samþykkti í gærkvöldi breytingar á ýmsum lögum til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvörpin fóru í gegnum aðra og þriðju umræðu í gær, með afbrigðum, og öll fimm frumvörpin voru að lokum samþykkt með 40 til 42 samhljóða atkvæðum. Fjárlaganefnd lagði til tæplega 3 milljarða króna aukningu á sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki sem frumvarpið gerir ráð fyrir þannig að það verði tæpir 18 milljarðar króna. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd lögðu til að verulega yrði bætt í þar. Voru tillögur þeirra felldar og gagnrýndu þingmennirnir það harðlega þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu við lokaatkvæða- greiðslu. Samþykktu þeir samt frumvarpið. Auk þess felst í lögunum mark- aðsátak fyrir ferðaþjónustu, sér- stakar barnabætur og örorkulífeyrir og framlög til heilbrigðisstofnana vegna kórónuveirunnar. „Það er alltaf hægt að bæta í en það þarf að hafa í huga að þær fjár- veitingar sem lagt er í samkvæmt þessari breytingartillögu þurfa allar að notast á þessu ári,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson fjárlaganefnd- armaður. Hann bendir á að í fram- haldinu muni fjármálaráðherra leggja fram stóra fjárfesting- aráætlun, þar sem varið verður 60 milljörðum á næstu þremur árum. helgi@mbl.is »2 og 8 Morgunblaðið/Árni Sæberg Vegagerð Framkvæmdir verða auknar á þessu ári og þeim næstu. Fjárfest- ingar ákveðnar  Aðgerðafrumvörp samþykkt samhljóða  „Umferð á götunum hér í borg- inni hefur dregist mikið saman og úti á landi sjást varla bílaleigubílar eða rútur,“ segir Eggert Þór Krist- ófersson, forstjóri Festis sem meðal annars rekur N1. Samdráttur í sölu á bensíni og díselolíu frá því samkomubann var sett á er á bilinu 10-12%. Áhrifa kórónuveirunnar gætir sums staðar enn ekki jafn sterkt úti á landi og á höfuðborg- arsvæðinu, að sögn Eggerts. Hjá Olís hefur sala á eldsneyti dregist mikið saman og segir Jón Ólafur Halldórsson forstjóri fyr- irtæksins það vera sem spegilmynd af umferðartölum. »6 Mikill samdráttur í bensínsölu syðra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.